sunnudagur, janúar 30, 2005

Sofandi

Núna er ég bara alltaf sofandi og þreytt og illt í náranum.
Ný auglýsing frá mér í kjölfar frétta kvöldsins. Reyndar á Berti hugmyndina að bílnum:

Öruggan stað til að vera á
Ford Flamethrower
Brimborg.

Ford þarf nefnilega að kalla inn fullt af bílum því það kviknar í einhverju hraðastillingakerfi.

Skarfeis var bara nokkuð góð. Fyrir utan tónlistina sem var ekki list heldur tónlast.

Matur!

föstudagur, janúar 28, 2005

Tjææææníííís

Er að fara að borða tjænís sjúklega gott. Er að bíða eftir vídeóspólusækjaranum.
Hef aldrei séð Scarface svo ég ötla að horfa á hana. Kannski nenni ég að blogga á ettir. Ég er bara með svo stóra bumbu að það er ekki gott að sitja með lítinn rass uppí rifbeinum lengi.

laugardagur, janúar 22, 2005

Framkvæmdir og fastakúnnar

Í gær var ég dugleg úr hófi fram. Byrjaði á bankanum. Þar var ekkert að gera fyrir utan einn kúnna og það var ótrúlega rólegt. Ég er ekki búin að vera þar í mínútu þegar inn kemur gömul kelling sem byrjar á því að spyrja afgreiðsludömuna hvort allir væru í kaffi! Ég varð yfir mig hneyksluð á þessari óþolinmæði og dauðlangaði að klóra í hana. Við vorum bara þrjú þarna inni. Komm on! Afgreiðsludaman útskýrði að það væru veikindi! Gömlu kom það bara ekkert við. Hún á bara að bíða eins og annað fólk.

Frá bankanum færði ég mig yfir á Hlemm. Þar var saman safn af liði eins og ævinlega. Karl sem galaði hárri röddu að allt væri vitlaust hérna...klukkurnar og allt.
Síðan dröslaðist ég með strætó niður í bæ. Á leiðinni mættum við öðrum strætó og inn í honum sá ég gamlan fastakúnna úr Ríkinu. Þegar niðrí bæ var komið vaggaði ég frá Lækjartorgi að Hafnarhúsinu með læknisvottorð. Kom við í bókasafninu og tók bækur um móðurhlutverkið (það þarf að læra um það) og keypti bóndadagsbjór.

Ruslaðist á biðstöðina og viti menn! Þar voru tveir fastakúnnar í viðbót. Ekki þverfótað fyrir þeim í dag. Loksins kom strætó og ég ruslaðist upp í hann óþreyjufull eftir að komast heim til mín. Sá strætó var stútfullur af fólki og viðbjóðslegri fiskifýlu. Ég held að Loðnan hafi verið þarna amongst us sem leynifarþegi. Djöfuls viðbjóður.
Ég steinrotaðist eftir þetta ferðalag mitt og var allt kvöldið að jafna mig.

Í dag ætla ég að bíða eftir að grindin aðlagi sig eftir legu næturinnar og reyna að framkvæma eitthvað hérna heima hjá mér. Eins og ég sagði í sér eldri færslu að þá á ég svo mikið dót. Núna er ég að hugsa um að henda því öllu upp á háaloft þrátt fyrir að það sé ekki lausnin.

En hvað með það?
fimmtudagur, janúar 20, 2005

Fyrsta færsla Brúðarbandsins kominn inn á PopplandsvefinnBúin að lesa fyrstu bók ársins. Fyrir valinu var reifari eftir Ed McBain - Sadie When She Died. Hún var allt í lagi. Hann skrifar einhvern veginn þannig kallinn að maður líður um bækurnar eins og konfekt þó svo að ekkert sé að gerast. Mjög heillandi.

Jæja þá hefur maður fengið að heyra frá dömunum loksins. Nú vil ég fá að vita hvernig kvöldið gekk hjá þeim. Geðveikt spennt. En ég fæ að sjá geðveikt dokkjúmentarí þegar þær koma heim því það fylgir þeim kameru-stelpa hvert fótmál.

