þriðjudagur, desember 21, 2004

Það lítur út fyrir að flestir ætli í fyrirjólabloggfrí. Ég ætla að gera slíkt hið sama þar sem að jólunum verður flýtt á mínu heimili. Við ætlum að halda jól 23. des vegna þess að einhver þarf að vinna á aðfangadag. Maður fær fleiri jóladaga í staðinn.

Ég þarf að fara að pakka niður drasli sem ég ætla að taka með mér til Akranessins. Nenni ekki soleiðislöguðu. Á ég að taka Kisu með? Á ég að taka með mér tölvuna?

Ég tek alltaf allt of mikið með mér og gleymi öllu þegar ég sný til baka. Mínímalisminn verður að vera í fyrirrúmi. Nú svo má náttlega gera lista...líta svo yfir hann áður en ég fer heim og gá hvort ég sé að gleyma einhverju.

Svo eru það helvítis fiskarnir sem eru alltaf í pössun. Búnir að vera í pössun síðan í sumar. Geta þeir ekki bara étið skít á meðan?

Jæja, bless í bili. Það hefur enginn tíma til þess að lesa blogg núna...Gleðileg jól og étum yfir okkur. Síðan fáum við öll líkamsræktarklisjuræpuna yfir okkur. Nútímatrúboðið.

föstudagur, desember 17, 2004

Ég á svo mikið dót!


Vitiði að ástæðan fyrir því að konur eru settar af stað á 42. viku er ekki vegna þess að barnið á að koma út. Heldur er ástæðan sú að legvatnið er fullt af barnaskít! Þess vegna er ekki beðið endalaust eftir að barnið ákveði að koma út. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Vaknaði klukkan hálf sjö í morgun! Ég! Mér finnst það alger óþarfi fyrst ég get ekki tekið til heima hjá mér. Ég get gert ýmislegt annað svo sem eins og að lesa um hann Struensee en ég þoli ekki drasl í kringum mig þegar ég er að gera eitthvað krúttlegt. Ég á náttúrulega allt of mikið dót en ekki nægar hirslur. Eftir að hafa stúderað mikið og pælt hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir óreiðu á heimilum almennt er vegna hirsluleysis. Hlutir eiga þar af leiðandi ekki sinn stað og þá er ekki hægt að ganga frá þeim eftir notkun. Og við þetta myndast óreiða (lesist með röddu Sigurðar H. Richter).

Ég á hins vegar tvær óhreinatauskörfur. Ég á alveg svakalega erfitt með að nota þær einhverra hluta vegna. Gólfið er alltaf tilvalinn staður fyrir skítugu fötin mín. En þegar kemur að því að þvo þá eru fullt af fötum horfin af gólfinu. Leyndardómurinn á bak við horfnu fötin er ekki ýkja merkilegur. Fötin færast undir rúm þegar íbúar þessa heimilis eru að fóta sig fram og til baka í svefnherberginu. Það má svo sem líta á jákvæðu hliðarnar og segja sem svo að þetta fyrirkomulag ýti undir líkamsrækt. Ég efast samt um að hún teljist holl.

Mér hefur dottið í hug að taka upp mínímalisma og henda öllu furðulegu dóti sem ég nota aldrei nokkurn tíma. Nú eða skreppa í sorpu þar sem Góði Hirðirinn er með gám. Gallinn er sá að með því að tæma íbúðina tapast töluverð hljóðeinangrun á milli hæða.

Á morgun segir sá lati er bók sem ég fjárfesti í. Vondur titill á annars ágætis bók þ.e. miðað við innihald. Þar er manni kennt eitt og annað í sambandi við að geta hreinlega ekki hent hlutum. Til dæmis á maður að fara í gegnum draslið sitt og flokka. Setja í kassa, geyma í hálft ár og athuga hvort maður saknaði eða þurfti nauðsynlega á hlutunum að halda að þeim tíma liðnum. Taka þá drasdísku ákvörðunina um að henda helvítis ruslinu nú eða gefa. Ég sakna tombólu-krakkanna sem komu einu sinni alltaf og dingluðu...

Gallinn við þessa bók er sá að ég var komin með svo örann hjartslátt yfir öllum verkefnunum sem biðu mín að ég gafst upp á öllum frábæru úrræðunum vegna skelfingar. Hvar átti ég svo að geyma þessa kassa? Ef ég færi með þá upp á loft þá myndu þeir dala þar uppi eins og svo margt annað dót sem er þar fyrir. Hvernig átti ég að flokka dótið? Hvað á ég að gera við teiknibóluboxið sem ég nota aldrei? Eða alla litlu límmiðana sem ég þurfti svo endilega þegar ég var í skóla og notaði aldrei. Að ekki sé minnst á pennakaupin min yfir árin...

Ég veit alla vega að næst þegar ég kaupi mér íbúð þá er alveg á hreinu að ég verð að vera með hausinn vel skipulagðan. Eitt af stóru vandamálum þessa heimilis eru nefnilega snúrur og staðsetning innstungna. Simalínan er á hrikalegum stað og ég dett um hana í sífellu. Svo eru ekki innstungur á þeim stöðum þar sem þær ættu að vera. Því eru fjöltengi út um allt sem skapa hættu á íkveikju. Fjöltengi í fjöltengi í fjöltengi. Ég get endalaust flækt hlutina með því að ætla mér að skapa reiðu úr óreiðu. Ég rekst alltaf á hindranir þegar ég ætla mér að skipuleggja og yfirleitt er lausnin í formi einhvers peningaútláts. Kaupa þetta til að geta gert svona o.s.frv.

Svo fer maður út í búð og kaupir hlutinn sem mann vantaði svo ofboðslega en þegar heim kemur verður manni ljóst að hann passar ekki og bætist þar af leiðandi við í safn hluta sem voru keyptir í góðum tilgangi en gátu ekki komið að þeim notum sem maður ætlaði sér.

Pælið íðí. Meiraðsegja fataskápar geta gert manni þennan óleik. Þú ferð út í búð, kaupir eitt stykki fataskáp og lendir í stórkostlegum vandræðum með hvernig þú eigir að brjóta saman fötin þín í nýja fína fataskápnum! Ég er með heila kommóðu sem ég veit ekkert hvað ég á að geyma í vegna þess að föt passa ekkert í hana. Upphaflega átti hún að geyma föt. En undanfarið hefur hún verið stútfull af drasli sem ég veit ekki hvað ég á að gera við. Kannski fær hún sitt rétta hlutverk eftir allt þegar pínu lítill kall kemur í heiminn...en hvað á ég að gera við það sem er í henni nú þegar? Mig sárvantar aur til þess að kaupa inn á heimilið hirslu dauðans. Endalaus bastkörfukaup í Svíkea eru ekki að gera sig. Ju að ekki sé minnst á eldhúsið á þessum bæ sem er eldhús dauðans. Ég er að fá hjartsláttinn...

Eins og sjá má er viljinn fyrir skipulagningu gríðarlegur en hæfileikinn er ekki til staðar, hirslurnar ekki til staðar einungis risastór dílemma. Döhh

fimmtudagur, desember 16, 2004

Hversdags Bull

Það er nú meira hvað þetta template mitt er leiðinlegt. Allir linkar horfnir og ég stend frammi fyrir þvi að templeita eina ferðina enn.

Ég kvelst á milli lappanna nánar tiltekið í lífbeininu. Það er nú meira ógeðið. Í dag fékk ég svo mikinn verk að ég sagð ái upphátt. Verkurinn vakti mig af værri leggingu. Ég vaknaði svo óhugnanlega snemma í morgun að ég varð að pína mig í leggelsi svo ég gæti æft í kvöld fyrir tónleikana okkar Brúðarmeyjanna sem verða annað kvöld á Grand Rokkinu. Við ætlum að halda upp á eins árs afmælið okkar. Allir velkomnir með 500 þorska en það er þægilegra að hafa með sér sífilis-karlinn eða einn rauðann. Hann er svo léttur áðí.

