miðvikudagur, október 20, 2004

Bissíííí

Má iggi veraðsissu
Airwaves framundan.

mánudagur, október 18, 2004

Ohhh...sunnudagur eina ferðina ENN!


Svei mér þá. Ég er ekki að höndla hvað fríið manns er stutt. Vinnuvikan er allt allt of löng. Ég kvíði svo fyrir vikunni af því að hún er svo lengi að líða. Ég er líka búin að missa allan áhugan á starfinu. Enda er þetta ekkert starf heldur færibandavinna og slíkt á ekki við á leikskóla.

Svo er það bókalesturinn. Það er nú meira hvað ég er ekki að höndla bækur. Ég er ekki fær um að lesa eina bók í einu. Núna er ég að lesa Don Kíkóta, Veröldina sem var, Bóksalann í Kabúl, Glæp og refsingu og margt fleira spennandi. Hugsa sér! Þetta er einhver geðbilun. Sérstaklega þar sem ég klára aldrei bækurnar og er alltaf að byrja upp á nýtt.


Svo er það Baldurs' Gate. Það er nú meiri krísan. Ég er alveg að verða vitlaus mig langar svo að klár'ann. En ég er að missa þolinmæðina. Ég þvælist um realmið með sex kalla og kellingar og veit ekkert í minn haus! Svo finnst mér alveg ferlegt að þurfa að drepa bjarndýr og úlfa. Þessi glæsilegu dýr! En það þýðir ekkert að hlaupa í burtu. Þá er maður bara dauður sjálfur. Og þá þarf að lóda upp á nýtt. Döhh!
Icewindale 1 og 2 bíða eftir mér ásamt Baldur's Gate 2...Eins og sjá má þá er nóg annað að gera en að vinna fyrir peningum.
En maður verður að hlusta á Geir Hilmar Haarde. Hann grátbiður okkur um að vinna meira svo hann geti lækkað skattana hjá hátekjufólkinu. Hvað gerir maður ekki fyrir ríka fólkið? Það verður að geta borgað af jeppunum sínum, aumingjarnir.

miðvikudagur, október 13, 2004

Af prumpi og þess háttar


Fann kerlingablað dauðans í vinnunni í dag og ákvað að glugga í það. Ég hef kauft svona kellinga blað af því að ég hélt að það væru svo góðar greinar í því um heilsu þegar ég var að fá heilsudellnuna (sem var bara í hausnum á mér nota bene). En komst fljótlega að því að meiri hlutinn í blaðinu er lygi og á við engin rök að styðjast. Losnaði því við heilsudelluna úr hausnum á mér.

En alla vega...ég rakst á ráðgjafadálkinn og þar var ung stúlka sem hrópaði á hjálp því að leggöngin hennar búa til prumpuhljóð þegar hún og kærastinn....já og hana langaði að losna við þennan hvimleiða truflunar vald. Hún fékk engin ráð af viti. Henni var sagt að brosa bara framan í kærastann næst þegar leggöngin prumpa!

Ég hló að þessum leiðindum stúlkunnar. Ég hlæ orðið svo sjaldan að ég er stúlkunni mjög þakklát fyrir að senda þetta inn svo ég geti hlegið aðeins.


þriðjudagur, október 12, 2004

Löt latari lötust-Elsku BlönniÉg er að hugsa um að vera löt í blogginu nema að ég fái stjörnu í höfuðið fulla af hugmyndum.

Elsku Blönni birtist á skjánum í kvöld. Alltaf með skoðanir sem passa einhverjum öðrum í samfélaginu en mér og mínum. Fólk sem hefur lág laun á bara að finna betri vinnuveitanda burt séð frá því hvort fólki líki vinnan sín. Honum finnst að fólk eigi að mennta sig. Það finnst mér líka. Ég býð hins vegar eftir því að hann fari að tala um hagnýta menntun. Nú sem sagt á ég að setjast niður og finna mér eitthvað gáfulegt í háskólanum. Eitthvað sem fáum dettur í hug svo maður græði örugglega nú eða hafi viðunandi nóg!

Ég hallast að því að lækka virðisaukann. Meiri líkur á að ég lifi af háskólanámið á námslánum heldur en lækkun á einhverjum tekjuskatti. Kannski meiri líkur á að fleiri fari í nám ef það getur verslað í matinn.

Bæ ðö vei...það er sko Blöndalsglundur í kvöldmatinn hjá mér. Þvílík tilviljun! Og hann í sjónvarpinu og allt hvað eina mar...

föstudagur, október 08, 2004

Ógeðslegt

Ég er ógeðslega þreytt. Þá meina ég ÓGEÐSLEGA= það að geta ekki neitt sem er skemmtilegt.

