laugardagur, mars 29, 2003

Núna er laugardagur sem þýðir að ég ætla mér að fera full klukkan tuttuguhundruð á AKRANESI. Boltabænum þar sem bitið er í nef og aðra líkamsparta. Ég er engin undantekning frá reglunni. Bít fast í munna ef þeir eru af hinu kyninu.

Það er fundur hjá frægu félagi þar í bæ sem kennt er við prump og ég hlakka mikið til að freta með bestu vinkonunum. Ég er nefnilega búin að vera að safna geðveikt af ógeði í þarma vora og ætla að dúndra rosalegum fýlum. Stelpurnar eiga eftir að tapa geðveikt fyrir mér í kvöld. Það verður vond lykt í heimabæ Akurnesinga. Verri en peningalykt.

Þið hin eigið góða helgi og ég elska ykkur öll sem hafið böll.

miðvikudagur, mars 26, 2003

Það skal engin manneskja halda það að ég nenni eigi að blogga lengur. Það er ALSD-leysið sem kemur því til leiðar að maður kemst ekki inn á netið þegar mann hentar þá og þá helvítis stundina. Enda styn ég ef það er ufsilon í þvý. Helvítis ókeypis drasl í boði Íslandsbanka!

Ef eitthvað fípl uppgötvaði rock n' roll þá uppgötvaði ég blog 'n bjór. Allt hægt á íslensku.

Veit ekki staf í heiminum vegna Blönna. Sísí-leysi. Sísi myndi nebblilega bjarga öllu því hún er svo klár í template. Ég er að tala um að setja ljótu myndina af Blönna á síðes. Blönni kemur stundum í fréttirnar en það er allt á útlensku (fjármálatal, kaup á bréfum og hvernig lífeyrissjóðir eigi að fjárfesta í hinu og þessu svo ellilífeyrisþegar fái peningana sína til baka að einhverju leiti (er ufsilon í því Biggi?)).

Veit meira um Blönna. Ef ég vil hitta hann þá fer ég og versla í Hagkaup í Kringlunni á laugardögum í hádeginu. Þá get ég séð útganginn á honum. Hann er víst rosalega illa til fara kallinn. Gengur í druslum og bomsum. Hvort ætli hann sé með brún augu eða blá? Kannski er hann með bæði eða hvorugt. Ég er svo heimspekileg...

Augum við að tala um stríð í smá stund? Eða Ötlum við að tala við Atla um stríð í smá stund? Er ég bróðir konunar minnar og sonur barna minna? Ég hef það alla vega á tilfinningunni einhverja brenglun um sjálfa mig þegar tveir kallar í ríkisstjórn ákveða fyrir alla þjóðina að setja mann á kortið yfir ljótleika. Kannski að það sé kominn tími til að flytja til Trékillisvíkur. Ég efast um að brjálaðir Arabar detti hún í hug þegar þeir fara að nota langdrægar bombur sem kauftar voru af aumingjunum í Ameríku fyrir tuttugu árum. Helvítis Kanar. Muna ekki hverjum þeir seldu hvað og hvenær síðasti söludagur væri...eða öllu heldur hvenær síðasti sprengjudagur væri ( ef jógúrt rennur út þá hlýtur að vera síðasti "söludagur" á sprengjur). Annars veit ég ekkert um vopn. Langar í Uzi. Þá þarf ég að flytja til Júnætet steit of Ameríka. Þá get ég fengi soleiðis...ég er Lara Croft!

Kannski er kominn tími til að við hin sem eigum faktíst Ameríku að banna kosningar þar. Ameríka saman stendur af klikkuðum og afbökuðum hvítum mönnum, óld júrópían fóks, með klikkaðar og afbakaðar kristilegar hugmyndir. Indíánar sem eru réttilega eigendur þessa lands...löngu búið að eyðileggja þeirra hugmyndir um lífið og tilverun. Þess vegna ætti "gamla Evrópa" að fá að troða hugmyndum sínum inn í þessa heimsku allrakvikinda þjóð sem veit ekkert í sinn haus. Æi það er svo margt í þessu. Af hverju erum við ekki löngu búin að finna upp orkugjafa sem er ekki olía heldur eitthvað annað sem er umhverfisvænt og auðvelt að búa til? Hvernig getur ríki verið sjálfstætt ef það þarf á öðrum löndum að halda? Ég er ekki að tala um mat heldur orku. Við getum vel lifað án orku og höfum gert í aldanna rás ekki satt?