Kríli litli fýlar það í botn að mæta á hljónstrængar. Steinsefur allan tímann. Ætli hann verði bilað tónskáld þegar hann verður stór? Hvað ef hann ætlar nú að verða prestur? Ji...það yrði nú duldið furðulegt. Vonandi verður hann ekki villuráfandi sauður eins og foreldrarnir. Hann fæðist allavega sauður...er ekki hrútsmerkið í mars/apríl? Ég er að safna kindum. Hann verður dýrmætasta sauðkindin mín.

Ég er soldið dugleg í bókalestrinum núna. Ég held að það stefni í metár í bókalestri svona miðað við hvernig ég hef verið undan farin ár. Ég er að lesa Líflækninn eftir Svía-kallinn Per Olaf Enquist. Mér finnst það soldið skemmtilegt að Svíi skuli skrifa um danska aðalinn.
Það er eitthvað svo dulmagnað þegar maður les þessa sögu. Það er eitthvað óhugnanlegt sem liggur í loftinu alla bókina. Ég er svo skít hrædd um hann Struensee að ég er alveg að fríka út. Ef ég klára ekki bókina þá er það að ég vil ekki vita hvað verður um hann. Ég veit það nú þegar en ég vil ekki lesa það. Það er stöðugt ódó í loftinu. Kristján 7-undi gjörsamlega út úr kortinu vegna geðbilunnar og grútskítugur aðall að utan sem innan. Ðökk. Ótrúlegt hvað þessi saga dregur fram í manni einhverjar tilfinningar sem maður finnur ekki dags daglega. Svo eru allir í sögunni í uppnámi út af upplýsingamönnum sem er líka svo gaman að upplifa. Maður skynjar alveg hvað aðlinum var ógnað með þessari nýju hugmyndafræði sem breytti sér í lýðræði með tímanum.

Mér finnst þetta svo spennandi. Ef maður ætti tímavél og huliðsskikkju...
Hvernig ætli lyktin hafi verið inni í höllunum eða á götum Kaupmannahafnar? Mig langar svo að vita það. Og mig langar að skoða ógeðslegu hárkollurnar sem voru í tísku með flísatöng og skreppa á tónleika með einhverju frægu tónskáldi. Og sjá hvernig skyrtuermar og kragar litu út ef maður kíkir undir og á bak við. Gult eitthvað. Finna líkamslyktina af þessu fólki. Mig langar að sjá skítugan aðal. Áreiðanlega allt öðruvísi lykt heldur en af gömlu súrufýlufólki.

Vélindabakflæðið er farið að gera mig brjálaða og ég hef misst einbeitinguna. Þoli ekki þetta sviðaógeð öllu lengur.


mánudagur, desember 13, 2004

Læknaðu sjálfan þig - Óheilbrigðiskerfið...

Fór til mömmu í nokkra daga til þess að horfa upp á það hvernig það verður þegar ég og þið sem nálgist sextugs aldurinn verðum trítuð af Óheilbrigðiskerfinu. Hún var bara send heim ekki fær um að elda ofan í sig einu sinni. Hún þarf að skröltast í eitthvað risa belti til þess eins að fara á klósettið. Jú hún getur fengið sendan mat heim en það þarf að fara til dyra...

Eitt af þeim fyrirbærum sem hringja dyrabjöllunni heima hjá henni er vottur Jehóva sem vill svo endilega færa henni blöð. Mamma er búin að segja henni að hún geti ekki farið til dyra en votturinn virðist ekki skilja þetta og kemur alltaf reglulega með Varðturninn. Spurði mömmu hvort hana vantaði ekki eitthvað að lesa! Það er risastór DYRALÚGA á hurðinni ef vottinum er svona mikið í mun að losna við blöðin sín.

Mamma finnur ekki til í beinbrotinu í bakinu sem sætir furðu meðal heilbrigðisstéttarinnar. Hún kvelst svo mikið í þessu gamla sem hefur hrjáð hana í að verða 11 ár og enginn veit hvað er. Það er ekki einu sinni kannað hvort það sé sambandi milli þess og að fóturinn hafi gefið sig sem orsakaði það að hún datt og braut bakið á sér.

Systir mín á líka furðulega sögu. Fyrir nokkrum árum fór henni allt í einu að verða svo illt í maganum. Hún tóraði þangað til að hún gat ekki meir og fór til læknis. Læknirinn skoðaði á henni ristilinn og sagði hann vera fallegasti ristill sem hún hefði nokkurn tíma séð! Segir þetta við alla því þessi sami læknir er líka búin að skoða ristilinn hennar mömmu og segja það sama. En hvað um það. Ekki lagast systir mín og talar við annan lækni sem ákveður að skera hana upp því þetta er svo botnlangalegt eitthvað. Botnlanginn var í fínu lagi en það var hálfur lítri af eldgömlu blóði í kviðarholinu á henni.

Læknirinn tók samt botnlangann fyrst hann var nú að þessu og sá að það voru einhverjir pokar á ristlinum (þessi glæsilegi muniði). Þetta eru ógeðslegir pokar sem geta sprungið. Fullir af skít og ógeði og stórhættulegir. Systir mín mátti hafa þá áfram. Sami læknir og skar hana upp hafði samband við kvennsjúkdómalækni út af blóðinu. Kvenni gat ekki gefið neinar útskýringar aðrar en þær að sennilega hefðu myndast blöðrur á eggjastokkunum sem hefðu sprungið. SENNILEGA! Frábært. Má hún búast við því í framtíðinni að fleiri myndist og springi?

Mamma þekkir konu sem er alltaf að fara á sjúkrahús út af þessum ristilpokum sem eru alltaf að springa. Kvalarfullt dauðans.

Djöfuls viðbjóður er kroppurinn manns að innan! Maður veit ekkert hvað er að gerast þarna inni. Fólk er á kafi í heilbrigði en svo er maður með grútmygluð og fúl líffæri...

Sjálf hef ég ekki lent í neinu svona ennþá nema ég fór einu sinni til læknis út af bakinu á mér. Fokking sérfræðingur sem ég borgði fullt af peningum til þess að fá að vita það að hann VORKENNDI mér ekki neitt! Er bara með fúlt bak síðan sem versnar eftir því sem kúlan á maganum á mér stækkar og fettir upp á mér bakið. Bráðum verð ég eins og önd á tjörninni í laginu.
Kríli litli hefur það fínt á meðan mamma paufast um allt eins og hún sé með 20 tommu kókdós í klofinu. Nú veit ég af hverju ófrískar konur byrja að vagga á 3 mánuði. Það er ekki af því að þær eru að sýna öllum heiminum að þær eru ófrískar og að springa af monti heldur er þetta út af kókdósinni/grindarlosi dauðans.

Það er ekki gott að vera liðugur í liðunum en tannlæknirinn minn er hæst ánægður með það. Ég er svo dugleg að opna...hann getur komið þrettán borum upp í mig í einu!
En læknaðu sjálfan þig...kannski tekur maður upp á gömlum siðum eins og að nota bíld! Það eru nokkrir til á byggðasafninu og lækna alveg jafn mikið og læknar í dag.

Þessari mynd varð ég að plögga. Hvað er þetta græna?

miðvikudagur, desember 08, 2004

Explorer

Ég er búin að skoða bloggið mitt í explorer...djísjúss það er glatað!
Samt er þetta templeit í boði blogger. Ég hef ekki fiktað neitt. Fáránlegt. Hvað er verið að bjóða upp á templeit sem virka ekki í öllum bráserum?

Var í vinnunni í nótt!

