föstudagur, september 30, 2005

Ökrushelgi

Farin upp á Akranes, troðfull af afstæðis-og efahyggju.

fimmtudagur, september 29, 2005

George Michael í Bíó!


Víú víu...fullt af loði!


Það er kominn fimmtudagur og tími til að segja eitthvað.
Mig dauðlangar að fara að sjá heimildamynd um Gjorjg Mækal. Ég er komin með dellu fyrir honum. Langar til dæmis í einhverja safndiska sem eru á útsölu í Skaufunni. En heil mynd! Váf. Hún verður sýnd 3 sinnum í þokkabót og enginn þessara tíma henta mér. En ég ætla samt að reyna. Ég hef ekki gert neitt eitís-legt. Fór til að mynda ekki á tónleikana með Duran Duran sem er náttúrulega ein af dauðasyndunum 8. Sigga var svo almennileg að hringja í mig alla leiðina frá Hróarskeldu í sumar þegar þeir voru að spila svo ég fengi nú aðeins eitís í mig.
En nú er tími til kominn að skella saman eins og einni ræðu sem ég á að flytja næstkomandi mánudag. Ég ætla að halda ræðu um blogg og hvað það er nú yndislegt verkfæri, kosti þess og galla. Ég er ekki búin að finna marga galla þannig að ef ykkur dettur eitthvað í hug sem er ekki tæknilegs eðlis (endalaust hægt að bölsótast út í tæknina) þá endilega skelliði hugmyndum í kommentakerfið mitt. Mig langar að geta sagt með sjálfri mér: Jáff, auðvitað AUÐVITAÐ.

þriðjudagur, september 27, 2005

Ér að leijka mjér...

Ég á að vera að læra en er í tölvuleikjabrjáli. Það er bara svo laaaangt síðan að ég lék mér.
Er búin að fara yfir grein morgundagsins í heimspeki en hún mun vera eftir hann Atla frænda og ég hlakka til að vita hvað gerist í tíma á morgun. En nú ætla ég að snúa mér að tölvuleik. Jú jú ég skammast mín fullt en sú tilfinning er sett á "hold" núna.

mánudagur, september 26, 2005

Af kurtuflum og fluru


Tengdó kom færandi hendi með kurtuflur og þær verða sko juttnar.

Skítaveður en ég fór samt í bókasafnið til þess að ná mér í mjög merkilegar bækur. Nufflilega sjálfshjálparbækur í stórum stíl. Ég þarf að gera bókaskrá sem á að ná yfir 20 bækur takk fyrir og bless. Ég þarf s.s. að skima yfir öll þessi ó(ð)sköp og segja hvað stendur í bókunum. Svo þarf ég að gera efnisorðaskrá líka!!! Það finnst mér skerí. Hugsa alltaf hlýlega til þeirra sem hafa setið sveittir yfir slíku verki. Nú er að hugsa hlýlega til sín.

Drengurinn veit ekki hvað það er mikils virði að hvíla sig. Hann vaknaði eeeeldsnemma í morgun og var ekki farinn að sýna nein þreytumerki fyrr en að ganga tvö svo ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og ákvað að taka krílið með mér í bókasafnið. Alveg viss um að hann svæfi allan tímann sem ég væri þar. Kríli litli sofnaði og svaf alla leið niðr'á bókó en þar gat hann hugsað sér að vakna og hefur ekkert sofið fyrr en núna kl. 23 þá gat hann hugsað sér það. Ég hélt að börn svæfu svo ægilega mikið. Ef hann verður ekki dauðþreyttur á morgun eftir daginn í dag þá verð ég hissust af öllum.
Þá er að læra fyrir morgundaginn...eins og augnlokin á mér eru eitthvað hevví...

sunnudagur, september 25, 2005

Helgin á enda


Einar Áskell kominn á innkaupalistann og er nr. 1


Hana, þá er þessi helgi búin og nú byrjar allt að rúlla eina ferðina enn. Ég vona að ég verði alveg rosalega dugleg fyrir næstu helgi því þá ætlum við upp á Akranes að halda upp á sjötugsafmælið hennar mömmu. Svo á ég sjálf afmæli næstu helgi. Mamma á afmæli 3. okt en ég 2. okt. Soldið spjés hjá okkur mæðgum. Þessi helgi var óskaplega róleg. Við vorum heima í kuldanum nema í dag. Þá skruppluðumst við á bókamarkað. Ég keypti tvær bækur báðar eftir Elísabetu Jökuls: Galdrabók Ellu Stínu og Fótboltasögur. Í kaupbæti (kaup-æti) fékk ég að velja mér bók fríkeypis. Af þeim tveimur sem voru í boði valdi ég bók um Snorra Sturluson þaddna þessi sem útlendingurinn skrifaði...minnir að hann sé norskur. Hina var ég búin að lesa...unglingasaga einhver. Afskaplega sorgleg og leiðinleg. Fjallar um dauðann eins og hann er alltaf hress...

