þriðjudagur, júní 28, 2005

Ógöngur


Það er ekkert að gerast. Nákvæmlega ekki neitt. Dagarnir þjóta áfram og ég geri ekkert...nema knúsa Dag náttúrulega. Mér finnst hundleiðinlegt að fara út að labba með vagninn í Reykjavík svo ég er að hugsa um að stinga bara af og fara upp á Skaga. Þar eru engar brekkur og færri bílar með færri brjáluðum ökumönnum. Mér stendur ekki á sama þegar ég geng um hverfið og sé öll börnin sem búa hérna og fullorðna fólkið brjálað á bensíngjöfinni. Það er alveg óhugnanlegt hvað umferðin er orðin biluð. Það eru engin lögmál ekki einu sinni frumskógarlögmál. Þegar ég fer yfir götu á gangbraut veit ég engan vegin hverju ég á von á. Græni kallinn er heldur ekki ávísun á seif djörní yfir götuna.

Laugavegurinn hljómar voða vel en þegar maður leggur af stað þá eru gangstéttirnar allt of mjóar og svo eru skilti frá hinum og þessum verslunum fyrir. Sumstaðar eru stólar og borð í vegi fyrir manni. Svo kemur allt í einu súperglaður hjólreiðamaður á fúll spítt þó það sé bannað að hjóla upp á gangstétt á Laugaveginum. Ef maður ætlar yfir götuna þá eiga bílar ægilega erfitt með að stoppa fyrir manni þó svo að umferðin sé hvort eð er á 10km/klst. í mesta lagi. Fólk getur ekki beðið með að komast áfram...á tíu.

Ohh hvað það var nú gott að nöldra aðeins...

mánudagur, júní 27, 2005

Hef ekkert að segja

Set bara mynd eftir manninn.

laugardagur, júní 25, 2005

Vorboðinn óljúfi

Berti hefur mjög gaman af því að teikna. Hér er ein mynd eftir hann sem ég skelli á netið. Það er ekki að sjá á þessum bílstjóra að honum bregði neitt við því sem er að gerast. Hann er bara með bros á vör.
Kannski er hann blindur.

föstudagur, júní 24, 2005

Er komin með unglingaveikina...fínt!Maiden safnið stækkaði í gær um tvær plötur: Somewhere In Time og Piece Of Mind.
Ég er enn hardcore Maiden-fan eftir öll þessi ár. Ég man textana og alla kaflana. Sat eins og nörd og ussaði á Berta og sagði honum að hlusta á næstu kaflaskipti o.s.frv. Eipaði yfir því hvað Nicko McBrain er góður trommari og slefaði yfir gítarsólóum auk þess að apa þau eftir með því að væla þeim upp úr mér: Vjáááá djúdjúrúlú djú djú djúf.

Við skoðuðum heimasíðu Maiden og þar voru nokkur tribute-bönd. Þeirra á meðal all-girlies band sem kalla sig The Iron Maidens. Við hlustuðum á hálft lag með þeim og mér fannst þær hörku spilarar. Smá sjeikí á köflum en engu að síður vel af sér vikið. Rosa trommari telpan sú arna.

Núna verð ég að eignast Iron Maiden bol og sömuleiðis kallinn. Ég er komin með delluna aftur. Minni lesendur á að ég er nr.8165 í aðdáendaklúbb Maiden og á miða upp á það skohh!

Best af öllu við Maiden delluna er að vita að þó svo að maður sé kominn yfir þrítugt þá er ekki þar með sagt að maður tapi unglingnum í sér og vilji hengja upp póstera og skreyta allt húsið með uppáhaldshljómsveitinni sinni. Hins vegar ef ég fer að kyssa Bruce Dickinson áður en ég fer að sofa á kvöldin...þá held ég að mín sé búin að tapa sér.

