þriðjudagur, maí 31, 2005

Lítil og löt

Hmm...rosalega gott veður úti. Skrapp og trommaði nokkar Brúðarbandsslagara. Miklu betra trommusett en mitt. Maður þarf rétt að koma við bassatrommupetalinn og þá kemur svaka hljóð. Ég er að hugsa um að skipta um haus á mínum petal. Þá kemur ábyggilega eitthvað nýtt og fínt hjá mér. Annars var ferlega einmó að spila ein.

Ég ætlaði fyrst ekki að komast að æfingahúsnæðinu sem ég fékk lánað. Æfingahúsnæðið er víggirt. Ég er svo lítil að ég náði ekki upp í hliðið til þess að opna. Hoppaði, athugaði hvort puttarnir væru nógu langir til þess að fara í gegn um götin á girðingunni...endaði með því að príla upp á ruslatunnur. Gat ekki lokað girðingunni þegar ég sneri heim aftur. Reyndi aftur lengd fingranna minna en þeir eru stuttir eins og eigandinn. Stærð skiptir máli en það eru alltaf einhver úrræði. Engu að síður er ferlegt að vera dvergvaxin. Sérstaklega þegar mig langar á stórtónleika eins og Foofighters og Queens of the Stone Age. Maður borgar ansi mikinn pening fyrir að horfa á bakið á næsta manni. Ekki sérlega gott sánd þar heldur.

Ótrulega löt við að fara í göngutúra með barnið. Drengurinn sofnar heldur ekki í vagninum. Sjálfsagt þarf að venja hann við. Þarf að fara að búa til rútínur á heimilinu. Hvernig veit ég ekki. Það stendur ekki í bókum.

mánudagur, maí 30, 2005

Nó Akranes nó blogpaus

Skohh sjáiði templeitið! Komið í lag. Þá get ég tekið til á ný. Og ætla ekki að sækja mér firefox attur. Ekki meiri fukkupp

Það varð ekkert úr Akranesinu svo ég ætla að gera eitthvað annað sneðugt.

Bloggpása

Ég er að hugsa um að skreppa upp á Agranesið í nokkra daga. Þýðir ekkert að hanga svona í fríinu sínu. Hitta fjölskylduna og taka spássitúra. Lýst ekkert á veðrið hins vegar. Fæ illt í eyrun þegar það er mikið rok. Akranes hefur fáar brekkur en slatta af roki. Gleymdist alveg að planta fullt af trjám út um allt svo að það væri eitthvað skjólsælt á Akranesinu. Ég ætla taka lopann með mér. Síðan taka við æfingabúðir fyrir Sonic.

Af syni mínum er það að segja að hann er algert krútt. Hann er alltaf að verða duglegri við að sitja einn í stólnum sínum og honum finnst rosalega gaman að liggja í vöggunni og horfa á eitthvað dót sem snýst. Talar heilmikið við dótið sem er á skiptiborðinu og brosir til blómsins og flugunnar sem þar hanga.

Jámm ...nenni ekki meir.

sunnudagur, maí 29, 2005

SONIC YOUTH!!!

Breytti hugsinu öllu í trommutablatúr. Nú er ég endalaust hugsandi um bít og breik, sínkópeisjön og sínkrónæsingar.
Svo dreymir mig um að eignast nýja simbala fyrir ósköpin. Get ekki farið að spila á skrapartólin mín á svona miklu fíniríi.
Ég eeelska Sonic Youth. Ef ég hefði vitað þegar ég var 17 ára að ég ætti eftir að hita upp fyrir þetta band þá held ég að ég væri sprungin í loft upp. Vááhhf þau þekkja Deivid Groll. Komu honum ásamt Annarlegu Ástandi á landakortið. Brúðarbandið nánast í sömu sporum og Nirvið einu sinni fyrir laaanga laaanga lööngu. Ég ætla að vera svo halllló og mæta með diskana mína útúr spilaða og rispaða og fá þau til þess að árita þá. Ju minn eini.

Nú vantar að negla niður barnapíu þann 16. ágúst þegar sonur minn verður nákvæmlega 5 mánaða. Ég held þokkalega vel upp á það afmæli. Býst ekki við að vera komin heim klukkan 00.00 skohh.

laugardagur, maí 28, 2005

Löt sköt

Ég er eitthvað löt í blogginu. Það er svo margt að hugsa um. Ég er kominn með hugs á fullt í hausinn og er að reyna að hafa sotla stjórn svo hugsið verði ekki að kögglum eins og um daginn. En ég er með lausn ef kögglarnir fara að hrannast upp.

