laugardagur, desember 16, 2006

William James er að gera mig vitlausa

Ég er alveg glötuð í blogginu. Hef engan tíma til að sinna því. En nú á ég að vera að lesa fyrir próf og af því að hausinn á mér hefur takmarkað þol fyrir heimspekilegum pælingum og mér dettur ekkert í hug til þess að hvíla mig á þeim þá bara blogga.

Ég er til dæmis að lesa William James og mér finnst svo erfitt að lesa hann af því að hann hefur skoðanir sem ég get ekki skilið. Ég á samt ekkert að vera að spekúlera í skoðun hans eingöngu heldur aðferðinni á bak við skoðunina. Það er alveg fín pæling út af fyrir sig en ég get ekki trúarbrögðum. James er voðalega hlyntur því að fólk fái að trúa því sem fólk vill. Hann segir að í þeim málum þar sem skynsemin geti ekki skorið úr um hlutin þ.e. hin vísindalega hugsun, eigi tilfinningarnar að ráða. Við getum ekki fært sönnur á að guð sé til og því megum við bara ráða hvort hans sé til eða ekki og höfum engu að tapa í þeim efnum hvort sem við veljum. Og hann er voðalega skynsamur í skrifum sínum um þetta allt saman. Ætlast auðvitað til að trúuð manneskja sé skynsöm vera. En ji hvað hann er leiðinlegur penni maðurinn...ekki sammála kennara mínum um skemmtileg heit í skrifum. Kemur með heilu ljóðabálkana frá 1800 og eitthvað sem tilvitnanir. Djísús boooring kræst! (Er enginn ljóðaunnandi, finnst þau öll undarleg með meiru og stórskrítið tjáningarform.)

Ég er rosalega spennt að vita hvort ég verði búin að skipta um skoðun þegar ég fæ botn í kallinn og fyrirgef honum trúarviljann sinn.

laugardagur, október 21, 2006

miðvikudagur, október 18, 2006

Kontrabassi óskast


Hef ég einhver sambönd hérna í bloggheimum? Berti er nebblilega búinn að skrá sig í Tónskóla Sigursveins og vantar hljóðfærið og franskan boga. Það væri líka gaman að vita hver væri munurinn á frönskum boga og öðrum bogum.
Jú og meira. Eru til ódýrir góðir kontrabassar yfirleitt? Kannski þurfum við að ræða málin við Vísu Rað.
Annars er ég glöð og les Hume. Ætla að skrifa ritgerð um fullyrðingu hans að kraftaverk séu brot á náttúrulögmálum. Ég er á báðum áttum með hvort ég eigi að vera sammála honum eða ekki. Það er eitthvað loðið við rökfærsluna hans þó svo að maður hallist alltaf á sveif með honum einhvern vegin. Engu að síður er eitthvað ekki nógu sannfærandi. Get ekki puttað á hvað það er. Vonandi tekst mér eitthvað kúl. Kíkti í formálann hjá Atla frænda (já ég er að monta mig af því og hvað með það ;)) og þar er eitt og annað sem útskýrir af hverju maður er eitthvað óöruggur með Humes. Verð að massa 8. Annars finnst mér ég ekkert kúl.

Hugsaði Hume með hökunni?

þriðjudagur, október 17, 2006

Hvalir

Þarf bráðnauðsynlega að fara að veiða hvali? Vantar okkur eitthvað að borða?
Hver er ástæðan fyrir því að hefja hvalveiðar? Getur einhver svarað þessu fyrir mig á mannamáli? Ég vil endilega vita það.

fimmtudagur, október 12, 2006

hégómi

Mig langar til þess að verða heimspekikennari. Er það hégómi?

Léttara hjal-Miles Davis

Sonur minn spurði í gær þegar við gengum niður stigann "ha detta"? Ég sagði honum að myndin sem hann væri að spyrja um væri Miles.
Sonur minn sagði ha detta, Miles?

Sonur minn kann að segja Miles.

þriðjudagur, október 10, 2006

Baráttan við eðlishyggjuna

Ég er að reyna allt hvað ég get að aðhyllast ekki eðlishyggju. Fyrir þá sem eru ekki fróðir um hvað í henni fellst útskýri ég hana stuttlega. Eðlishyggja segir að við séum karlar og konur og þarf af leiðandi erum við ólík á öllum sviðum. S.s. skiptir okkur í kyn og dæmir okkur út frá því. Ég vil hins vegar ekki gera slíkt. Auðvitað erum við öðruvísi líffræðilega og svoleiðis en ég lít á sjálfa mig sem einstakling fyrst og fremst og vil vaxa og dafna á þeim forsendum. Ekki að ég sé kona og nota naglalakk og dafna á þeim forsendum. Hvort sem við hugsum öðruvísi eða ekki þá erum við fyrst og fremst einstaklingar og svo getum við verið kyn ef við viljum að það skipti máli. Fyrir mér vil ég ekki og finnst að það eigi ekki að skipta máli. Af hverju er ég að æpa þetta í dag? Nú vegna þess að ég átti samræður við tvo karlmenn. Það er í tísku hjá ákveðnum hópi karlmanna að ræða um ábyrgð, konur og Flórens Nætingeil syndrómið í sömu andrá. Þeir segja að konur taki alltaf af karlmönnum ábyrgðina þ.e. massa hlutina sjálfar ef ekki dugar að biðja þá um að gera þá. Einu sinni las ég viðtal við formann jafnréttisráðs karla þar sem hann sagði eitthvað á þá leið að karlar vilja ekki að konur segji sér hvenær eigi að fara út með hundinn eða skipta á barninu. Og nú kemur bomban: Í fyrsta lagi á ekki að þurfa að segja þeim að fara út með hundinn og eða skipta á barninu. En einhverra hluta vegna þarf að benda þeim á það alltaf hreint hvað þurfi að gera. Ef við gerðum það ekki væri hundurinn búinn að pissa og skíta út um allt. Meiraðsegja þó svo að barnið gangi um með skítalyktina og drulluna upp á bak hreyfa þeir sig ekki. Rassinn væri brunninn af barninu ef þeim er ekki sagðir hlutirnir. En nóta bene þetta gerist bara ef konan er heima!!! Ef konan er ekki heima að þá drullast þeir af stað! En ef hún er heima þá er ekki lyft litla fingri fyrr en hún byrjar að "tuða". Í öðru lagi að ef að við (konu-einstaklingarnir) tökum ekki þessa svokölluðu ábyrgð af ykkur (karla-einstaklingarnir) með því að taka af skarið og rjúka í verkin sjálfar þá gætum við lent í djúpum skít. Þess vegna mössum við þetta bara sjálfar. Svo verðum við drullu gramar út í karlkynið og velltum því fyrir okkur hvort okkur liði ekki bara betur einum því það er óþægilegt að finnast maður eiga að geta stólað á að fullorðið fólk vinni saman og svo gengur það ekki upp. Og þið dirfist að kalla þetta Flórens Nætingeil syndróm! Við erum að reyna að láta hlutina ganga upp og þið horfið á okkur gera það með aðdáun í notalegheitum þangað til að tuð-hljóðið kemur. Komm on! Hvað er að ykkur strákar?! Taka þátt í lífinu með ykkur svo okkur finnist þið ekki óþarfir og förum alvarlega að hvetja til klónunar. SAMVINNU TAKK! Ein fúl og reið í dag.

miðvikudagur, september 27, 2006

Hnjúkagöngublogg

Í gærkveldi eftir góða sturtu kom ég mér í náttgallann. Svo hringdi ég í símann til nöldra yfir ADSL sjónvarpinu sem virkar stundum ekkert. Í því er bankað. Þar er komin hún móðursystir mín og hún vill endilega draga mig og Dag með sér í göngu með Ómari Ragnarssyni. Ég var forviða og áhugalaus en ákvað að drífa mig. Hafði ekkert betra að gera svo sem.

Við röltum á Hlemm þar sem ég sé aragrúa af fólki og spyr frænku hvort ég sé að fara að mótmæla Kárahnjúkavirkjun? Hún kvað já við. Ég sem hef engin rök með eða á móti.

Í göngunni hittum við Birgi.com. Hann færði okkur barmmerki og Dagur sagði halllooóúúh við hann með nokkra mínútna millibili. Ég var duldið hrædd um að sálræna Dags færi forgörðum út af öllum rössunum og löppunum í kringum hann en þegar gangan tók að klappa færðist fjör í drenginn og hann bað um meira. Klappaði svo með.

