þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Prófatremmi hér

Nú fer að líða að lokum þessarar annar og ég sé ekki enn fyrir endan á verkefnunum. Litli drengurinn minn stjórnar hér með harðri en lúmskri hendi og er tilraun í gangi: Er það mömmu og pabba-hola sem heillar hann meira en rúmið? Er það þess vegna sem ég þarf að fara fimm sinnum á fætur á nóttunni til að plata hann að kúra sitt eigið bæli? Eða er eitthvað sem truflar litla manninn, eyrun t.d. Eru ekki öll börn með í eyrunum í dag?

Næsti tremmi er fyrir neðan þilið. Ætli við verðum ekki að flýja fyrir rest? Það er ekki notalegt að ala upp barn í stöðugum áreitum bæði úti sem og inni.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Skipulagt kaos-femínismiMér finnst rosalega skrítið að vera í námi sem getur ekki ákveðið sig. Alltaf verið að breyta. Nú er búið að færa ritgerðina í heimspeki fram um 6 daga svo ég þarf að fokka upp í skipulaginu mínu og hún sett í forgang.

Ég ætla að rembast við að skrifa um feminisma og mér til halds og trausts hef ég smá bút úr Hinu kyninu e. Simone de Beouvoir en sá doðrantur eftir hana er víst skyldulesning feminista. Ég er ekki búin að gera upp við mig hvort ég sé feministi eða hvað ég er. Sumar konur halda því fram að allar konur séu femínistar af því að þær séu konur. Eitthvað stingur við þessa röksemdafærslu...
Held samt að það verði gaman að glíma við þetta og komast að því hvort ég sé "já" við öllu sem Simone segir eða hvort ég finni eitthvað sem ekki gengur upp.

Simone sá sér ekki fært að eignast barn af því að það var svo mikið sem hana langaði til að gera, skrifa og svona.
Við Bedda héldum að við myndum baka kökur á hverjum degi af því að heimavinnandi húsmæður gera slíkt og hugsa um ungana sína. Ég spring af hlátri þegar ég hugsa til allra hlutanna sem ég ætlaði að gera þegar ég væri heima að hugga mig með litlu barni. Svo ægilega margt hægt að dunda sér. Var svo rómantísk að ég sá mig fyrir mér með þvottabretti og svona ál-bala og hvítan klút um höfuð mér...næstum því komin í Hagkaupsslopp en ég var alla vega með svuntu!

Annars líst mér feykivel á Hitt kynið hennar Simone enda er hún tilvistarheimspekingur. Þeir eru svo skemmtileeeeggiiiiir.

föstudagur, nóvember 18, 2005

Hæ hó bloggvörld!


Það er eins og það séu um 300 ár síðan ég skellti einhverju hérna. En ég er svo öguð að ég geri ekki neitt óskynsamlegt í tölvunni ef ég á að vera að læra. Merkileg uppgötvun að ég skuli geta beitt aga einhversstaðar.

Verkefna-törninni er hins vegar ekki lokið. Rétt hálfnuð. Eftir er að gera bókaskrá með yfir tuttugu titlum, vefsíða, ritgerð í heimspeki, þrjú flokkunarverkefni og síðan heimspekiprófið sjálft.

Þetta þarf allt að gerast á nóttunni því þá sefur drengurinn loksins. Vonandi fæ ég pláss fyrir dýrið mitt einhversstaðar eftir áramót svo ég geti unnið á daginn og átt frí á kvöldin jafnvel um helgar, annars missi ég geðheilsuna.

Berti greyið kuffti ægilega sætt dót handa syni sínum. Mörgæs með jólasveinahúfu sem spilar lag þegar hún er kreyst. En lagið stingur svo í eyrun að barnið fer að skæla ef það er of nálægt...enda stendur á dótinu að það sé ekki ætlað 0-3 ára. Málið er að það stingur okkur líka í eyrun og alla leið upp í heila svo það ætti að banna þetta með öllu.

Dagur kann að segja "mamma" en hvort það eigi við mig eða eigi við eitthvað yfirleitt er ráðgáta enn sem komið er. Við eigum ekki digitalískt verkfæri til að ljósmynda hann svo það verða engar nýjar myndir í bráð á bjánalandi. Hann er búinn að gleyma Þorsteini Guðmundssyni en í staðinn er komið eitthvað lag í bankaaulýsingu. Auglýsingar ná fljótt til barnanna. Ég er búin að biðja bróður minn um að redda mér þessu lagi því hann ku eiga það og er fúll yfir misnotkuninni. Ég aftur á móti er hæst ánægð með það að drengurinn minn skuli læra eitthvað skynsamlegt af auglýsingum. Nú er bara að sjá hvernig hann bregst við þegar lagið kemur án auglýsingar.

Já...ef einhvern langar í kettling þá eignaðist læða bróður míns fjóra kettlinga (af skógarkattarkyni) í fyrri nótt. Þetta eru blandaðir kettir en verða líklega fjarskalega loðnir og líklega þarf að baða þá og greiða í framtíðinni. Mér skilst að það sé ægilega gaman að baða kisur sem vilja láta baða sig.

laugardagur, nóvember 05, 2005

Lær(stóri)dómur

Ég blogga þegar ég er búin að gera þessi ógurlegu verkefni sem ég þarf að skila í vikunni.
Skólinn og heimilið á mig alla. Ég er farin að sakna þess að skrifa hérna. Bjóst ekki við því að blogga ekki vikum saman. Kemst ekki einu sinni í að lesa aðra! Ussusveijjj.

Uppskiftir að barnamat á óskalistanum, hafragrautur ekki meðtalinn. Sonur minn á ekki auðvelt með að kyngja honum. Ekki frekar en ég. Kokið á okkur er ekki gert fyrir slíkan mat.