Í gær fórum við í spássitúr, ég, Dagur, Berti, Bedda, og Baldur. Fullt af béum í þvíbbb. Fimm stykki strunsuðu niður á Austurvöll. Við kufftum okkur bjór og settumst niður í sólskininu. Berti þurfti að draga okkur Beddu að landi við vorum svo lítið bjórþyrstar.
Fullt af skrítíngjum sátu í rólegheitunum m.a. Lalli Djóns en engu að síður komu reiðhjólalöggur sem ráku einhverja í burtu. Kannski sátu þeir illa í staðinn fyrir að láta illa.
Kannski mega þeir ekki sitja innan um barnavagna og fólk sem felur skrítingjan í sér. Það er líklega ekki æskilegt að skrítingjar á borð við nýaldarróna (nýaldarróni= áfengi+spítt+pillur+vottever ðere is) hertaki miðbæinn og fæli okkur hin í burtu sem erum með barnavagnana.

Síðan fóru ég og móðursystir mín að sækja mömmu. Mamma ætlar að vera hjá mér þessa helgi og kannski allar helgar meðan hún er á Reykjarlundi alla vega á meðan hún treystir sér til. Verst að hún getur varla gengið né setið svo göngutúrar og kaffihús eru ekki inni í myndinni.

Svo ætla ég bara að eiga mjög góða helgi. Og sömuleiðis bara.

fimmtudagur, maí 26, 2005

Nýtt templeit bara áidda

Það nennir enginn að lesa blogg sem þarf að leita að færslunum. Svo ég fann bara annað sem er klikkað í öfuga átt á meðan hlutirnir eru svona skrítnir. Fínn svona blár litur. Sundlaugalegur. En þegar ég skipti næst um þá verður þessi færsla úrelt.

Annars er svo sem ekkert að gerast í augnablikinu. Sonic Youth á næsta leiti svo ég þarf að fara að setja mig í gír. Æfa og æfa. Búin að redda mér fínu æfingahúsnæði í hverfinu. Birgir bjargar mér enn og aftur. Meira hvað maður er ríkur þegar maður á svona góða vini.

Mamma komst loks inn á Reykjalund. Ástandið er svo slæmt að við ætlum að halda fjölskyldufund. Ég er alveg hissa á hvað heilbrigiðskerfinu er hampað hér á Íslandi. Hvað ætli það séu margir sem kveljast án þess að fá nokkra hjálp eins og hún mamma. Þetta er ferlegt. Kreistir á manni hjartað. Verst hvað maður er úrræðalaus. Ef maður vissi hvar maður ætti að leita þá fyndi maður kannski einhvern lækni út í heimi sem gæti linað þjáningar hennar. Það er hins vegar enga hjálp né úrræði að fá frá sérfræðingum hérna. Það er bara dælt í hana verkjalyfjum sem virka ekki á hana og úr því að hún lagast ekki við sterkustu morfínformúlur er snúið við henni baki. Allir læknar fría sig frá henni. Eina sem maður getur gert er að gráta og gráta.
Aumingja mamma. Búin að missa tvo syni og eyðir síðan restinni af ævinni með einhvern helvítis verk og getur ekki notið lífsins.

Ég er svakalega fúl út í lífið í dag. En lífið er ekki sanngjarnt svo sem.

miðvikudagur, maí 25, 2005

Skítt með það þá!!!

Ég gefst upp fyrir tækninni. Hef ekki hugmynd um af hverju maður getur ekki verið með tvo vefrápara í tölvunni sinni án þess að allt fari til fjandans.

Fór í 9 vikna skoðun í gær og allt er eins og það á að vera. Dagur þyngist þrátt fyrir að mér finnist hann ekkert duglegur að borða. Grætur þegar hann er svangur, þreyttur og leiðist. Bleyjan pirrar stundum en þá eru líka veglegar kræsingar í henni. Annars er þetta draumabarnið. Ósköp yndislegur og sætur. Það er svo gaman að knúsa þetta dýr. Hann er bangsinn hennar mömmu litlu.

