þriðjudagur, maí 25, 2004

Dularfullar breytingar

Meira hvað blogger er orðinn fínn. Hann er búinn að breyta öllu svo mikið að maður skilur bara ekki neitt í neinu lengur. Soldið skrítið.

Alla vega...ég er bara að horfa á síðuna mína og hún lítur ferlega furðulega út. Allt orðið svo breytt eitthvað og þegar ég skrifa bullið mitt þá kemur það ekki eins út "læf" eins og þegar ég skrifaði það...eitthvað furðulegt á ferðinni. Hmm...jæja ég skoða barasta áfram og klóra mér í haus.

Mikið að gera

Stúdíó og veikindi það er ekkert annað. Svo held ég að það sé hægt að fara að tala eitthvað en þar sem hugsanlegt gigg er á leiðinni þá má ég ekkert vera að þessu í bráð. Símareikningurinn er kominn upp fyrir öll mörk og húsbændur þessa heimilis farin að spá alvarlega í A ell ess déið. Auk þess er tölvan svo lengi að opna sig að ég nenni varla að fara á netið. Tölvukaup í hugsi.

Livi Blönni og grjónagrautur.

Mæli með: að finna sér gott áhugamál
Mæli á móti: ríkisstjórninni, það er ekki allt í lagi með hausinn á þeim.