miðvikudagur, mars 17, 2004

Nei nú fer ég að gera uppreisn. Hvar í rassgatinu er Blönni? Hann var þarna en núna er hann alveg að gera mig vitlausa. Hann er hræddur við pizzurnar. Það er alveg á hreinu.

Ég fór í fúlt skap í morgun af því að það var eitthvað sem pirraði mig. Líklega sólin og bjórleysið. Svo nenni ég ekki að segja neitt af viti á þessu bloggi mínu lengur. Nenni ekki að fylgjast með hundleiðinlegum blöðum sem segja manni að allt sé ónýtt og brjálað út um allan heim. Blöðin eru skreytt dauðu fólki og líkamsleifum. Nenni ekki að lesa um svoleiðis. Svo drap þessi þennan og faldi hinn. Fullt af fullu fólki að keyra út um allan bæ. Svo seldi þessi banki hlutabréf í sjálfum sér og keypti hlutabréfin sjálfur á lægra gengi og eitthvað svik og bull. Hundleiðinlegar fréttir. Hvað halda blaðamenn eiginlega að maður nenni að lesa um? Einu sinni fóru allir fréttatímar í að sýna skip og fisk en nú er öldin önnur. Nú eru verðbréf út um allt og allir meðkaupusýki. Skipakallarnir eru svo fúlir að þeir stranda hverju skipinu á fætur öðru svo að þeir komist í fréttirnar fyrir eitthvað.

Ef skipakallarnir eru heppnir þá fá þeir frétt um sig þegar þeir sigla með loðnu í land en fréttin er ekki um hvað loðnan er frábær heldur að hún sé lítil og uppétin af átu! Þá er bara sigla í strand með loðnuna og fá frétt um hvað skipstjórakallinn er vondur dræver. Svo skilur enginn neitt í því af hverju maður talar illa um náungann! Annað er ekkert spennandi og skemmtilegt. Það er ekkert gaman að vita að fólki gengur vel. Það er ekki frétt nema maður sé Íslendingur og herforingi á Haiti. Það er einstaklega gleðilegt.

Ég ætla að halda áfram að ergja mig á öllu, sérstaklega template-i.

þriðjudagur, mars 16, 2004

Ég er alveg að verða vitlaus á þessu fokkings template-i. Ég botna hvorki upp né niður. Sumt sem er niðri birtist uppi svo það sem er til hliðar er efst og bla bla bla. Enda lítur bloggið undarlega út akkúrat núna en það er svona að vera léileg html verkfræði.

Alveg úti að skíta. En...Blönni er mættur á svæðið og pizzurnar góðu sem bóndinn, vinur hans Blönna, borðar ekki. Mikið var ég glöð að sjá hann aftur á sínum stað. Hann á bara að vera þarna. Maður verður að láta minna sig á mikilvægi peninga einhvern veginn. Nú svo eru það þessi frábæru egg sem hoppa til og frá og eldurinn til þess að minna mann á að borða ekki hráan mat. Það getur nefnilega verið hættulegt. Einnig er mjög mikilvægt að vita hvað það er sem maður leggur sér til munns. Það borgar sig að vita sem flest um hlutina annars er voðinn vís.

Ég var að borða hamborgara áðan og mig langar til þess að borða meira núna. Nú er ég svöng Blönni og langar í pizzurnar sem eru þarna hjá þér. Má bjóða yður sneið herra?Veikindi VEIKINDI.
Ó hver hatar mig svona mikið? Þegar það er sólskin. Þvílík sorg. Alltaf sama skítabömmerinn en ég læt mig hafa það. Mér líður nógu vel til þess að skítast út í hlutina. Hef verið að lesa svo mikið um skít og ofbeldi aðalsins í Englandi fyrr á tímum. Ekki beint geðslegt en ég er heldur ekki fyrir geðslega hluti. Mér leiðast þeir. Skítur, viðbjóður og splatter er svona meira ég. Það er svo gaman að segja, "shjitt er þetta líka til...oj" endrum sinnum. Eftir að Sísí, Kókó, og Gógó fóru að æfa box datt mér í hug þessi dásamlega mynd sem ég ætla að klína á einhvern máta inn á síðuna hjá mér. Hún er reyndar ekki um box en hvað veit maður hvað þessar stúlkur taka upp á þegar líkamsrækt tekur völd.

Hver sagði að líkamsrækt væri svo holl?