laugardagur, október 29, 2005

Prufandi nýheitin

En ótrúlega sniðugt. Verð að prufa þetta. Blogger í Wörd. Hvað gerist næst? Nú heldur Berti að ég sé geðveikt að læra og gera einhverja ritgerð en í staðinn þá er ég að blogga. Hehehehehe. Þangað til að hann les þessa færslu…þá er búið gamanið.

föstudagur, október 28, 2005

Helvítis vesen

Þetta fer að verða alvarlegt hérna á bogginu mínu. Það er ekki bloggað dögum saman. En ég hef ekki setið auðum höndum. Nú er komið að lokaverkefnunum þessa önnina og það verður eitthvað skrautlegt þetta heimili.

Ekki þó nærri eins skrautlegt og heimilið fyrir neðan sem er að breytast í sukkbæli mikið. Annað hvort verðum við að flytja eða sitja undir þessum dónaskap. Ég held að það séu álög á þessari íbúð þarna niðri. Fyrst var gott fólk, svo kom brjáluð partí-gella sem Birgir þurfti að sitja undir. Síðan komu huggulegt fólk sem seldi óargardýrinu sem er núna niðri. Ég ætla ekki að hleypa þessum leiðindum inn í systemið mitt því þá er ekki hægt að lifa hérna. Hins vegar veit ég að það er ekkert hægt að gera við þessu. Ef maður klórar í alkólistann þá klórar hann fimmfalt til baka svo mikið veit ég. Ég held að húseigendafélagið sé bara prump og hafi engin úrræði.

Það er ekki hægt að ræða af neinni skynsemi við fulla manneskju og granni er nánast alltaf fullur núna. Eina sem okkur dettur í hug er að bíða þolinmóð eftir því að kúrfann hjá granna fari hækkandi og svo komi fallið með tilheyrandi sjokki (að hans hálfu) svo honum finnist hann verði að taka sig á. Þá fáum við frí kannski í 3-4 vikur. Síðan byrjar allt aftur. Kannski verður einhver drepinn í óöld niðri og þá hlýtur eitthvað að breytast.

mánudagur, október 24, 2005

fimmtudagur, október 20, 2005

Skóli, sambýlingurinn og þrif.

Ég er á kafi í skólapælingum eins og sjá má. Verkefnin standa í röð fyrir utan útidyrnar og ég hleypi inn einu í einu eins og heimilið mitt sé skemmtistaður fyrir verkefni. Eitt út-eitt inn. Þetta er svo mikið að ég veit ekki hvernig þetta fer.

Nágranninn sleppur ekki núna en í síðustu viku datt honum í hug að halda rosalegt partí aðfararnótt fimmtudags. Gerðum heiðarlega tilraun til þess að banka en ekki svaraði hann. Svo var reynt að hringja en ekki tókst það. Þá var mikið pælt og á endanum var mörgæsin kölluð til hjálpar eins og manni er nú illa við það í svona litlu sambýli. Ömurlegt en ég nenni ekki að láta einhvern mann út í bæ stjórna því hvernig ég hef það heima hjá mér. Hvernig nennir fólk að djamma frá miðvikudegi til sunnudags? Ég á erfitt með að sýna slíku skilning. Engu að síður er það spurning hversu lengi rólegheitin haldast en við erum alla vega búin að koma því til skila að við ætlum ekki að láta bjóða okkur svona lengur. Umburðalyndi mitt er þorrið í hans garð. Um daginn sagði ég við Berta að við skildum láta sem við ættum ungling og hann væri með gesti í heimsókn. Æfa okkur aðeins. Svo var þetta orðið ágætt.

Dagur skrapp í heimsókn um daginn sem var kærkomið því hann var ekki fyrr farinn út úr dyrunum þegar foreldrarnir settu upp gula hanska og þrifu allt hátt og lágt. Nú er allt fínt og fágað þangað til allt verður aftur skítugt að sjálfsögðu. Systir hans Berta bauð Degi í heimsókn til sín og það gekk glimrandi vel. Mikið er ég fegin að ég er ekki skemmtilegust í heimi.
Í gærmorgun fórum við í ungbarnaeftirlitið. Læknirinn sagði að nú væri kominn tími til að gefa barninu mannamat svo ég flýtti mér í Bjánus til að kaupa seríjós. Dagur má tína upp í sig litlu hringina og æfa þannig grip sem heitir eitthvað. Þumal-vísifingursgripið. Hann er algert krútt við síslið sitt með seríjósið. Auk þess var kufftaður hafragrautur sem er mikill sparnaður. Smábarnagrautarnir eru killer-dýrir. Vonandi get ég platað það veggfóðurslím ofan í mig í leiðinni en hafragrautur er einn ljótasti og versti matur sem ég hef séð og bragðað. En ku vera mjög hollur.
Svo þarf að kenna barninu að drekka eitthvað annað en tittsu. Ég stalst til þess að gefa honum kókómjólkursopa í dag og komst að þeirri merkilegu uppgötvun að kókómjólk má kreista og fylgjast þannig með vökvanum fara upp í rörið og inn í lítinn munn sem kyngdi (sýgur ekkert nema tittsur, allt annað er nagað). Nú er bara að finna tól sem býður upp á hollari vökva fyrir snúðinn okkar og hefur sömu eiginleika. Þá er drykkjuvandamál úr sögunni og ég get andað léttar ef ég ætla að dvelja lengur í skólanum ásamt tittsunum mínum. Verst að stoðmjólk fæst ekki í svona umbúðum. Fjandans markaður.

Æi...ég er ekkert spennandi í dag. Vildi bara láta vita af mér.

föstudagur, október 14, 2005

Smá...