Ég er orðin of dugleg við að hlusta á Gufuna. Þáttur sem mér fannst annars ágætur er kominn á dauðalistann minn. Ég er komin með ulluna á því að heyra fólkið í þættinum tala því orðskrúðið og myndlíkingarnar tröll-ríða manni í klessu. Ég kalla mig góða ef ég skil hvað fólkið er að fara svo mikill er orðavaðallinn. Mig minnir að Megas hafi komið með rosalega flott orð yfir svona lagað ég man bara ekki hvað það var. Einhver?

Þessi þáttur gengur undir nafninu Víðsjá. Allt sem sagt er í þessum þætti þarf að vera í einhverskonar skáldlegum ljóðrænum stíl. Menn fara alveg fram úr sér á stundum. Hugsa svo langt á undan sér að maður bara gapir og spyr sjálfan sig: Um hvað er maðurinn að tala? Mér er algerlega hulið hvað ég á að fá út úr lýsingunum og er að velta því fyrir mér hvort ég þurfi að fara í bókmenntafræði til þess eins að geta skilið þáttinn. Síðan er ákveðið stílbragð notað en það er endurtekning sem þykir voðalega flott. Stelpan í Hlaupanótunni gerir þetta líka. Svakalegir ljóðrænir tilburðir.

Annað sem fer alveg óskaplega í taugarnar á mér er að flestir virðast tala alveg eins þ.e. áherslurnar eru þær sömu. Það er eins og einhver einn hafi byrjað á þessu t.d. Hjálmar í Speglinum og nú tala flestir í sama stíl og hann. Merkilegt.

Kannski er það bara ég sem er svona smáborgaraleg og hef ekki vit á hlutnum því ég tilheyri heimskri alþýðunni.

Mæli með því hins vegar að þið kíkjið inn á www.ruv.is og hlustið á upphafið á Dægurmálaútvarpinu 18. janúar. Þar er dásamlegt viðtal við Stefán Jónson leikara og leikstjóra. Hann fer hamförum um stjórnmálin og hann er ekki að spara við sig. Gaman að heyra hressilegar skoðanir.

Fór í gegnum dagbókina sem ég keypti og fann frasa frá konum. Dagbókinni verður því ekki skilað.


Sólahringurinn farinn veg allrar veraldar
Ég er alveg að standa mig í Brúðarbandsmeðvirkni. Vakna þegar klukkan er 11 að morgni í Ameríkuknni þ.e. á því svæði sem BB eru. Þá er klukkan svona fjögur að degi hér á Íslandi. Ég er alltaf að bíða eftir þunglyndisköstum sem fylgja því að vakna svona seint á daginn en þau koma ekki. Mikið er ég fegin því. Enda alger óþarfi. Ég veit að ég get ekkert gert og er farin að sætta mig við það.

Í síðustu viku var útvarpið troðfullt af dagskrá sem fjallaði um mannanöfn og mannanafnanefnd. Ótrúlegustu útgáfur voru settar fram. Við hjónin erum að spá og spekúlera að sjálfsögðu og erum eiginlega búin að ákveða okkur. Þurfum engu að síður að tala við mannanafnanefnd til þess að athuga hvort við megum skýra nafninu sem við höfum valið. Berti bar samt frábæra spurningu upp um daginn. Hún er sú hvort við megum skýra son okkar Einn Sopi.

Í Fréttablaðinu í dag sá ég að Gígja væri karlmannsnafn. Ég hélt að gígja væri annað orð yfir fiðlu eða nafn yfir samskonar hljóðfæri og fiðla auk þess sem það væri kvennkyns. Það beygist voða kvennkynslega-gígja um gígju.......hann gígjann....hmm....
Dagmar hefur mér alltaf fundist vera karlmannsnafn. Dagur og Mar. En svo virðist ekki vera. Kannski að ég skýri dóttur mína þá Bjartmar.

Sunna er karlmannsnafn af því að það eru tvö enn í því. Allt sem er með tveimur ennum er karlkyns. Ég er alveg með rökin á hreinu hérna.

Feministar komast að öllu einhvernvegin. Þær gátu fundið dagbók sem var full af kvennníði. Aldrei hefði mér dottið það í hug að athuga þetta. Ég geri mér grein fyrir því að einhver hefur séð þetta og sagt þeim frá þessu en engu að síður þá fatta ég ekki hvernig þær fara að þessu.
Hver ætli hafi fengið þessa furðulegu hugmynd að prenta út dagbók fulla af kvennaníði? Mikið er ég fegin að ég keypti hana ekki. Ég fékk mér nefnilega svona dagbók. Í henni erfullt af einhverjum frösum t.d. þessi frægi sem Ronald Regan lét út úr sér:
Það er sannarlega við hæfi að við komum hér saman í dag til þess að minnast Abrahams Lincolns, sem fæddist í bjálkakofa er hann reisti með eigin höndum.

