laugardagur, apríl 26, 2003

Hana, flúði til himnaríkis í einni hendingu. Fröken sys kom og bjargaði mér frá kettinum sem er farin að breima og ég nenni ekki að hlusta á svoleiðis röfl. Endalaust verið að nöldra í manni. Síðast í dag í vinnunni. Dem kúnnar men. Hver bjó þetta lið til? Helvítis hálfviti það er eitt sem víst er. Það má ekkert útaf bregða hjá fólki án þess að himinn og jörð hreinlega farist. Í dag voru það bréfpokar sem splundruðu lífi gamals karls. Hann hélt ræðu yfir því að það væru ekki til bréfpokar utan um glundrið hans. Hann tímdi ekki að kaupa plastpoka en hann tímdi að kaupa 2880 króna glundur! Stal síðan plastpoka á leiðinni út. Ég öskraði á eftir honum að ég ætlaði að rukka hann um þennan plastpoka þegar hann kæmi næst.

Kúnnarnir halda að maður muni ekki eftir þeim. Einn kelling kemur einu sinni til tvisvar í viku og spyr mann alltaf hvar hlutirnir séu sem hún ætlar að kaupa. Hún kaupir alltaf það sama! Hún er ekki ein um þetta. Þessi kelling hefur líka ausað yfir mig drullu. Í staðinn gerðist ég soldið djörf eitt skiptið og þegar hún spurði um glundrið sitt þá gekk ég bara beint að báðum flöskunum og rétti henni þær. Það kom soldið fát á kellu svo ég sagði bara gleðilega páska svona til þess að sýna henni hvað ég væri mikið yndi þrátt fyrir framhleypnina. Einn kall kom um daginn og spurði hvar ákveðið glundur væri og stóð beint fyrir framan stútfullar HILLURNAR. HALL-FÖKKIN'-LÓ! Ég potaði aðeins í hann og sagði honum að það væri alltaf á sínum stað. Kallinn trylltist og hélt ræðu. Ég baðst afsökunar, hann varð ennþá reiðari, svo ég reyndi að bæta eitthvað fyrir þetta og sagði að það myndi skapa glundroða ef við færðum þetta glundur annað. Hann varð rauður af bræði, sprakk í loft upp og spurði hvort það myndi skapa glundroða ef hann spyrði. Tíhíhíh...ég er svo mikill prakkari...

Svona er að vera afgreiðsludama í búð. Mikið fjör.

Jæja, ég ætla að borða mat bróður míns ljónshjarta og eiga gott kvöld. Jafna mig fyrir næstu törn.
Svo vil ég fá eitt kraftaverk takk. Segi ekki afhverju. Það er svo gaman að eiga leyndarmál...

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Er ekki tími til kominn að blogga, er ekki tími til kominn að blogga, blogga blogga blogga a aahhh

Lífið gengur sinn vanagang. Svona eins og hæna.
Plastpokarnir eru ennþá út í bíl, kosta ennþá fimmtán krónur, og eru með auglýsingu sem sumir geta bara hreinlega ekki látið sjá sig með úti á götu. Þeir sem lenda í vandræðum með vöruna vegna mikils magns snúa þar af leiðandi pokanum við nú eða fara í búðina við hliðiná og kaupa sér poka með bleiku svíni. Hagsýna fólkið kemur með poka með sér (ÉG ER MEÐ POKA!!!). Nýjasta tískan er að vera með frekju svo allir sjái og heyri. Ég held að fólk (fíflin) sé eitthvað pirrað yfir kosningunum. Samkvæmt skoðanakönnunum þá getur fólk ekki ákveðið sig og það bitnar á öllum í kringum það.