Úúúhhh...loðinn.

fimmtudagur, júní 23, 2005

Vangaveltur

Ég hef verið í fríi í u.þ.b. viku frá hugsingum. Það hefur nákvæmlega ekkert verið í hausnum á mér og ég er afar þakklát fyrir fríið frá endalausum dælingum af drasli sem flækist fyrir manni í dagsins önn og kemur í veg fyrir að maður geti tekið heilbrigðar og skynsamar ákvarðanir. Núna eru bara vangaveltur um hvað eigi að gera sem er mjög vægt einkenni af hugseríi. Má vera að vangaveltur séu lognið á undan storminum.

Ég er snillingur í að flækja hlutina til hins ýtrasta. Ég á mjög erfitt með að díla við einfaldleikann en flækjur eru mínar ær og kýr. Enda var stærðfræðikennarinn minn eitt spurningarmerki þegar ég kom og skoðaði lokapróf hjá honum. Hann sagði að ég væri að klúðra einföldu dæmunum en geta þau flóknu. Kannski útskýrði hann sjálfur illa einföldu hlutina af því að honum fannst þeir svo sjálfsagðir en vel þá flóknu. Það er líka inni í myndinni.
Ég get ekki hagrætt og skipulagt heima hjá mér sjálfri þannig að vel sé en svo er ég fín heima hjá öðrum. Þetta virðist hrjá fleiri en mig. Mér finnst ruglið og vitleysan heima hjá mér afskaplega spennandi verkefni en undanfarið hafa mér einfaldlega fallist hendur. Ég hef flett Sv-íkea bæklingum fram og aftur í von um töfralausn en ekkert gerist. Engin hugljómun.

Í kjölfarið velti ég því fyrir mér hvort ég sé að velja mér rétt nám í HÍ. En það er Bók/Uppl. Er ég týpan sem nenni að leita og flokka, sortera og raða? Verð ég ekki endalaust að færa úr stað eins og heima hjá mér og fokka upp kerfum (Djúí breytist í Skruddí) eða finn ég þráhyggjunni loksins farveg?
Hmm....

miðvikudagur, júní 22, 2005

Nágranninn....glætan!

Enn og aftur. Bakkus er rosalegur.

þriðjudagur, júní 21, 2005

Bjánus

Ég beilaði á tanna. Fjúkkit. Var ekki alveg í stuði fyrir tannskoðun og boringar.
Búin að versla í kvöldmatinn og það er sko léttir. Ég þoli ekki búðir og helst ekki Bjánus því það er ekki nokkur leið að ákveða fyrirfram hvað maður ætlar að hafa í matinn því þegar maður fer inn í búðina þá er ekkert af því til sem maður var búinn að ákveða. Yfirleitt þegar ég fer í Bjánus er ég búin að ákveða a.m.k. þrennt sem ég gæti hugsað mér í matinn í von um að það sé hægt að búa til eitthvað af þessu þrennu ef vöruskortur bíður manns í fjandans versluninni. Það er bannað að versla annarsstaðar en í Bjánus á þessu heimili nema alger neyð ríki (t.d. nammi eftir lokun).

En nú er einhver della í gangi fyrir afleitu þvottadufti í uppþvottavélar. Svo ég varð að versla mitt annarsstaðar á uppsprengdu verði. Þetta Cologídúggí eða hvað það nú heitir, situr eftir í þvottahólfinu þegar vélin er búin að þvo. Ægilega ódýrt og sniðugt en ef það situr enn í vélinn eftir uppþvott ónýtt, kleprað og fast þannig að maður verður að bora það út með hníf, þá sé ég ekki sparnaðinn. Maður hefur farið út í búð og eytt peningum í pirring!

Ég keypti pirring í gær. Fór og verslaði snaga til þess að setja á skiptiborðið hans Dags svo ég gæti hengt upp útigallann hans og handklæðin. Þegar ég kom heim voru engir snagar í pokanum. Ég verslaði sem sagt pirr fyrir 259 krónur. Ég gleymdi helvítis miðanum þegar ég fór í dag svo ég þarf að fara aftur.

Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir okkur Berta þegar við erum að versla í Bjánus að afgreiðslustúlkan strikar vöruna og missir hana síðan niður á gólf án þess að taka eftir því. Við hins vegar komum heim, tökum upp úr pokanum og skiljum ekkert í hvað varð um vöruna sem við keyptum.