Fréttaflutningurinn í 10 fréttum rúf af göngunni fannst mér til skammar. Það var gert eins lítið úr henni og mögulegt var. Eins og það voru nú margir sem tóku þátt í henni. Það er vond lykt af þessu máli. Það er ekki oft sem svo stór hópur fólks á Íslandi safnast saman til þess að andmæla og algerlega fáránlegt að menn skuli ekki geta gert meira úr frétt án þess að vera hræddir við að taka afstöðu. Skortur á hæfileika segi ég.

Annars er þetta frábært framtak hjá Ómari. Það er gott að fá skoðanir manns sem þekkir betur til en maður sjálfur. Þá skána ég kannski málefnanlega.

mánudagur, september 18, 2006

Súper Píkan-heimilistæki framhald

Ojú mín var sko send út að versla. Þvottavélin, sem hefur staðið sig síðustu 15 ár, vildi láta henda sér...nú eða ég þyrfti að púúnga út 30 þnústum í viðgerð sem hefði dugað í ár. Svo sagði drengurinn sem kom til mín og fékk 7200 kr. fyrir að segja að hann mælti ekki með viðgerð.

Ég fór í þvottavélaleiðangur og dró upp vísu rað. Fékk þvottavél sem er svo rosaleg að ég get sent hana í prófin í des. Hún er að springa hún er svo vel gefin. Vonandi endist hún í 20 ár. Og vitiði hvað hún er rosaleg? Maður getur sett svitafýluföt á hraðprógramm sem er ekki nema 15 mínútur! Og vitiði hvað það hraðprógrammið heitir á finnsku? Super pika!!! Prógram til þess eins að losna við svitafýlu úr fötum á 15 mínútum!!! Ég er sko sannarlega að svita fötin mín núnahh! Alger súper píka. Súper píku má fá á 64 þnúst. En maður á hana eeendalaust.

Af uppþvottavélinni er það að frétta að það er ekkert að henni. Sjálfsagt lagaði ég hana með því að paufast með hana út í bíl. Fjúkkk. Ég nenni ekki að vaska upp. Tímasóun. Hægt að lesa góða bók í staðinn.

Heimilistækjablogg

>

Haldiði að ég hafi ekki massað uppþvottavélina loksins eftir að hafa horft á hana núna í nokkra mánuði full skelfingar. Ég drullaðist til að aftengja hana og svo bar ég helvítið út í bíl. Djöfuls þungt. Ég var reyndar búin að mikla það stórkostlega mikið fyrir mér að aftengja. Hélt að téðir hlutir væru miklu meira mál en urðu í raun. Það var hins vegar burðurinn sem fór með mig. Rúntaði með dolluna í viðgerð og bað manninn vinsamlegast um að halda á henni fyrir mig ég væri ekki með kropp sem þyldi meir (þyldi?!).

Þegar ég kom heim fór þvottavélin í fýlu og nú bíð ég eftir viðgerðarkalli og blogga um ósköpin á meðan. Hvernig er þetta hægt?

Ef allt er svo bara ónýtt þá þarf ég að kaupa og kaupa. Mér finnst svo leiðinlegt að kaupa. Nema penna og skrifblokkir. Það er ótrúlega gaman að kaupa slíkt.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Þorgrímur, reykingar og umferðarmenning
Þorgrímur Þráinsson svarar spurningu í blaði Fátækra, skuldara og fátækra skuldara í dag og segir að mönnum þyki misvænt um líf sitt þegar hann er spurður hvort þakklætisvert sé að reykja (sem er undarleg spurning bæ ðe vei.)

Síðan sest hann upp í bílinn sinn og keyrir af stað inn í íslenska umferðaómenningu.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Allir að fara að kaupa bíl

Farðu og og kufftu bíl ha HA! þÚ Verður að kaupa bíl. Bara 3 % vextir og borga 10% út enginn ábyrgðarmaður. Gerðu það kufftu bíl. Svo er geggjað tilboð á notuðum bílum. Síðasti dagurinn í dag...ha. KOMMON strætó er bara fúllt dæmi sem gengur ekki upp.

Strætó er fúllt dæmi að því leitinu til að maður tapar dulitlu sem er dýrmætara en peningar en það er tími. Tími er verðmætari en peningar.

Reyndar kæri ég mig ekki um að flækjast í þessum bílavef á meðan ég sef. Þá lýkur þokkalega minni leið og buddan mín veit hvaða hug ég til bíls ber. Ætli ég þurfi ekki að loka fyrir útvarpið ef þessum auglýsingum linnir ekki.

Verð að bæta við færslunni hans Orra um kýrnar. Hún er æði!

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

veit ekki hvað ég á að segja

Blogger vill ekki leyfa mér að pósta. Tilraun nr. billjón.

Fór á Morrisey. Dó í fyrsta lagi og beið eftir að verða lífguð við en það gerðist ekki. Hins vegar var hann glæsilegur. Hefði viljað heyra meira af Vauxhall and I sólóstykki meistarans. Mér finnst hún vera best.

Ætla mér að bulla meira um lífið og tilveruna þegar ég get. Ætla að vinna aðeins fyrir mér. Þetta er síðasta vikan mín í safninu. Þeir sem þekkja mig og þurfa á því að halda vinsamlegast notið þessa viku til þess. Þ.e. ef ég get komið slíku við.

Fæ smá sumarfrí til þess að gera klárt fyrir skólann og svo byrjar ballið þann 1. sept.

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Bíðiði!!!

Ekki gefast upp ég er alveg að koma!

mánudagur, júlí 17, 2006

Demó- óskir frá tónlistardeild Borgarbókasafns

Mætt mjög sveitt og glöð -mjög gveitt og svöð.
Minni enn og aftur á söfnun Aðalsafns Borgarbókasafns. Fólk sem er að skálda tónlist er hvatt til að koma með demóin sín til Tónlistardeildar Aðalsafns Borgarbókarsafns. Koma svohh!
Ég er alla vega að hugsa um að búa til tónlist bara til þess að vera með. Vantar smá hjálp en kannski að ég fái hana bara ha. Ég er nebblilega búin að semja fullt en það er í hausnum á mér. Vantar græjurnar. Kannski er ég ekki ritskáld. Það eru til skúffu-skáld...fólk sem skrifar og skrifar en setur allt oní skúffu. Kannski er ég hausa-skúffu-tónskáld.
Eru skúffur í hausnum? skáld er jafn skrítið orð og bara.

laugardagur, júlí 15, 2006

Skapar þú mússík?

Tónlistardeild Borgarbókasafns Aðalsafns ætlar að setja upp demó-rekka. Þannig að þeir sem eiga demó eiga endilega að fara með eintak í borgóbókósafnó með viðeigandi upplýsingum til skrásetningar.

Nú er bara að setjast niður og setja saman demó.

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Bloggþreyta

Það er nokkuð ljóst að bloggþreyta er víða í bloggheimum. Ég er ein af þeim sem nenni þessu varla lengur. Kannski ætti maður bara að taka sér pásu og hugsa ekki um þetta meir.

Ég er bara vinnandi, dugleg að fara upp á Akranes að hitta fjölskylduna. Svo vinn ég. Þarf að fara í próf í ágúst og kem mér ekki í gang við það að lesa fyrir það. Helvítis bögg. Nenni ekki að læra í sumar. Döhh...á ég ekki bara að borga bankanum til baka og slappa bara af ha?

Veit ekki. Alla vega blogga ég ekki á næstunni nema mikið liggi við. Verð eiginlega að ná þessu prófi.