Kafka er hreint ekki eins skemmtilegur og hann var fyrir tíu árum síðan. Þá var fílingur fyrir martraðafyllerí vakandi en núna þegar maður er búin að lifa í martröð vakandi alla daga án þess að lesa staf í bók eftir kallinn þá er hann ekki eins spennandi. Þó svo maður sé nú ekki alveg að upplifa sömu vitleysuna og persónurnar í bókunum hans þá held ég að lífið sé eitt risastórt bölvað bull. Maður lifir til þess að ekkert þangað til að maður deyr og verður ekkert. Furðulegt.
Nú svo er alltaf hægt að troða sér á spjöld sögunnar með einhverri vitleysu. Fara í pólitík til dæmis…svona til þess að vera eilífur (ólífur).

Kannski ætti ég að hætta að lesa einhverjar snobbbækur og snúa mér að Pollýönnu. Allt svo rosalega gaman alveg sama hvað. Ég elska til dæmis höfnun. Hún er það besta sem fyrir mig hefur komið. Ef mér væri aldrei hafnað þá hefði ég ekki fengið að upplifa höfnun! Nú veit ég allt um það. Og líður alveg feikilega vel. Nauðsynlegt nokkrum sinnum á dag. Annars meika ég ekki daginn og verð að fara veik heim.
Þegar heim er komið þá skoða ég öll nei-in sem ég hef fengið um ævina, finn hvernig þakið lyftist af húsinu og fyllist notakennd.

Hvað ætli Pollýanna myndi segja um stríðið í Írak? Hvernig myndi hún útskýra hungursneyðina í heiminum? Ætli hún sé öll útötuð í tómatsósu eins og Friðráður jólatvöþúsund?

Sem betur fer þá hef ég haus og nota hann stundum. En stundum vildi ég að ég hefði engan haus, hugsaði einungis um sílikonbrjóst, föt og Selin Dísjón og nýjasta diskinn með henni. Lífið væri svo einfalt. Bara vakna, vinna, kaupa föt og segja juminn, hva segiru og vúbbsí dúbbsí, alla daga. Halda að jörðin sé flöt og að langafi bróður míns fylgi mér hvert sem ég fer. Já, svo eru það allir miðlarnir og spákonurnar sem ég þyrfti að fara til. Ekki má gleyma Barböru Cartland, Rauðu seríunni, Sidney Sheldon (gardínur)…neim it.

Svo má náttúrulega bara…fara á fyllerí.

sunnudagur, apríl 20, 2003

Er í páskafríi í himnaríki á jörðu. Svo ætla ég að rokka feitt og svo fer ég heim til helvítis á jörðu. Nú eða þannig...það er svosem ágætt að vera þar þegar veðrið er gott ossonna.

Svo má náttúrulega ef andinn hellist yfir mann lemja frænda sinn fast í hausinn nú eða gefa honum nokkrar svefntöflur. Þá kemst ég í ALSD-ið hans. Helvíti fín tölva sem hann á men. Og lyklaborðið...puttarnir verða gjörsamlega viltir á því og fjúka bara um stafina og geta bara ekki hætt að blogga. Vilja bulla og bulla endalaust...en ég verð víst að láta mig hverfa frá góssinu...það er eitthvað mIRC í gangi hjá frænda...hann er allur í kvenfólkinu.

Kannski að hann kenni mér á karlfólkið þegar hann hefur tíma frá irkes.
Hvað með þa þó frændi sé bara sextán ára? Allir karlmenn eru meira og minna sextán ára!
Hann á örugglega nokkur gullkorn þrátt fyrir "aldur".

mánudagur, apríl 14, 2003

Það er einhver kona út í bæ sem gerði sér lítið fyrir og skrifaði heila bók um fátækt á Íslandi. Svona til þess að einhverjir alþingismenn fengju réttar upplýsingar um pakkið sem á ekki ofan í sig og á. Þessi kona er að reyna að afsanna kenningu Blönna um að fátækir séu dópistar eða fjölskyldur dópara.