Kuffti DV í gær og þar var alveg frábær frétt um veikindi Sturlu Böðvarssonar. Tekið var viðtal við son og dóttur Sturlu um líðan föðurins. Sonurinn sagði: "Þetta er svolítið slæmt, hann hefur þjáðst af þessu í mörg ár. Hann getur ekki talað núna, er ekki viðræðuhæfur." Dóttirin sagði:" Það er ekki vitað hvenær hann snýr aftur. Hann mun liggja í rúminu þar til hann kemst á fætur aftur. Hann má náttúrulega ekki sitja í einhvern tíma."
Fyrir utan hvað umsögn systkinanna er fyndin þá er eins og Sturla Böðvarsson sé eini maðurinn á landinu sem hefur þjáðst af brjósklosi.

Okkur Berta tókst að forðast sykur í allan gærdag en nú stendur yfir tilraun á heimilinu um hversu auðvelt það er. Berti veit allt um óhollustu enda sykursjúkur og því ætti ekki að vera erfitt að vita hvar helvítis hvíti sykurinn leynist. Ég hef reyndar aldrei hitt annan eins nammipúka og Berta og hef í kjölfarið smitast stórkostlega.

þriðjudagur, maí 24, 2005

Allt í fokki!

Viðgerð stendur yfir...

sunnudagur, maí 22, 2005

Firefox vs. Explorer

Ég var svo sniðug að ég sótti Firefox vafrarann um daginn og eyðilagði útlit bloggsins míns í Explorer. Meiri leiðindin þessi fjandas forrit alltaf hreint. Vonandi lagast þetta af sjálfu sér eins og það gerði síðast þegar ég lenti í þessu.

laugardagur, maí 21, 2005

Hvað í ósköpunum er Hedonismi?!

Er þetta ekki bölsýnislegt viðhorf? Ekki lifi ég beinlýnis eins og ég sé að fara að deyja á morgun. Jú kannski á minn hátt...sit og bíð eftir dauðanum og geri ekki neitt. Blogga...knúsa barnið mitt og kyssi kallinn. Frekar róleg svona...

You scored as Hedonism. Your life is guided by the principles of Hedonism: You believe that pleasure is a great, or the greatest, good; and you try to enjoy life’s pleasures as much as you can.“Eat, drink, and be merry, for tomorrow we die!”More info at Arocoun's Wikipedia User Page...

Hedonism

80%

Existentialism

75%

Utilitarianism

75%

Justice (Fairness)

60%

Kantianism

50%

Strong Egoism

45%

Nihilism

20%

Apathy

20%

Divine Command

5%

What philosophy do you follow? (v1.03)
created with QuizFarm.com

Um metnaðarleysi

Ég ætlaði að blogga í gær en svo var ekkert fjör inní mér. Hefur reyndar ekki verið lengi. Pennaskapurinn í mér hefur eitthvað slappast finnst mér. Vantar alla kómík í þetta. Spurning um hugarfar þegar ég blogga. Púkinn er líklega sofandi einhversstaðar í undirmeðvitundinni. Þarf að fara að vekja kauða.

Ég var byrjuð að blogga heil ósköp um Júróvisjónóskapnaðinn en svo bara pöhhh...nennti þessu ekki. Horfði einungis á tíu fyrstu lögin og ég gapti bara yfir metnaðarleysinu. Fólk var hreinlega falskt! Kannski græjubúnaðurinn hafi klikkað og fólk ekki heyrt í sjálfu sér frekar en James Hetfield á Freddí minningartónleikunum svo ég fari nú enn og aftur í þá sálma.

Ég luma á dásamlega metnaðarlausum slökunardisk. Rosalega fínt gítargutl a.m.k. í byrjun. Svo fer gítarleikarinn að verða eitthvað þreyttur og á endanum er hann ekki að nenna þessu. Farin að spila all verulega illa og slökunin manns fer gjörsamlega út í þúfur. Augun galopnast, æðarnar víkka út, eyrun sperrast og maður verður úttaugaður við að hlusta á. "Hvað er að gerast?" verður manns fyrsta hugsun. Svo hlustar maður á klúðrið þangað til að það er orðið verulega ljótt. Þá er slökkt.

miðvikudagur, maí 18, 2005

Getraun dagsins

Bendi bara á Sísí Kannski gerist idda og kannski ekki. En að staðan skuli vera svona í dag nægir mér fullkomlega. Ég er svo hógvær...reyni að temja mér hana þangað til eftir nokkur glös. Þá þykist ég vera betri trommuleikari en Lars Ulrich og hógværðinni sleppir algerlega.