Bæ á meðan...já og svo þarf að finna nýtt template. Ég er alveg komin með ulluna fyrir þessu sem er nú.

mánudagur, júní 26, 2006

Gáfuleg upplifning-trúleysi og sjálfshjálparmunkar

Ohh svo gaman að nafnorðun :) En ég upplifði tvö gáfulega hluti (að mínu mati nottlega) í dag. Það var Kastljós (í gær reyndar) og svo pistill sem ég rak augun í eftir Davíð Þór Jónsson um munkinn sem seldi sjálfshjálparbókina sína. Mikið var ég hrifin! Ég klappaði saman lófunum og skríkti af samþykki pistlanna tveggja. Þ.e. Kastljós var pistlalegur í formi viðtals skohf. En sjálfshjálparbækur er nokkuð sem ég hef afskaplega mikinn áhuga á. Þræl-merkilegt fyrirbæri því það er borin von að fara eftir þeim. Ég hugsa að það sé auðveldara að kenna fólki að diffra og deila með margliðum heldur en að fara eftir því sem stendur í slíkum bókum frá A til Ö (var að skoða gömul stærðfræði dæmi í dag...já ég er klikkuð og það er geðveikt gaman). Einu sinni fékk ég mér slíka bók í hendur og hún var með magnaðasta móti. Mér leið eins og ég væri í geggjaðri líkamsrækt þar sem væri hávær tónlist og æft og skækt. Ástæðan er einföld. Höfundur spurði spurninga til lesandans og síðan voru notaðir hástafir til þess að hvetja lesandann áfram. Smá tilraun til að sýna dæmi um æsingu bókarinnar og tengslin við líkamsræktarhávaðalæti: Ertu orðin leið/ur á að það sé nýðst á þér og að þér líði eins og tapara? HAFÐU EKKI ÁHYGGJUR ÞVÍ NÚ ER TÍMI BREYTINGA! ÞÚ MUNT ALDREI VERÐA SAMUR FRAMAR! Í dag myndi þessi bók þykja móðgun því hástafir þýða öskur samkv. einhverjum sem ákváðu hluti út af veraldarvebbnum. Einu sinni skoðaði ég bókina "Á morgun segir sá lati". Mjög vond þýðing á bók því hún fjallar ekki um fólk sem getur ekki tekið til í kringum sig eða skipulagt vegna leti heldur vegna allt annarra hluta. Venjulegra hluta. Mannlegra hluta. En eftir að hafa farið í gegnum hálfa bók sem átti að hjálpa manni við skipulag var ég komin með svo öran hjartslátt þar sem ég lá með bók í hönd því það var orðið svo helvíti mikið að gera hjá mér bara með þessa fjandans bók. Sama upplifði ég þegar ég las bókina Húsmóðir í hjáverkum. Skáldsögu um konu sem á bara bágt með að forgangsraða miðað við hvað hún vill. Ég las og las og lá og lá og fannst ég massa heilan helling án þess að gera neitt. Mjög fínt en slapp við öra hjartsláttinn. Fullt af fleiru skemmtilegu til í sjálfshjálparbókum. Enda bauðst mér starf við að gagnrýna slíkar bækur. Ég er enn að hugsa um að taka djobbinu.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Eitthvað gáfulegt

Mig langar svo að segja eitthvað gáfulegt en ég veit ekki hvað svo ég segji bara:

"Eitthvað gáfulegt".

Mig langar til að vera duglegri að blogga en það situr allt fast þegar ég sest niður. Engu að síður fæ ég hugmyndir daglega sem gleymast þegar lyklaborðið fer undir puttana.

laugardagur, júní 10, 2006

Hátíð hafsins

Sit í hugguleg heitunum innan um barnabækur og má tölvast. Fékk mér nokkra bjóra í gær og er hálf tussuleg. Hélt að ég yrði í afgreiðslunni í dag. Fullt fullt af bókum og ég með timburrugluna. Betra að vera með timburruglu og hafa massa að gera. Það finnst mér alla vega. En ég geri þá engin mistök á meðan.

Það vantar barnatónlist hérna inn...það væri soldið notalegt að vera með krakkamússík. Póstinn Pál og svona.

Úff það er soldið þungt loft hérna. Best að opna glugga.

föstudagur, júní 09, 2006

Nágrannar

Gafst upp á sjónvarpinu og kuffti nýtt í gær. Sæki það á eftir. Það var ekki pláss fyrir sjónvarp og barn. Ákvað að skilja barnið ekki eftir inni á lager og taka sjónvarpið.

Nágrannarnir í Serol eru að fara einn af öðrum. Sviti kemur stundum aftur. Held að hann sé sjómaður.

Sama má segja um nágranna fjölskyldunnar sem hefur verið svo erfiður. Hann er búinn að setja á sölu. Óska eftir góðu fólki á neðrihæðina. Við erum hálf lost yfir því að vera ekki taugatrekt kvöld eftir kvöld yfir ástandi neðri hæðarinnar. Mikið tómarúm sem fylgir þessum sviplegu breytingum.

föstudagur, júní 02, 2006

Vinnan

Byrjaði að vinna í gær. Sit og bíð eftir að gera eitthvað. Fullt af bókum út um allt og svo er gamall péningakassi hér svo ég er dugleg að rukka sektir bara svo ég fái að pikka á hann. Varið ykkur á mér ef þið skuldið í bókó.

Ætla ekki að blogga í vinnunni. Bannað

Bæjó

miðvikudagur, maí 24, 2006

HM í boltmennsku

Ég ætla að finna mér lið til halda með...liðið inniheldur sætann kall til að horfa á. Til þess er fótbolti. Ég er með einn í huga af því að hann minnir mig svo á Grohl. Er ekki sætur en samt sætur.
Líklega held ég því með Hollandi í þetta sinn en ekki Ítalíu eða Brasilíu. Svo er appelsínugulur flottur litur.

Áfram sólskin.

Á ég að kjósa eitthvað? Hvað er í boði?

Valur Ingimundarson fær prik í hattinn frá mér fyrir að storka stjórnvöldum. Að Davíð hafi verið svo skerí að Bandaríkjamenn fengu hroll þegar hann hótaði að segja upp varnarsamningnum.

Svo hafi þeir hreinlega hjólað í verkið þegar Dóri kom til valda.


Halldór Ásgrímsson reynir að malda í móinn með því að segja að ef það væri á bak við ákvörðun Norðlinga-Bandaríkja- stríðsveituna væru það stórkostlegir álitshnekkir fyrir þá!
En ekki Írakstríðið?!

Hann segir jafnframt að menn hagi sér ekki þannig að breyta hlutum þegar nýjir menn koma til valda!

Hann fylgist ekki nógu vel með pólitík, kallinn.

Til Serol

Stundum á maður ekki sína eigin daga.

  • Uppþvottavélin biluð
  • Sjónvarpið er ónýtt
  • Ruslatunnan er horfin
  • Týndi fokdýra strætókortinu mínu í morgun...
Það er dýrt að vera fátækur.

Kaffivélin ætlaði að kóróna þennan morgun með því að pakka saman kaffipokanum svo kaffið myndi flæða út um allt en ég sá við henni. Helvítis píkan!

Fór til læknis í gær sem lét mig hafa farseðil til Serol. Þar kem ég til með að búa næstu 30 daga í betablokk. Ég ætlaði ekki að þora að fara þessa ferð vegna nágrannanna sem fylgja en Prozack húsvörður, Zack eins og hann vill láta kalla sig, hughreysti mig og sagði að maður verði bara að taka nágrönnunum eins og þeir eru. Nágrannarnir eru ekki eins slæmir og þeir sem ég hef hitt áður við þessar kringumstæður. Svitnaði í nótt en finn ekki fyrir neinu nema kannski smá syfju. Það er himnaríki á við það sem ég hef gengið í gegnum. Bölvaðar sumar töflur.

Kaffið er tilbúið. Namm namm...
Syrgi strætókortið næstu klukkutímana.

föstudagur, maí 19, 2006

Skítuga samlokugrillið

Við hönnun ýmissa raftækja er ekki haft í huga hvernig í ósköpunum eigi að þrífa herlegheitin. Fólk sem er einstaklega hrifið af samlokum stútfullum af osti lendir í því að osturinn tekur upp á að leka út um allt grill og inn á milli gormanna sem tengja neðri hluta við efri hluta.

Ég ætla að prufa að tannbursta grillið mitt og vita hvort ég geti hugsað mér að elda á því.

Annars er eitt ráð sem ég fékk hjá vinkonu minni. Þessi vinkona mín er mjög lunkin við að búa til skríta hluti þegar kemur að mat. Sjálf eldar hún helst ekki á matmálstímum, nema í neyð, enda samkomulag þar um á milli hjóna að hún sjái um önnur verk er tengjast heimilshaldi.

Þessi vinkona mín er voðalega sniðug þegar kemur að nasli á milli mála. Hún kenndi mér t.d. að Taco-pönsum mætti breyta í samlokur. Smyrja þær, skella osti, hvítlauk, kryddi, skinku, pepperoni og alls konar mat inní, pakka þessu síðan inn og skella í fjandans samlokugrillið. Ef vel er að staðið þá skítnar grillið ekki út!