Ég sé alveg þessa aumingja fyrir mér, hlaupandi í stríðum straumum í hjálparstofnanir til þess að sníkja páskaegg handa skrímslunum sínum. Ég segi nú bara eins og 1944 hvað er þetta lið að eiga börn? Nú eða breyta sér í öryrkja, hvað þá að eldast! Halló hvað er að þessu liði? Af hverju drepur það sig ekki? Hefur ekkert hér að gera. Bara dauði getur bjargað þessum smásála-fökki sem er að þvælast fyrir okkur hinum sem sitjum í djúpum frjálshyggjuhugleiðingum. Sendum Adam Smith á þessa ræfla. Útrýmum öryrkjum og einstæðum mæðrum. Og þið ellilífeyrisþega-kellingar sem gleymduð að vinna á sínum tíma aþþí að þið höfðuð kall til þess að sjá fyrir ykkur…kaupa reipi hið fyrsta. Þjóðfélagið hefur ekki efni á svona ónytjungum. Burt, burt með ykkur öll!

Kannski ætti ég að bjóða fram með þjóðernissinnum. Ég er efnileg. Það eru ekki bara útlendingar sem eru að menga þjóðfélagið heldur einnig ónýtir hard core Íslendingar. Ég hef meiri áhyggjur af ónýtum Íslendingum. Skít með útlenda húð.

Lögleiðum vændi svo að ónytjungarnir geti unnið almennilega fyrir sér. Stofnum Ríkishóruhús. Fullt í ríkiskassann. Þá getum við selt öll önnur ríkisfyrirtæki skamm- og vandræðalaust. Síðan einkavæðum við Ríkishóruhúsið náttúrulega þegar ríkið hefur fengið tekjurnar sínar.

Ég er ekki viss um að þessi ræða fái Blönna af þeirri hugmynd sinni að taka af mér vinnuna. Samt 1944-leg að hluta…

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist eftir kosningar. Nú er ég á því að vera svo full á kjördegi að ég komist ekki út úr húsi. Mér finnst kosningabaráttan ekki vera fyrir fólkið heldur fyrir stjórnmálamenn sem vilja komast á þing til þess að eyðileggja líf okkar hina með karpi um hver á að sitja hvar og klukkan hvað! Hver sé sætastur, bestur og klárastur. Á meðan sitja fyrirtækiskallar og menn með góða starfslokasamninga á sólbekkjum inn í Alþingisgarðinum með Móniku Levinski tippi milli fingra og konna í glasi.

Ríkistjórnir þessa lands draga alltaf á langin að leifa almenningi að njóta peninganna sinna. Það er alltaf fundið upp á einhverju til þess að koma í veg fyrir það. Starfslokasamningar á borð við þá sem Þórarinn V fékk og öll tréin hans, Árni Johnsen og blankheitin í honum. Kárahnjúkar eru núna á borðinu.

Svo kemur að kosningabaráttu og þá byrjar ruglið. Núna heitir fátækt ekki fátækt heldur að lækka skatta. Hitt er svo ljótt. Að viðurkenna að samfélag okkar eigi bágt það er ekki til í stöðunni enda eru þetta einhverjar þrjár einstæðar mæður, fimm öryrkjar og tvö gamalmenni. Who cares?

Ég neeennnnti ekki að horfa á vitleysingana sem sátu saman og röfluðu í gærkvöldi enda var ég á ælunni allan tíman. Þegar Steini Joð fór að tala um fátæka útlendinga hljóp ég inn á kló. Hann fullkomnaði ulluna. Bara hvernig hann kom því að var ótrúlega hallærislegt. Þetta var beinlínis svona: Fátækir útlendingar, kjósið Hina íslensku Talíbana (fólk sem er á móti kanasjónvarpi og bjór), við vitum af ykkur en ekki hinir. Nett klúður hjá annars ágætum manni.