Dreymdi vinnuna. Við vorum fjórar með allan leikskólan eða 55 börn. Leikskólastjórinn fékk þessa fínu hugmynd að gefa öllum öðrum frí vegna þess að það var hvort eð er frídagur daginn eftir. Þegar ég innti eftir því hvort ekki væri hægt að kalla einhverjar í vinnu til þess að klára daginn þá sagði Bedda mér að það væri ekki hægt því þær fóru allar í klippingu! Svo kom allt í einu strolla af nýju starfsfólki sem vantaði vinnu.

Flestar fengu þær vinnu en þegar leið á daginn kom ein þeirra til mín með undirskriftalista sem ég vissi ekki til hvers var en það var eitthvað í sambandi við leikskólastjórann. Þetta var rosalega þykk bók og inn í henni voru myndir af þeim starfsmönnum sem ekki fengu vinnu og átti víst að þýða að leiksskólastjórinn hefði verið með fordóma gagnvart þessu fólki. Ein leit út eins og geimvera og svo stóð undir myndinni að hana bráðvantaði meðmæli og vinnu. Svo átti ég að skrifa. Mér var ekkert vel við það. Sá samt nafnið mitt en ég hafði ekki skrifað það svo ég hugsði að þetta væri nafna mín úr þessum risastóra starfsmannnahópi.

Það kom aldrei almennilega fram hvort það væri verið að lýsa yfir vanhæfni. Ég var eiginlega soldið hissa að það væri þessi svaka listi og konurnar ekki búnar að vinna í tvo tíma einu sinni. Svo sá ég að Bedda var búin að skrifa sig á listann svo ég skrifaði mjög illa nafnið mitt á blaðið. Langaði greinilega ekki til þess að taka þátt í þessu nema Bedda væri örugglega með.
Þetta kalla ég nornaveiðar.
Ekki fékk ég að vita meir því ég var ræst af klukkunni og er með skrítna tilfinningu inn í mér. Eins og ég sé að svíkjast undan einhverju...

Svo er ég bara löt. En ég á víst að vera það. Það er skyldan sem ég þarf að fara eftir núna. Létt líkamsrækt og leti. Svo ég er að hugsa um að skella mér í hundleiðinlegan göngutúr upp á Lansa til þess að láta draga úr mér nokkra blóðdopa. Kíkja við hjá Tryggingastofnun og sjá hvernig innviðið er hjá þeim. Eftir þetta fer ég að fá á tilfinninguna að lífbeinið sé að færa sig út á læri svo það er eins gott að hvíla sig þangað til næsta törn kemur.
Þetta verður góður dagur í köldu veðri.

mánudagur, desember 06, 2004

Risaeðlur lifðu greinilega af...

Ég er hérna á risaeðlunni. Hún fékk nýtt stýrikerfi í kroppinn sinn og virkar betur. Hún er ekki útdauð enn. Allir draumar um að breyta blog-síðunni í jólaundur eru horfnar eftir tölvubömmer síðustu daga. Ég ætlaði að gera hana rauða og græna og finna animeited snóf og eitthvað svona kósí fyrir desember...ég veit ekki hvort ég nenni því núna.

Kisa er eitthvað klikkuð þessa dagana. Hún er farin að pissa í töskur og rétt í þessu var hún að sleikja ráterinn! Til hvers?
Í dag fór hún ofan í piparkökuskálina og át leyfar af piparkökum!!! Svo lagði ég frá mér ísskál með Bjánusís og karamellusósu og ég var ekki búin að snúa mér við þegar tungan á henni var komin vel ofan í skálina.

Nú er svo komið að ég get ekki sofið á nóttunni því að það er engin stelling nógu góð. Ef ég sef á bakinu kafna ég út af einhverju sem gerist í hálsinum þegar mar er með badn í maganum plús get ekki stigið í fótinn daginn eftir. Ef ég sef á vinstri hliðinni get ég deffinitlí ekki stigið í fótinn daginn eftir og núna er það svo að þegar ég sef á vinstri hliðinni er ég um það bil að fara úr axlarlið! Ef ég þarf að fara út í búð með budduna og kaupa og kaupa þá er eins og fæturnir séu að reyna að færa sig upp á mjöðm ef ekki detta af í sínhvora áttina. Ég fór til læknis í dag og spurði hana út í þennan aumingjaskap. Hún sagði að þetta væri ekki aumingjaskapur. Svona væri það að vera of liðugur í liðunum. Hormónarnir fara verst með þær konur. Ég er endilega svoleiðis kona. Verst að það eru allir liðir sem verða fyrir barðinu á hormónum.

Er ég að fara fæða barn út um munninn eða hvað? Hvernig ætli það sé ef barnið færi nú öfugt og þyrfti að fara í gegnum meltingarfærin og koma út um munninn? Ég get alla vega tekið mig úr kjálkalið. Ekkert mál!

Ég er samt voðalega fegin að læknirinn sagði að þetta væri ekki aumingaskapur. Nú fæ ég ekkert samviskubit yfir því að vera ekki Ofurkonan.

En ég get bloggað...það er nú fyrir öllu. Nú fer ég að fá tíma til þess að sinna því sem gerist í hausnum á mér út af öllum þessum liðamótum sem vilja ekki í vinnuna.

Fann þennan fína fæðingarkjaft.


miðvikudagur, desember 01, 2004

Bilað helvítis fökkking drasl djöfuls inter-adsl prump!

Eins og titillinn gefur til kynna þá er allt í fúlum skít á þessu heimili. Engin tengsl við netið. Ég er á risaeðlunni (laptop sem er 10 mínútur að bútta sig upp) og er að reyna að bjarga einhverjum málum sem eru óbjargandi.

Við ösnuðumst til þess að formatta nýju tölvuna og misstum fullt af dræverum og dóti út. Diskarnir sem fylgdu tölvunni virðast ekkert eiga sameiginlegt við hardverið sem er í henni. Mér er skapi næst að henda henni út um gluggan og vita hvort hún lagist ekki við það. Maður er gjörsamlega úrræðalaus. Búin að eyða hellings klukkustundum í að ræða við einhverja internet kalla hjá símanum sem vita ekkert í sinn haus. Netið virkaði nefnilega ekki einn góðan veðurdag og við ákváðum að gera allt sem hægt væri áður en við tókum þessa stórkostlegu ákvörðun. Risaeðlan virkar en ekki með Adsl! Ég ætla samt að reyna eina fokking ferðina enn. Kannski hefðum við átt að stækka minnið í risaeðlunni heldur en að kaupa þessa Bé Té druslu. Tæknival rúlar. Ég get svariða.

Líklega verður ekki mikið um blogg næstunni. Nú ef svo verður þá er ég að stelast í tölvur hjá einhverjum öðrum. Ég er alla vega hætt að hafa trú á að hlutirnir lagist sérstaklega þegar um tölvur er að ræða.

Ég meika ekki að geta ekki lesið tölvupóstinn minn...grrrrrrrrrrrrr....

AAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGG!
Lifið heil ef ég sést ekki á veraldarvebbnum næstu MÁNUÐINA!!!

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Menningin inni í stofuAkkúrat núna eru tveir blindfullir stráklingar að syngja Læónel Rizí á fullu inn í stofu þannig að þar ríkir smá ómenning. Ég er að reyna að reka þá út áður en þeir detta um allt.


Eins og þeir voru nú dannaðir klukkan tuttugu tvö. Stórkostleg breyting hefur orðið þar á. Bráðum springa hátalar og tvíderar fjúka ef ég verð ekki aggressíf. Neitaði því að fleira fólk fengi að koma inn í húsið fyrr í kvöld af ótta við helvíti. Nenni ekki þessum látum á meðan ég get ekki tekið þátt í þeim. Svo þegar undrið skjögrast heim einhverntíma í nótt þá fylgir honum vonandi ekki neinn. Ég fæ alveg grænar af tilhugsuninni af því að vakna klukkan fimm á eftir við þungarokk og fullt af fólki.
Svo fæ ég vonandi sögur á morgun ef minnið bregst ekki.