Mér mistókst áðan...allt út af ostagræðgi.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Da Vinci Code- Ðe Mövei not in cinemas in Faroe Islands

Nú loksins gefst þeim kristnu færi á að bilast yfir gvuðlasti! Hinn kristni heimur er stórkostlega móðgaður yfir því að skáldsaga hafi verið kvikmynduð. Kvikmynd er sem sagt verra en bók. Og leikstjórinn er ekki einu sinni Múhameð spámaður í hefndarhug.

Af hverju í ósköpunum færeyskum bíófrömuðum datt það í hug að neita að sýna myndina get ég ekki ímyndað mér nema að vekja á sér heimsathygli; ferðamannastraum og helst kvikmyndagerðamenn í leit að nýrri sviðsmynd.

Ef ekki þá er bara eitthvað að. Sömu reglur hljóta að gilda um menn sem reka kvikmyndahús og þá sem reka bókasöfn hvað varðar ritskoðun og taka það upp á sitt eins dæmi hvað almenningur má sjá er brot á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tjáningarfrelsi, skoðanafrelsi, skáldskapur...halló Færeyjar, vakna.

Einu sinni mátti hvergi dansa nema í Færeyjum. Nú fara Færeyingar unnvörpum upp í bát til Íslands að sjá Da Vinci Code í bíó.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Messun, mössun, messa, massa

Ætli messa sé messa? Ætli það sé ekki að massa? Massa guðdóm ofan í lýðinn. Svo varð ruglingur...djöfull massaði ég marga í dag!

Massa = trú-ítroðsla.

Á að vera að spekúlera í ritskoðun á bókasöfnum en það er einmitt efni ritgerðar okkar hópiddí hóps, (hippiddí hæ og hippidí hí uns birtir á ný). Mjög áhugavert viðfangsefni en ég kem mér ekki í það. Elska siðfræði og klípur.

Klípur.....snípur! (íhhíhíhhhí (píkuskrækur)) .
Klípur snípar...sný par...

Ohh það er svo gott að vera ekki alveg með öllum mjalla.
Gott að blogga.

Aþþí að ég er bókasafnsfræ-(korn) þá held ég að leitarvélar á netinu eins og t.d. Google ættu að sniðganga blogg við leit. Búa til sér leitarvél fyrir blogg sem heitir Bloogle. Þá fáum við ekki óþarfa upplýsingar þegar við sláum inn gáfulegum leitarorðum.
Sel hugmyndina hér með og fæ nokkrar millur. Kaupi mér einbýlishús í vesturbænum og er úti í sólinni með bjór, bók og bora í bnefið.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Já og svo fór ég í próf.
Þá er eftir lyklunarverkefni og heil ritgerð sem þarf að vinna í hóp þ.e. ritgerðin. Hvað annað?
Ekki það að ég sé á móti hópnum mínum. Ég bara nenni þessu ekki lengur, hópiddí hóp! Vil fara að lesa eitthvað skemmtilegt og bora í nefið.

Svo er ég búin að vera geðveik meira og minna alla önnina og er að gefast upp á því. Held að ég þurfi að fara að kaupa mér serótónín eins og mér er illa við aukaverkanir. Furðulegt að gera sér grein fyrir hlutum en geta ekkert gert í þeim. En þegar maður er að skipta um líðan eins og dæmigert íslenskt veðurfar var hér í denntíð (?!) þá er bara spurning um að let gó.
Ég held nú samt að ef ég hefði orku aukreitis þá myndi ég reyna að vinna úr þessu sjálf. En ég hef bara ekki tíma handa mér aflögu. Enda held ég stundum að ég sé vél sem massar það sem massa þarf og svo slekkur hún á sér...nei reyndar fer ég bara á stand by þangað til ég þarf að véla næsta dag.

Hvenær fæ ég að sofa eins og fólk sefur? Ég má ekki heyra skrjáf í sænginni hans gullmola míns þá opna ég augun og ef hann talar upp úr svefni fer adrenalínið í gang og ég bíð eftir að hann vakni alveg svo ég geti svæft hann aftur! Verður maður ekki geðveikur á því að sofa ekki?

Hana, ég þarf að fara að liggja í sófanum mínum. Ég þarf að æfa mig í því að hafa það huggulegt.
Kannski sef ég bara þar...ekkert skrjáf í sænginni þar.

laugardagur, maí 06, 2006

Nýjir tímar kalla á nýtt stílsnið

Nýtt template?

Það fer sko að koma að því. Ég er orðin leið á þessu græna dóti og dílum. Svo þarf ég að fara að koma mér í blogg haminn aftur og helst í “nýjum fötum”. Bráðum, bráðum gerist þetta allt saman. En fyrst ætla ég að falla í nokkrum prófum áður. Þetta er ekki bölsýni heldur rökvísi. Ég veit hvar ég stend eftir þessa önn og það er bara nokkuð gott að vita hlutina fyrir fram. Sumarpróf framundan og svona t.d. í aðferðafræðinni blessaðri.

Annars hef ég það bara skítt. Illt í mömmu sem liggur á spítala.

Er komin með vinnu í sumar og leikskólapláss. Sumir hlutir ganga upp á meðan aðrir gera það ekki. S.s. ég fæ eitthvað fyrir minn snúð þrátt fyrir allt.

Glöð á yfirborðinu (nýji sófinn sem gerði heimilið mitt að heimili á ný).

sunnudagur, apríl 16, 2006

Bókasafnsfræðin

Var að hlusta á háskólarektor dásama háskólann...
hún veit greinilega ekki hvernig skorin mín er stödd innan deildarinnar.
Af hverju er bókas. og uppl.fr. ekki lögð niður?! Og við send til útlanda að læra þetta?
Það er ekki einu sinni hægt að útskrifast á réttum tíma vegna þess að hlutir eru ekki í boði nema annað hvert ár og bull!

Ég er voðalega hress með þetta nám

Er á Skaganesi að gera ekki neitt.
Hef það samt reglulega notalegt. Mar verður svo helvíti afslöppuð hér.

Skruddurnar bíða spenntar eftir að láta kíkja í sig. Æfi mig í sjudokú þangað til. Sonurinn vill prufa græjuna. Elskar lyklaborð
han
n er fiktari.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Góða bloggi

Í dag er rosalega fallegt veður
Í dag er allt svo frábært og gott og yndislegt.
Vegna þess að hópavinna féll niður og ég ekki búin að ákveða neitt datt mér í hug að í dag mætti ég gera það sem mig langar til s.s. frí. Stundum þarf maður að ákveða að maður eigi frí. Hvernig ég vil eyða því er alveg frjálst svo ég umpottaði eina lifandi blóminu mínu og bútaði niður kaktus í dauðateygjunum og bjó til marga litla kaktusa úr börnunum hans. Fann einn kaktus til viðbótar og ætla að kanna hversu lifandi hann er.

Svo fór sólin bara!
Jiminn

Ráð við brúnum bönunum í boði Heiðu

1 bolli sykur2 bollar hveiti100 grömm smjör/smjörvi (brætt)1 tsk. matarsódi2 egg3 brúnir bananar, stappaðirþurrefni blönduð, bráðið smjör útí, hræra, egg útí, hræra, bananastappa útí hræra, í ofn, 175 gráðu heitan og baka neðst í 80 mín!Góða skemmtunHeiða | 04.10.06 - 1:08 pm | #

mánudagur, apríl 10, 2006

Helvítis djöh!

Nei, halló…
Nú ætla ég að blogga. Ég skil ekkert í þessu lengur. Allt í gangi. Öll veikindi veraldar og tilheyrandi vesen sem fylgir því að vera til hafa verið og eru í gangi.

Ég gæti haldið hér ræðu og eflaust breytist þetta blogg í ræðufærslu.

Dagur fékk kvef. Svo lyf við því. Dagur fékk nýtt kvef. Ég talaði við ungbarnaeftirlitið. Hvað ef hann væri nú með asma. Neinei…ekki asma og ekki ofnæmi neitt. Öll börn voða veik voða lengi. Degi batnar ekki og 2 mánuðir liðnir og hvorki ég né Dagur sofa í allan þann tíma. Panta tíma hjá barnalækni. Dagur er með asma, þarf fúkkó og sterópústó og eftirlit eftir mánuð!


Ég fékk kvef. Alls konar tegundir af kvefi. Svo fékk ég ælu-drullupest. Núna er ég með hósta og líklega vírus í hausnum.

