mánudagur, september 27, 2004

Innri róÉg er í leit að rólegu og góðu umhverfi til þess að blogga í. Þessi blái litur er einstaklega fallegur þykir mér og ætla að fengsjúía bloggið mitt.

Innri ró. Nú er það markmiðið. Svo finna sér markmið. Svo er ég alvarlega að hugsa um að stúdera Sun Tzu ef mannleg samskipti af þeim toga sem ég er að upplifa þessa dagana eiga eftir að skjóta reglulegar upp kollinum.
Það er alla vega kominn tími á hann Sunna þar sem að hann, ásamt fleiri góðum skræðum, hefur tekið þátt í að leika stafla af bókum á náttborðinu mínu.

Skohh: Innri ró; lesa bók; lesa Sun Tzu. Svo verð ég uppfull af einhverri furðulegri 2500 ára speki. Það ætla ég með í vinnuna og ræða gaumgæfilega við hugtakameistarann svo við skiljum alveg örugglega ekki hvor aðra.

Hvernig er með bókavikuna sem ég er búin að panta? Þar sem allir íslenskir ríkisborgarar eiga að vera heima og lesa bækur í eina viku. Senda síðan skýrslu svona eins og skattaskýrsluna. Ég hef aldrei tíma til þess að lesa. Ég vil skapa mér tíma til þess að lesa. Ég ítreka hér með þá ósk mína að það verði bókafilleríis-vika í kringum Jónasar Hallgrímssonar-daginn. Það væri til þess að heiðra minningu mannsins, þokkalega. Frí í vinnunni goes without saying. Ég er handviss um að veikindadögum myndi snarfækka ef maður ætti von á bókavikunni sinni. Nú ef ekki það þá taka upp kaþólska trú svo maður fái fleiri dýrlingafrídaga aftur inn í almanakið. Meiri vitleysan að taka upp einhvern mótmælanda sið.
Aldrei frí!


sunnudagur, september 26, 2004

Frekjan í bumbunni


Ég held að ég sé með tótal frekju í bumbunni. Hún er svo frek á líffærin mín að ég get varla andað. Æðarnar á hálsinum á mér eru að springa við hvert fótmál og hjartað 2 fermetrar svo það geti pumpað. Mér líður í raun best þegar ég er búin að hamast á húðum hljóðfæris míns svo það er spurning hvort ég ætti að færa það heim. Svo á maður alltaf að vera að éta eitthvað. Óska eftir hugmyndum um eitthvað fljótlegt og gott sem þarf ekki að elda, er ódýrt og alltaf til. Má ekki vera nammi en þess eðlis að maður finnst eins og eitthvað sé komið ofan í magann.

Ég er ekki komin með neina dellu ennþá. Langar ekki í rúgbrauð með kokteilsósu né súrmjólk með sódastreambragðefni út á. Er ekki farin að hata tannburstann en prumpufýla er algert tabú og ég sem er í félagi er kennir sig við prump.
Mér tókst loksins að sofa þessa helgi. Ég er nefnilega hætt að sofa á nóttunni. Snýkillinn þarf sjálfasagt svefninn minn líka. Elsku krúttið.

Hef ekki meir um það að segja. Frábær brandari samt. Ótrúlega krúttlegur.
P.S. Þetta er nú duldið skemmtileg tónlist...mar verður að fylgjast með þessu þó svo að ég skilji ekki neitt!
fimmtudagur, september 23, 2004

Læknamafían

Ég vissi það svo sem alltaf en nú er ég handviss. Læknar geta bara sinnt einnum sjúkdómi í einu. Ég skrapp til doksa til þess að ræða við hann um þrjú atriði sem hrjá mig. Til þess að vera örugg um að fá hjálp við því sem skiptir mig mestu máli þá byrjaði ég á bakinu mínu. Þegar hann var búinn að vélrita sjúkraþjálfunarbeiðnina og ég ætlaði að tala við hann um streptókokkana þá sá ég að hann var með hlera fyrir eyrunum.
Það er spurning hvort að maður verði að segja þegar maður pantar tíma að maður ætli að fá hjálp við þremur atriðum. Hvert sjúkdómsvesen kostar jú 1500 kr. ef maður á ekki heimilislækni. Þá losnar maður kannski við hlerana fyrir 4500kr. miðað við þrjú bögg.
Ég nenni ekki læknum. Svo finnst mér þessi titill Læknir ekkert eiga við fólk sem lækna síðan ekkert. Fullt af svokölluðum læknum sem skrifa bara á blöð.