...pása í viðbót. Aðeins að hugsa og læra og skipuleggja.

fimmtudagur, október 13, 2005

Bjánusmálið

Horfði á viðtalið við Jónínu Ben á www.ruv.is áðan og fannst svoldið gaman að sjá hvernig Kristján þóttist ekkert ætla að vilja með blöðin sem hún skellti á borðið og svo laumuðust blöðin inn í hans blöð...hægt og rólega uns í lok viðtals voru þau komin inn í bunkan hans...lúmskör!

laugardagur, október 08, 2005

Bööööhhö

Ég er svo þreytt og orkulaus. Ég vil ekki vera soleiðis. Nú væri gott að fá smá ofvirkni lánaða hjá einhverjum.

Túlkunarfræðin-heimspeki heimspeki heimspeki


Heilinn virðist ráðast á mann eins og sníkill miðað við þessar myndir


Ég hef ekki lent í öðru eins en heilinn í mér fúnkerar ekki rétt. Ég sá til að mynda ekki mun á tám og tánöglum um daginn þegar ég var að klippa klærnar (þegar maður á barn vaxa klær á tærnar sökum vanrækslu) og svo gerðist það þegar ég var í sturtu að mér fannst ansi skítugt á mér hárið þó svo að ég hefði verið að nota sjampóið. Tók þá ákvörðun að reyna að þrífa það aðeins betur og greip í sjampóbrúsann... áttaði mig þá á því að ég notaði sjampóið á kroppinn en ekki hárið þarna rétt áður. Allra fyrst hafði ég náð mér í handklæði og komið því vel fyrir til þess að nota það eftir sturtuna en gekk síðan allsber út um alla íbúð í leit að handklæðinu.

Ég átti að skila inn verkefni í dag sem mér tókst ekki að ljúka í nótt. Fattaði í nótt að ég hef verið á stórkostlegum villigötum einungis vegna þess að eitt orð sem er lykilorð skilaði sér ekki rétt inn í heilabúið og þar af leiðandi var verkefnið algerlega út úr kú. Þéttbýlismyndun og þéttbýlisstaðir er ekki það sama.

En þó svo að heilinn sé að svíkja mig á mikilvægum stundum eins og í verkefnavinnu þá er hann að gera sér grein fyrir þráhyggju sem er heimspekilegs eðlis og ég velti því fyrir mér hvort ég þurfi að fara til hausara til að greiða úr flækjunni. Heimspeki greiðir ekki úr flækjum hún býr þær til. Reynir samt að finna meðalveginn til þess að mæta sjálfri sér á einhvern hátt og þannig halda sjálfri sér við sem mikilvægri fræðigrein. Kannski svolítið alhæft hjá mér en ég á ekki von á að hún hjálpi mér með mitt vandamál.

En ég er sem sagt búin að sjá það að ég á það til að misskilja fólk og fólk misskilur mig og ég misskil texta, sé allt annað út úr honum heldur en stendur á blaðinu, og held þar af leiðandi bölvaðri vitleysu fram við fólk sem hugsanlega misskilur það sem ég er að segja. Ég á þetta til og vitneskjan um þessa túlkunarfræðilegu dílemmu stækkar klessuna og ég versna. Þéttbýlisstaðir verða skyndilega að þéttbýlismyndun sem er allt annar handleggur. Sjampó að kroppasápu og tærnar hafa ekki neglur! Er það skrítið að ég þori ekki að greina kjarnann frá hisminu og vilji taka allan pakkann? Ég treysti mér engan vegin til að túlka hlutina rétt vitandi það að ég er að troða hlutunum þversum upp í mig.

Ef ég útskrifast einhverntíma úr einhverju þá skal ég sko klappa á bakið á mér og spandera milljón í vitleysu.

miðvikudagur, október 05, 2005

TungumáliðEkki er ég að fara fjalla um heimspekilegar vangaveltur í sambandi við tungumálið þó það vilji svo skemmtilega til að ég er að fara í heimspekitíma til þess að heyra fyrirlestur um það. Heldur eru það auglýsingarnar frá ákveðnum banka.

Þannig vill til að hann Þorsteinn Guðmundsson skrifaði svo fallega um ófæddan son okkar í Dé VAff í mars síðastliðnum og nú er sonurinn farinn að borga honum til baka. Búddí búddí kætir hann afskaplega mikið þegar ég segi það en þegar Þorsteinn byrjar starir barnið með aðdáun í augunum. Auglýsingarnar með Þorsteini eru í svo miklu uppáhaldi að einu sinni þegar ég var búin að svæfa hann og var á leiðinni með hann inn í rúm gargaði sjónvarpið: TUNGUMÁLIÐ. Barnið rumskaði, sneri sér að sjónvarpinu og horfði á gúddí búddí. Sneri sér svo við að auglýsingunni lokinni og fór að sofa.

Í gær fór Berti á netið og fann auglýsingarnar og nokkar sem ekki hafa sést í sjónvarpinu. Barnið skríkti og skríkti af kæti. Ég hef aldrei heyrt hann láta svona. Fullt af nýjum hljóðum og mikill áhugi.
Sjálfri þykir mér þessar auglýsingar frábærar.
Gott að vita að við höfum sama smekk ég og Dagur.

þriðjudagur, október 04, 2005

Geri geri

Nú þarf ég að gera svo mikið og hef svo fáar klukkustundir í sólarhringnum til þess að ég veit ekki hvað. Ætli maður verði ekki að fara að vaka heil ósköp frameftir.
Ég verð að fá auka orku einhversstaðar ef ég á að massa þetta allt saman.
Vonandi fer tittsumjólkin ekki í burtu.

sunnudagur, október 02, 2005

Pósting

Verð að setja inn eitthvað í tilefni dagsins bara út af dagsetningunni.