Þetter gott...Da Vinci's inquest er að fara að byrja...æ lovitt.

laugardagur, september 24, 2005

Mikilvæg spurning!

Hvar eru allar glænýju íslensku kartöflurnar? Þær eru ekki í búðinni!

föstudagur, september 23, 2005

The Moodspiller

Við litla fjölskyldan fórum í bókasafnið í gær. Ég varð að skila af mér einhverri stórkostlegri klassík og tók nýtt í staðinn. Chopin varð fyrir valinu. Svo ákvað ég að grípa með mér eins og tvær bækur þó svo að ég viti að ég eigi ekki eftir að skoða þær nógu vel (vonandi geri ég það fyrst ég segi þetta). Ég tók Margréti Viðtimbrið og Dummies bók um klassík. Kíkti í hana einmitt í gær og á fyrstu síðu er hljómsveitin kynnt. Einstaklega krúttleg lýsing á sellóinu: Played sitting down, with the instrument between the legs.
Fiðlurnar: The instrument is made of wood; the bow is made of horsehair; the four strings are made of metal;
Algerlega Dummies-bók og jafnvel villandi þetta með að boginn sé búinn til úr hrosshárum því hann er það ekki eingöngu. Fiðluleikarar halda ekki á stífum hrosshárum. Pælið í því ef það væri málið og allir fiðluleikarar þyrftu að fara með hrosshárin í stífingu og jafnvel þurfa að vera með stífingarefni sjálfir þegar þeir eru að spila svona rétt eins og kjuðinn í billjard þarfnast kalks. Í miðri simfóníu þyrftu fiðluleikarar að stífa hrosshárin. Allt í einu væru kannski tíu klútar að vingsast fram og til baka og Wagner á fullu. Gæti verið kallað mood-spillerinn af áhorfendum þetta klútasyndrom.

Ég held að ég sé algerlega komin út af kortinu...

þriðjudagur, september 20, 2005

Blússi blúss.

Það kom heil jarðýta af verkefnum svo ég verð á fullu þessa vikuna. Ég þarf að halda ræðu um eitthvað sem mig langar til að segja frá. Svo er það lestur og verkefni. Allt í brjáli. Svo er spurning hvað verður um internettímana okkar...

mánudagur, september 19, 2005

Klukkuleikur

Kennari minn dó bara í gær! Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að lenda í slíku. Mér líður mjög undarlega. Ég rauk heim til þess að læra fyrir morgundaginn þá mætir mér barasta póstur með þessari tilkynningu. Allur dagurinn hefur farið í skrítnu...

Annars er búið að klukka mig í klukkuleik bloggara. Ég er tvíklukkuð!!! Maður á að segja fimm staðreyndir um sjálfa/n sig. Verð ég að segja tíu?!
Hér koma mínar:
1. Ég vil helst ekki fara að sofa á kvöldin
2.Ég hef ekki gaman af því að fara á fætur á morgnanna
3.Ég er oft þvöl í lófunum og er hrædd við að taka í hendurna á fólki þegar ég heilsa því, með blautum ógeðslegum lófum.
4. Mér finnst franskbrauð með tómatsósu gott
5. Ég á það til að bora í nefið þegar ég er að lesa eitthvað spennandi; ekki lána mér bók nema henni fylgi latexhanskar

Svo á maður að klukka fimm aðra og ég klukka Beddu, Siggu, Unni, Bigga og Heiðu

sunnudagur, september 18, 2005

Hvað er í matinn?