Degi bauðst leikskólapláss annað hvort strax eða í maí. Strax hljómaði vel út af prófunum. En ekki getur hann fengið plássið nema að FS fái niðurgreiðsluna. Ég hringi í dagmó. Hún er búin að fá niðurgreiðsluna svo ekki get ég tekið plássið sem er strax. Hringi í annan leikskóla sem ráðleggur mér að taka strax-plássið og tekur Dag út af biðlistanum hjá sér. Hringi í leikskólann. Búið að láta maí-plássið. Tek þá bara strax-plássið og fer á hausinn í nokkra mánuði af því að ég þarf að borga svo mikið. Fer og skoða leikskóla. Breyttar forsendur. Ekkert strax-pláss. Pláss kannski í maí, pottþétt í júní. Ok. Segi dagmó ekki upp strax. Hringt í dag. Pláss í leikskóla í maí. Hringi í leikskólann sem henti umsókninni. Dagur getur fengið pláss þar pottþétt í maí. Tek því hætti við vesen-leiksskóla. Púff púff.


Loksins þegar ég fékk dagmóðir hér í denn og tíma til að ná mér upp í náminu hellist yfir fokkíngs HÓPAVINNA!!!  Og ég fékk FOKKÍNGS 1 á prófi í fokkíngs aðferðafræði því ég fékk engan tíma fyrir SJÁLFA MIG OG MITT NÁM OG MINN TÍMA FYRIR FOKKÍNG HÓPAVINNU HELVÍTI!!!

Ég er ógeðslega pirruð með vírus í hausnum og ég hata þetta nám. Ef ég næ ekki aðferðafræðinni er ég FARIN Í HEIMSPEKI EÐA EITTHVAÐ GÁFULEGT OG SKEMMTILEGT!

Ég á skilið ferð til útlanda þar sem er sól og berrassaðir olíubornir þjónar með bjórkúta á hálsinum eins og ST. Bernharðshundar.
Ein voðalega voðalega bjartsýn og hress. Góðar fréttir og vesenlausar næst.

föstudagur, mars 24, 2006

Steypuhaus

Hann lýsir sér þannig að það kemst ekkert inn í hann. Ég er með svoleiðis haus. Hef aldrei lent í því áður. Ég á erfitt með að böggla út úr mér hlutum líka. Allt fast. Ef Berti spyr mig hvar eitthvað sé fæ ég mynd í hausinn um staðsetningu þess sem spurt var um en get ekki sagt í orðum hvar hluturinn sé. Fyrir nokkrum mánuðum gat ég sagt að hlutur væri í vinstri vasa þessarar úlpu á tilteknum snaga. Nú sé ég bara úlpuna fyrir mér í hausnum, snagann, vasann og hlutinn en þegar kemur að því að mynda hljóð og setningar kemur tafs...eins og uhhh....það er í...uuuuuuuuuuuu....þaddna á hillunni...nei ég meina....úlpan...gáðu bara. Get þetta ekki. Ég held að heilann skorti nokkur gíg.
Á morgun, ef ég man sem er ekki líklegt því ég man örugglega ekki eftir að hafa bloggað, ætla ég að kaupa mér steinselju. Hún ku hafa eitthvað minnisefni sem verið er að rannsaka til að þróa lyf við Allsheimis-minnisleysi.

mánudagur, mars 20, 2006

Skilgreining

Ef ég get ekki bloggað þá á ég ekki mikið líf. Þá ályktun má draga af færsluleysinu.

Ég er þreytt þreyttanna.

Afmælisveislan gekk fínt. Rosa góðar kökur og salöt. En ji hvað mig langar ekki til að halda fleiri afmælisveislur. Ég kann ekki svona fjölskyldu hluti.

Æfingin skapar meistarann svo það er spurning hvort ég haldi ekki nokkar í viðbót.

Búin að sækja um tvær sumarvinnur sem ég á ekki von á að fá en mér er alveg sama.
Helv. skattasskýrsla í kvöld svo LÍN verði ekki óþægt en miðað við hve þessi önn var og er mér enn strembin vegna þess að ekkert passar saman hvorki strætó, né dagmóðir né skóli né hópavinnur v.s. einstaklingsnám, svefn, barn heimili, fjölskylda neitt... að þá má ég þakka fyrir ef ég næ nokkru þessa önn.

Djöfuls fátækt. Ef ég væri ekki fátæk þá væri ég ekki í LÍN og ekki undir neinni helv. pressu út af því að heimili og skóli eru að keyra mig til helvítis.
Ég lofa að ég er búin að reyna finnast staða mín geðveikt rómantísk. Sorrí hún er það bara ekki.

Vá ég gat bloggað án þess að allt færi í bál og brand.
Hmm...ágætt.

þriðjudagur, mars 14, 2006

Jiminn eini

Hef gert þrjár heiðarlegar tilraunir til þess að blogga en alltaf þurft að hætta í miðju kafi. Þetta er fjórða skiptið. Sem segir mér að ég hef ekki tíma. Hvar er tíminn? Hvernig væri nú að vísindamenn færu að finna upp möguleikann á að teygja aðeins á klukkustundunum?! Hvurslags nútími er þetta eiginlega?

Annars segi ég allt gott. Ætla að halda upp á afmæli sonar míns á laugardaginn. Krútti á afmæli á fimmtudaginn. Það er komið heilt ár og ég klappa mér á bakið fyrir að hafa afrekað þetta. Ég man hvað þetta var vont.

Svo finnst mér hundleiðinlegt í skólanum. Ég er miður mín yfir hvað þetta er leiðinlegt fag. Um daginn var ég að skila bókum í Lbs sem fjölluðu allar um bókasafns-eitthvað og var spurð af bókasafnsfræðingi hvort ég væri að læra bókasafnsfræði. Þegar ég jáaði á hann sagð'ann: aumingja þú! Ég sagðist alveg eins geta étið pappír svo þurr væru þessi fræði. En vinnan á víst að vera algert æði.

Rosa hasslykt sem kemur upp um gólffjalirnar.

Við móðursystir mín fórum í menningarfíl á sunnudaginn. Fórum að elta einhverja kvennasýningu sem hún hélt að væri haldin Listasafni Reykjavíkur. Svo kom á daginn að sú sýning er í Reykjanesbæ. Við fórum því í Þjóðminjasafnið og töltum í gegn um gersemana þar. Dagur var með í för og var ekki sérlega hrifinn.

...ég er svo þreytt að ég held að ég geti ekki myndað frekari setningar. Finnst eitthvað skrítið að skrifa eftir allan þennan tíma. Það er óhollt að blogga svona sjaldan. Ég kann ekki einu sinni að stafsetja lengur...ég sem ætlaði að blogga á hverjum degi í ár!

Helvítis kötturinn er búinn að gera eitthvað af sér inni í svefnherbergi.

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Er hérna enn

Ég er lifandi. Bara hef ekki nennt að blogga. Hef fullt að segja en það er ekki tími til þess. Þurfti einmitt að standa upp rétt í þessu því lítill kall meiddi sig í munninum af því að hann var að naga leikgrindina "sína" með nýju tönnunum sem eru að kíkja upp núna.

Búin að prufa strætó á skaganes og það er helvíti fínt. Mér finnst ég vera miklu fljótari heldur en með rútu en samt tekur ferðin í heild jafn langan tíma. Jám.

Nenni ekki meir. Þarf að rogast við ritgerðasmíð.

Böhhh....nenni ekki að vera í skóla núna. Vil bara vera heimavinnandi húsmóðir.

sunnudagur, janúar 29, 2006

Gary Larson-hausHæ allir. Ég er með kvíðakast dauðans vegna þess að ég get varla mætt í skólann og ég get ekki lesið og ekki lært og ekki neitt. Hringdi í dagmóður í gær og krossa fingur. Hún ætlar að hugsa málið en þá fæ ég kannski 3 daga vikunnar til kl 13. Í þessu þjóðfélagi er ekki hægt að eiga barn.

Ég er alvarlega að hugsa um að segja mig til sveitar og taka hlé á skólanum. En það væri svo dæmigert að um leið og ég tæki þá ákvörðun fengi ég prýðisgott leikskólapláss með det hele og þá er ég búin að taka drastíska ákvörðun og fer á bömmer. Ég er bara svo kvalin á sál yfir þessu að ég sé ekki skóginn fyrir trjánum. Svo er halló að vera á féló.

Það er algerlega útséð fyrir mig að læra á nóttunni. Þá eru batteríin búin auk þess sem Dagur er farinn að vakna helst til snemma á morgnanna.
Ég ætti kannski að heimsækja einhvern fyrir neðan mig og kaupa kók og prins...
Hvernig er hægt að vera í svona mikilli kaos alla daga? Ég skil ekki að hausinn á mér skuli ekki vera eins og Gary Larson-brandari. Liggjandi á hlið í formi loftlausrar blöðru.
Bedda ætlar að bjarga mér á þriðjudagsmorguninn. Fjúkkitt.