þriðjudagur, september 21, 2004

Slöpp í slabbinu


Ekki í stöði. Hreint ekki. Bakið. Elsku bakið á mér.
Ætla bara að tjilla í kveld og horfa út í loftið.

Óskast keypt:
Vöðvar í bak sem eru ekki með bólgum í.

föstudagur, september 17, 2004

Kúkur


Ég er ógeðslega þreytt en hún er að leka af mér hægt og rólega. Helvítis vinnan mar. Ég er ekki að meika að vinna færibandavinnu með börnum. Fimm skítableyjur í dag. Hver er ábyrgur fyrir öllum þessum skít?

Nágranninn er að breytast úr óvirkum alkólista í virka alkólistíska spíttfrík. Reglan virðist vera sú að hann vinnur ekki fimmtudaga né föstudaga svo hann geti hafið neysluna. Það þarf víst soldið góðan tíma þegar spíttið er annars vegar því fólk þarf a.m.k. tveggja sólahringa svefn eftir fjörið. Þannig að hann byrjar á fimmtudögum. Ég var svo heppin í nótt að sofa en Berti var nú ekki alveg eins heppinn. Reyndar finnst mér hann víst heppinn. Hann heyrir alltaf eitthvað svo skemmtilegt. Það varð víst allt vitlaust í nótt. Einhver gaur hótaði að koma með skammbyssu og skjóta alla þarna inni, slagsmál og bara allt að gerast. Einhver hélt því fram að hann væri alveg að fara í meðferð og ég hef nágrannann grunaðan um að hafa slengt þeirri setningu fram.


Hann á eftir að sulla nýkeypta íbúðina út ef hann passar sig ekki elsku kallinn. Eins og hann er nú fínn gaur. Byrjaði voðalega rólega kvöldið. Þeir voru 2 eða 3 og sungu og spiluðu á kassagítar rétt eins og þeir hefðu misst af verslunarmannahelginni. Nýdanskrar lagið þarna...minna þroskaðir menn eitthvað. Allur pakkinn. Svo breyttist allt í helvíti þegar ég var sofnuð.


Ég er alveg að fíla nágrannana mína. Þetta er alveg eins og að vera í smábæjarsamfélagi nema allir mínir nágrannar (fjórir...) eru drullu skrautlegir og alltaf vín eða dóp og vín sem gerir þá að ódauðlegum persónum. Ein er alltaf að koma sér upp á spítala t.d. með því að detta á hníf. Hún datt meiraðsegja tvisvar á hann...beint á magann! Henni tókst að komast í blöðin um daginn vegna hnífstungu. Kærastinn var á Langabar þannig að varla var það hann. Nema hann hafi stungið hana og skroppið síðan í einn öllara eða 16. Alla vega heyrði ég það að löggan ætlaði að finna hann þar.

Einn gaurinn truflaðist út í nágrannann sinn sem er að byggja skúr í garðinum þeirra og fór að troða öllu timbri og lauslegu dóti inn í skúrinn. Fór síðan inn í bílskúr og ég hélt að hann ætlaði að kveikja í öllu draslinu en þá var hann bara að ná sér í hanska sem var einskonar pottaleppahanski svo hann gæti haldið áfram. Í hálftíma hamaðist hann við að bera timbrið blindhaugahelvítis fullur.


Mjög skemmtilegt.
Nema ég hef mestar áhyggjur af nágrannanum sem er í sama húsi og ég. Ég vona að hann eigi ekki eftir að brenna okkur inni í einhverju kæruleysi.

Mæli með: Að finna sér nágranna til að fylgjast með.

Mæli á móti: Kúk, það er ógeðsleg lykt af honum...djíssjúss

miðvikudagur, september 15, 2004

Draumurinn minn; 13.vika í barnsburði.