Það er afskaplega leiðinlegt að versla í Bjánus í Kjörgarði...kjökrgarði bara.

Ég er að deyja...

...ég kvíði svo tannsa!!! Ohhh hvað það er vont! Úff...ég er farin að anda hratt...poka takk...

mánudagur, júní 20, 2005

Eins og Heiða

Veit ekkert hvað ég á að segja frekar en hún Heiða. En það má setja mynd í staðinn.
Bunny suicides er soldið skemmtilegt


sunnudagur, júní 19, 2005

Akranes-pössun-peli-tanni


Komst upp á Akranes. Við mamma leigðum bílaleigubíl gasalega fínan og dýran. Reyndar er ég frekar slöpp á beinskiptingunni. Hefði viljað sjálfskiptingu en það sem máli skipti var bara að fá bíl. Svo drulluðum við okkur upp eftir.
Við vorum komnar um tólf leitið á hádegi. Ég setti matinn sem við keyptum inn í ísskáp og sá þar heilan helling af bjór. Tók einn og settist út í sólina. Skömmu síðar kom frænka mín og við sátum úti með drengina okkar og drukkum öl. Mér tókst að vera rauð öðrum megin á fésinu. Svo var plottað djamm og ég dobblaði systur mína til þess að passa Dag. Það gekk alveg glimmrandi hjá henni. Ekkert mál að passa þetta barn sagði hún mér. Eina sem þarf að fiffa er túttan á pelanum. Hún er með of stórt gat fyrir gaur sem sötrar. Lekur allt niður á hálsinn á honum og svo er hann við það að drukkna í mjólk. En það hafðist engu að síður. Mjög gott að fá að skreppa aðeins án þess að vera á nálum. Ég saknaði Dags alveg óskaplega og hlakkaði svo til að fara til hans að ég dró það í lengstu lög að fara heim. Aldrei að vita hvenær maður getur og nennir þessu næst. Timburmenn og barn er ekki girnileg upplifun. En það er rosa gaman að sakna drengsins síns. Mjög sérstakt.
Ætla að reyna að vera dugleg í þessari viku. Oj...tanni á þriðjudaginn. Úpps...það verður fróðlegt.
Reyndar er mjög fróðlegt að sitja í stólnum hjá þessum manni. Hann talar stanslaust við mann og segir manni allt mögulegt. Hann er Lifandi vísindi bókstaflega. Dælir úr sér fróðleik á meðan maður gapir. Ég spurði hann einu sinni af hverju maður fengi þessa mottu ofan á sig þegar hann væri að taka myndir af tönnunum. Hann sagði að það væri út af geislun og bætti við: "það er svo að þú fáir ekki krabbamein í eggjastokkana...ekki viljum við það! Svo fræddi hann mig á því að það væri að vísu meiri hætta á að ég fengi krabbamein í eggjastokkana á því að ganga upp á Esju heldur en að liggja þarna í þessum stól mottulaus. Það væri nebblilega svo mikið af geimgeislum á fjöllum. Það er sem sagt frekar hættulegt að fara upp á fjöll- heyruru það Unnur!
Dagur sefur í nýja rúminu sínu. Miklu þægilegra heldur en vaggan. Maður þarf ekki að bogra yfir honum. Litlinn lenti í smá slysi í kvöld og grét alveg rosalega. Pabbi var eitthvað að bisa við nýju spila dósina og vissi ekki hvernig hún virkaði. Óróinn datt ofan á andlitið á Degi og hvað honum brá. Fyrsta slysið. Þetta var bara tuskudót en mínum stóð hreint ekki á sama. Pabbi huggaði litla kút með knúsi og kjassi. Alveg ný tegund af gráti sem við fengum að heyra. Rosa krúttlegur og angurvær. Æi litlinn.
Hana. Þetta er alveg nóg af bulli í bili.

föstudagur, júní 17, 2005

humph

Ég held virkilega að ég sé á leiðinni til Akraness að heimsækja fjölskylduna. En það er regin misskilningur af minni hálfu. Það er alltaf verið að bjóða mér að vera sótt en svo hefst einhverskonar bull reyndar alltaf sama bullið og ég sit hér.