Heimskulegt þetta líf. Og svo nennir maður að vera til. Mjög kómískt!!!
En ég elska það samt...smá en er illt í því.

föstudagur, mars 21, 2003

Það var og.
Blönni búinn að yfirgefa mig og mína síðu. Mér dettur helst í hug að hann hafi skroppið eitthvað langt austur. Ég hef hann grunaðann um að vera ofan á einhverjum skriðdrekanum með hjálm á hausnum og Flamethrower á öxlinni. Leyndir Bjössa Bjaddna-draumar. Bjössi keyrir sjálfsagt. Ég er meira fyrir Uzi og helst tvær...eins og fröken Croft. Pppáppppáppppáppppáúúhhh

Jæja, svo Blönni er týndur. Ég sé alveg við því. Ég á ógeðslega mynd af honum sem birtist mér í hvert sinn sem ég kveiki á tölvunni. Þar er hann í öllu sínu veldi og er sko hreint ekki fallegur. Ég fæ hláturskast í hvert sinn sem ég sé þetta hrikalega bros sem hann er með. Þessi mynd kemur í staðinn fyrir þá sem er horfinn. Nema að hann sé hreinlega dáinn...en ég hef ekki séð neinar tilkynningar um það.

Ég vandræðast. Ég hætti því ekkert. Skar mig í puttann í dag. Duglega. Fór upp á slysó og þar var mér tilkynnt að í dag væri dúkahnífadagur. Allir í sömu tísku og ég. Læknirinn saumaði fimm spor í puttann og hjúkkan eitt. Það er soldið sárt að blogga núna en ég get svo sem allt.

En eins og með nefið...þá er þetta í þriðja sinn sem ég fer á slysó til þess að láta bæta mig eftir dúkahníf. Fyrst voru saumuð þrjú spor í baugfingur vinstrihandar. Svo var þumalfingur vinstri handar teipaður þar sem ég skar svo snyrtilega þvert yfir hann og nú fékk vísifingur vinstri handar laglega að kenna á því. Það táknar að ég á eftir að vinna í tvö ár enn hjá þessari ágætu stofnun því þetta er árviss viðburður hjá mér. Næstir verða litli putti og langatöng sem fara á slysó. Þá hlýt ég að vera búin að koma ár minni vel fyrir borð og get farið að kanna menntaveginn. Hef ekkert að gera þarna mikið lengur. Það er óholt bæði fyrir rökhugsunina og sjálfsvirðinguna að vinna svona vinnu. Sem sagt heilsuspillandi fyrir þenkjara og stundum er ég alveg að fara að hringja á heilbrigðiseftirlitið sökum þess.

Núna tekur helgin við og ég ætla ekki að vera dauða drukkin klukkan tuttuguhundruð á morgun. Ég ætla að koma sjálfri mér á óvart og segja: Hey..vá mar ég er ekki full, og setja upp geðveikan hissa-svip. Horfa síðan á Leap Years á meðan píanóleikarinn hjá Gísla Marteini drepur hljóðið með puttunum sínum.