Ég er búin að vera svo helvíti menningarleg í dag án þess að fara út úr húsi. Mogginn var stútfullur af áhugaverðu efni og ég held að ég hafi aldrei eitt eins miklum tíma í Moggann á ævinni.

Ég paufaðist í gegnum grein e. Milan Kundera af miklum móð. Hann skrifar eins og maður viti nákvæmlega hvaða kalla hann er að tala um. Ég þekkti suma eins og Kafka og Stravinskí. Skildi flest það sem hann var að fjalla um en sumt var svona ekki alveg að fara í gegnum fattarann. Kaflar úr einhverju tónverki t.d. eftir tónskáld sem ég þekki ekki og gat ekki gert mér í hugarlund hvernig verkið hljómaði fyrir og eftir fikt. Milan var að velta því fyrir sér af hverju tónverkum er breytt þó svo að tónskáldið sjálft hefði ekki vilja að svo yrði gert og af hverju vinur hans Kafka hefði ekki farið að ósk Kafka um að brenna ritverkin hans eftir sinn dag þó svo að Kafka hefði tekið skýrt fram hverju ætti að halda og hverju ekki. Greinin var soldið að vaða úr einu í annað við fyrsta lestur. Kannski er hún einhverjir bitlingar úr ritgerð eftir Goðið sem Friðrik Rafns er búin að fikta í. A.m.k. er framhald í næstu lesbók.

Svo var skemmtilegt viðtal við Katrínu Marju Baldurs. Ég vissi ekki að hún væri svona mikil gella. Svakalega flott. Hún var að segja frá nýju sögunni sinni og hvernig sagan var unnin. Mér finnst ótrúlega spennandi hvernig rithöfundar vinna vinnuna sína og hvernig hugmyndir að sögum verða til. Sérstaklega skemmtilegt hjá henni en hún fékk eitthvað málverk upp í hendurnar sem hún þurfti að komast að hver hefði gert og upp úr því kemur heil saga um hvernig það er að vera kona, uppi á ákveðnum tíma og ætla sér að gerast listamaður og hvernig hlutirnir breytast þegar ástin tekur völdin. Svo er spurning hvað verður um listakonuna. Ótrúlegt hvað hlutverk kvenna þurfa alltaf að skarast nefnilega þegar þær verða mæður og svona. Ég held að það sé samfélagsvandamál ef konur þurfa að fórna sjálfri sér alltaf hreint fyrir karl og börn. Sem einstaklingur gæti ég ekki hugsað mér að fórna draumum mínum þó svo að líf mitt taki breytingum að einhverju leiti. Ef ég þarf barnapíu til þess að spila Baldur's Gate í friði þá geri ég það.


Svo kom Philp Roth. Hann er rithöfundur sem mig langar til þess að tékka á. Ég kynntist honum (ekki persónulega) lítillega á námskeiði sem ég fór á. Hann ásamt Kurt Vonnegut útskrifaðist úr einhverjum svakalega flottum rithöfundaskóla sem er erfiðara að komast inn í en læknadeildina í sama skóla. Ég er ekkert sérlega hrifin af sögunum hans Kurts en mig langar til þess að kynna mér Roth og vita hvernig fólk skrifar sem fer og lærir að vera rithöfundur. Það var sagt frá nýjustu sögunni hans. Ég held að ekkert hafi verið þýtt eftir þennan kall á ísl. Það er þá bara að skella sér á bókó og ná sér í útlenskt eintak. Kannski er þetta bara einhver sem skrifar á bullísku og maður skilur ekki baun. Það eru til svoleiðis rithöfundar. T.d. þeir sem ég hef þegar nefnt eins og Thor og Björn.

En nú ætla ég að halda áfram að reka fulla kalla út úr íbúðinni. Tom Jones hljómar nú um allt hús. Þeir eru á ofurrómantíska-trippinu þessi krútt. Meðan engir ælir út um nefið eins og gerðist síðast þegar þessir tveir kappar háðu drykkjuskap þá er allt sæmilega gúddí.

föstudagur, nóvember 19, 2004

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Dugleg stelpa

Ég er búin að vera alveg rosalega dugleg í kvöld og sofa og sofa. Nú er ég alveg í banastuði og ef ég væri ekki að gliðna í sundur myndi ég bera húsgögn út um allt.

Maðurinn er fastur í Grand Theft Auto. Hann er einhver svertingi sem drepur fólk og hjálpar spilltum löggum við að "losna við" óþekka blaðamenn. Hann er eins konar rappdrepari. Mér finnst þetta frekar óhugnanlegur leikur. Enda er hann bannaður innan 18 ára. Mér finnst þetta frekar ógeðslegt allt. Hann fékk svona missjón þar sem hann átti að drepa verkamann; henti honum ofan í grun og fyllti með steypu! Það er allt hægt í þessum leik. Ðökk! Ég þarf ekkert að fara í undirheimana á Íslandi. Þeir eru í tölvunni hans Berta.

Ef þið viljið heyra "kisusögu" þá er ég stöðugt með nábít eða vélindabakflæði. Man ekki hvort er nábítur eða vélindabakflæði. Ég held að þetta sé það sem fólk kallar brjóstsviða en þar sem mig svíðir ekki í brjóstið heldur í hálsin og vélindanu nota ég ekki það orð yfir þetta ógeð. Stundum er eins og að barkinn sé hreinlega að brenna upp í sýru!
Svo erða grindarlosið! Kynlífinu hefur verið pakkað í plast og sett ofan í skúffu á meðan svo er. Setti smá lyktarkúlu með svo það myndi ekki gjósa upp kynlífsmyglufýla. Ef kallinn ætlar að springa þá er alltaf hægt að hlaupa í klámbúlluna og ná sér í plastkuntu. Fann ekki mynd af slíku fyrirbæri en ég fann þessa ógeðslegu læknasíðu með myndum af sýktum kynfærum ofl.


Ég ætlaði að vera rosalega dugleg og skila tösku sem ég fékk lánaða hjá henni Beddu einhverntíma í sumar áður en við fórum í "kisukeppni" og drukkum eins og svín. Tók töskuna og setti við stigann svo ég myndi örugglega muna eftir henni á leiðinni út. Kisa var eitthvað voðalega mikið að bisa við töskuna í gær og ég var hálf undrandi hvað hún var mikið að sísla en þar sem hún hefur alltaf verið mjög hrifin af töskum og elskar að liggja á þeim var ég ekkert að spá frekar í þetta. Fór bara að sofa. Svo tók ég töskuna með mér í vinnuna og þar beið hún á vísum stað þar til í lok dags þegar ég rétti Beddu töskuna. Við ákváðum að kíkja ofaní og þá kom þessi rosalega undarlega lykt. Þá hafði Kisa pissað í töskuna fyrir langa langa löngu og hafði þess vegna verið svona mikið að klóra í töskuna kvöldið áður. Þetta var svo mikið ógeð að við hentum töskunni í ruslið. Þegar ég kom heim þá hélt ég ræðu yfir Kisu fyrir að vera ógeðsleg. Hún horfði bara á mig. Í allt kvöld hefur mér klígjað við Kisu greyjinu fyrir verknaðinn.
Annað ðökk.


Byrjaði á Gogol í fimmta sinn í gær. Hef aldrei lokið við hann eins og hann er nú frábær. Ég er alveg í skýjunum. Nú er að sjá hvort ég haldi mig við efnið.
Kannski að ég baki vöfflur snöggvast...nammi namm.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Jólaskapið


Hæ! Ég er alveg komin í jólaskapið. Mig langar til þess að baka smákökur ekki til þess að borða þær heldur bara til þess að búa til lykt í íbúðina mína. Svo langar mig að föndra helling af krúttlegu dóti til þess að klína í alla glugga og kaupa fullt af ljósaseríum og hengja út um allt hús. Mig langar að senda jólakort sem ég er hætt að gera því ég fer aldrei með þau í póstkassa- eða hús. Mig langar virkilega til þess að breyta síðunni minni í jólaundur yfir hátíðarnar...og það sem mér finnst algjört möst: kveikja í þurkuðu greni til þess að finna jólalyktina. Nú vantar bara smá fé milli handanna og nenna í strætó til þess að sækja allt það sem mig vantar.