Nú er ég bara þreytt og vil leggja mig. Var dugleg í gær og dugleg í dag við að heimsækja vini og ættingja. Orðin talsvert leið á að hanga heima alltaf hreint. Svo ég tók bara skúrk þessa helgina. Nú þarf að svara leiðinlegum spurningum eins og til dæmis hvað eigi að vera í matinn í kvöld. Ég ætla að liggja á þeirri spurningu í smá stund. Svo þarf ég að fara yfir verkefni vikunnar og skipuleggja. Nú fer að hellast yfir mig af fullum krafti allt skólaklabbið.

laugardagur, september 17, 2005

Að öðrum hlutum

Sem fáránlingur (þ.e. manneskja) þá hef ég alla tíð haft áhuga fyrir svörum að hinum og þessum spurningum. Einhverntíma bjó ég til orð yfir hlutinn og kallaði hann tilvistarheimspeki. Hafði hins vegar ekki hugmynd um að tilvistarheimspeki væri til. Mikið óskaplega var ég fegin þegar ég uppgötvaði það að aðveratil-speki væri til því að þá vissi ég að ég væri ekki ein um krísuna. Fullt af kenningarköllum voru búnnir aþþessu. Til dæmis hinn ótrúlega myndarlegi Sören Kirkjugarður.

Í tilvistartímanum í dag ætla ég að spyrja: Nei ég nenni því ekki!

föstudagur, september 16, 2005

Elskan mín litla...

...á afmæli í dag og er 6 mánaða gamall. Djísjúss hvað hlutirnir ætla að ganga hratt. Fékk vondar fréttir í dag en þær eru að dagmóðirin sem ég sótti um hjá þykir ekki barnanna best. Mér finnst það skelfileg tilhugsun. Hvað gera Danir þá? Einhver Dani nauðgaði nú barasta fimm ára dreng í morgunsárið á barnaheimilinu og engin veit neitt! Held að ég sleppi við slíkan ógeðning hjá þessari frú. Var það kannski ekki Dani? Í Danmörku gerðist það alla vega. Ég fæ viðbjóðning við tilhugsunina. En svo getur bara vel verið að ég verði hæstánægð með dögguna. Ég er ekkert að deyja yfir því hvar ég skil drenginn minn eftir. En ég vil ekki að hann komi heim með núningssár á hálsinum eftir að hafa verið bundinn niður.
En svo er þetta alla vega. Ég veit sjálf hvernig það er að vera að vinna með börnum. Ýmislegt getur gerst þó svo að maður snúi sér frá í 68 sekúndubrot og þó svo að það tíðkist ekki að binda börn niður á leikskólum borgarinnar þá get ég alveg ímyndað mér að það er kannski stundum erfitt að vera einn með kannski fimm stk. 6 mánaða einstaklinga og þurfa (sem dæmi) að fara á klósettið, komast síðan að því að kúkurinn er harðlífi og vera föst á tóaranum í einar 5-10 mínútur við að berjast við harðkjarna páfa. Maður skal fara varlega í dæmingum dauðans. En á móti kemur að dagmóðir þarf að gera ráð fyrir klósettferðum...og jafnvel hardcore pope.
Í ljósi nýjustu upplýsinga má ég ekki blogga um nágrannann þó mig dauðlangi til þess. En það er með öllu bannað. Það er alla vega siðferðisleg skylda mín að vera ekki að tala um annað fólk á þeim forsendum eins og ég hef alla jafna fjallað um mister neighbour. Ísland er allt of lítið land sbr. sorpritið Dé Vaff. Mætti alveg slaka á í því að segja manni frá fólki sem verður veikt hvað þá að nudda syrgjendum ofan í drullu með endalausri umfjöllun um sorgleg mál. Bráðum ganga þeir svo langt að þeir birta hvaða konur verða á blæðingum þessa og hina helgina og ekki vænlegar til hösls (Barnaland sér um upplýsingarnar). Ég þarf líka að hugsa til þess að kannski verð ég ægilega fræg fræðikona og að sjálfsögðu verður grafist fyrir um mín fyrri skrif þar sem hægt er að varpa ljósi á hvað ég er slæm manneskja og orð mín sem fræðikona dæmd dauð og ómerk í ljósi þess að einu sinni osfrv.
Sjáiði bara greyj Gísla Martein. Eins og BA gráða er nú frekar svona og svona þá skal samt blása það upp að maðurinn laug því í bók að hann væri með BA í stjórnmálafræði. Að sjálfsögðu sló drengurinn um sig ég ætla ekki að fara ofan af því en það er örugglega til verra í pólitík heldur en að segjast vera með BA próf í einhverri snobbbók og vera það síðan ekki. Ég er t.d. með mastersgráðu...ég er bara ekki búin að taka hana né veit hvað ég tek sem master. Kannski verður keyrt á mig á morgun og ég drepst með hvorki BA né MA!!! Djöfuls lygari er ég þá og þokkalega dauð og ómerk.
En eníveis...
til hamingju sonur sæll ef þú átt eftir að lesa bullið í henni móður þinni einhvern daginn.

fimmtudagur, september 15, 2005

...tú ðe pleiiiijjjs æææ bíílooooooonnnggg...