Einu sinni var ég að vinna með konu sem spurði mig alltaf hvort ég væri á leiðinni Vestur þegar ég ætlaði upp á Skaga. Ég skildi ekki baun hvað konan var að fara.

Berti var rekinn út með mjúkri hendi í fang vina og glundurs. Ég ætla að reyna að sofa eitthvað og svo redda Akranesinu einhvern veginn. Ég er að spá í bílaleigu-bíl fyrir okkur. Spurning hvort það sé hægt á heilögum 17. júní. Ætli ég þurfi að þykjast vera útlendingur?
Jeas, æ vúd læk tú rent a cah plís? Eriddiggi soldið Oxford?

fimmtudagur, júní 16, 2005

Kisa - Sonurinn er 3 mánaða í dag jamm

Kisa er ótrúlega umburðarlynd gagnvart nýju manneskjunni. En hún er fljót að færa sig upp á skaftið ef maður klappar henni pons. Þá ætlar hún mann lifandi að éta. Dagur fær alveg að vera í friði. Kisa verður stundum forvitin og þefar af honum, horfir síðan á hann íbyggin á svip og um leið og hann hreyfir sig stekkur hún í burtu. Hún hefur engan áhuga á börnum. Finnst þau hræðileg og um leið og hún heyrir mannamál í vitlausu pitsi felur hún sig.
Ég er mjög ánægð með að hún virðist skilja að þetta skrítna sem liggur þarna og baðar út öngum þarf að fá athyglina. En hún er ekkert að springa úr sátt og samlyndi. Stundum þegar ég ætla að setjast í sófann og gefa Degi er hún fyrir mér. Ég þarf því að stugga greyjinu í burtu. Þá kemur svona frekju-mjálm og hún hreyfir sig ekki fyrr en ég er nánast sest ofan á hana.
Undanfarið hefur hún verið að grátbiðja okkur um að snúlla í sér. Hún sest fyrir framan tölvuskjáinn og situr þar þangað til að maður verður vitlaus og rekur hana í burtu. Klínandi rassgatinu upp í andlitið á manni.
En eini gallinn við það að Kisa skuli ekki vera í forgang lengur er sá að hún er hætt að þrífa sig almennilega. Klesstur kúkur í rassinum og skottið er alveg ferlega skítugt. Núna er hún fyrir framan tölvuskjáinn að sleikja á mér puttana á meðan ég skrifa. Nuddandi stýrinu upp við andlitið á mér. Æji greyjið ég vorkenni henni svo. Ég var að reyna að plata hana til þess að sleikja sig betur með því að setja vatn á skottið á henni. Þarf að gera fleiri tilraunir.
Dagur er búinn að uppgötva kettið og brosir alltaf þegar hann sér hana. Hún brosir sko ekki á móti. Ég vona að hún bíti hann ekki fast þegar slagsmálin byrja. Hún bítur svakalega og ég þarf alltaf að vara fólk við henni þegar það hittir hana. Það má alls ekki taka hana upp. Einu sinni klóraði hún í augnlokið á konu sem þreif hana bara í fangið. Þetta er ekki beinlínis gæludýr sem við erum með á heimilinu.
Við ætlum upp á Akranes á eftir sem er reyndar þriðja tilraun til þess að komast þangað. Ég hef ætlað síðustu 3 vikur að ég held en alltaf eitthvað staðið í vegi fyrir því. Vonandi förum við öll saman því mig langar svo að ganga Langasandinn með litlu fjölskyldunni minni. Ju svo krúttlegt að eiga fjölskyldu sjálfur. Og Langisandur er æði. Síðast þegar við Berti fórum ringdi geðveikt á okkur. Það var æði. Ef ég kemst í tölvu þá blogga ég þaðan jamms.
Góða helgi.

miðvikudagur, júní 15, 2005

Skjár Einn

Ég er alveg að deyja yfir því hvað Skjár Einn ætlar að vera leiðinlegur í sumar. Sorrí gæs en ég á ekki von á að vera að fara eitt eða neitt bíllaus og vitlaus svo ég er fúl yfir sjónvarpinu. Ég er reyndar alveg stjörf yfir Djakk og Bobbí.
Það er dásamlegt að komast í flæði alveg sama yfir hverju það er.