Gott veður í dag...ég ætla út og alla leið niðrí bókasafn að losa mig við doðranta um börn og taka fleiri. Jammur

...svo brýt ég odd af oflæti mínu gagnvart Barnalandi. Tók þá ákvörðun að birta fegurð sonar míns svo fjölskylda og vinir nær og fjær geti barið barnið augum. Er enn að púsla mig í gegnum leiðbeiningarnar en eitthvað er komið inn nú þegar.

Sjónvarpsblogg

Vegna þess hve fataskápurinn minn er orðinn tómur og fötin sem ég á ljót og úrsérgengin og buddan fitnar ekkert ákvað ég að horfa á þátt í von um að sjá fólk í ljótum en nýjum fötum. Dömurnar í Innliti Útliti sviku mig engan vegin. Meiri háttar hörmung mætti mér á sjónvarpsskjánum.

Málfarið batnar ekki. Vala var svo stálslegin yfir skáp með hlutum ofan á að hún gat ekki kallað hann sínu rétta nafni heldur talaði hún um hvítt með glæru og smá stáli. Við Berti erum enn að eipa yfir þætti þar sem hún fylgdi eftir framkvæmdum á stigagangi einhverntíma í fyrra. Í stigaganginum var gluggi og í honum vasi með grænum stilk. Vala sagði vá yfir öllu saman, leit svo í gluggann og sagði: "já og svo ertu með svona grænt".

Vandræðagangurinn um hvor eigi að tala þegar þær eru að reyna að skipta með sér rullunni er enn við lýði þannig að þátturinn er farinn að vera vel þess virði að horfa á. Ég fæ yfirleitt ulluna yfir því hvað fólk getur framkvæmt mikið og get eiginlega ekki horft á þá því mér finnst þættirnir ógeðslegri en ryk, fólk eyðir svo miklum peningum. En dömurnar í Innliti Útliti bæði klæða sig sorglega og tala sorglega. Og það finnst mér gaman að horfa á.

Ég er týpan sem hef gaman af því að sjá fólk detta á skíðum og hlusta og horfa á fólk syngja falskt. Söngvakeppni framhaldsskólanna er hrein unun. Þegar fólk fer svo að radda falskan söngvarann...það slær öllu út. Ég hlæ mig máttlausa.
Ég átti mjög bágt með mig þegar ég horfði á James Hetfield syngja Nothing Else Matters á Freddí Merkúrí minningartónleikum sem sýndir voru í kassanum '92 minnir mig. Hann heyrði ekki rassgat í sér og hékk u.þ.b. hálftón hærra en grúbban allt lagið. Gerist stundum hjá Jay Leno að mónítorarnir eru ekki að þjóna tilgangi sínum og stjörnurnar skíta upp á bak án þess að vita af því. Og ég hlæ bara...gott að hlæja. Svo er það líka svo hollt.

föstudagur, maí 13, 2005

Handrukkarar og gaskútur

Hringdi á lögguna í morgun og spurði út í handrukkara eftir fjörið í gær. Sagði frá hvað hefði gerst og að ég væri hrædd um okkur hérna uppi. Ég þarf víst ekki að hafa miklar áhyggjur af því að dragast inn í slíkar deilur. En hann skildi að ég væri hrædd.

Systir mín hringdi í mig og sagði mér að það væri BANNAÐ að vera með gaskút inní húsum. Best að ég ræði við nágrannann um gaskútinn. Helvítis gasgrill og handrukkarar. Æi...mér er farið að líða illa inn í fínu íbúðinni minni. Það er slæmt ef manni líður illa heima hjá sér.