Flott brúna myndin. Krúttlegt baddn. Sjálfur John Denver þarna á ferð en ég er með lagið hans, Kántríróts, teik mí hóm, á heilanum.

þriðjudagur, september 13, 2005

Lyftiduft

Frekar rólegt hjá mér í dag. Fór í skólann og lenti í einhverjum misskiliningi. Mér leiðist misskilningur. Þegar ég beið eftir strætó hringdi Melkorka í mig og var akkúrat á leiðinni í Þjóðminjasafnið. Svo ég beið frekar eftir henni heldur en strætó. Fékk mér súkkulaði og ristað brauð á bullandi prís í Þjóðminjasafninu. Rosalega flott kaffistofan þar. Flýtti mér svo heim þegar ég var búin að raða í mig.
Ekkert sérlega glöð með skólann í dag en á morgun er HEIMSPEKI!!! Jibbíkæjeijjjjjjjjjj. Þá stígur á stokk maður að nafni Björn Þorsteinsson og ætlar að úða yfir okkur nemendur gagnrýnni hugsun. Búin að liggja sveitt yfir grein Páls Skúlasonar og slefa. Blöðin eru í þurrkun. Það brakaði og brast í heilabúinu meðan ég las þessi ÓÐ-sköp. Mikið endalaust leið mér vel í hausnum eftir þá líkamsrækt. Mér leið stundum eins og ég væri að horfa á lyftiduftsdós, inní lyftiduftsdós inní lyftiduftsdós en á endanum kom allt heim og saman.
Kominn tími til að pikka í lítinn kút svo hann sofni í kvöld. Sofnaði ansi seint í gær, litla yndið mitt.

mánudagur, september 12, 2005

(H)amstur

Skóli, verkefni, fjölskyldan, verkefni, sturta sofa.

sunnudagur, september 11, 2005

Svefnvenjur ungs drengs

Rólegur sunnudagur í dag. Búin að þvo tvær vélar og er að lesa í heimspekinni. Dagur er farinn að sofa. Vonandi fram á morgun en ég býst alveg við því að hann vakni eftir 20 mín. Ég ætla samt að taka sénsinn á því að hann sé farinn að sofa yfir nóttina en það þýðir að ég þurfi að fara einstaklega snemma á fætur. Það er ekki spennandi. Hjálpi mér. Ekkert eins hryllilegt og að þurfa að fara á fætur klukkan sjö. Oj. Ég vek hann bara ef ég er eitthvað stressuð. Æi það er svo ljótt. Meira samt hvað barnið þarf lítinn svefn. Hann vaknar milli 9 og 10 á morgnanna en fer að sofa kl. 10 á kvöldin þ.e. ef við svæfum hann. Annars ekki fyrr en 11. Það er ekki mikill tími aflögu fyrir okkur Berta. Við skiptumst á að hafa ofan af fyrir honum svo það sé hægt að heimilisverkast. Það er svolítið skrítið að hafa ofan af fyrir svona litlum dreng. Ég viðurkenni að ég hlakka til þess þegar maður sest niður með bók og litlum akkuru spurningum.

Dagur er s.s hættur að vakna á nóttunni til þess að fá sér sopa af tittsum því hann hefur uppgötvað stellingu sem foreldrum hans hryllir við. Hann sefur á maganum og sefur dýpri svefni. Mér skilst að það sé stórkostlega óholt. Tannsi sagði mér eitt sinn að það væri um tvennt að velja þegar maður svæfi á maganum: Annarsvegar að kafna eða snúa sig úr hálsliðnum. Frekar óhugnanlegt. Hana ég heyri einhver hljóð. Litli ætlar að halda sig við 22 núll núll.

Í Dag

Hvað haldið þið. Ég komst á djammið í gær og hitti engan! Fór svo sem ekki inn á neina spes staði en veðrið var dásamlegt í gær og ég var bara alveg hissa á hvað bærinn var dauður og tómur.