Eftir að kennaradeilan leystist magnast spennan. Hvað ælta leikskólakennarar að gera? Kennarar eru búnir að þurrausa verkfallssjóðinn og því spurning hvort að það sé ekki í raun búið að lama leikskólakennarana til þess að semja um hvað sem er. 16 börn á einn starfsmann og fá smá hækkun í staðin. Þær sömdu svoleiðis síðast. Bættu við sig börnum fyrir pening og þar er varla hægt að gera neitt af viti með þessum litlu krúttum nema vera varðhundur. Urrrrrrr....voff. Að sjálfsögðu vona ég að þær hafi vaðið fyrir neðan sig. En ég vil endilega að þær fari í verkfall! Vera í huggulegheitum á launum og gera eitthvað skemmtilegt. Þokkalega!

Ég verð nú samt að vera duldið dómhörð...mér finnst það nú ekki merkilegt að mennta sig í uppeldisstörf og vera bara hálfan daginn og missa af flestu því sem gerist á vinnustaðnum. Ég held að þetta eigi við í heilbrigðisgeiranum líka t.d. hjá hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Mér finnst ég ekkert vera inn í málunum þegar ég er hálfan daginn.
En þetta er mín skoðun.

Nenni þessu ekki
farin að gera eitthvað jóló.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Bókalesturinn og bullað við sjálfa sig


Gaf skít í staflann sem er við rúmið og fann Alkemistann í hillunni. Ágætis saga um lífspeki.
Ég er búin að hafa hana í láni hjá mömmu hundlengi en þorði ekki að lesa hana út af þýðandanum. Var skíthrædd um að Thor myndi bulla mann í kaf. En hann lét sér nægja að þýða bókina.
Hei, ég var búin að gleyma því! Ég hef boðið Thor upp í dans! Við vorum bara alveg eins og englar á dansgólfinu! Merkilegt...

Ég ætlaði einu sinni að lesa Grámosann hans Thors af því að ég fékk Einar Ben-dellu en hljóp hratt í burtu eftir nokkrar blaðsíður. Ég kann ekki að lesa svona fínerí. Fangar mig engan veginn enda gat ég ekki alveg séð Einar fyrir mér takandi einhverja konu upp á eldhúsborði. Svo hef ég líka reynt að lesa Björn Th. en hann er allur í því að sletta yfir mann dönskum frösum sem einhverjir amtmenn og stiftamtmenn töluðu fyrir mína tíð. Síðan hef ég forðast þessa menn.


Áhugi minn á Einari var ekkert út af ljóðunum hans heldur Sólborgarmálinu og Reynisstaðabræðrum. Einar var ungur lögmaður í Sólborgarmálinu og er (var?) í sömu ætt og Reynisstaðarbræður. Hann mátti s.s. ekki ganga í grænu og varð sjúklega hræddur við drauga e. Sólborgarmálið. Mamma greyið þurfti að fá ævisögur Einars frá mér í jólagjöf út af þessum áhuga mínum. Ég las fram að Sólborgarmálinu og missti síðan áhugan. Mamma hefur ekki fengið síðasta bindið í tríólógíunni. Ég kunni ekki við það að gefa henni Einar Ben þrenn jól í röð. Klúðrar sörpræsinu.

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Fúla helvíti


Mamma gat dottið og brotið einn hryggjaliðanna sinna svo ég er ekkert í banastuði. Það er nefnilega eitthvað sem er búið að plaga hana síðustu 11 árin og læknar finna ekki neitt og vita ekkert hvað þeir eru að gera. Hins vegar á annar fóturinn hennar það til að gefa undan þegar hún stígur í hann svo eitthvað hlýtur að vera að. Þess vegna datt hún. Fóturinn neitaði að hlýða. Hún gat valið um að detta aftur fyrir sig og brjóta úr bakinu nú eða fljúga fram fyrir sig niður stigann sem er stórkostlega brattur. Vonandi valdi hún rétt. Núna liggur hún bara á spítala og verður send heim fljótlega því það kostar að liggja á spítala. Ég er alveg spreng fúl yfir þessu. Hvar endar þetta? Ég vil fá mömmu mína til baka. Ég vil að hún fái að vera heilbrigð eins og annað fólk. Ég og mitt hyski er alveg búið að fá nóg af því hvernig lífið leikur okkur! Mig langar í falleg og góð jól í faðmi fjölskyldunnar ekki sorg og sút (sniff, sniff).

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Ekki einungis leti


Það er ekki vegna þess að ég er að deyja úr leti að ég hef ekki bloggað heldur er ég orðin hundleið á að bíða eftir að Blogger nenni að opna sig yfir höfuð. Það er alveg með ólíkindum hvað hann á erfitt með það. Ég fékk mér adsl til þess að blogga hratt og vel en það virðist ekki ætla að vera svo.


Ég er ekki í neinum stórkostlegum pælingum en ég er að jafna mig á fjölmiðlahatrinu sem hefur umlukið mig svo lengi. Hef engan vegin getað fylgst með blöðum eða útvarpi án þess að fá gubbupest. Það er ekkert nema leiðinlegar fréttir út um allt. Ég veit ekki hvað triggeraði þolið en sú frétt sem kemur sterkust til greina er þessi með teppið. Þegar íslensku hermennirnir voru að passa upp á kall sem þurfti svo ofboðslega að kaupa sér teppi! Mér finnst þetta það albesta í heimi. Svo sprakk bara allt í loft upp. Mikil hermennska þarna. Íslendingar sendir til þess að vera hermenn og passa upp á aðra hermenn í verslunarleiðangri. Dæmigert fyrir bananalýðveldið okkar. Það er ekkert verið að hugsa um afleiðingar þess að þeir séu á svæðinu. Um leið og hermenn sjást þá er að sjálfsögðu reynt tilræði. Mér skilst að þrátt fyrir sprengjuna hafi kallinn heimtað að fá sitt teppi en það hafi ekki gengið eftir...
Svo komu þeir heim þrír saman í einhverjum bolum með yfirlýsingu um að shit happens. Það hefði átt að bæta við: venn jú ar bæing teppi in átlend.

Blönni hefur heldur ekki verið mikið í sviðsljósinu sem útskýrir töluvert bloggleysið. Um daginn var ég að hlusta á útvarpið og það var hringt í hann. Ég var ekki viss hvort að þetta væri hann í raun og veru því hann talaði svo hægt og yfirvegað. En jú það kom á daginn. Hann er greinilega rólegri þegar hann þarf ekki að gjamma með fleira fólki. Það var verið að spyrja hann út í olíufélögin. Ég botna ekkert í þeim málum ennþá. Veit ekki betur en að það séu fullt af fyrirtækjum sem eru í nákvæmlega sama sukkinu og olíufélögin. Til dæmis bankar og tryggingafélög. En þar sem Blönni er partur af fjölmiðlum og birtist mér yfirleitt þar þá nær fjölmiðlaógeðið mitt yfir hann. Spurning hvort ég sé læknuð af því og fari að fylgjast aftur með af fullum krafti.

Ég nennti alla vega að hlusta á Þórólf segja af sér. Ágætis fordæmi handa bananalýðveldinu þar.
Það verður gaman að sjá hvort að ráðamenn þjóðarinnar ásamt þjóðinni sjálfri þroskist eitthvað í framhaldinu. Það er áreiðanlega sægur af skít til þess að grafa upp. Meira meira.

Shopping therapy in Kabul
miðvikudagur, október 20, 2004

Bissíííí

Má iggi veraðsissu
Airwaves framundan.

mánudagur, október 18, 2004

Ohhh...sunnudagur eina ferðina ENN!