Iron Maiden


Ég er ekki fangi
ég er frjáls maður
og mitt blóð er mitt eigið
Mér er sama
hver mín fortíð er
Ég veit hvert ég fer...
ÚT

...smá mórall á heimilinu yfir Iron Maiden tónleikunum. Sérstaklega þegar ég las færsluna hennar Dúddu um frelsið á kvennaklósettinu. Ég er ennþá brjálaður aðdáandi eftir öll þessi ár. Var meiraðsegja í aðdáendaklúbbi og er númer 8165 sko barastahh! Eftir Seventh son plötuna hætti ég að hlusta og pæla í þungarokki en svo er þetta allt að koma til baka. Iron Maiden er bara algert æði. Átti fullt af plötum sem ég svo seldi eins og bjáni. Nú eru endurkaup í gangi og við hjónaleysin samtaka í kaupæsingnum. Tvær plötur á mánuði hér eftir þar til a.m.k. allar plöturnar á undan Seventh son eru komnar í höfn. Tvær fyrir tvöúst. Nema Bjánus bjóði betur. Ein á um 900 kjell. Við erum komin með alveg tvo diska sko en svo er rokið í plötuspilarann til að hlusta á þessar tvær sem ég á eftir. Meistarastykki eins og Killers og Powerslave. Jesss. Það er bara eitthvað viðidda...alger klassík.

Uss ég er ekki að meika að hugsa um þennan missi mikið lengur...

þriðjudagur, júní 14, 2005

7-undi í kvefiAf því að ég var svo svakalega dugleg í gær...í huganum, þá tók ég þá ákvörðun um að slappa af í dag og gera helst ekki neitt nema sinna innri manni.
Vaknaði klukkan 9 í morgun til þess að breyta mínum eigin svefnvenjum og aðallega til þess að kanna svefnvenjur Dags litla. Mig dauðlangar upp í rúm að leggja mig, ég er jú kvefuð, en nú er sjálfsstjórnar-prógram í gangi. Ætla samt ekki að ofgera neinu. Ég ætla að fá heilsuna sem fyrst.
Hósti og hor er óþolandi en ég hef verið alveg merkilega þolinmóð og í miklu limbói gagnvart kvefinu mínu. Ef eitthvað er þá hafði ég bara gott af því að fá kvef. Það setti bremsur á stressið sem var að gera útaf við mig. Ég varð bara að gjöra svo vel og slaka á.

Það er eitthvað rosa fínt og rómantískt í útvarpinu núna...eitthvað píanógutl. Mig langar svo að kaupa mér mússík. Mig langar í eitthvað flott helst einhverja klassík. Ég veit bara ekki hvað þetta heitir allt saman. Ég fjárfesti loksins í píanósónötunum hans Mozsarts í vetur. Ég er bara ekki alveg nógu ánægð með hvernig gellan spilar þær. Spilar svo hratt. Svo er vont sánd en þær kostuðu líka lítinn pening-tvöþúsund og fimmhundruð kaaall. Spurning hvort maður hefði átt að kaupa bara dýra pakkann í Skífunni...alveg sjö þúsund dýrt. En þá hefði ég líka fengið flutning að mínu skapi. En svo venst það sem maður keypti og vill ekki neitt annað...nema kannski betri hljóm.

