mánudagur, ágúst 30, 2004

Egglos, karlar og kerlingar.

Ég er bara klikkuð.
Ég hélt virkilega að mér væri að batna í gær enda tók ég svoleiðis til hendinni. Hvað haldiði? Ég komst ekki fram úr rúminu í morgun vegna þess að kroppurinn sagði: Nei, ég get ekki gert neitt í dag þú eyðilagðir allt í gær!

Svo skreið kroppurinn inn í stofu og hóstaði og hóstaði þurrum sárum kvalarfullum hósta í marga marga klukkutíma. Svo svimi og meiri hósti.

Ég þykist ætla að vinna fyrir mér á miðvikudaginn og þar fram eftir en ef ég kemst ekki á klósettið heima hjá mér kemst ég þá í vinnuna?

Dauðalistinn frá því í gær gildir líka í dag nema ég get bætt einu við:

Kvenn-þetta og kvenn-hitt er komið á dauðalistann. Heyrði í útvarpinu konu tala um eitthvert leikrit sem heitir Egglos og að þetta væri sona kvennaleikrit. Andskotans bull. Af hverju þurfa konur alltaf að troða þessu forskeyti við allt sem við kemur konum? Kvennahljómsveit, kvennaleikrit...Leikritið fjallar um konu sem vill eignast barn. Óskaplega sósíalrealistíst. Örugglega fullt af körlum og konum sem langar að sjá þetta leikrit þangað til kvenna-forskeytinu er troðið fyrir framan. Þá er viðbúið að fólk fælist frá.

Það er aldrei talað um karlahlómsveitina Mínus eða að leikrit sé karlaleikrit. Mesta lagi talað um karlakóra og kvennakóra.
Kannski að ég geri það í framtíðinni...passi upp á að hlutir séu nú karla þetta og kvenna hitt.
Þetta er svona karla bíll en þetta er svona kvenna bíll.
Hvort haldið þið lesendur góðir að ég myndi kaupa mér Landrover eða Nissan Micra?
Hvor er konubíllinn?

Aþþí að ég er sko kona þá hlýt ég að kaupa mér konubíl sem er náttúrulega Landróver upphækkaður á 35 tommum. Svo rosalega gott að keyra þá.

En Egglos er jú frekar leiðinlega fráhrindandi titill. Af hverju skírði hún ekki frekar leikritið sitt Tippi í píku? Höfðar til beggja kynja ekki satt? Og það má komast að sömu niðurstöðu og með fjandans egglosið.

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Geðveik í helvíti

Ég er ekki dauð en nánast. Mér var skipað að hætta á geðtöflunum sem ég er búin að éta í rúmt ár á stundinni og er búin að æla lifur og lungum, lakkrís og harðfisk ásamt fleiru góðgæti stanslaust síðan. Mig svimar og svimar en er að reyna að gera eitthvað til þess að fá blóðið á hreyfingu svo fráhvarfseinkennin fari nú sem fyrst.

Meiri bölvaði viðbjóðurinn þessar töflur. Þær setjast ofan á hausinn á manni eins og slikja og fara ekki af. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Nú fer ég bara í herferð gegn geðtöflum. Alla vega þessari tegund. Oj. Mér hefur aldrei liðið vel á þeim. Það er frekar að þær hafi dælt ljótum og leiðinlegum hugsunum í hausinn á mér auk þess að hafa stytt kveikiþráðinn svo um munar. Ég hata sjálfa mig frekar en að fíla lífið í botn. Ég er að springa úr reiði yfir hvað þær hafa gert mér lífið leitt.

Ég hugsa og hugsa. Það er ekkert lát á hugsunum eins og ég sé með sjónvarpsstöð inn í hausnum sem sýnir stanslausar auglýsingar. Ég hef reynt að taka úr sambandi en það hefur ekki gengið. Ef ég sofna fæ ég hverja martröðina á fætur annarri. Föst inn í slikjunni.

Mér hefur liðið svo illa að ég held að ég komist ekki út í samfélagið aftur. Mér finnst eins og ég verði alltaf veik. Ég hata veikindi. Ég er alltaf veik. Alltaf með eitthvað helvítis kvef alltaf með helvítis slikjuna yfir hausnum. Er það virkilega svo að lífið sé bara geðtöflur. Er ekki til eitthvað annað sem gefur manni drifkraft til þess að lifa heilbriðgu lífi, borða hollan og góðan mat og fíla hið miskunarlausa líf?

Ég er svo reið að ég er alveg að missa mig. Helvítis helvíti. Ég vil fá FOKKÍNGS FRÍ frá sjálfri mér. Slökkva á mér þó ekki væri nema í helvítis smá fokkíng stund.
Endalaus þrýstingur alltaf hreint…stöðugt. Ég sver það að ef þetta hættir ekki bráðum þá töllti ég upp á geðdeild og segist ekki geta meir.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Dýrðardagur í lífi mínu

Loksins loksins...sagði fátæktinni stríð á hendur og fékk mér A-Lsd í dag!
Þvílíkur lúksus. Ég er alveg að fríka út núna. Farin úr brjóstarhaldaranum...þokkalega. Ég er svo himinlifandi að ég veit ekki hvað ég á eiginlega að segja. Nú get ég barasta sest niður og bloggað á hverjum einasta helvítis degi, dælt rugli og vitleysu út í netsamfélagið. Svei mér þá...ég verð að sörfa soldið áður...

Bedda er búin að fá kommentakerfi við sitt hæfi og allt að gerast. Halelúja!!! HALLI LÚÐA.
JU ég er svo montin. Mig langar ekki lengur í nýja tölvu.