föstudagur, mars 14, 2003

Veik.
Búin að vera veik í HELVÍTI!
Það er ekki hægt að blogga undir þeim kringumstæðum. Bíllinn dó og ég veit ekki hvað og hvað. Ég kann útvarpið utanað eftir að hafa legið í viku upp í rúmi, sveitt, ógeðsleg. Blönni mætti ekki einu sinni í útvarpið til þess að konforta mig. Eina hamingjan á heimilinu var hjá Kisu því hún fílar það í botn að hafa mig heima og helst ofan á mér. Ekki nóg með að ég væri veikust heldur lá mér við köfnun þegar kötturinn kom sér fyrir ofan á hálsinum á mér. Ég er enn að jafna mig eftir þetta allt saman. Hausinn er eins og eyðimörk. Allt gufað upp. Kisa sogaði allt út með því að snúa rassgatinu upp í andlitið á mér og prumpa inn meðan ég lá bjargarlaus í bælinu. Ótrúlega ógeðfellt á henni rassgatið.
Nú tekur við endurhæfing heilans með einhverjum ráðum svo ég klikki nú ekki aftur á blogginu.

mánudagur, mars 03, 2003

Mætt á svæðið.

Jæja, helgin búin með allt sitt skrall. Að sjálfsögðu var ég drukkin klukkan tuttuguhundruð á laugardagskvöld. Hvað annað? Föstudagskvöldið fór í svefn.

Búin að leysa vandamál áður en það kemur upp. Nú þegar farið er að birta og maður sér drulluna og skítinn inn í íbúðinni sinni þá finnur maður eitt og annað. Ég sé kattarháralígjur út um alla íbúð. Ég þarf ekki að kaupa mér föt í framtíðinni en ég þarf hins vegar að fjárfesta í rokk.

Blönni var hjá Agli um helgina. Ég fylltist aðdáun þegar hann byrjaði að tala, hann talar svo hratt. Mér varð hugsað til hans þegar ég fór út í búð um daginn. Ég þurfti að fjárfesta í leiðindahlutum eins og klósettpappír og sápu. Þegar ég skoðaði sápuúrvalið hugsaði ég til Blönna. Skildi hann kaupa handsápu eða sápukrem? Ef maður kaupir sápukrem þá er maður fljótur að þvo sér en ef maður kaupir handsápu þá er maður lengi að og vaskurinn verður allur út í sápuklessum. En maður sparar...

Ég kauftaði handsápuna. En kisa hún þurfti að skemma allt fyrir mér. Kisa hefur nefnilega þann leiðinda sið að vilja ekki vatn nema beint úr vaskinum. Svo ég þarf alltaf að passa upp á að það sé vatn fyrir hana. Hún hefur annan leiðinda sið sem hún var rétt í þessu að framfylgja en það er að sópa öllu mögulegu í burtu og niður á gólf eða ofan í vaskinn. Þannig að ódýra handsápan lítur ekki lengur út fyrir að vera neitt slíkt eftir að hafa lent í vatni og liggja þar heilan vinnudag!
Ég fór í Bjánus í dag og horfði löngunaraugum á sápukrem á tilboði...

Dabbi frændi er að krútta yfir sig núna. Hann er mættur í nútíma kosningaslag. Eyðir öllu tali um fylgi flokka með því að segja frá tveggja manna tali og sex eyrum. Hann ætlar sko að passa upp á það að við mætum á kjörstað...með landa í brúsa! Sver sig í ættina kallinn...nema hann hvílir sig í London. Ég hvíli mig í Borgarfjarðasýslu. Svo væri ég alveg til í 300 miljóna mútur frá Bjánus Bjánum.

Svo er fyrsti í bömmer mættur eins og vanalega. Það er ekkert skrítið að manni finnist tíminn fljúga frá manni. Áður en ég veit af verður komin súr gömlu kalla fýla af mér og einhvert form af herfu í speglinum á morgnanna. Það er alltaf mánaðarmót með öll sín leiðindi. Ég auglýsi hér með eftir einum milljarði. Það ætti að duga mér í einhvern tíma. Nenni ekki að vera með skítalaun lengur. Það er ekki hægt. Sérstaklega í ljósi þess að ég er líklega að fara að missa aukavinnuna mína. Hún líður nefnilega fjárskort eins og ég. Ég og Hr. Fjárskortur hljótum að fara að ganga í hjónaband. Ég er alla vega alls staðar þar sem hann er. Nú er bara að hugsa hlýlega til hrísgrjónanna. Þau bíða handan við hornið glottandi oní poka.