Aktivití og hundrukkarar

Ég er hæstánægð með daginn í dag (gær fyrir um tveimur tímum síðan). Fyrst drengurinn okkar Engilberts vill ekki sofa á daginn þá var sett í fimmta gír.
Við heimsóttum Beddu og Hannesarson sem er nóta bene alveg rosalega lítill og krúttlegur og ji minn hann grætur flott og er með hása rokkrödd. Ótrúlega fallegur!
Svo töltum við heim en ég var ekki alveg á þeim buxunum að fara heim alveg strax þannig að við lögðum leið okkar í Skífuna hvar við hittum hann Þórhall sem er fastur í kvöldvinnu út af prófum starfsmanna sinna. Við spjölluðum heilmikið (bóndótt mar (bóndalegt)).
Svo fórum við heim. Dagur fékk jullu í andlitið á sér og svo fórum við í annað ferðalag. Alla leið niðrí Reykjavíkur Akademíu (ju en listótt) og þar var sko sýning á verkum ýmissa listamanna...að ég held því ég fór bara til að skoða eitt, en það var myndband við Brúðarbandsslagarann Brúðarbandsmöntruna. Helvíti gott myndband skal ég segja ykkur. Trommusettið mitt í réttum litum ossonahh. Hreint frábært myndband, óótrúlega krúttleegt. Teiknimynd sko af okkur stelpunum. Ji minn, Kristín Elfa og Marta þið eigið skilið Jón kvöldsins verðlaun. Og þá ekki bara í formi pénings heldur gulldisks, stóran svona eins og finnst í Indíana Djóns myndum.
Einn var nú sá listviðburður sem við komumst ekki hjá því að berja augum. Enda fyllti hann öll vit líka. Það var dót sem var kveikt í og svo gaus appelsínugulur reykur út um allt. Voða fínt allt saman en kannski ekki alveg rétta vindáttin...ég sá fyrir mér eftir á alla listasnobbarana koma inn af svölunum (þar voru ósköpin gjörninguð (vá flott nafnorð)) dolfallna af undrun og aðdáun en appelsínugula í framan, hári og fötum. Hálfgerður spænall þetta appelsínugula.
Hitti Björn Jörund rétt fyrir appelsínugula undrið. Mikið óskaplega er langt síðan ég hef séð hann. Hann kyssti mig á báðar og óskaði mér til hamingju með soninn. Ég ætlaði að spyrja hann út í rækjubátsævintýrið hans (alla vega eitthvert báts-ævintýri) sem minnir mig alltaf á Forrest Gump en hann varð að fara og finna systur sína því hún ætlaði að útskýra fyrir honum verk! (Soldið tvírætt þetta með verkið því mamma er með stanslausan verk sem ekki er hægt að útskýra með neinum læknisfræðilegum skýringum...kannski ætti ég að finna listfræðing handa henni!)
Eygló elsku Eygló sem gerði okkur litlu fjölskyldunni það kleift að fara í Akademíuna skilaði okkur til baka. Við vorum búin að vera heima í nokkrar mínútur þegar hingað koma tveir gaurar með hund. Þetta var hundrukkun því hundinum var sigað á annan íbúann niðri sem hótaði að kalla á lögguna og mér heyrðist sem hundrukkunin væri út af 2500 krónum! Allt í látum og hávaða. Þessir hundrukkarar hafa verið í æfingagallanum sínum eða með lítið þol gagnvart lágum fjárhæðum.
Eftir að óbermin fóru ásamt hundsa hefur gaurinn niðri hringt á lögguhunda og kært fíflin. Gott hjá honum.
Ég var reyndar komin með símann í hönd og ætlaði að hringja sjálf. Skalf og nötraði með barnið í fanginu. En við snarhættum við að skipta okkur af þessu. Djísús! Hvað ef skuldin fer upp í 3000 krónur og þeir bilast og kveikja í kofanum bara út af því? Það er fokkings gasgrill niðrí kjallara og við springum í loft upp! Uss ég er hálf hrædd bara.
Helvítis andskotans dóp! Hvað með þetta rauða spjald? Pæliði í því. Fólk fer niðrí bæ og lyftir rauðum spjöldum. Svakaleg mótmæli. Það er líka ekkert mál að ná sér í rauðan pappír og lyfta honum upp í loft. En ber það árangur? Hver er það sem á að vera í ábyrgð? Rauða spjaldið! Halló!
Taka þessa menn bara af lífi með því að birta af þeim myndir út um allan bæ! Steingrím Njálson áidda bara. Þeir geta vælt í vikunni og Fólki hjá Sirrí seinna meir ef þeir telja sig betri og bættri menn: "Ég var einu sinni handrukkari og var vondur við fólk en núna er ég góður og á fjölskyldu...sjáðu sokkana mína. Þeir eru hreinir í alvöru þó að það sé þessi rönd...hún er bara föst á. Ég kaufti þá sona...já og svo á ég beisbol-kylfu. Hún er ekki með rönd."
Vitlauuuust fólk ef fólk skildi kalla.