Baldur's Gate. Það er málið. Að maður skuli þurfa að elda og hugsa um sjálfa sig þegar það er hægt að fara inn í allt aðra veröld sem hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Það ku vera nauðsynlegt fyrir sálartetrið að skapa sér flæði í gegnum eitthvað. Flæði er nefnilega eitthvað sem lekur út úr hausnum á manni ef maður passar sig ekki og kemur ekki svo auðveldlega aftur. Svo er bara gaman að halda að maður sé uppi á miðöldum. Krúttleg mússik ossona. Fullt af fjásjóðum, ljótum köllum sem vilja drepa mann af því að maður er eitthvað merkilegur og vera úti í náttúru þar sem eru engir bílar. Eitt risastórt en erfitt ævintýri. Fara bara langt langt í burtu í smá stund. Ég ætla nú samt að baða mig...frekar skítug og þreytt. Ég er alla vega með fullt af spennandi verkefnum framundan. Nú væri ekki slæmt að vera hætt að vinna. Ég vona að bumban mín verði samt ekki mjög stór og að hún sitji ekki mjög hátt svo hún verði ekki fyrir lyklaborðinu eða trommusettinu. Ég verð svo fúl ef ég get ekki athafnað mig. Ég er þegar brjáluð yfir því að hafa misst getuna til þess að geta gert allt á einni mínútu. Svo er ég orðin svo viðkvæm fyrir lyktum og ljótum hlutum. ÉG, af öllum. Má ekki finna annarra prumpufýlu eða sjá kall með engan haus. Hótaði öllu illu þegar maðurinn minn hleypti Stinky út. Kúgaðist og ætlaði aldrei að þora inn í prumpu-herbergið. Sá fyrir mér að ég yrði að vera inni í stofu á meðan Bertilíus og Stinký væru saman upp í rúmi með sígarettu eftir gott fart.Sturtan er að kalla á mig. Svo þarf að borða, hvíla sig og rokka feitt.
Svo er það bara kastalar og sverð.

Mæli með: Flæði, allir að fara og finna flæðið sitt.

Mæli á móti: að vera á móti.


mánudagur, september 13, 2004

Brak brak

Ég er aðeins að hugsa...
.....

laugardagur, september 11, 2004

Lifi lífinu veik


Nú er ég alveg komin með upp í háls. Eyddi heilum föstudegi uppi í rúmi með æludallinn við hliðin'á mér. Ég er ennþá að drepast í maganum eftir ósköpin. Skrapp og drullaði í klósettið þess á milli sem ég fyllti dallinn af galli og vibba. Ég er alveg að gefast upp.

Ég hata vinnuna mína. Hún er sýklahernaður og ekkert annað. Kvef, ælupest auk þess að vera að drepast í bakinu. Loksins þegar ég ætlaði að drífa mig í nudd fæ ég æluna.

Hef ég ekkert annað við tímann að gera en að vera ógeðsleg? Mig langar til þess að drepa einhvern. Kannski losna ég við eitthvað af þessu við það. Ég er að fá bræðiskast dauðans við öll þessi höft sem ganga yfir mig. Skilur lífið ekki að ég þarf að vinna og hljómsveitast?

Þetta er ábyggilega út af því að ég fór að taka lýsi. Lýsi er greinilega ekkert hollt. Það veikir ónæmiskerfið mitt a.m.k.

Í dag verður allt helvítis þetta og helvíti hitt.
Helvítis djöfull. AAAAAAarrrrrrrrrrrggggggggg!!!!

miðvikudagur, september 08, 2004

Kaupusýki og fikt.

Ég ætlaði að vera með geðveikar heimspekilegar pælingar um ábyrgð og ábyrgðarleysi en týndi mér alveg í template eins og sjá má. Þetta er nú ekki endalegt ég er meiraðsegja að hugsa um að fá mér enn eitt nýja template-ið ég er ekki sátt. Nema við krúttlega letrið og það að hafa stafi sem færast. Geðveikt kúl.En nú er ég orðin drullu þreytt á að góna í þennan skjá.