Hm…er ég virkilega að tala um kosningarnar?! Ég er í vondum málum. Mér finnst bara hallærislegt að maður skuli kjósa. Þetta fólk sem er í framboði er ekki að hugsa um hagsmuni míns aldurshóps þ.e. fólk frá 18-100 ára. Það er að hugsa um eitthvað allt annað. Góðan starfsferil og eitthvað soleiðis. Þetta er lið sem vill ekki láta skilja sig eftir þegar sögubækur eru skrifaðar. Vill vera Hannes Haf og Nonni fors. Og láta jarða sig í Dómkirkjunni með mikilli viðhöfn. Það held ég a.m.k.

föstudagur, apríl 11, 2003

Æ em mizzz blogfokker dot com

Engin rugl framundan…eða hvað? Sísí var nebblilega að hringja. Það þýðir þokkalegt rugl á konum! Dem ég elska að rugla og rokka feitt þangað til ég vakna daginn eftir. En ef maður fer á Grand Rokk og ruglar saman reitum við bláókunnuga með hvítum og svörtum köllum úr TRÉ (mínir kallar eru úr GLERI) þá verður maður síður timbraður. Líklega út af tréinu. EN…ef maður ruglar reitum með köllum úr gleri þá verður maður alsæll.

Hvort er náttúrlulegra glerið eða tréð? Ótrúlega góð spurning og full af heilbrigði.

Kafka og Bítlarnir eru að gera sig núna. Nema ég var búin að lofa að horfa á rassgata-djúpa laug. Bara ef Stíf Ó er, annars nenni ég því ekki. Hann er svo fallega ljótur. Og röddin hans…mmmmm DEM!
En miðað við þær hörmungar sem tippið á honum hefur þurft að ganga í gegnum þá er ég nú ekki viss um að mig langi neitt til þess að njóta þess…
Hins vegar öllu fróðlegra að berja það augum. Það er mjög líklega orðið að einhverjum mjútant. Svo er líka spurning hvort að það sé eitthvað á milli eyrnanna á honum þegar hann er búinn að troða mar-glytttu yfir hausinn á sér. Ætli hann hafi hár…nú eða eyru?! Hann ætti að prufa að éta eina næst og vita hvor hefur betur magasýrurnar hans eða marglitan.
Vélindað…ég var búin að gleyma því. Og fleiri líffærum sem margó þarf að fara í gegnum. Engu að síður þá er all tjallens fyrir karlmenn eins og Stífann Óhhh.

Hm…Blönni elsku hjartans Blönni minn. Særði mig djúpu hjartasári. Nú er hann á leiðinni á dauðalistann minn. Hvað haldiði að ég hafi séð í blaði fátækra, skuldara og fátækra skuldara? Hann vill ræna mig vinnunni helvískur! Einkavæða glundurstaði! Hann sagði nauðsynlegt að einkavæða G.L.U.N.D.U.R. (svo)
End æ kvót: “Ég skil ekki af hverju opinberir starfsmenn þurfa að afgreiða glundur (svo) – ég bara skil það ekki.”

HALLÓ KALL!!! Síðan hvenær varð ég opinber starfsmaður?! Launin mín eru allavega ekki í samræmi við það jú djakkfökking ass-opinberfökking starfsmaður!!!!!!!
Og ef ég er það þá er ég líka manneskjuhelvíti að reyna að vinna fyrir BRUÐLINU MÍNU!!!
Helvítis djöfulsins andskotans fífl.
Helvítis brundsafnari með síðan aumingjapoka sem hangir einhverstaðar niðrá lær því þú ert að verða GAMALL KALL!

Og ég sem hélt að við Blönni ætluðum að kvænast…ég er illa liðin og fyrirlitin af þessum manni. Veit hann ekki hvað ég er falleg í haus og starfi? Hvað er að?
Ég er alveg tilbúin til þess að mæta honum í Hagkaup og skoða ofan í innkaupatrukkinn hans og týna upp úr honum bruðlið. Ég efast um að Blönni sé með sex tonn af hrísgjrónasekkjum þar ofan í. Hvað þá íslenskt Smjör sem er ódýrast. Hann notar örugglega handsápukrem og…
Eru þið kæru lesendur að sjá hvað ég er móðguð og sár? Með tár?

fimmtudagur, apríl 10, 2003

Það hefur verulega staðið á mér þessa dagana eða vikurnar eins og bloggið mitt gefur til kynna. Svona er þetta bara. Lífið er nákvæmlega svona. Stundum gerast hlutir og stundum vilja þeir ekki gerast. Kisa er svo sammála mér að hún sleikir á mér handarbakið á meðan ég er að pota puttunum ofan á takkana á lyklaborðinu. Hún veit sínu viti elsku krúttið mitt. Hún elskar mig. Enda kaufti ég svo rosalega góðan mat handa henni.