þriðjudagur, maí 10, 2005

Dæs

Lítið um blogg þessa dagana. Sonur minn er hættur að sofa á daginn og vill bara selskap. Sefur þegar mamma fer að sofa. Jæja, hann verður þá bara á handleggnum.

sunnudagur, maí 08, 2005

Heiðardalurinn

Þar er ég núna s.s. heima hjá mér. Kom í gær.
Beddu tókst að létta sig krækti sér í þessa fínu kennitölu handa syni sínum eða 05.05.05.

Kíkti aðeins á pólitíkina í sjónvarpinu áðan. Mér finnst íslenks pólitík vera svo mikill hrærigrautur að ég hef misst lystina. Það er búið að taka allan andskotan og setja það saman í einn pott og hræra. Sjáiði fyrir ykkur hrísgrjónagraut með tómat paste, rúsínum, hákarli, hrútspungum, ananas, gulrótum...smá mjólk útí ásamt hakki? Ferlega ógirnilegt samsull. Ég er gjörsamlega búin að missa áhugann vegna þess að það er alveg sama hvað mér finnst hvað eigi að gera enginn af flokkunum myndi framkvæma það þó svo að hann hefði það að leiðarljósi.

Mér fannst pólitík dónalegt orð þegar ég var lítil og ég fann alltaf fyrir blygðunarkennd þegar mamma og systir hennar létu það út úr sér. Roðnaði og dauðskammaðist mín fyrir talsmátann á þeim. Pólitík! Meiri dónarnir...

miðvikudagur, maí 04, 2005

Afganistan og Agranes

Hitti annan ófriðagæsluliðann í dag. Spjallaði aðeins við hann. Sagði honum að hafa hemil á gestunum sínum. Ræddi við hann um sorpið sem er alveg efni í heilt blogg. Fyrirgaf honum syndir hans fyrir að koma að máli við mig um hávaðamengun og skelfilega gesti. Ræddi ekki um þvottaefnið. Það var eiginlega eins gott að hann konfrontaði mig því ég var farin að hugsa upp ægilega hernaðarstratigíu. Setja þvottaefniskassa niður sem væri ekki með þvottaefnisdufti heldur einhverju ætandi ógeði. Síðan bæri hver ábyrgð á sjálfum sér...ljót stelpa ég.

Við Dagur ætlum á Agranesið (reykvískur framburður) á morgun. Steini bró ætlar að sækja okkur. Berti er svo heimakær að hann hefur ekki tekið ákvörðun um að koma með. Ég skil hann fullkomlega. Það er ekki mikið að sækja þar fyrir fólk sem er ekki uppalið á stað þar sem ekkert gerist. Ég hins vegar elska friðinn og rónna sem er þarna. Kann vel við Ekkertið. Liggja bara og góna upp í loftið. Í Reykjavík finnst mér eins og ég eigi alltaf að vera að gera eitthvað. Ekki nokkur leið að slaka á í slíku umhverfi. Ég er enginn Reykvíkingur. Mig langar hins vegar ekki að flytja upp á Ekkertið. Fengi enga vinnu af viti þar nema hafa einhverja menntun. En það er rosalega gott að fara þangað og hlaða batteríin og finna sjálfan sig. Maður týnist þegar maður býr í stressi.

þriðjudagur, maí 03, 2005

Í Afganistan

Minni á tískubylgjuna í bloggheimum. Allir að búa til kviss núna svo ég geti tekið fleiri.

Tónlistin sem hljómaði frá Afganistan í morgun klukkan níu fræddi mig talsvert um tónlist almennt þegar hún skríður upp í gegnum gólfin. Rapp fær endanlega falleinkunn ásamt reggíi. Það er hryllingur að heyra sama bítið trekk oní hvað í 5 mínútur. Ragg og reppí eru því tónlistarstefnur sem ganga engan vegin upp. Núna er til að mynda eitthvað í áttina við House-mússík. Tónlistin valin eftir því hvort það er afgani eða rítalínið hans litla bróður. Ófriðargæsluliðirnir snemma á fótum enda þarf annar þeirra að hreyfa við "hummernum" sínum áður en stöðumælaverðirnir vakna.