Þetta er bara svo fúlt af því að stundataflan býður upp á svo rosalega gott skipulag í lærdómi. Synd að fá ekki að njóta þess.
En ef dag einn lyki þessari pressu sem á mér er...þá munið þið sjá manneskju í blárri og hvítri úlpu með helíumhaus svífandi um alla Reykjavík. Svo mikill yrði léttirinn.

laugardagur, janúar 28, 2006

Blogg um ekki neitt


Skíta fæerfox. Búin að skrifa inn allt klukkið sem ég varð fyrir og svo er allt ónýtt.
GRrrrrrr. Hef ekki hugmynd um lengur hvað ég á að segja í klukkuleiknum! tja...

Um daginn var ég að horfa á OC með hinu auganu og í þeim þætti kom lag sem ég hef ekki heyrt í langan tíma. Garfaði í gömlum geisladiskum til að hlusta og svei mér þá það er hægt að hlusta á þetta enn...er að hlusta skoh. Þetta mun vera hið ástralska band The Church sem við vinirnir hlustuðum geipilega mikið á í denn. Skipti á Iron Maiden-Number of the Beast og þessum. Ekki sé ég eftir því. Fékk Iron Maiden bara seinna attur í Skaufunni fyrir slikk og nikkett.

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Líf mitt í hnotskurn

ð3t 34 qof34 ð75 8 qö wið84q kb þdb vdfjg djjert þj j auq pqæ34 h9ii74öo uqð9
j3jj8 3ki8 qð f3r4 q 58o 9gt æa elef jql ek

Þannig er nú það...

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Þræll breytinga


Það er nokkuð ljóst að skólinn hjá mér er byrjaður í öllu sínu veldi. A.m.k. sé ég mér ekki fært að blogga nein ósköp. Ég er strax komin með rugluna og skammtímaminnið er ekki að virka. Ég legg frá mér hlut og 60 sek. síðar þegar ég ætla að nálgast hann aftur man ég ekki hvar ég lagði hann frá mér.

Óskipulagið er algert enda hef ég ekki gefið mér tíma til að negla niður skipulag á þetta heimili. Maður er alltaf að lenda í nýjum og nýjum aðstæðum sem krefjast þess að maður sé sífellt að breyta og bæta og sleppa. Kerfin ná aldrei að verða full mótuð fyrr en önn lýkur. Svona er að vera í skóla og vera ég. Maður sér eitthvað eftir á sem nýtist ekki næst af því að þá byrjar ballið upp á nýtt. Enda kennslustund, fyrir mig, að læra að höndla breytingar. Ég er eitthvað biluð þegar kemur að breytingum hvort sem þær eru góðar eða slæmar fyrir mig. Fer alveg úr sambandi. Voða heit fyrir kerfum sem eru fyrir og þurfa lítilsháttar viðbætur á löngum tíma.

Klukkið verður að bíða aðeins...ég er eitthvað svo æst í dag. Vaknaði fyrir allar aldir eða árið 700 f. Krist sem sköllóttur þræll í Arabíu.

föstudagur, janúar 20, 2006

A-LSD-sjónvarp!

Það er komið Adsl sjónvarpið. Jiminn. Og vitiði hvað klikkaði? Það þurfti að prufa tvo myndlykla.

Eitt sem ég uppgötvaði í núna rétt í þessu. Meiri líkur á að einhver vilji passa fyrir mann. Alveg búin að gleyma þessum faktor. Man rétt eftir því þegar ég fæ pössun hvað sjónvarpið er ömurlegt og dauðskammaðist mín fyrir það en í augnablikinu er þessi þáttur í lagi á heimilinu. JIIIIBBBÍIÍÍÍÍÍÍ!

Ungbarnaeftirlit í dag og svo ætla ég að kaupa mér bækur fyrir skólann...en á ég eftir að lesa eitthvað? Ég er með billjónir stöðva í einn mánuð!

tRÓJUHESTAR í mússíkdiskum?!

Ju minn. Var að lesa ótrúlega furðulegt um Sony geisladiska. Tékkið á þessu. Það er varasamt að geisladiska tölvuna!

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Skattamál-Blönni

Er það ekki skrítið hvað ríkisstjórnin verður alltaf reið og sakar fólk um lygi þegar talað er um að við með 100 þúsund krónurnar til að moða úr um mánaðarmót erum sögð skattpínd? Ég held að því sé heldur ekki trúað að við séum til yfir höfuð.


Tvisvar búin að missa af honum Blönna mínum. Á sunnudaginn fannst mér afskaplega afleitt að geta ekki séð hann í þættinum hans Jóns Ársæls og í kvöld var ég að kjötíkarrí-ast þegar hann var að bulla í Kastljósi. Mátti ekki vera að því að hlusta á hann en ég get svo sem kíkt á rúf.is. Hann var víst bara svo leiðinlegur að ég nenni því ekki. En mig langaði svo að fá að kíkja inn í ísskápinn hjá honum.

Takandi til

Og svo heldur lífið áfram og áfram og alltaf þarf maður að gera sömu hlutina aftur og aftur og ekki nóg með það heldur er best að maður sé með bros á vör alveg sama hvað svona til þess að létta manni tilvistina. Eins og það er erfitt þá er það samt ótrúlega þægilegt þegar manni tekst það. Stundum þarf maður að lyfta 7 tonna lóðum til þess eins að hugsa jákvætt og vera bjartsýn. En svo er maður svo stoltur af því að hafa tekist það að maður er að springa.

Fór í fyrsta tímann minn í dag og það var bara nokkuð gaman. Gott að komast út og sjá annað fólk. Ég er duldið stressuð, veit ekki hvernig ég á að kovera dagana sem Berta nýtur ekki við. T.d. 2 dagar í næstu viku og allt fyrstu tímarnir í námskeiðunum. Vont ef maður missir af fyrstu tímunum. Þá er nefnilega upplýsingaflæmið. Svo þarf ég að kaupa bækur! Ji, ekki þurfti þess síðustu önn. Mikið slapp maður nú vel þá.

Og á morgun er duldið spennandi dagur. Og ég er spennt dauðans...ADSL-kall kemur á morgun og ég krossa fingurna. Því það er nú svo oft þannig að þegar tæki eru annars vegar þá klikkar alltaf eitthvað. Sjónvarpið ekki með tengi fyrir þessu, snúrurnar vitlausar, ekki skilyrði fyrir bla bla bla...svo ég er ægilega spennt. Er ég laus við loftnetið og þær hörmulegur sendingar sem frá því koma? Fæ ég að horfa á tært sjónvarp næstu mánuði og ár? Vá. Kannski get ég skipt á milli rúf og skjáseins! Tvær stöðvar, enginn draugur, ekki prumpuhljóð þegar hvíti liturinn dómínerar skjáinn, ekki trufl þegar strætóskrímslin keyra fram hjá. Bara alger tærð! Ég finn fyrir gleði í maganum. Svo ætla ég að taka tímann á það hversu lengi þessi sæla varir þangað til mig vantar eitthvað nýtt.

mánudagur, janúar 16, 2006

Sjúkrakallar í dag

Vaknaði við koss á kinn í morgun. Maðurinn kom alsæll heim úr vinnunni. Sagðist ætla að hvíla sig aðeins en bað mig um að fylgjast með sér.

Ég fór framúr. Gaf drengnum morgunverð og svo vorum við bara aðeins að sísla þegar ég heyri skrítin hljóð úr svefnherberginu. Slengi drengnum á bak mér og finn manninn í kóma upp í rúmi.

Bjallaði á sjúkrabílinn en hann var eitthvað lengi. Fóru til nágrannans í næsta húsi enda eru sjúkraflutningamenn orðir svo vanir því að þurfa að koma þar við nokkrum sinnum í mánuði að það er ekki að furða þó þeir meinlokist fyrir húsnúmerum.

Meira hvað sykursýki er viðkvæm. Það má ekki breyta pínu lítið út af vananum og þá fer allt í klessu.

