sunnudagur, september 14, 2003

Alltaf gaman að vera til. Til dæmis núna þá er ég veik. Líður eftir því. Ég er alveg að gefast upp á því að hafa haus og langar að skrúfa hann af á meðan slenið er inní honum og setja á mig varahöfuðið (þá væri ég manneskja með varir í staðinn fyrir haus) sem allar manneskjur ættu að hafa undir þessum kringumstæðum. Kringumstæðurnar eru haustflensan. Núna tröllríður hún öllum til þess að minna á hvað manneskjan er ófullkomin. Ég þarf ekki annað en að sjá ryk til þess að láta minna mig á hvað tilveran öll er ófullkomin. Það að maður skuli þurfa að þurka af er allt sem segja þarf um lífið. Hvað þá þegar ég missi eitthvað niður og þarf að beygja mig eftir því! Þvílík ófullkomnun. Og við, mannkynið, með bak sem ætlaðist aldrei til að við stæðum upprétt.

Fökk hómó erectus!!!

Á meðan ég er í símasvelti þá ræðst ég á tölvur hvar sem ég kem niður. Núna er það stóri bró sem lánar mér ALSD-ið sitt. Hann er svo ljúfur við litluna sína.

Ritræpa aðeins þangað til ég get ekki meira því þessar örfáu kommur sem birtust á rassgatamælinum hafa áhrif á líðan mína.
Sko núna finn ég fyrir því, svimi, súr augu, andfýla........búið.