laugardagur, júní 19, 2004

þriðjudagur, júní 15, 2004

Fátækt

Jæja, nú hefst fjörið. Nú er búið að loka símanum svo ég á ekki annarra kosta völ en að nota góðu gömlu aðferðina við hlutina. Wörd, floppí og tölvan í vinnunni. Það er nú meira hvað allt er dýrt í dag. Það á ekki að leyfa sér neitt í þessu landi. Enda eru fjölmiðlar löngu hættir að tala um góðærið hans Dabba. Ég ætla enn og aftur að taka fram að þetta land er rotið.

Núna langar mig svo rosalega að læra eitthvað gáfulegt áður enn ég dey og þarf að setjast niður og gera plan fyrir ævina til þess að láta þann draum rætast. Það verður einhver rannsóknarvinnna sem bíður mín. Vonandi verður hún skemmtileg...duhh. Peningar eru bara ekkert skemmtilegir. Alla vega var mér kennt það að þeir væru aldrei til. Skil ekki hvernig mamma fór að án peninga. Þeir eru heldur ekki til núna. Virðast alla vega vera allsstaðar annarsstaðar en hjá mér og því fólki sem ég þekki til.

Ég er ennþá í delllunni. Er að lesa bók sem ég veit ekki um hvað fjallar. En hefur eitthvað að gera með frímúrarareglur. Tilgangur ritsins er mér enn á huldu. Það gerir hana soldið spennandi. Svo fór ég í bókasafnið í gær og náði mér í Múmínálfana. Alger snilldar fegurð.

Svo er bara að undirbúa sumarfríið sem er á næsta leyti svo það fari nú ekki til spillis,
svefn og rugl.

miðvikudagur, júní 09, 2004

Bókalestur

Ég hef lokið við að lesa dellu ársins sem er Da Vinci Code. Var orðin þokkalega þreytt á hvað lopinn var teygður mikið og hlutirnir dregnir endalaust hingað og þangað. En þegar upp er staðið þá var þetta ágætis afþreying og skemmtilegar þeoríur um kallinn hann Jesú ossona. En ég varð bara duldið forvitin og fann eitt og annað á netinu skemmtilegt. Della mánaðarins er því The Knights Templar.
Ég veit ekkert um þessa karla nema að þeir áttu sverð, bjuggu til fínar byggingar og gengu um í krossfaragalla...nú eða riðu, vott ever. Svo nú er bara að demba sér í delluna og hver veit nema ég breytist í frímúrara og verð múruð með heilög gröl allt í kringum mig full af landa.

Svo eru það allar þessar skemmtilegu umræður um blessuðu bókina. Biskupinn er með ræðu
og svo pælingar...allir farnir að spá og spekúlera hvað sé til í þessu öllu saman.

En það sem er náttúrulega mest um vert fyrir kirkjuna í heild sinni er að nú er einhver rithöfundur "út í bæ" búin að endurvekja eldgamlar spekúlasjónir og færa þær almenningi sem ekki hafði tíma né lestrarkunnáttu, ef við förum alla leið til miðalda, til þess að hafa svo mikið sem skoðun á málunum. Ég heyri fornt hnuuuhhh-hljóð í hinni vinnandi stétt.

Mæli með þessari skræðu fyrir þá sem leiðast hollivúddískar vídíóspólur og hafa gaman að dellu. Hvað með það þó að allir séu að lesa þessa bók? Það er kominn tími til að hvíla biflíuna. Eru ekki allir alltaf að lesa hana, mest selda bók allra tíma?!

Það er kannski vegna þess að hún er heilagur sannleikur.