Dagur var bara hissa. Tveir kallar í skrítnum fötum mættu með girnilega rauða tösku og fullt af smádóti. Svo bættust þrír við í viðbót. Tveir voru alveg nóg.
En þetta gekk bara fínt og að sjálfsögðu er maðurinn útkeyrður eftir reynsluna og steinsefur. Vonandi verður hann hress og tilbúinn á næstu vakt í kvöld. Og vonandi verð ég ekki að hringja aftur á sjúkrakalla í fyrramálið.
Best væri ef að það væri hægt að lækna sykursýki.

Bloggfriður

Nú ríkir loksins friður í húsinu. Granni hrýtur (já ég heyri það líka), sonurinn sefur í sakleysi sínu, og maðurinn að vinna fyrir okkur. Ég er ein með sjálfri mér og myndi njóta þess stórkostlega ef ég væri ekki frekar lúin og með varaþurrk efst á efri vörinni.

Kíkti á bloggið hjá henni Hörpu og las mér til um það sem er að gerast í kláminu á Barnalandi. Fann tengil í tengil og hló að fyrstu færslunum svo nennti ég ekki að lesa mikið meir. Í rökræðum af þessu tagi, ef hægt er að fella slíkar umræður undir hugtakið rök (líklega ekki hægt), þá er nokkuð ljóst að ég á í erfiðleikum með að taka alvarlega manneskju sem ritar orðið eitthvað, eikkað.

Eikkað?! Eikkað kað?

O kað me manninn? Er ann iggi sekur físt hann drap sig?!
Ætli kennarar fái slíkt á prenti í ritgerðasmíðum?

Fullt af siðfræðilegum pælingum handa Íslandsfólki til að glíma við í kjölfarið á þessu DV máli.
Hvað t.d. ef DV hefði lent á manni sem væri skósmiður á Sauðafriði og það kæmi forsíðufrétt með mynd af honum og skó sem hann hefði gert illa við og hann væri svikaskósmiðurinn í þorpinu og maðurinn myndi fyrirfara sér í kjölfarið? Skósmiðurinn hefði ekki höndlað slíka umfjöllun um sig.

Er munur á því hvort maður sé meintur barnaníðingur eða meintur óvandaður skósmiður? Það er ekki einu sinni víst að fólk myndi tengja sjálfsvíg skósmiðsins við forsíðufrétt á DV. Kannski var hann bara þunglyndur.

Sá til að mynda mann klökkna í Kastljósi í kvöld yfir að hafa misst vinnuna sína. Hann grét fyrir framan alþjóð yfir því. Ég fann til með honum.
Kannski er ómögulegt að starfa með honum ég veit ekkert um það. Ég fann samt til með honum.


Kannski er þetta ótrúlegt bull sem ég birti hér með. Ætti að segja sem minnst. Hef ekkert sett mig inn í þessa hluti eða spjallað við neinn um þessi ósköp. Tók ekki þátt í kosningunni um illmennin á Dé Vaff vegna þess að ég bara gat það ekki. Það gerðist allt svo hratt að ég var rétt farin að átta mig á að einhver hefði dáið af því að hann birtist á forsíðu þeirra (lesist með hissískum tón og glenna vel upp augun, hressa upp á hrukkurnar á enninu, koma so, einn, tveir þrír, fjór).

Ji ég er farin að sofa...eitt sjókúddú...svona til að hressa hausinn fyrir aðferðafræðina.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Veikin að fara

Hana, þá er það versta af staðið. Hálsbólgan farin og ég er nokkuð hress.
Ætla í afmælisveislu á eftir hjá frænku hans Dags Mána sem er 10 ára. Búin að finna til litlu fötin handa krúttinu mínu. Hann verður ægilega fínn (jólafötin skoh) með slaufu og í skyrtu og vesti. Mannaskyrtu eins og synir systur minnar kölluðu köflótar skyrtur. Mjög svo alvöru.

Annars er deyfð yfir því árið byrjaði ekki vel fyrir vinafólk mitt og ég er svona að díla við sorgina eins og allir sem þau þekkja. Fer ekki nánar út í það hér. Hjartað í manni er vel kramið og stutt í tárin.

Nú er bara að reyna að brjóta upp daginn með því að hitta fólk. Ég er alveg búin að fá ógeð á íbúðinni minni eftir að hafa þurft að hanga inni veik og ég er löngu flutt í huganum út á götu. Akkúrat á svona stundum þarf maður að fá sér eitthvað nýtt í húsið sem er verulega praktískt og tekur af manni erfiði. Stundarhamingju til að kópa hérna. Ég vona að ég sjái einhverja lausn á málunum fljótlega. Ég nenni ekki þessum hávaða lengur. Gaurinn niðri er alveg æstur í að kaupa allt húsið svo ef hann getur það er honum velkomið að hirða þetta spýtnarusl fyrir mér. Sambúðin hefur skánað eftir að ég hef hitt hann og spjallað um daginn og veginn en hávaðinn er sá sami. Ég er alla vega búin að klappa alkanum í staðinn fyrir að klóra í hann.

Jám...

laugardagur, janúar 14, 2006

Veiiiik

Veik, veik veik.
Skárri í dag en í gær. Búin að reyna að gera ekki neitt svo mér batni. Fjandi erfitt.
En veik.
Vonandi vakna ég ekki veik.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Veik í þriðja veldi

Var inni í allan dag (gær) og leið illa. Slíkt fylgir því ástandi sem er á mér núna. Og ég er í massa fúlu skapi yfir því að vera ekki í keyji. Reyndar brjáluð. Gæti klórað.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Veik

Fjandans veik. Ógeðlsegt bragð af slíminu og svo er ég með stingi í maganum og hausverk. Þori ekki að ofreyna mig af ótta við að verða fárfár-veik.

Mikið var Sí Ess Æ skemmtilegur í gær. Maður fann bara til með gaurnum þar sem hann lá fastur ofan í kistu með fullt af maurum étandi sig. Það var ekki laust við að ég fyndi fyrir tómleika þegar þátturinn var búinn.

Ég er orðin svo leið á hvað sjónvarpið sést illa hjá mér að ég pantaði mér ADSL sjónvarp. Engin loftnetavitleysa þar. Miklu ódýrara heldur en að fá kall til þess að fara upp á þak að snúa loftneti og skipta um snúrur. Krossa fingur ef tæknilegir örðuleikar fylgja símatengingunni minni. En í staðinn er ég ekki háð drengnum sem býr fyrir neðan. Hann á það til að taka magnara örbylgjuloftnetsins úr sambandi og þá sjáum við ekki neitt sjónvarp. Sem betur fer sér hann ekki heldur neitt sjónvarp svo hann verður að stinga aftur í samband. Ég vil ekki hugsa til þess að hann geri slíkt og fari síðan í ferðalag. Svo ég kem í veg fyrir það með þessari skynsemi minni.
Svo vantar mig þurrkara, sófa, fleiri hirslur, stærra hús og ýmislegt fleira góðgæti. Minni mig hér með á hvað nægjusemi er ágætis eiginleiki. Þolinmæði líka.

mánudagur, janúar 09, 2006

Í dag var dagurinn í dag og hann var þreyttur.

Ætlaði svoleiðis að blogga á hverjum degi núna en jiminn ég var svo þreytt í gær að ég gat það ekki. Einhver veikindi í mér sem vilja ekki koma fram af fullum krafti heldur er ég bara slöpp unnhvernvegin.

En ég var dugleg í gær. Fór í heimsókn alla leiðina í Kópenvogen, smá rúnt um Havenfjorden og svo fór ég í Smárenlinden og kuffti kerru undir Dag. Svo var ég bara búin áðí eftir þetta allt saman.

Í dag var eitt námskeið í bókasafnsfræðinni sem tók nánast heilan dag og var ótrúlega leiðinlegt. Við fengum að vita allt það sama og alla síðustu önn og hver einasti fyrirlesari tók fram sömu hlutina. Frekar sorglegt. Svo fórum við ENN einn hringinn í kringum bókhlöðuna. Hvað ætli við eigum að fara marga hringi þau árin sem við erum í þessari fræðigrein og fá að vita hvað er á 3ju og 4ðu hæð bókhlöðunnar? Sýna okkur útlánadeildina og handbókasafnið? Þetta er brandari!
Síðan eigum við að skrifa skýrslu um einhverja af deildunum og þar með klárar maður eina einingu í safnið sitt.