Drösluðumst með litla dýrið í ungbarnaskoðun í morgun og hittum Hildigunni án þess að fatta það fyrr en of seint. Dagur braggast vel er dulítið ósimitrískur í framan og þarf að liggja meira á annarri hliðinni. Ekker til þess að æpa "NEIHH" yfir. Veit ekki um neinn sem er simitrískur í framan. Fengum fræðslu um roperí og mætum aftur í lok mæj.

Sól úti...búin að nota hana. Fór út í morgun. Plataði veðrið núna ha. Djöfull er ég klár.
Ætti að leggja mig með barninu en mig langar ekki til þess arna. Sofa og sofa hvað. Af hverju er ekki eitthvað innstillt í mann þannig að maður þurfi ekki að sofa þegar maður er með lítið barn?
Glær brjóst og engan svefn. Það væri flott. Ég nenni ekki að sofa. Það er svo margt annað skemmtilegt til. Tölvan.

mánudagur, maí 02, 2005

Enn um nágrannann

Nágranni minn er horfinn og er búinn að vera í hvarfi í næstum tvær vikur. Engu að síður skildi hann eftir í íbúðinni sinni tvö önnur skrímsli. Annað sem hóstar úr sér lifur og lungum dag sem nótt og svo hringlar í hinum líklega einhverjar Sæpres Hill-keðjur. Ég hef verið ansi umburðalynd gagnvart ruglinu sem fylgir skrímslunum en yfirgangurinn og frekjan eru farin út fyrir öll mörk.

Um daginn þegar ég ætlaði að setja í vél var þvottaefnið mitt horfið. Ég fann kassann á bak við þvottavélina mína ásamt mýkingaefninu mínu. Ég gat náð kassanum með þvottaefninu í. Kassinn var allur blautur og ónýtur en pokinn með þvottaefninu í var í þokkalegu ástandi. Soldið kögglótt. Ég henti kassanum og setti pokann í hilluna við hliðina á þvottavélinni.

Í dag þegar ég fór með þvott í vélina sá ég handklæðafjall ofan á þvottavélinni minni. Vélin var s.s. orðin óhreinakarfan þeirra. Ég tók fjallið og setti ofan á stól og skellti í vél. Síðan gerði ég dauðaleit að þvottaefninu mínu. Fann það á bak við þvottavélina. Setti það á sinn stað þ.e. hilluna og setti í gang. Um 40 mín. síðan heyri ég að annað skrímslið fer niður til þess að setja í vél. Eftir hádegi fer ég síðan niður með næsta þvott. Sé handklæðafjallið ennþá á stólnum. Eitthvað annað í vélinni hjá þeim. Tek úr vélinni, set í vélina og þegar ég ætla að finna til þvottaefnið mitt þá er það horfið. Ég kíki bak við þvottavélina mína og þar liggur pokinn með því litla sem eftir er.

Ég legg saman tvo og tvo og fæ út að helvítin niðri eru að nota þvottaefnið mitt. Því druslan sem fór niður á eftir mér um morguninn hefur tekið þvottaefnið og sett það síðan ofan á vélina mína þegar hann var búinn að nota það. Síðan vindur vélin mín nokkru seinna og þá fer pokinn af stað og bak við vélina. Eitthvað svipað hefur gerst þegar ég fann hvorki kassann né mýkingarefnið um daginn fyrr en ég kíkti á bak við vélina. Druslupíkurnar niðri hafa þvegið á svipuðum tíma og ég, set ofan á vélina mína þvottaefnið og mýkingarefnið í boði MÍN, síðan vindur vélin mín og hlutirnir fara af stað. Detta síðan á bak við vélina.

Þegar "týndi" nágranninn snýr til baka (ég hef grun um hvar hann er) er um a.m.k. tvennt að velja. Troða trommukjuðum upp í rassgatið á honum fyrir að skilja eftir þennan ófögnuð inni í íbúðinni sinni með tilheyrandi gestagangi, hurðaskellum og hræðilegum tónlistarsmekk (Sæpress Hill og Bob Marley!) eða halda ræðu. Er ekki búin að ákveða mig. Mig langar ekki í nágrannastríð. En mér sýnist stefna í það.
...djöfull...

Þetta er í tísku í bloggheimum um þessar mundir

sunnudagur, maí 01, 2005

ÁST

Við Engilbert eigum tveggja ára ást í dag. Kyssikyssikyss.