föstudagur, febrúar 27, 2004

Ég veit ekki hvort þetta sé drulludagur eða ég er einfaldlega tilfinningalega fokkt öpp. Fleiri virðast hafa upplifað skít í dag svo það má líklega benda á hvoru tveggja.

Sagði upp vinnunni í dag. Ég nenni ekki að standa í svona bulli. Starfsmannabull og volæði, píslarvottatilburðir og ásakanir um einelti. Sem eru alvarlegar ásakanir. Ég held að fólki sé ekki viðbjargandi. Ég er gjörsamlega ráðþrota. Eru allir vinnustaðir svona eða er ég einfaldlega óheppin? Eða er ég vandamálið? Kannski er það einfaldast að taka allt á sig en ég hef ekki gott af því.

Nú er bara að sjá hvað helgin ber í skauti sér, ná sér niður á jörðina og hugsa um fátæktina í heiminum.

laugardagur, febrúar 21, 2004

Jæja, þá er komið að því að finna sér fína mynd fyrir bloggið. Það er ekki alltaf hægt að hafa sama dæmið uppi. Nema náttúrulega að það sé hann blönni en hann er í pásu. Ég er ekki í fátæktarpælingum eins og er enda mjög upptekin bæði við eldamennsku í vinnunni, pantanir og svo er það að sjálfsögðu Grúppan. Áður en ég fer að blogga aftur af einhverju viti hafði ég hugsað mér að halda áfram að kynna mér html og annað skemmtilegt. Maður verður að þróa sig.

Stei tjúnd og skrifið í gestus.

Og Bedda og Sísí...bíðið rólegar, þetta er allt að koma eins og halli helga segir.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Ég held að ég hafi aldrei gert neitt líkt þessu áður svo ég ætla að njóta þess. Þ.e. að blogga í vinnunni. Geggjað. Að hugsa sér að nú er fullt af fólki út um allan bæ í vinnunni að blogga frekar en að gera eitthvað annað...sem það á að vera að gera. Ég bara verð að prufa þetta þokkalega. Ég er alveg að fíla þetta.

Ég ætlaði mér bara að vera stuttorð. Bara prufa.
Vinnan kallar...

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Hún klikkaði laglega þessi mynd sem ég ætlaði mér að láta príða bloggið. Svona er lífið merkilegt. Fullt af árekstrum sem maður þarf að takast á við. Verst hvað maður er misupplagður til þess. Ég vildi að ég væri alltaf í stuði fyrir vesen. Þá væri ekki til neitt sem héti vesen og ekkert sem kallaðist tímaþjófur.

Ég ætla samt að reyna einu sinni enn við myndina annars er það bara blönnus á meðan ég legg haust í blautt bað.

Skrokkurinn segir nei við öllu núna enda er hann yfirkeyrður eftir þrotlausa spilamennsku. Þegar ég ætla að beygja mig eftir sokk segir mjóhryggurinn þvert nei ásamt lærum og hnjábótum. Hann vill heldur ekki liggja né standa og alls ekki sitja. Ég hef ekki lent í slíkum mótmælum síðan ég fór á skíði fyrir mörgum mörgum árum. Kroppus er eitthvað að mótmæla því að ég haldi að ég sé ennþá 20 ára. En hann vill líka fara að skreppa í sund. Jú og kannski fá smá næringu líka.

Ég er nefnilega við það að hætta endanlega að borða. Hef hvorki tíma né lyst á slíku og fyrirhöfnin er einfaldlega full mikil. Mér finnst jafn leiðinlegt að borða og að fara á klósettið.

Vonandi fer nú að rætast úr þessu.

Best að tékka á þessu með myndina.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Ég ætla að senda Blönna í smá frí núna. Blönni...ja ég held að það sé kominn tími á að hvíla hann en í staðinn fann ég ótrúlega dásamlega krúttlegt.

Hana! Þá er ég búin að rokka með rokkbeibunum. Alveg rosalega gaman. Mér fannst skemmtilegast að sitja í smink-stólnum og láta dúlla við mig og gera mig sæta á 3 mínútum.

Við hjónin fengum okkur göngutúr í gær. Byrjuðum á því að fara í myndbandaleiguna að skila spólum. Svo datt okkur í hug að athuga hvort ég ætti aur inn á plastinu. Nú þar sem svo skemmtilega vildi til að svo var ákváðum við að gera okkur ferð inn í 10 11.

Við vorum komin með þessa fínu ávexti í körfuna einhver Fuji epli og meira spennandi og holt þegar ég sé afgreiðslustúlkuna veifa höndunum eins og hún sé að þykjast vera fiðrildi. Svo segir hún "já já já" í sífellu. Bóndi minn sneri sér að mér og sagði á sinn dásamlega yfirvegaða hátt: Það er bara verið að ræna búðina...

Ég kíkti varfærnislega á gaurinn. Mér sýndist hann vera með húfu og eitthvað fyrir vitunum. En bóndi minn tilkynnti mér nú rétt í þessu að það hefði bara sést í nefið á honum. Hettan á úlpunni hans var svo reirð. Maður sá víst bara nef. Furðulegt hvað allt brenglast í hausnum á manni.

Svo kom sekjúritas gaur og henti okkur öllum út. Sagði að það væri búið að loka. Ég hélt að maður losaði sig ekki við vitnin. En það eru svo sem myndavélar í húsinu.

Við fórum þá bara í 11 11 í staðinn. Nett fúl yfir ávöxtunum sem við vorum búin að velja af svo mikilli kostgæfni. Fundum einhver skrítin epli þar sem eru mjög góð nóta bene.

Þá er maður búinn að upplifa rán. En ég verð að viðurkenna að maður fantaseraði soldið eftir á. Bónda datt í hug að frosið lambalæri hefði kannski komið að góðum notum. Ég hefði viljað henda í gaurinn 2ggja lítra Fresca-flösku svona bara til þess að láta honum bregða. Fresca er svo gott. Og svo er það líka svo DÝRT (í 10 11, 11 11, Nóatúni, Hagkaupum,). Maður heldur að maður sé þokkalega ríkur með slíkan lúxus í körfunni! Nema ef maður er í Blóðnös

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Allt á fullu í tónlistarbransanum. Það má enginn vera að því að tala. Nú er bara reynt að vinna á fullu fyrir morgundaginn en þá er það Íslandsfrægðin. Nú er maður að meikaða. En hvort því fylgi aurar eða egg það er svo önnur spurning.

Má ekki vera aþþessu. Æfing!