Svei mér þá. Ég er ekki að höndla hvað fríið manns er stutt. Vinnuvikan er allt allt of löng. Ég kvíði svo fyrir vikunni af því að hún er svo lengi að líða. Ég er líka búin að missa allan áhugan á starfinu. Enda er þetta ekkert starf heldur færibandavinna og slíkt á ekki við á leikskóla.

Svo er það bókalesturinn. Það er nú meira hvað ég er ekki að höndla bækur. Ég er ekki fær um að lesa eina bók í einu. Núna er ég að lesa Don Kíkóta, Veröldina sem var, Bóksalann í Kabúl, Glæp og refsingu og margt fleira spennandi. Hugsa sér! Þetta er einhver geðbilun. Sérstaklega þar sem ég klára aldrei bækurnar og er alltaf að byrja upp á nýtt.


Svo er það Baldurs' Gate. Það er nú meiri krísan. Ég er alveg að verða vitlaus mig langar svo að klár'ann. En ég er að missa þolinmæðina. Ég þvælist um realmið með sex kalla og kellingar og veit ekkert í minn haus! Svo finnst mér alveg ferlegt að þurfa að drepa bjarndýr og úlfa. Þessi glæsilegu dýr! En það þýðir ekkert að hlaupa í burtu. Þá er maður bara dauður sjálfur. Og þá þarf að lóda upp á nýtt. Döhh!
Icewindale 1 og 2 bíða eftir mér ásamt Baldur's Gate 2...Eins og sjá má þá er nóg annað að gera en að vinna fyrir peningum.
En maður verður að hlusta á Geir Hilmar Haarde. Hann grátbiður okkur um að vinna meira svo hann geti lækkað skattana hjá hátekjufólkinu. Hvað gerir maður ekki fyrir ríka fólkið? Það verður að geta borgað af jeppunum sínum, aumingjarnir.

miðvikudagur, október 13, 2004

Af prumpi og þess háttar


Fann kerlingablað dauðans í vinnunni í dag og ákvað að glugga í það. Ég hef kauft svona kellinga blað af því að ég hélt að það væru svo góðar greinar í því um heilsu þegar ég var að fá heilsudellnuna (sem var bara í hausnum á mér nota bene). En komst fljótlega að því að meiri hlutinn í blaðinu er lygi og á við engin rök að styðjast. Losnaði því við heilsudelluna úr hausnum á mér.

En alla vega...ég rakst á ráðgjafadálkinn og þar var ung stúlka sem hrópaði á hjálp því að leggöngin hennar búa til prumpuhljóð þegar hún og kærastinn....já og hana langaði að losna við þennan hvimleiða truflunar vald. Hún fékk engin ráð af viti. Henni var sagt að brosa bara framan í kærastann næst þegar leggöngin prumpa!

Ég hló að þessum leiðindum stúlkunnar. Ég hlæ orðið svo sjaldan að ég er stúlkunni mjög þakklát fyrir að senda þetta inn svo ég geti hlegið aðeins.


þriðjudagur, október 12, 2004

Löt latari lötust-Elsku BlönniÉg er að hugsa um að vera löt í blogginu nema að ég fái stjörnu í höfuðið fulla af hugmyndum.

Elsku Blönni birtist á skjánum í kvöld. Alltaf með skoðanir sem passa einhverjum öðrum í samfélaginu en mér og mínum. Fólk sem hefur lág laun á bara að finna betri vinnuveitanda burt séð frá því hvort fólki líki vinnan sín. Honum finnst að fólk eigi að mennta sig. Það finnst mér líka. Ég býð hins vegar eftir því að hann fari að tala um hagnýta menntun. Nú sem sagt á ég að setjast niður og finna mér eitthvað gáfulegt í háskólanum. Eitthvað sem fáum dettur í hug svo maður græði örugglega nú eða hafi viðunandi nóg!

Ég hallast að því að lækka virðisaukann. Meiri líkur á að ég lifi af háskólanámið á námslánum heldur en lækkun á einhverjum tekjuskatti. Kannski meiri líkur á að fleiri fari í nám ef það getur verslað í matinn.

Bæ ðö vei...það er sko Blöndalsglundur í kvöldmatinn hjá mér. Þvílík tilviljun! Og hann í sjónvarpinu og allt hvað eina mar...

föstudagur, október 08, 2004

Ógeðslegt

Ég er ógeðslega þreytt. Þá meina ég ÓGEÐSLEGA= það að geta ekki neitt sem er skemmtilegt.

Fékk Vita-hamborgara og laukhringi í kvöldmatinn. Svo þykist ég ætla að sauma keppi á morgun.

Góða helgi, góða nótt og gerið allt sem ég get ekki,má ekki, og treysti mér ekki til að gera.

fimmtudagur, október 07, 2004

Dagur frá Helvíti


Bara...skítahelvítis dagur!

Leiðist svona dagar. Ég var bara ekkert að böggast. Þá böggaðist allt í mér í staðinn.
Nenni þessu ekki. Svo endar hann í fökki líka.

Það er Nintendó tónlist í sjónvarpinu...Súper Maríó náði prinsessunni...

miðvikudagur, október 06, 2004

Matardagurinn mikli.


Skohh! Horið fór. Maður á að vera heima hjá sér þegar horinn mætir.
Rosalega fínn dagur í dag. Mér var komið fyrir í eldhúsinu og ég eldaði mat handa....c.a. 60 manns rétt sísona! Nætursöltuð ýsa sem var geðveikt fersk og góð og bara glæsilegasti fiskur sem ég hef handfjatlað. Hann var glær hann var svo hvítur. Sauð rófur og gulrætur, kartöflur og bræddi smjör! Og vaskaði allt saman upp líka! Og það sem kom mér mest á óvart var að gulræturnar og rófurnar hurfu ofan í litlu skrímslin. Mikið var ég ánægð með það. Þau vilja aldrei svona soðið grænmeti! Kartöflurnar komu fimmfalt til baka hins vegar. Hefði bara átt að sleppa þeim.
Elsku krúttin svo dugleg að borða! Og bara ein skítableyja! Haldiði! Og ég þurfti ekki klemmu. Ég er að læknast af óléttunni. Svo var starfsmannafundur og þessar svakalegu pizzur handa okkur. Jassohh.

Svo bara...blogga ég um ekki neitt af viti. Eins og mér leiðast svoleiðis blogg. Búin að fara víða í dag um blogg heiminn. Er að hugsa um að skella öllum þeim sem ég er að fylgjast með á síðuna mína og fá mér svona renning eins og hún Sísí. Fann fullt af skemmtilegum orðum eins og til dæmis samkyneig og bankareykningur. Mann langar að berja slíka hluti augum. Betra hefði verið samkyneyg...en það er svona. Svo rakst ég á eina síðu þar sem var verið að segja "skemmtisögu" af barninu sínu. Mér fannst hún bara hreint ekkert skemmtileg. Skildi hana reyndar ekki alveg. Greinilegt að maður getur orðið staurblindur þegar barnið er annars vegar. Ég bíð spennt. Hvaða leiðindum skyldi ég skella á bloggið mitt þegar þar að kemur? Ég neita að vísa í þetta blogg. Nógu leiðinleg er ég nú samt.