Vaknaði á hádegi og gaf drengnum mínum að borða. Síðan kom móðursystir mín til mín ásamt vinkonu sinni og við tókum bæjarrölt. Ég kuffti mér skólaúlpu svo nú er ég alger skólastelpa. Svo var etið á Jómfrúnni unnhver rauðspretta ofan á rúgbrauði. Mjög gott. Næst ætla ég að prufa eitthvað með svörtum kavíar. Það var smá kavíar á rauðsprettunni og mér fannst hann æði. Ég get alveg hugsað mér kampavín og kavíar-líf. Hélt að þetta væri svo ógeðningslega vont fyrirbæri. Samt er ekki laust við að ég fái klígju yfir sjávarfangi af þessum toga. Minnir mig á sjóarann sem saug hrogn úti á sjó og var síðan fluttur með þyrlu á sjúkrahús kvalinn í maganum hvar læknar fundu þennan fína bandorm. Oj bara. Og þetta var ekki alls fyrir löngu. Ðökk.

Kvölmaturinn var a la Vitabar. Dásamlegir laukhringirnir en það var svolítið erfitt að skera hamborgarabrauðið. Það var eins og gúmmí.

föstudagur, september 09, 2005

Öööö og gagnrýnin hugsun

Sonur minn er farinn að kalla á mig þegar ég læt mig hverfa úr herberginu. Afskaplega krúttlegt ööööö-hljóð. Ég segji eitthvað á móti og þá heldur hann áfram sínu sísli þangað til næsta ööö kemur til þess að athuga hvar ég er stödd í veröldinni.

Í dag hef ég farið í gegnum diskana sem ég fékk lánaða á bókasafninu, lesið grein um gagnrýna hugsun og slefaði svo mikið yfir henni að blöðin eru blaut og nú sit ég og bíð eftir að systurdóttir mín skrölti hingað inn með bjór og gleðisveiflu. Ég ætla ekki að taka þátt í því veislunni en þigg smá bjórsopa. Svo ætla ég að halda áfram að lesa um gagnrýna hugsun...blöðin vonandi orðin þurr.

fimmtudagur, september 08, 2005

Eitt og annað á dögunum

Skrapp aðeins út í gær með Unni og þar var bara helvíti gott að bjóra sig aðeins. Það var einstaklega fróðlegt kvöld enda vantaði mig akademískar ráðleggingar. Langt síðan ég hef haft mikið að gera og Unnur er alltaf með trökklót af verkefnum svo hún kann sitt fag. Takk fyrir mig Unnur og ég verð sko í bandi.

Tannsi er sérstaklega hrifinn af mér og vill hitta mig eina ferðina enn. Hann langar afskaplega mikið til þess að skella í mig eins og einni krónu sem kostar ekki eina krónu heldur 60 þúsund krónur. Tannakostnaður er því á leiðinni yfir 100 þúsund þetta árið. En eins og ég hef sagt áður þá á ég eftir að rétta honum þessar þúsundir króna á einhvern máta með bros á vör og stjörnur í augum því hann er svo frábær. Honum tókst nú samt, í síðasta tíma þegar hann var að laga einhverjar gamlar fyllingar, að stinga prjóninum, sem hann notar til að juða í tönnunum, á bólakaf í vörina á mér. Sagði svo sorrí sorrí. Það var ekkert sérlega gott en betra en að láta bora. Rosalega beitt þetta tól!

Fór í fyrsta tíma í heimspekilegum forspjallsvísindum í gær. Það er orðið langt síðan að ég fékk svona mikið kikk út úr því sem var að gerast upp á sviði. Ég var alveg við það að fara að gráta og henda nærbuxunum mínum í kennarana. Ég komst að því að ég hef ekkert að gera á tónleika á næstuni (er til næstan þ.e. hún næstan?!) nema um sé að ræða strengjakvarteta Beethovens. Tveir kennarar og heimspeki hrærði meira upp í tilfinningum mínum heldur en rokk. Bendir kannski frekar til þess að það sé vöntun, svo ég nafnorði aðeins, á einhverju í mínu lífi. Ég er líka með áráttu sem á heima í heimspeki en það er að hafa endalausa þörf fyrir að fá útskýringar á öllu. Ég er rassálfur. Akkuru Akkuru.

Nú ætla ég að sturta mig, skríða upp í rúm og lesa kannski smá gáfulega akademík og síðan steinsofna.

þriðjudagur, september 06, 2005

Á fullu

Geðveikt að raða, hugsa og skipuleggja inni í hausnum á mér. Á meðan verð ég eitthvað tæp á blogginu. Gef mér ekki einu sinni tíma til að lesa annarra sem mér finnst frekar leiðinlegt.

Haldiði að gamall kennari vor hafi ekki lent í Barnalandspussunum og alla leiðina í DV!
Það er ekki af þessum vef skafið!!! Leggja þetta helvíti niður.

sunnudagur, september 04, 2005

Popppunktur í kvöld!