Ég held að það séu margar ástæður fyrir því að ég hef verið í andnauð en sú helsta er að bloggsíðan mín er allsber án Blönna...
Svo hef ég verið algerlega inní hausnum á mér svona eins og í textanum hennar Bjarkar: “Þegar mér leiðist þá sný ég bara augunum inn...” og maður bloggar varla mikið þegar augun í manni snúa inn í heila.

Núna er efst á mínum geislabaug-i fólk. Vinnan mín þ.e.a.s.
Er fólk gott eða vont? Er til gott fólk? Vinir manns falla ekki undir það að vera fólk. Vinirnir eru vinir. Vinir eru góðar manneskjur. En fólk? Ég held að ég hafi einhverntíma áður talað um fólk í blogges. Þá að fólk væri fífl og eitthvað þessháttar. Ég held að fólk sé líka frekt, tilætlunarsamt, með egósetrík upp að ellefur, illilega veikt á geði og keyri ölvað út um alla borg.

Þegar ég var búin að komast að þessari niðurstöðu eftir tveggja vikna fólksathugun brunaði ég á bílnum beint niðrá bókasafn og réðst á Kafka. Passar vel við fólkapælingarnar mínar að lesa allt um Þegar ég var padda [svo] eftir Franz. Og svo náttúrulega uppáhaldssagan mín sem er Í refsinýlendunni. Hún er nú svo frábær að það ætti að búa til bíómynd upp úr henni! Þannig útrásar maður. Finna eitthvað nógu fríkað til þess að geta feisað kúnnan með öll sín alkólísku frávörp og klór.

Maður þarf að setja sig í mannfræðigír þegar maður vinnur í verslun. Setja upp gleðifrontið til þess að gera fólkafíflin glöð og ánægð með kaupin sín og pokana sína. Fólk í búð, eins og ég hef áður talað um, eru FRÍK!
Vinkona mín sagði mér alveg yndislega sögu af því þegar hún var einu sinni að vinna í búð. Ég man hana ekki í díteil en það kom kúnni til þess að kaupa brauð. Kúnninn spyr um brauðið og vinkona mín sagði að það væri ekki til (ég held að það hafi verið búið). Kúnninn eipaði af reiði og hótaði að sjá til þess að hún yrði rekin.
Út af BRAUÐI.
Er lífið ekki dásamlegt?

Það er svo mikið af undarlegum hlutum sem gerast í búðarvinnu. Ef maður situr og afgreiðir og talar við vinnufélagana á meðan þá finnur maður fyrir því að kúnnafólkið verður alveg gígantískt móðgað yfir því að fá ekki óskerta athygli manns á meðan maður er að blíba glundri í gegnum þar tilgerðan skanna. En svo þegar kúnnafólkið talar í símann á meðan ég er í blíbingum þá á ég helst að halda á tólinu fyrir það á meðan það setur í pokann og heldur áfram að tala nú eða ég á að setja í pokann á meðan það er ómissandi í símanum. Bara í gær ætlaðist einn kall til þess að ég setti í pokann fyrir hann á meðan hann var að tala!
Er ekki í lagi heima hjá FÓLKI?

Ég er eiginlega orðin þreytt á að vera skítur út í búð. Ég held að ég þurfi að leggja höfuð í bleyti og finna eitthvað annað. Það er kominn tími til að ég skeri af þá putta sem eru eftir. Ég er ekki orðin leið á vinnunni heldur fólkinu sem labbar inn og labbar út. Það er svo ljótt...í höfðinu.