Mæli með: Horinn heima
Mæli á móti: Að borða púða


mánudagur, október 04, 2004

Áfram Hor!Mér er illt í augunum og ætla að láta það nægja til þess að lýsa leiðindum mínum. Líklega er ég komin með kvefpest nr.41 eða eitthvað og þá eru 200 og eitthvað tú gó.
Fór ekki í vinnuna í dag þó svo að það hefði verið kjörið þar sem ég hefði hugsanlega ekki fundið lykt. Verra með sjónina því eflaust hefði ég komið kúknum fyrir á einhverjum fáránlegum stað.
Bedda er svo séð að hún á sínkrónæst svimmíng klemmu til þess að setja á nefið þegar mikið liggur við. Ég man aldrei eftir að spyrja um klemmuna þegar ég þarf á henni að halda en ég efast um að ég fái hana lánaða ef ég skila henni útataðri í horpest nr.41.
Leiðindi eru þetta alltaf hreint. Ég þarf að fá nammi.

laugardagur, október 02, 2004

Föðselsdag


Það er til góðs að hlusta á aðra en það sem maður heyrir verður maður að
leggja í dóm eigin sannfæringar. Ef það er rangt, þarf í sumum tilvikum að
leiðrétta það, svo framarlega sem það er hægt. En þó ber að hafa í huga að í
mörgum tilvikum vilja menn ekki hafa það sem sannara reynist.

Þetta er óskaplega vel mælt. Ég ætla ekki að upplýsa hér hver á þessi fjarska gáfulegu orð. Ég ætla bara að njóta þeirra til hins ýtrasta. Vantar meiri speki í lífið.

Ég vaknaði eldsnemma í morgun og svalaði klósettskálinni með ljúffengri heitri bunu af þvagi. Leit á klukkuna og sá að það væri alveg tilvalið að kúra lengur. Dreymdi gamla félaga og vini og langaði mest til þess að hafa samband þegar ég vaknaði. En þar sem klukkan var bara á hádegi þá ákvað ég að vera ekki að trufla. Svo er það ég sem á að sitja við símann og taka við kveðjum en ekki að vera að hringja í annað fólk. Í dag er minn dagur, ásamt fullt af öðru fólki sem ég þekki ekki nema að sjálfsögðu Bix.


Amma gamla var fyrst til þess að hringja í mig og óska mér til hamingju með daginn. Ég bara átti ekki afmæli gær.

Amma er dásamleg. Hún gaf mér einu sinni mynd af afa. Eða öllu heldur mynd af mynd af afa. Henni fannst það ómögulegt að ég skildi ekki eiga af honum mynd. Síðan spyr hún mig alltaf hvort mér sé illa við sig þegar ég hef samband við hana. Ég botna ekkert í þessari spurningu. Hún á 8 börn þar af eitt látið. Öll nema eitt hafa getið af sér börn sem svo eru að geta af sér börn og ég get ekki séð nema að hún eigi fullt fangið með fólk. Ég er ekki alin upp við það að hafa samband við ættingja sinkt og heilagt. Sérstaklega fólk sem ég hef aldrei verið í neinum tengslum við. En amma verður að vera viss. Svo ég svara henni: Nei elsku amma mín auðvitað ekki.

Hún fær engar útskýringar. Ég er viss um að þær myndu gera illt verra. Hún væri vís með að spinna heil ósköp af flækjum. Mig minnir að ég hafi reynt að útskýra fyrir henni einhverntíma og það endaði með ósköpum. Það var alveg sama hvað ég sagði það var rangtúlkað.

Ég þekki fleiri sem eru eins og amma. Meika ekki útskýringar án þess að þurfa að snúa þeim út og suður og jafn vel láta hlutina snúast um sjálfan sig en ekki efnið sem um var rætt. Ég er soldið spennt að vita hvað býr í hausnum á svona fólki...

Óska mér hér með til hamingju með 32 aldurs sárið og þeim sem deila þessum degi með mér.föstudagur, október 01, 2004

Fúl á föstudegi


Ég er búin að hlakka til í allan dag eftir að komast heim úr vinnunni. Helvítis skíta vinna. Loksins þegar henni lýkur þá á maður enga orku til þess að njóta lífsins heima hjá sér. Ég nenni ekki alltaf að slappa af. Alla vega ekki þegar maður er svo þreyttur að maður sér ekki stafi í bók. Ég vil geta gert eitthvað í afslöppuninni t.d. lesa.
Fór fyrir löngu síðan í STRONG-próf og kom út sem bókasafnsfræðingur. Ég varð alveg brjál. Ég sá fyrir mér gráhærða kellingu með grátt feitt hár og flöskubotna á nefinu í þæfðri beis-litaðri peysu sem náði niður á læri og að sjálfsögðu í gráu ullarpilsi, ullasokkum og sauðskinnsskóm, rolast um bókasafn með bækur í fanginu og hökuna í bringunni. Ég var ekki ánægð með niðurstöðuna...
En nú er ég að spugglera að kannski er þetta ekki svo vitlaust eftir allt saman. Minni háfaði, fullt af bókum...nóg að sísla. Hugsanlega er leiðinlegast að raða...en því fylgir varla mannaskýtalykt dauðans.
Ég ætti að fá mér svona skoðanakönnun eins og Bedda. Hvað á ég að læra-könnun.
Mér dettur þrennt í hug:
  1. Heimspeki
  2. Kennslufræði
  3. Bókasafnsfræði

En það væri náttlega yndislegt að geta gert allt þetta. En þróunin virðist vera sú að bráðum kemst engin inn í Háskóla Íslands nema fuglinn fljúgandi. Maður er greinilega uppi á vitlausum tímum. Ég hefði þurft að vera uppi þegar maður gat endalaust verið í háskólanum á námslánum. Einn kennara minna var í 15 ár í huggulegheitunum! Og svo brunnu námslánin upp honum og fleirum til mikills ama (NOT)!

Jæja, ég ætla að fara og pirra mig á öðrum vetvangi. Vonandi fýkur úr mér fýlan þar.


mánudagur, september 27, 2004

Innri róÉg er í leit að rólegu og góðu umhverfi til þess að blogga í. Þessi blái litur er einstaklega fallegur þykir mér og ætla að fengsjúía bloggið mitt.

Innri ró. Nú er það markmiðið. Svo finna sér markmið. Svo er ég alvarlega að hugsa um að stúdera Sun Tzu ef mannleg samskipti af þeim toga sem ég er að upplifa þessa dagana eiga eftir að skjóta reglulegar upp kollinum.
Það er alla vega kominn tími á hann Sunna þar sem að hann, ásamt fleiri góðum skræðum, hefur tekið þátt í að leika stafla af bókum á náttborðinu mínu.

Skohh: Innri ró; lesa bók; lesa Sun Tzu. Svo verð ég uppfull af einhverri furðulegri 2500 ára speki. Það ætla ég með í vinnuna og ræða gaumgæfilega við hugtakameistarann svo við skiljum alveg örugglega ekki hvor aðra.

Hvernig er með bókavikuna sem ég er búin að panta? Þar sem allir íslenskir ríkisborgarar eiga að vera heima og lesa bækur í eina viku. Senda síðan skýrslu svona eins og skattaskýrsluna. Ég hef aldrei tíma til þess að lesa. Ég vil skapa mér tíma til þess að lesa. Ég ítreka hér með þá ósk mína að það verði bókafilleríis-vika í kringum Jónasar Hallgrímssonar-daginn. Það væri til þess að heiðra minningu mannsins, þokkalega. Frí í vinnunni goes without saying. Ég er handviss um að veikindadögum myndi snarfækka ef maður ætti von á bókavikunni sinni. Nú ef ekki það þá taka upp kaþólska trú svo maður fái fleiri dýrlingafrídaga aftur inn í almanakið. Meiri vitleysan að taka upp einhvern mótmælanda sið.
Aldrei frí!


sunnudagur, september 26, 2004

Frekjan í bumbunni


Ég held að ég sé með tótal frekju í bumbunni. Hún er svo frek á líffærin mín að ég get varla andað. Æðarnar á hálsinum á mér eru að springa við hvert fótmál og hjartað 2 fermetrar svo það geti pumpað. Mér líður í raun best þegar ég er búin að hamast á húðum hljóðfæris míns svo það er spurning hvort ég ætti að færa það heim. Svo á maður alltaf að vera að éta eitthvað. Óska eftir hugmyndum um eitthvað fljótlegt og gott sem þarf ekki að elda, er ódýrt og alltaf til. Má ekki vera nammi en þess eðlis að maður finnst eins og eitthvað sé komið ofan í magann.