Fékk Vita-hamborgara og laukhringi í kvöldmatinn. Svo þykist ég ætla að sauma keppi á morgun.

Góða helgi, góða nótt og gerið allt sem ég get ekki,má ekki, og treysti mér ekki til að gera.

fimmtudagur, október 07, 2004

Dagur frá Helvíti


Bara...skítahelvítis dagur!

Leiðist svona dagar. Ég var bara ekkert að böggast. Þá böggaðist allt í mér í staðinn.
Nenni þessu ekki. Svo endar hann í fökki líka.

Það er Nintendó tónlist í sjónvarpinu...Súper Maríó náði prinsessunni...

miðvikudagur, október 06, 2004

Matardagurinn mikli.


Skohh! Horið fór. Maður á að vera heima hjá sér þegar horinn mætir.
Rosalega fínn dagur í dag. Mér var komið fyrir í eldhúsinu og ég eldaði mat handa....c.a. 60 manns rétt sísona! Nætursöltuð ýsa sem var geðveikt fersk og góð og bara glæsilegasti fiskur sem ég hef handfjatlað. Hann var glær hann var svo hvítur. Sauð rófur og gulrætur, kartöflur og bræddi smjör! Og vaskaði allt saman upp líka! Og það sem kom mér mest á óvart var að gulræturnar og rófurnar hurfu ofan í litlu skrímslin. Mikið var ég ánægð með það. Þau vilja aldrei svona soðið grænmeti! Kartöflurnar komu fimmfalt til baka hins vegar. Hefði bara átt að sleppa þeim.
Elsku krúttin svo dugleg að borða! Og bara ein skítableyja! Haldiði! Og ég þurfti ekki klemmu. Ég er að læknast af óléttunni. Svo var starfsmannafundur og þessar svakalegu pizzur handa okkur. Jassohh.

Svo bara...blogga ég um ekki neitt af viti. Eins og mér leiðast svoleiðis blogg. Búin að fara víða í dag um blogg heiminn. Er að hugsa um að skella öllum þeim sem ég er að fylgjast með á síðuna mína og fá mér svona renning eins og hún Sísí. Fann fullt af skemmtilegum orðum eins og til dæmis samkyneig og bankareykningur. Mann langar að berja slíka hluti augum. Betra hefði verið samkyneyg...en það er svona. Svo rakst ég á eina síðu þar sem var verið að segja "skemmtisögu" af barninu sínu. Mér fannst hún bara hreint ekkert skemmtileg. Skildi hana reyndar ekki alveg. Greinilegt að maður getur orðið staurblindur þegar barnið er annars vegar. Ég bíð spennt. Hvaða leiðindum skyldi ég skella á bloggið mitt þegar þar að kemur? Ég neita að vísa í þetta blogg. Nógu leiðinleg er ég nú samt.


Mæli með: Horinn heima
Mæli á móti: Að borða púða


mánudagur, október 04, 2004

Áfram Hor!Mér er illt í augunum og ætla að láta það nægja til þess að lýsa leiðindum mínum. Líklega er ég komin með kvefpest nr.41 eða eitthvað og þá eru 200 og eitthvað tú gó.
Fór ekki í vinnuna í dag þó svo að það hefði verið kjörið þar sem ég hefði hugsanlega ekki fundið lykt. Verra með sjónina því eflaust hefði ég komið kúknum fyrir á einhverjum fáránlegum stað.
Bedda er svo séð að hún á sínkrónæst svimmíng klemmu til þess að setja á nefið þegar mikið liggur við. Ég man aldrei eftir að spyrja um klemmuna þegar ég þarf á henni að halda en ég efast um að ég fái hana lánaða ef ég skila henni útataðri í horpest nr.41.
Leiðindi eru þetta alltaf hreint. Ég þarf að fá nammi.

laugardagur, október 02, 2004

Föðselsdag


Það er til góðs að hlusta á aðra en það sem maður heyrir verður maður að
leggja í dóm eigin sannfæringar. Ef það er rangt, þarf í sumum tilvikum að
leiðrétta það, svo framarlega sem það er hægt. En þó ber að hafa í huga að í
mörgum tilvikum vilja menn ekki hafa það sem sannara reynist.

Þetta er óskaplega vel mælt. Ég ætla ekki að upplýsa hér hver á þessi fjarska gáfulegu orð. Ég ætla bara að njóta þeirra til hins ýtrasta. Vantar meiri speki í lífið.

