fimmtudagur, júlí 29, 2004

Myndafílingur

Nú er ég bara á einhverju myndaflippi. Ég er að hugsa um að rídekkoreida heima hjá mér. Finna bara gamalt dót og elda á kamínu. Hnoða brauð sjálf kl. 5 á morgnanna og þykjast vera fædd á 17. öld. Þessi er hvort eð er frekar döll öld. Það væri ekki vitlaust. Maður kemur heim úr vinnunni og er bara búin að skipta algerlega um tímabil í veröldinni...þangað til síminn hringir náttúrulega. Helvítis bögg síminn.
Ég er alveg á leiðinni til miðalda í hausnum. Vera bara vinnukona sem má ekki hugsa þá gæti diskur brotnað og ég misst vinnuna. "Jesúbrauð" eru svo góð. Þau eru líka fátækrabrauð. Vatn, lyftiduft hveiti og salt. Nammi mann. Svo má þykjast vera góðkaupkona og eiga hvítlaukskrydd til þess að setja í deigið. 

Svo nenni ég ekkert að blogga lengur. Það er allt búið í bili. Ég er þreytt í hausnum og öxlunum. Fæturnir eru aumir, ferlega Jesúlegt eitthvað...þetta með aumu fæturna.

Jæja, ég ætla að skreppa til Kabúl og athuga hvað er til sölu hjá bóksalanum þar.
Þetta átti að vera lestrarsumarið mikla og ég ætla að standa við það.