Ég er ekki komin með neina dellu ennþá. Langar ekki í rúgbrauð með kokteilsósu né súrmjólk með sódastreambragðefni út á. Er ekki farin að hata tannburstann en prumpufýla er algert tabú og ég sem er í félagi er kennir sig við prump.
Mér tókst loksins að sofa þessa helgi. Ég er nefnilega hætt að sofa á nóttunni. Snýkillinn þarf sjálfasagt svefninn minn líka. Elsku krúttið.

Hef ekki meir um það að segja. Frábær brandari samt. Ótrúlega krúttlegur.
P.S. Þetta er nú duldið skemmtileg tónlist...mar verður að fylgjast með þessu þó svo að ég skilji ekki neitt!
fimmtudagur, september 23, 2004

Læknamafían

Ég vissi það svo sem alltaf en nú er ég handviss. Læknar geta bara sinnt einnum sjúkdómi í einu. Ég skrapp til doksa til þess að ræða við hann um þrjú atriði sem hrjá mig. Til þess að vera örugg um að fá hjálp við því sem skiptir mig mestu máli þá byrjaði ég á bakinu mínu. Þegar hann var búinn að vélrita sjúkraþjálfunarbeiðnina og ég ætlaði að tala við hann um streptókokkana þá sá ég að hann var með hlera fyrir eyrunum.
Það er spurning hvort að maður verði að segja þegar maður pantar tíma að maður ætli að fá hjálp við þremur atriðum. Hvert sjúkdómsvesen kostar jú 1500 kr. ef maður á ekki heimilislækni. Þá losnar maður kannski við hlerana fyrir 4500kr. miðað við þrjú bögg.
Ég nenni ekki læknum. Svo finnst mér þessi titill Læknir ekkert eiga við fólk sem lækna síðan ekkert. Fullt af svokölluðum læknum sem skrifa bara á blöð.

þriðjudagur, september 21, 2004

Slöpp í slabbinu


Ekki í stöði. Hreint ekki. Bakið. Elsku bakið á mér.
Ætla bara að tjilla í kveld og horfa út í loftið.

Óskast keypt:
Vöðvar í bak sem eru ekki með bólgum í.

föstudagur, september 17, 2004

Kúkur


Ég er ógeðslega þreytt en hún er að leka af mér hægt og rólega. Helvítis vinnan mar. Ég er ekki að meika að vinna færibandavinnu með börnum. Fimm skítableyjur í dag. Hver er ábyrgur fyrir öllum þessum skít?

Nágranninn er að breytast úr óvirkum alkólista í virka alkólistíska spíttfrík. Reglan virðist vera sú að hann vinnur ekki fimmtudaga né föstudaga svo hann geti hafið neysluna. Það þarf víst soldið góðan tíma þegar spíttið er annars vegar því fólk þarf a.m.k. tveggja sólahringa svefn eftir fjörið. Þannig að hann byrjar á fimmtudögum. Ég var svo heppin í nótt að sofa en Berti var nú ekki alveg eins heppinn. Reyndar finnst mér hann víst heppinn. Hann heyrir alltaf eitthvað svo skemmtilegt. Það varð víst allt vitlaust í nótt. Einhver gaur hótaði að koma með skammbyssu og skjóta alla þarna inni, slagsmál og bara allt að gerast. Einhver hélt því fram að hann væri alveg að fara í meðferð og ég hef nágrannann grunaðan um að hafa slengt þeirri setningu fram.


Hann á eftir að sulla nýkeypta íbúðina út ef hann passar sig ekki elsku kallinn. Eins og hann er nú fínn gaur. Byrjaði voðalega rólega kvöldið. Þeir voru 2 eða 3 og sungu og spiluðu á kassagítar rétt eins og þeir hefðu misst af verslunarmannahelginni. Nýdanskrar lagið þarna...minna þroskaðir menn eitthvað. Allur pakkinn. Svo breyttist allt í helvíti þegar ég var sofnuð.


Ég er alveg að fíla nágrannana mína. Þetta er alveg eins og að vera í smábæjarsamfélagi nema allir mínir nágrannar (fjórir...) eru drullu skrautlegir og alltaf vín eða dóp og vín sem gerir þá að ódauðlegum persónum. Ein er alltaf að koma sér upp á spítala t.d. með því að detta á hníf. Hún datt meiraðsegja tvisvar á hann...beint á magann! Henni tókst að komast í blöðin um daginn vegna hnífstungu. Kærastinn var á Langabar þannig að varla var það hann. Nema hann hafi stungið hana og skroppið síðan í einn öllara eða 16. Alla vega heyrði ég það að löggan ætlaði að finna hann þar.

Einn gaurinn truflaðist út í nágrannann sinn sem er að byggja skúr í garðinum þeirra og fór að troða öllu timbri og lauslegu dóti inn í skúrinn. Fór síðan inn í bílskúr og ég hélt að hann ætlaði að kveikja í öllu draslinu en þá var hann bara að ná sér í hanska sem var einskonar pottaleppahanski svo hann gæti haldið áfram. Í hálftíma hamaðist hann við að bera timbrið blindhaugahelvítis fullur.


Mjög skemmtilegt.
Nema ég hef mestar áhyggjur af nágrannanum sem er í sama húsi og ég. Ég vona að hann eigi ekki eftir að brenna okkur inni í einhverju kæruleysi.

Mæli með: Að finna sér nágranna til að fylgjast með.

Mæli á móti: Kúk, það er ógeðsleg lykt af honum...djíssjúss

miðvikudagur, september 15, 2004

Draumurinn minn; 13.vika í barnsburði.

Baldur's Gate. Það er málið. Að maður skuli þurfa að elda og hugsa um sjálfa sig þegar það er hægt að fara inn í allt aðra veröld sem hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Það ku vera nauðsynlegt fyrir sálartetrið að skapa sér flæði í gegnum eitthvað. Flæði er nefnilega eitthvað sem lekur út úr hausnum á manni ef maður passar sig ekki og kemur ekki svo auðveldlega aftur. Svo er bara gaman að halda að maður sé uppi á miðöldum. Krúttleg mússik ossona. Fullt af fjásjóðum, ljótum köllum sem vilja drepa mann af því að maður er eitthvað merkilegur og vera úti í náttúru þar sem eru engir bílar. Eitt risastórt en erfitt ævintýri. Fara bara langt langt í burtu í smá stund. Ég ætla nú samt að baða mig...frekar skítug og þreytt. Ég er alla vega með fullt af spennandi verkefnum framundan. Nú væri ekki slæmt að vera hætt að vinna. Ég vona að bumban mín verði samt ekki mjög stór og að hún sitji ekki mjög hátt svo hún verði ekki fyrir lyklaborðinu eða trommusettinu. Ég verð svo fúl ef ég get ekki athafnað mig. Ég er þegar brjáluð yfir því að hafa misst getuna til þess að geta gert allt á einni mínútu. Svo er ég orðin svo viðkvæm fyrir lyktum og ljótum hlutum. ÉG, af öllum. Má ekki finna annarra prumpufýlu eða sjá kall með engan haus. Hótaði öllu illu þegar maðurinn minn hleypti Stinky út. Kúgaðist og ætlaði aldrei að þora inn í prumpu-herbergið. Sá fyrir mér að ég yrði að vera inni í stofu á meðan Bertilíus og Stinký væru saman upp í rúmi með sígarettu eftir gott fart.Sturtan er að kalla á mig. Svo þarf að borða, hvíla sig og rokka feitt.
Svo er það bara kastalar og sverð.

Mæli með: Flæði, allir að fara og finna flæðið sitt.

Mæli á móti: að vera á móti.