Það mætti halda að forsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum séu látnir taka stúpidó-kvis. Þeir sem eru úti að skíta verða forsetar. Ég á eftir að fara í gegnum þessa bók og athuga hvort þar séu einhver gáfuleg ummæli frá konu. Kannski að ég hringi svo í feministana og láti þær vita að það vanti speki frá konu í bókina svo það sé hægt að afturkalla hana líka.

Það eru fleiri sem eru fúlir yfir níði um sjálfa sig. Einhver karl er foxillur yfir því að vera sagður undan djöflinum kominn. Einhverjir miðar sem 10 11 klína út um alla búð fullir af súrri speki t.d. þeirri að guð hafi komið með lambakjötið en djöfullinn kokkana. Karlálkan greinilega kokkur (ekki er hann lambakjötið!) .


mánudagur, janúar 17, 2005

Brúðarbandið farið til Ameríkunnar

Hér sit ég með bumbulíus á meðan restin af Brúðarbandinu situr í flugvél á leiðinni til Hamborgararassalands. Ég hlusta bara á Amerískt hamborgararokk í staðinn heima hjá mér. Ég finn fyrir einmannaleika þegar ég hugsa til þess að stelpurnar eru ekki á landinu. Hringdi í Sísí í þann mund sem þær voru að ganga landganginn. Ótrúlega skrítið. Sniff...ég er alveg með þeim í anda...BUUUHHHUUHHUUUUUUhhhhhhhh.....snifff.

Ég fæ vonandi verðlaun í staðinn fyrir að sitja heima. Ég sendi nebblilega inn mynd af forljóta klósettherberginu mínu til Innlits Útlits og vonast eftir að vinna gegnumtöku á klósettskápnum. Beddus var nebblilega svo voðalega góð við mig og lánaði mér myndavélina sína svo ég gæti tekið þátt i þessari æsi spennandi keppni um hver á ljótasta klósettið að mati Innlits/Útlits. Nú er bara að hugsa sterkt til Völu. Það verður nefnilega eitthvað flókið við það að baða Berta litla þegar hann kemur í heiminn.

Við hjónaleysin ætlum að fara út í búð núna að kaupa okkur hráefni í hamborgara...hvað annað á þessum degi Hamborgaralands.

sunnudagur, janúar 16, 2005

Er að gefast upp

Ég er alveg geðveikt fúl yfir ljóta blogginu mínu. Ég er búin að reyna að skipta um template núna hundrað sinnum til þess að athuga hvort eitthvað lagist. Ég er alvarlega að spá í að deleta þessu bloggi og byrja alveg upp á nýtt. Ég fæ ekki skilið hvað er að gerast.

Hugsanlega verð ég að henda öllu en þá hverfa allar færslurnar mínar. Og ég sem er búin að blogga svo lengi...buhu.

sjáum til...

föstudagur, janúar 14, 2005

Lúxusheit eða leti

Ég er búin að liggja og dorma upp í rúmi í allan dag. Ég hef ekkert að gera á fætur. Ég er alveg hætt að geta gert nokkuð. Tókst með naumindum að setja í þvottavél í gær og nú neyðist ég til þess að fara í göngutúr alla leið upp í Krambúð með videóspólur. Ég er dauðhrædd um að pissa í mig á leiðinni. Svo er þetta allt upp á við.

Það var ótrúlega gott að liggja bara í allan dag. Dreymdi fullt af vitleysum. Það var eins og ég væri að leyfa uppsöfnuðum draumförum að fá að komast að. Fékk smá samviskubit klukkan 18.30 en ég veit ekki af hverju. Hvað er að því að hvíla sig? Uppsöfnuð streita fíkur vonandi burt. Allar þessar hundleiðinlegu vinnur sem ég hef verið í undanfarin ár þar sem ekkert nema álag og leiðindi fyljga starfinu. Maður verður að losa sig við eitrið. Annars getur maður ekki breytt hugarfarinu sínu.
Svönnng!!!!
Farin að borða.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Fæddi barnið í gegnum munninn!