Ohhh mér finnst samt eins og ég þurfi að gera fullt. Grrrrr.
...kúlit kúlit Skruddus.

mánudagur, júní 13, 2005

Ég er svo dugleg

Í dag vaknaði ég klukkan átta og:

 • tók til og þreyf alla íbúðina
 • sinnti syninum af alúð
 • fór út í búð og keypti inn fyrir alla vikuna
 • las tvær bækur
 • skrifaði bloggfærslu
 • sá að ég átti eina milljón eftir inni á bankabókinni minni
 • hljóp Sæbrautina
 • gerði jógaæfingar
 • þvoði 3 vélar
 • endurskipulagði vel í skúffum og hirslum
 • samdi 6 lög

allt þetta og meira til....í huganum.

Fimmti í kvefi

Ennþá kvefuð. Mér líður eins og ég sé með horn á enninu og að kinnbeinin séu að vaxa út. Stórkostleg horframleiðsla í gangi og ég er ánægð með að það skuli vera til fullt af bleyjum til að nota fyrir vasaklút. Ég gæti selt fólki magameðal í tonna vís svo mikill er horinn.
Vííí það er komið kaffi.

Fór með Dag í 12 vikna skoðun áðan. Hann er orðinn 61 cm að lengd og rúm 5 kg að þyngd. Fékk fyrstu sprautuna sína og var rosa duglegur. Ohh hann er svo mikið krútt.

Ég er hins vegar að drepast úr þessu kvefi. Stundum er eins og það sé eitthvað að gefa sig inni í höfðinu á mér það er svo mikill þrýstingur. Verst er að finna ekki lyktina af barninu sínu. Mér finnst eins og ég hafi misst tengslin við Dag af því að ég get ekki þefað af honum.
Ég ætla að reyna að taka öllu með ró þangað til ég er laus við ógeðið. Annars fer það ekki nógu fljótt.

laugardagur, júní 11, 2005

Ekkert dugleg heldur...

...KVEF DAUÐANS!!!

Ég hósta og það er eins og það sé risastór vírbursti í hálsinum á mér. Slöpp, sljó og ómöguleg.
Ætla að vera veik bara

miðvikudagur, júní 08, 2005

Vinkonusögur

Ég er að bíða róleg eftir að fá dugleguna. Hún poppar upp stundum. Dagarnir þjóta áfram og ég bíð í ofvæni eftir að fá vinkonu mína heim. Hún hefur átt heima Danmörku í a.m.k 100 ár og nú er hún að flytja aftur til Íslands. Best af öllu er að hún kemur til með að búa þremur götum fyrir ofan mig. Ég get því hlaupið til hennar hvenær sem mér dettur í hug. Nákvæmlega eins og í gamla daga en þá var aðeins eitt hús á milli okkar.

Við erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum í sex ára deild. Brölluðum heilmikið saman og getum endalaust rifjað upp ótrúlega fyndin atvik. Nágranni okkar var til dæmis alveg tilvalinn til þess að gera at hjá. Hann var með svo stuttan kveikiþráð auk þess sem hann þurfti að fara niður stiga til þess að svara þegar við dingluðum hjá honum. Sá var kallaður Svanahálsinn af því að hálsinn á honum var svakalega langur. Einu sinni sem oftar gerðum við at hjá honum og ég hljóp eins hratt og ég gat í burtu en vinkona mín panikeraði alveg og komst ekki lengra en í garðinn sinn sem var við hliðina á húsinu hans og faldi sig á bak við bíl mömmu sinnar. Svanahálsinn fann hana og varð alveg vitlaus og spurði hvern djöfulan hún væri að gera. Vinkona mín pissaði barasta í buxurnar af hræðslu við hann.