Nú bíð ég eftir Berta mínum og Sí Ess Æ. Vona að ég sleppi ódýrt frá flensu. Er með frunsu og illt í augunum.

laugardagur, janúar 07, 2006

Blogg dagsins í dag

Ætlaði með dekkið í viðgerð í gær. Klukkan hálf þrjú rölti ég af stað. Kom að hurðinni þar sem stóð: Kem kl. 14. Fór því í Skaufuna til að kanna hvort þar væri eitthvað að skoða á meðan ég biði eftir því að dekkjabúðin opnaði en hugsaði með mér að miðinn gæti hafa verið uppi alla vikuna. Sneri því aftur að dekkjabúðinni sem var enn lokuð. Fór heim í fýlu.

Hringdi í morgun og viti menn allt galopið. Dekkið er sprungið og ég sæki það eftir smá stund. Fjúkkit ég get ekki hugsað mér að komast ekki út í göngutúr.

Sonur minn étur allt sem kjafti kemur. Skrifborðsstóllinn minn þarf nýtt utan um sig og girnilegur svampur gapir á Dag og segir: Sjáðu, ég er alveg eins og seríós á litinn, koddu og smakkaður smá bita úr mér. Hárflókar úr mér og Berta eru líka girnilegir til munns en sem betur fer tekur Dagur þá fljótlega út úr sér. Oj. Helvítis hár. Þegar ég verð rík þá ætla ég alltaf að vera með stutt hár. Það er ódýrara að vera með sítt. Fólk veit s.s. hvenær ég verð efnuð. Það mun sjást á hárinu.

Afskaplega fallegur snjór sem fellur í augnablikinu. Kornflex snjór eins og á Stjörnum í skónum- plötunni sem ég spilaði gat á þegar ég var lítið stúlkubarn.

föstudagur, janúar 06, 2006

Ohhh það er komin helgi. Mig langar að fara aftur upp á Skaganes alla vega yfir helgina. Nenni ekki partí standi.

Þarf að fara með vagndekkið í viðgerð helst á eftir. Hélt að það væri ægilegt mál en ég þarf bara að tölta til gaursins í Borgarhjólum á Hverfisgötunni. Það er nú léttir. Hélt ég þyrfti að fara alla leið á eitthvað dekkjaverkstæði fyrir risa hjólbarða.

Fékk lánaðar DVD myndir um daginn (engin nöfn Bedda engin nöfn) og ein af þeim var Dæ Hard tvö. Hún var all sérstök fyrir þýðingarnar: Come on = komm on, Fuck = fokk, Oh my god = ó mæ gad o.s.frv. Ég man ekki eftir þessu þegar ég sá þær á sínum tíma. Mjög vel þýdd (!).

Mig langar í eitthvað gott að borða. Mmm Berti eldaði svo gott í gær....ég vil borða það aftur. Svínahakk í Tikka Masalasósu og ananas og belgbaunir og gúrka og hrísgrjón og mmmm.

Komin tími á smá Sukodu.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Shudoku

Alger snilld þetta shiddikú! Nú þegar sonurinn þarf að vera í bandi og maður þarf að hafa auga á honum öllum stundum getur maður notað hitt augað til að gjugga í sjódúkófið...amk léttu gáturnar...best að geyma hinar þangað til hann sofnar.

Skóli á mánudaginn og svo ekki skóli fyrr en 17. jan. Þá byrjar fjörið. Mér sýnist sem ég þurfi ekki að fara í nema tvö próf þessa önn. Fjúkkit. Heimta létta önn. Nenni ekki að vera eins og síðustu önn.

Hildigunnur, ég er alveg að fara að hringja í þig ég þarf bara að leysa eina gátu í viðbót...

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Matarlyst og hjólbarðar

Fór í göngutúr í dag til að viðra soninn og auka matarlystina hans. En það stóð ekki lengi því eitt dekkjanna er sprungið svo ég sneri heim frekar fúl yfir dekkjum nútíma vagna sem þarf að pumpa í og fara með á dekkjaverkstæði. Meira bullið.

En það er viss léttir að vita að ég get tekið dekkið af og sett það í poka og gengið í næsta verkstæði. Það geta bíleigendur ekki. En þeir geta keyrt yfir fólk og drepið það. Ætli einhverjir ökumenn séu með dauðalista í bílnum sínum? Í formi ilmspjalds? Lavender-dauðalisti.

Nú ætla ég að glíma við smá sjókúdó. Svo fer ég til Baldurs Rökkva.

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Blogging tvæs

Af því að ég gleymdi að blogga 1. jan sem ég ætlaði að gera verð ég að blogga tvisvar í dag.
Ég náði öllu! Ha ha hah hahahahahhahhhahh. Lægsta einkun 7. Glætan spætan mar. Ég?!

Bara til að blogga um eitthvað

Klukkan ellefu var farið á fætur hér í morgun. Var að hugsa um að sjö væri fínt en svo ákvað ég að það væri full snemmt. Lék mér við soninn þangað til að hann var orðinn þreyttur en vildi samt ekki leggja sig svo ég stakk feðgana af út í Bjánus og verslaði þar fyrir allt of mikin péning. Bleyjurnar eru svo dýrar eftir að júró-vörurnar komu inn. Hann passar ekki í júróbleyjur ennþá litli granni.

Dagur er svo léttur og grannur að hann er farin að geta ansi mikið. Í gær tókst honum næstum að príla ofan í leikgrindina sína og svo gat hann prílað upp á Svíkea-koll sem við eigum. Nú eru hætturnar alls staðar. Við þurfum að fara í innkaupaferð sem fyrst og kaupa öryggis þetta og hitt. En pælið í því að okkur vantar peninga til þess. Ju en skrítið...!

Eins og það er til ægilega mikið af péningum í þessu landi. Svo mikið að ráðamenn ríkisins geta fíflast með þá eins og til að mynda Falún Gong vesenið sem Bjöddn Bjaddna kom okkur í og svo 6 millurnar sem við þurfum að borga út af veseninu í Áddna. Svo borgum við fyrir þetta, skattgreyin við. Svona menn eiga að segja af sér. Hvað ætli Baugsmálið kosti okkur?
Jé, Dúdda og Mía.

mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamlaSæl öll sömul...skrítið orð sömul...en jæja þá er árið búið og ég gerði margt markvert á árinu:

Ég tók þátt í heimskulegum sjónvarpsþætti, eignaðist ótrúlega fallegan dreng sem verður yndislegri og yndislegri með hverjum deginum (en tekur á taugarnar þegar hann á að fara að sofa blessaður) hitaði upp fyrir Sonic Youth og síðast en ekki síst drullaði mér í skóla. Ég held að þetta sé svona hvað mest áberandi á árinu mínu.

Strengdi engin áramótaheit því maður stendur ekki við þau og þegar lengra líður á árið þá er maður komin með sektarkennd dauðans og farin að pressa þvílíkt á sig að fara að redda áramótaheitinu fyrir áramót. Svona er geðveikistegundin þráhyggja sem ég á til að detta í.

Hins vegar er stefnan tekin á jákvæðar breytingar: EEEEeeeelska nágrannann og fíla mússikina hans í botn. Við ætluðum að vera svo ægilega sniðug að hanga fram yfir áramót á Skaganesi til að sleppa við áramótavitleysuna hjá elskunni. En við fengum gleði í nótt í staðin. Reyndar fór sonurinn að gráta sem varð til þess að það lækkaði í græjunum og maður veltir því fyrir sér hvort einhver viðhorfsbreyting hafi átt sér stað en ég veit að það var bara tilfellið í gær. Alkinn skiptir um ham sínkt og heilagt.
Tónlistarsmekkurinn drengs á dauðalista nr. 1 er hins vegar með ólíkindum: Billí Ædol, Bítlarnir, nýji diskurinn hans Helga Björns, Robbí Wiljams, Alanis Morri-sett, athugið að ef það eru stelpur hjá honum setur hann á fóninn það sem hann telur við hæfi kvenna) Bubbi Morteins, að fokkíng sjálfsögðu, Stuðmenn (oj bara), Métallika, Guns and Roses og fleira ótrúlegt ótrúlegt. Ég held að hann skrifi allt sem kjafti kemur nema...þungarokk og þar komum við sko þokkalega sterk til leiks! Enda er hugmyndin sú að ef við ætlum í stríð að þá er að taka hátalara niður úr hillunni, skella þeim öfugum í gólfið og svo er bara hevví métall á gaurinn þar sem hann sefur svefni hinna ranglátu.

Dagur fékk frábæran disk í gjöf, Pottþéttur Baldur Rökkvi, og við erum að hugsa um að skella því í gang líka! Pósturinn Páll, pósturinn Páll, pósturinn Páll og kötturinn Njáll...træ ræ ræ ræ ræræ....