Haldiði að mig hafi ekki dreymt það í kvöld í kvefviðbjóðslosun að ég náði bara í barnið mitt og skoðaði það. Og í gegnum munninn.
Ég las nefnilega í gær einhversstaðar að nú færi barnið að opna augun inn í bumbunni og ég hef barasta orðið að sjá hvernig það liti út þegar mig dreymdi. Það var ekki mikið mál. Bara opnaði vel. Kannski eitthvað svipað því og að gleypa smokk fullan af dópi? Rann ljúflega upp og ljúflega niður.
Ég sem sagt fékk að skoða það ef ég fæddi það í gegnum munninn og skilaði því síðan aftur með því að gleypa það aftur svo það gæti haldið áfram að stækka og fæðast síðan á eðlilegan máta aftur. Barnið var stelpa með ótrúlega krullað hár og með augun hans Berta. Og brosti til mömmu sinnar. Mikið var það krúttlegt. En það var soldið erfitt að halda á því vegna þess að það iðaði svo mikið í höndunum á mér. En var greinilega sátt við hvernig mamma lítur út. Fjúkk.

Kannski er strákurinn minn bara stelpa eftir allt saman. Okkur hjónunum kæmi það ekkert á óvart sbr. hversu hroðvirk sónarkonan var. Hjeddna er so kynið sagði hún bara og við sáum eitthvað furðulegt á skjánum. Svo ég bara spurði hvort þetta væri strákur og hún sagði svo vera.
Við áttuðum okkur ekkert á þessum undarlegu kynfærum sem þarna sáust...En þetta er að verða búið.
Ætli kútur kíkji ekki í byrjun apríl. Ég er sett 22. mars en það eru nú bara 40. vikur ha. Kannski kemur hann ekkert fyrr en í endaðan apríl. Kannski kemur hann bara ekki neitt! Kannski vill hann bara eiga heima inn í mér!! Kannski ætlar hann sér bara að taka yfir líkama minn og ráða öllu. Kannski missi ég bara stjórnina á sjálfri mér út af því að ég er nú bara hýsill!
Alien, Aliens, Aliens 3 Ali G..........................................................................................................................ætla að halda áfram að vera veik og fá óráðsköst. Er með ógurlegt kvef og mikinn slappleika. Aumingja ég alltaf hreint.Hvað ætli það séu margar veikindafærslur í blogginu mínu....?

mánudagur, janúar 03, 2005

Óska eftir upplýsingum

Mér þætti vænt um ef einhver getur upplýst mig hvers vegna bloggið mitt er svona hörmulegt í Explorer. Bloggið mitt er eina bloggið sem lítur út eins og drusla af þeim bloggum sem ég les.
Hjálp

sunnudagur, janúar 02, 2005

Þokkafokkingslega gleðilegt nýtt ár

Já loksins loksins er ég sest við tölvulinginn. Ju hvað það er gott að finna puttana á lyklaborðinu.

Það sem ég ætla að gera á þessu ári er að lesa a.m.k. einni bók fleiri en í fyrra og eignast eitt barn með manninum mínum. Ég ætla ekki að leggja á mig frekari plön. Öll plön sem ég hef gert undanfarið og í kringum jólin hafa farið í vaskinn. Eins og skipulagsplönin mín til að fyrirbyggja drasl í kringum mig hef ég orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum.


Ég var til dæmis búin að plana að fara í banaKringluna 22. des og versla jólagjafir. Ætlaði að rimpa því af á mettíma og elta síðan frænku mína á meðan hún kláraði sitt, fara síðan niður í bæ og klára restina þar. Ég endaði með að eyða 6 klst. í banaKringlunni út af skipulagshæfileikum annarra og ég hélt að ég myndi missa vitið þá og þegar. Ég hata banaKringluna og fer helst ekki þangað nema í algerri neyð. Ég þarf sem sagt ekki að fara í þangað þetta árið vonandi þar sem 6 klst. jafngilda því að ég fari tólf sinnum í banaKringluna á ári- einmitt þrjátíu mínútur í senn og er rassgats nóg!
Það eina sem er í banaKringlunni af viti er Ríkið sem er opið til kl. 18 á laugardögum og ég þarf ekki á því að halda í bráð.

Horfið á fréttirnar í kvöld. Sem betur fer kom brjálað Tsunami til þess að losa okkur við Írakstríðið og Bobby Fischer Price. Sorglegt að það skuli enn vera týndir Íslendingar. Við erum svo ferlega fá að það er nokkuð ljóst að einhver sem ég þekki þekkir einhvern af þeim sem er týndur.