Ég vaknaði eldsnemma í morgun og svalaði klósettskálinni með ljúffengri heitri bunu af þvagi. Leit á klukkuna og sá að það væri alveg tilvalið að kúra lengur. Dreymdi gamla félaga og vini og langaði mest til þess að hafa samband þegar ég vaknaði. En þar sem klukkan var bara á hádegi þá ákvað ég að vera ekki að trufla. Svo er það ég sem á að sitja við símann og taka við kveðjum en ekki að vera að hringja í annað fólk. Í dag er minn dagur, ásamt fullt af öðru fólki sem ég þekki ekki nema að sjálfsögðu Bix.


Amma gamla var fyrst til þess að hringja í mig og óska mér til hamingju með daginn. Ég bara átti ekki afmæli gær.

Amma er dásamleg. Hún gaf mér einu sinni mynd af afa. Eða öllu heldur mynd af mynd af afa. Henni fannst það ómögulegt að ég skildi ekki eiga af honum mynd. Síðan spyr hún mig alltaf hvort mér sé illa við sig þegar ég hef samband við hana. Ég botna ekkert í þessari spurningu. Hún á 8 börn þar af eitt látið. Öll nema eitt hafa getið af sér börn sem svo eru að geta af sér börn og ég get ekki séð nema að hún eigi fullt fangið með fólk. Ég er ekki alin upp við það að hafa samband við ættingja sinkt og heilagt. Sérstaklega fólk sem ég hef aldrei verið í neinum tengslum við. En amma verður að vera viss. Svo ég svara henni: Nei elsku amma mín auðvitað ekki.

Hún fær engar útskýringar. Ég er viss um að þær myndu gera illt verra. Hún væri vís með að spinna heil ósköp af flækjum. Mig minnir að ég hafi reynt að útskýra fyrir henni einhverntíma og það endaði með ósköpum. Það var alveg sama hvað ég sagði það var rangtúlkað.

Ég þekki fleiri sem eru eins og amma. Meika ekki útskýringar án þess að þurfa að snúa þeim út og suður og jafn vel láta hlutina snúast um sjálfan sig en ekki efnið sem um var rætt. Ég er soldið spennt að vita hvað býr í hausnum á svona fólki...

Óska mér hér með til hamingju með 32 aldurs sárið og þeim sem deila þessum degi með mér.föstudagur, október 01, 2004

Fúl á föstudegi


Ég er búin að hlakka til í allan dag eftir að komast heim úr vinnunni. Helvítis skíta vinna. Loksins þegar henni lýkur þá á maður enga orku til þess að njóta lífsins heima hjá sér. Ég nenni ekki alltaf að slappa af. Alla vega ekki þegar maður er svo þreyttur að maður sér ekki stafi í bók. Ég vil geta gert eitthvað í afslöppuninni t.d. lesa.
Fór fyrir löngu síðan í STRONG-próf og kom út sem bókasafnsfræðingur. Ég varð alveg brjál. Ég sá fyrir mér gráhærða kellingu með grátt feitt hár og flöskubotna á nefinu í þæfðri beis-litaðri peysu sem náði niður á læri og að sjálfsögðu í gráu ullarpilsi, ullasokkum og sauðskinnsskóm, rolast um bókasafn með bækur í fanginu og hökuna í bringunni. Ég var ekki ánægð með niðurstöðuna...
En nú er ég að spugglera að kannski er þetta ekki svo vitlaust eftir allt saman. Minni háfaði, fullt af bókum...nóg að sísla. Hugsanlega er leiðinlegast að raða...en því fylgir varla mannaskýtalykt dauðans.
Ég ætti að fá mér svona skoðanakönnun eins og Bedda. Hvað á ég að læra-könnun.
Mér dettur þrennt í hug:
  1. Heimspeki
  2. Kennslufræði
  3. Bókasafnsfræði

En það væri náttlega yndislegt að geta gert allt þetta. En þróunin virðist vera sú að bráðum kemst engin inn í Háskóla Íslands nema fuglinn fljúgandi. Maður er greinilega uppi á vitlausum tímum. Ég hefði þurft að vera uppi þegar maður gat endalaust verið í háskólanum á námslánum. Einn kennara minna var í 15 ár í huggulegheitunum! Og svo brunnu námslánin upp honum og fleirum til mikills ama (NOT)!

Jæja, ég ætla að fara og pirra mig á öðrum vetvangi. Vonandi fýkur úr mér fýlan þar.