Mætti galvösk í vinnuna í dag og fyrir mitt leyti þá var ég vond við börnin. Helvítis bakið á mér er mig lifandi að drepa. Nú verð ég að fá nýtt. Ég verð geðveikt pirruð.

Pirringurinn nær út fyrir öll mörk. Ég er alveg að verða vitlaus á forsendunum sem þessi blessaði vinnustaður flýtur á. Hvað er eiginlega í gangi? Það er allt í klessu og klúðri. Meidjor fökköpp skipulag og það vantar alla skynsemi. Peninga eitthvað í gangi held ég. Það eru allir í því að láta múta sér þessa dagana. Ég skal láta eld og brennistein ganga yfir starfsfólkið mitt ef ég fæ meiri pening.

Er maður virkilega svona veikur fyrir peningum. Er ekki jákvæður starfsandi betri en kaupusýki?

Mæli með: Menntun, það er fáránlegt að hafa ekki val

Mæli á móti: Vinnustaðnum mínum, það er ekki seif að ráða sig þangað án þess að verða brjálaður af óánægju eins og staðan er í dag.

þriðjudagur, september 07, 2004

Veikindaleyfið á endaJæja þá er komið að því að taka þátt samfélaginu í staðinn fyrir að hanga föst upp í rúmi sofandi nú eða að rembast við að taka til í ruslakompunni minni sem er síður en svo auðvelt.

Bakið á mér er að fara til fjandans og mér líður eins og ég hafi engan rass þegar ég sest á stóla. Beinin fara alla leið í gegn. Rófubeinið lengst. Ég er viss um að ég hafi brotið það einhverntíma í æsku því það er hevví stórt og nánast fyrir mér. Brjóstin eru að rifna af í hvert skipti sem ég reyni að rísa á fætur á morgnanna og þó svo að ég hafi drullast í sund núna rétt áðan til þess að athuga hvort það myndi ekki laga eitthvað þá líður mér eins og ég sé um 300 kíló.

Á morgun ætla ég að drullast í vinnuna og athuga hvað ég get gert af viti þar. Ef ég get yfir höfuð gengið þangað. Ég er farin að láta mig dreyma um hjólastól. Vonandi verð ég ekki að endanlegu hraki við að vinna fyrir mér heldur þvert á móti. Hvað er þetta með óléttu? Þarf maður að breytast í aumingja við breytingarnar á kroppnum? Ef svo er þá nenni ég þessu bara einu sinni. Þetta er ekkert grín. Það væri ekki vitlaust að konur ættu bara að vera heima að dúlla við sjálfa sig þegar þær verða þungaðar. Það er alveg nóg.

Finn hvernig augnlokin eru farin að síga verulega. Mér finnst að ég ætti að loka þeim þangað til ég fer á hljónstrængu. Ég er búin að vera svo dugleg að hveljast helling í þessu fríi að ég á allt gott skilið fyrir vikið.

Mæli með: Six Feet Under. Alger snilld. Búin með fyrstu seríuna og nú er að sverma vel og lengi fyrir seríu tvö.

Mæli á móti: Baki, rófubeini, mjaðmagrind og fleiru beinarusli sem maður losnar ekki við nema með að loka augunum í smá stund...zzzZzzz...

mánudagur, september 06, 2004

Muuu muu muuumu mu mu mu mu

Ég er á fullu núna í geðveikum pælingum. En ég er svo slöpp alltaf núna að ég er ekki alveg að geta framkvæmt allt það sem mig langar til þess að gera.

Akkúrat núna er ég að hugsa upp drauma vefsíðuna mína og þarf að læra hvernig maður býr til eina slíka. Það er topp síkrit um hvað síðan á að fjalla. Aðeins Hr. Ofsatrúlaus veit um hvað ég er að tala svo ef þú lest þetta ekki segja. Ég er svo hrædd við hugmyndaþjófnað.

Ég er ekki alveg í blogggeimi vegna slappleika sem er frekar fúllt því hausinn á mér er að springa. Hann vantar svo að losa sig við dót.

En nú er ég farin í vebbpeidsj pælingar.
Hola