Alla vega það sem var merkilegast við fréttirnar í kvöld var kona frá Sri Lanka. Hún er búin að vera á Íslandi í sex ár, vinnur á sambýli og þrífur hjá einhverju fólki í Hafnarfirði. Ég er alveg viss um að hellingur af Íslendingum gapi núna yfir því að þessi kona gerði sér lítið fyrir og keypti handa dóttur sinni og fjölskyldu geðveikt ríkmannahús úti á Sri Lanka og gapir enn meir yfir sjónvarpstækinu sem var heima hjá henni sem var eitthvað um 50 tommur...
Á sex árum tókst henni þetta. Ég þarf að fara íhuga alvarlega mín peningamál. Hvað er í matinn hjá svona fólki?

Ég veit fyrir víst að dósafólkið er hörkuduglegt. Það er ein kona sem ég finn oft á kafi í ruslinu fyrir utan heimilið mitt. Ég þarf alltaf að æpa á hana þegar hún byrjar að róta. Ég er nefnilega ekki enn farin að henda dósum þrátt fyrir bílleysi. Nú svo er það umferðareyju-sveppatínslan. Ég hef meiraðsegja heyrt af því að "hrísgrjónin"búi til garð inni hjá sér til þess að rækta grænmeti. Mér finnst það frábær hugmynd. Bera inn mold á gólfið og bara vessgú! Austur-Evrópubúarnir skerppa niðrá tjörn og ná sér í fugl stúttfullan af kólestróli. Þetta eru hlutir sem maður verður að fara að hugleiða.Ég ætla að segja upp Mogganum sem ég fæ einungis um helgar. Mamma lánaði mér matvinnsluvél sem er töfralausn í fátæktinni sem nú fer í hönd því það má búa til ógeðsdrykki og eitt og annað búta niður eins og t.d. ost sem brotnar í klessu þegar maður ætlar að nota ostaskera á hann. Svo losna ég við að hnoða pizzudeig á eldhúsborðplötunni og það sparar mér það að þurfa að vinna á deigklessunum sem festast við plötuna. Svo koma vonandi hver sparnaðarhugmyndirnar á fætur annarri.Pabbi hans Berta gaf okkur að vísu kjöt. Og þetta kjöt er sko margra Brynjólfa virði ef ekki bara Ragnheiða! Við fórum nebblilega í búð áðan og fjórar litlar lærissneiðar kosta 800 þoska! Þannig að ég er miljónamæringur í frystinum.


Og svo er það Bobby. Ég bara verð að hafa orð á því. Hvað er með þessa kalla? Hverjum er ekki rassgats sama um þennan uppásnúna geðsjúkling? Það koma hingað flóttamenn frá löndum þar sem þau geta hreinlega tapað lífi sínu vegna skoðanna en er neitað og þeir ætla virkilega að reyna að redda einhverjum skákgeðsjúklingi? Við erum að tala um heimskulegt fordæmi. Svo neitum við fólki sem elskar hvort annað en er af sitt hvoru þjóðarbrotinu? Fischer vill ekki einu sinni vera hérna af því að það er svo kalt. Og svo horfið ég á Össa Skarp sleikja upp Halldór Ásgrímsson á fullu á Stöð 2. Djöfuls viðbjóður. Hann er algerlega át og Samfylkingin líka! Drusla sem getur ekki þagað. Styður Bobby vitleysuna. Og olíufélögin...keyptu flugmiða handa Sæma rokk fyrir peningana sem þeir eru búnir að stela af almenningi! Ég er að kafna úr ógeði.
Og R-listinn hækkar fasteignagjöldin um 5% og vaxtabætur skerðast um 5% auk þess sem Orkuveitan sem Össur er í fílíng með, ætlar að hækka enn meira...Ég sver það ég dey úr ógeði. Maður getur ekki keypt sér íbúð eða leigt. Maður á að búa hjá mömmu alla ævi.

Það er gott að ég á ekki byssu. Það er aldrei að vita nema að ég taki upp á Washingtonsyndrómi ef svo væri. Ég er alltaf jafn hissa hvað ég hef verið dugleg að bjarga mér á hverju ári...en nú fer ég að verða hrædd.