Við vorum gjörsamlega órjúfanlegar. Ef önnur okkar þurfti að kúka í miðjum barbí-leik fór hin með henni. Ég uppgötvaði ráð svo hægt væri að rembast í friði þó svo við værum tvær inni á klói. En það var að setja handklæði á hausinn á þeirri sem var að kúka. Þá fékk hún næði til þess að gretta sig og rembast án þess að það sæist. Einu sinni vorum við niðrí kjallara heima hjá henni og það kom upp þessi blessaða þörf fyrir að kúka. En til þess að fara á kósettið þurfti að fara úr kjallaranum sem var náttúrulega hið versta mál og truflaði gjörsamlega það sem við vorum að sísla. Ég rak augun í rosalega flottan hjólkopp af Volfswagen sem mamma hennar átti og stakk upp á að hún notaði hann. Jújú hún skellti sér á hann og þessi myndarlegi kúkur kom sér hæglega fyrir ofan í hjólkoppnum. Við lékum okkur ekki mikið lengur niðrí kjallara. Líklega vorum við að kafna úr fýlu en ekki tengt það við að missa leikþörfina. Ég veit ekki hversu lengi kúkurinn beið ofan í hjólkoppnum eftir að láta fjarlægja sig en mamma hennar fann ansi skrítna og vonda lykt úr kjallaranum. Þegar hún fór að kanna málið rambaði hún á mannaskít í hjólkopp. Hún skammaði okkur a.m.k. ekki. Alla vega ekki mig.

mánudagur, júní 06, 2005

Ljúfur rigningardagur.

Ég átti bara ágætis dag. Svaf rosalega vel í nótt eftir að hafa átt svefnlausa nótt þar áður. Það var ekki sonurinn sem hélt fyrir mér vöku heldur var ég ekkert syfjuð. Náði tveimur tímum undir morgun. Dagur sefur allar nætur...eins og er.

Að vísu reyndi ég að klúðra deginum með því að gera heiðarlega tilraun til að endurskipuleggja. Ég snarhætti við þegar ég sá að það stefndi í stórkostlegt fjall af dóti sem ég vissi ekkert hvar ég átti að koma fyrir. Stundum langar mig hreinlega að fá innanhús-arkitekt til að koma og ráðleggja mér hvað ég eigi að gera og benda mér á skynsamlegar fjárfestingar. Ég sé það að hirslurnar sem ég hef keypt mér henta engan vegin.

Unnur og Jonni komu til mín í heimsókn og færðu mér gjafir frá sér og Melkorku. Ég fékk óóótrúlega fallega kind(Unnur og Jonni) í kindasafnið mitt og kindasokka (Melkorka) sem ég hlakka til að troða táslunum mínum í. Ég er svo montin að ég er að springa. Þakka kærlega fyrir mig. Sætt af þeim og frábært framlag í safnið. Ég þarf að drífa mig í að fjárfesta í svona kökudiska-glerskáp fyrir kindurnar allar. Dagur á helminginn í kindinni sem þau gáfu. Hún er algert æði. Það má breyta henni í geit ef maður togar í hornin á henni. Svo er hún með ægilega krúttlegan dindil. Dindill er nú bara krúttlegt orð.

Kominn tími til að svæfa kút
Nótt nótt allir saman.

sunnudagur, júní 05, 2005

Fyllirí, bækur og gleymska.

Á meðan allir eru á fylliríi sit ég við tölvuna og hugsa til allra sem eru á fylliríi í góða veðrinu og langar pínu lítið til þess að vera þar líka þangað til á morgun. Þá er mér nokk sama. Berti ætlar hins vegar að taka vel á þessari helgi og trompar bæði kvöldin. Hann á það alveg skilið en ég ætla samt að rukka hann seinna.

Ég glugga bara í bækur. Er í augnablikinu að lesa Mín káta angist eftir Guðmund Andra. Svo eru náttúrulega fleiri bækur út um alla íbúð sem bíða mín t.d. Hinrik 8. og hirðin hans. Doðrantur sem ég keypi fyrir löööngu síðan og kostaði maaarga peninga. Mjög skemmtilegur höfundur sem skrifar þá bók enda á ég nokkrar eftir hana. Alison Weir heitir hún og er á bólakafi í Túdorum og þeirra tíma enskíngjum.

Mig langar svo að hola mig niður með allar bækurnar og lesa bara og lesa og koma svo upp úr holunni og fá mér ískaldan bjór. Gulan með froðu...ís ískaldan...mmmmmm....bjór.

