laugardagur, ágúst 30, 2003

Ég er hreint ekkert að gefast upp á blogginu, öðru nær. Andleg líðan mín fer neðar og neðar eftir því sem símarnir mínir lokast og lokast og einokunarsubbarinn sem gengur undir nafninu "Faðir Símon" ógnar tilveru minni sem skuldara. Fékk þetta fína hótunarbréf í gær. En ég er á fullu að vinna í því að koma tilverurétti mínum sem frjálsi manneskju og bloggara í samt lag enda sakna ég netsamfélagsins gríðarlega. Fullt af hugmyndum í hausnum sem komast ekki út til vina og vandamanna.

Núna sit ég á Borgarbókasafninu til þess að koma skilaboðum áleiðis svo þið vitið að ég er sko ekki hætt. Það er bara ekkert sniðugt að sitja innan um almenning með engan kaffibolla hvað þá bjór sem er nú alltaf góður og koma hugsunum sínum út úr kollinum.

Hlakka til að borga símareikinginn upp í topp, laga lömuðu tölvurnar mínar sem eru í stórkostlegri fílu og fjúka á ljóshraða inn í netsamfélagið.

föstudagur, ágúst 29, 2003

Eins og sjá má þá erum við Sísí í framkvæmdum. Nýir og uppbyggilegir litir í fátæktinni. Heyriði ekki framkvæmdahljóðin? Vinnuvélar ossoleiðis. Búin að fá nóg af Blönna og er að hugsa um hver eigi að taka sætið hans...HELVÍTIS HRÍSGJRÓNI