Allir að horfa á Brúðarbandið í Popppunkti í kveld. Jibbí gaman!

laugardagur, september 03, 2005

Hryllingssögur af StrætóÉg er búin að vera ótrúlega dugleg í dag/gær. Fór í skólann með tveimur ennum, þvoði tvær vélar og hengdi upp. Uppvaskaði í uppvöskunarvélinni, tölvaðist og sagði syninum a.m.k. fimmtíu sinnum að ég elskaði hann.

Berti er alltaf að segja mér hryllingssögur af strætó en hann hefur í tvö skipti á mjög stuttu millibili orðið vitni að því að strætókallarnir eru að reyna að kremja gamla karla á leiðinni út úr vögnunum. Kannski eru strætó-kallarnir að reyna að drepa gamla menn til þess að sporna við offjölgun á öldruðum en allt stefnir í það að of margir Íslendingar ætla að lifa einu númeri of lengi og það hefur slæmt í för með sér. Við sem erum ung í dag fáum þá svo ægilega lítinn péning þegar kemur að okkur að fá ellilífeyrinn.
En alla vega þá er Berti alfarið á móti því að ég taki strætó ef ég er með vagn og barn. Það sé stórhættulegt að taka strætó segir hann. Ég viðurkenni það alveg að ég er farin að hlaupa út úr bílnum á stoppistöð. Ef ég er með trefil um hálsinn, eins og t.d. í dag, held ég dauðahaldi í hann á leiðinni út. Ég hef sjálf verið kramin af strætóhurð og það er frekar skelfileg upplifun.
Berti hefur líka verið vitni að því að sjá barn klemmt á skólatöskunni sinni (ég sé það nú reyndar soldið kómískt fyrir mér, barn hangandi á hliðinni á strætó, fólk myndi halda að þetta væri auglýsing fyrir skóladót). Voðalega liggur þeim strætómönnum á að loka hurðinni. En á leiðinni í skólann í dag opnaði gaurinn ekki einu sinni hurðina fyrir konu sem var að reyna að komast út! Hún þurfti að garga: OPNAHH. Þannig að það er ýmist of eða van í strætó-geiranum. Nema þeir séu að reyna að klippa fætur handa strætókallinum sem tapaði sínum í strætóhryllingi. Oj bara. Það er nú meira ljóta slysið. Og fyrsta hugsun mannsins eftir að bíldruslan var búin að klippa af honum fæturna var að fá sér smók! Það er nokkuð ljóst að maður missir fæturna fyrst og reykir svo.

Berti fór út í búð og keypti Bridged Jones sjampó og þegar ég var búin að fara í sturtu og vígja sjampóið fannst mér ég verða að fara í nærbuxur sem ná upp að háls. Átti þær ekki til.

föstudagur, september 02, 2005

Nóg að gera


Já ég er á fullu. Sé fram á að vera í tölvunni alla daga þar sem námskeiðin eru þar.
Ég held meiraðsegja að ég þurfi ekki að mæta í eitt námskeiðið þar sem það er eingöngu í tölvunni svo það er eins gott að hún fari ekki í klessu. En það sem mér finnst undarlegt er að vera í námi sem fjallar um skrár, skipulag og upplýsingar og nemendur hafa endalaust fengið rangar eða engar upplýsingar! Mjöög furðulegt. En ji hvað ég sakna þess að vera ekki í sagnfræði. Elska Árnagarð.
Nú er sem sagt gengið í garð það tímabil í mínu lífi sem ég á eftir að hugsa til sem rómantískasta tímabilið í lífinu. Þannig að þegar ég verð stressuð og klikkuð yfir öllum verkefnunum og árekstrunum milli náms og lífs ætla ég að minna mig á hvað ég er að upplifa mikla rómantík.

Annars líður mér alveg stórkostlega. Fallegt veður...átti alveg dásamlegan dag með fjölskyldunni í gær þar sem tími féll niður. Við fórum í góðan spássitúr, fórum á kaffihús og fengum okkur grænmetisböku og gos. Að sjálfsögðu fórum við í bókabúð þar sem ég hitti gamla æskuvinkonu og svo lá leiðin í Ráðhúsið og í kringum Tjörnina...frábært.
Mikið er yndislegt að eiga fjölskyldu. Það er ekkert eins yndislegt og að koma heim og sjá litlar tásur dingla í fanginu hjá pabba sínum. Ég er hamingjusöm og rík kona með pínu hnút í maganum yfir breytingunum. Þar með er mínu fæðingarorlofi lokið.