Takmarkið þetta sumar er að losa mig við MER-syndromið (Man Ekki Rassgat). Hélt á tímabili að ég væri komin með Alzheimer en svo er ég bara að springa úr streitu og er eitt risastórt streituhormón. Ég man samt að sexan er 13 33 og 53 á Hlemmi. Ég þarf ekki að taka sexuna og hef ekkert við þessa vitneskju að gera. Skil ekki af hverju þetta er í hausnum á mér svona lengi. Þurfti að taka strætó um daginn en af hverju þetta fór inn í langtíma minnið það veit ég ekki. Það væri ekki ónýtt ef skóladót festist svona inn í hausinn á mér. Ég kann ekki að læra utan að. Þarf alltaf að skilja allt ofan í raðskat. Mjög forvitnilegt. Ég ætti kannski að snúa 53 við og prufa þessar tölur í lottói...kannski er þetta sæn...(nó its a shoe, follow the shoe).

fimmtudagur, júní 02, 2005

Best af öllu!

Veðrið eins og það er akkúrat núna. Svona mætti íslenskt veðurfar vera oftast. Heitt og rigning. Ég er aldrei jafn hamingjusöm eins og þá og væntanlega nú. Lyktin af gróðrinum gýs upp og manni finnst maður vera endurfæddur. Engin sól að bögga mann í augunum eða að heimta að maður sólbaði sig.

Maður krumpast í framan í sólskini. Mamma er alltaf að skamma mig fyrir að böggla á mér andlitið þegar ég tala. Ég sit og tala og tala og mamma er eins og hún sé ekki að hlusta heldur gónir á andlitið á mér teygjast út og suður í lýsingunum...segir síðan, "Skrudda, þú verður að passa á þér ennið". Varst'að hlusta mar?! Mamma vill ábyggilega ekki að ég sé úti í sólinni ef henni er ekki sama um útteygða andlitið á mér. Það var eins gott að ég komst ekki inn í leiklistarskólann á sínum tíma. Andlitið á mér væri sjálfsagt tekið upp með hárinu í teygju.


Berti sagði mér duldið merkilegt. David Grohl fílar ekki sína eigin plötu nema örfá lög. Þ.e. þessi nýjasta. Ég er soldið mikið sammála David. Of mikið af væmni á henni. En af hverju ætli þeir hafi hent þessum lögum inn og keyrt hlutina í gegn? Það væri ekki ónýtt að vita það. Ætli hann bloggi og sé með kommentakerfi þessi elska. Fokking handsome son of a woman! Það er eitthvað við manninn, röddina og rokkið. Þangað til hann brosir. Þá kemur í ljós að DNA-ið hans er eitthvað tengt hrossarækt. Svo er hann svo hár í vextinum...og grannur... Namm. Berti verður ekki ánægður með þessa færslu...

Móðurhlutverkið er alltaf að verða skemmtilegra og skemmtilegra. Tengslamyndun er í fullum gangi núna. Rúsínubollan mín spjallar og spjallar og elskar að spjalla. Uppáhaldslagið er einhverskonar tjú tjú lag sem er spilað við auglýsingu Djúpulaugarinnar. Whish you where here -platan með Pink Floyd slær líka í gegn vegna þess að annar gítaranna er svo mikið djú djú djúúf eins og Djúpulaugarauglýsingarlagið. Bara djú í staðinn fyrir tjú.

Drengurinn er alltaf að verða líkari og líkari föður sínum í útliti. S.s. geðveikt sætur. Mér finnst ég ekkert sæt og vil að sonur minn hirði það besta úr mínu fari. Ég er ekki með ljótuna eða minnimáttarkennd eða neitt slíkt. Mér finnst ég ekki beinlínis ljót. Ég hef einfaldlega komist að því að ég hef ekki smekk fyrir konum sem líta út eins og ég. Ég er ófríð í dag, ófríðari á morgun, geðveikt sæt hinn. Allt of mikið ójafnvægi sem þarf að ballansera með því að klína andlitsmállíngu framan í sig. Er ekki týpan sem teiknar á sig andlit til að feisa daginn með feisi.
Líður bara vel með óvenjuleguna. Pirrandi þegar maður er að fara út í eitthvað fínerí. Þá fær maður ljótuna.