miðvikudagur, maí 24, 2006

HM í boltmennsku

Ég ætla að finna mér lið til halda með...liðið inniheldur sætann kall til að horfa á. Til þess er fótbolti. Ég er með einn í huga af því að hann minnir mig svo á Grohl. Er ekki sætur en samt sætur.
Líklega held ég því með Hollandi í þetta sinn en ekki Ítalíu eða Brasilíu. Svo er appelsínugulur flottur litur.

Áfram sólskin.

Á ég að kjósa eitthvað? Hvað er í boði?

Valur Ingimundarson fær prik í hattinn frá mér fyrir að storka stjórnvöldum. Að Davíð hafi verið svo skerí að Bandaríkjamenn fengu hroll þegar hann hótaði að segja upp varnarsamningnum.

Svo hafi þeir hreinlega hjólað í verkið þegar Dóri kom til valda.


Halldór Ásgrímsson reynir að malda í móinn með því að segja að ef það væri á bak við ákvörðun Norðlinga-Bandaríkja- stríðsveituna væru það stórkostlegir álitshnekkir fyrir þá!
En ekki Írakstríðið?!

Hann segir jafnframt að menn hagi sér ekki þannig að breyta hlutum þegar nýjir menn koma til valda!

Hann fylgist ekki nógu vel með pólitík, kallinn.

Til Serol

Stundum á maður ekki sína eigin daga.

  • Uppþvottavélin biluð
  • Sjónvarpið er ónýtt
  • Ruslatunnan er horfin
  • Týndi fokdýra strætókortinu mínu í morgun...
Það er dýrt að vera fátækur.

Kaffivélin ætlaði að kóróna þennan morgun með því að pakka saman kaffipokanum svo kaffið myndi flæða út um allt en ég sá við henni. Helvítis píkan!

Fór til læknis í gær sem lét mig hafa farseðil til Serol. Þar kem ég til með að búa næstu 30 daga í betablokk. Ég ætlaði ekki að þora að fara þessa ferð vegna nágrannanna sem fylgja en Prozack húsvörður, Zack eins og hann vill láta kalla sig, hughreysti mig og sagði að maður verði bara að taka nágrönnunum eins og þeir eru. Nágrannarnir eru ekki eins slæmir og þeir sem ég hef hitt áður við þessar kringumstæður. Svitnaði í nótt en finn ekki fyrir neinu nema kannski smá syfju. Það er himnaríki á við það sem ég hef gengið í gegnum. Bölvaðar sumar töflur.

Kaffið er tilbúið. Namm namm...
Syrgi strætókortið næstu klukkutímana.

föstudagur, maí 19, 2006

Skítuga samlokugrillið

Við hönnun ýmissa raftækja er ekki haft í huga hvernig í ósköpunum eigi að þrífa herlegheitin. Fólk sem er einstaklega hrifið af samlokum stútfullum af osti lendir í því að osturinn tekur upp á að leka út um allt grill og inn á milli gormanna sem tengja neðri hluta við efri hluta.

Ég ætla að prufa að tannbursta grillið mitt og vita hvort ég geti hugsað mér að elda á því.

Annars er eitt ráð sem ég fékk hjá vinkonu minni. Þessi vinkona mín er mjög lunkin við að búa til skríta hluti þegar kemur að mat. Sjálf eldar hún helst ekki á matmálstímum, nema í neyð, enda samkomulag þar um á milli hjóna að hún sjái um önnur verk er tengjast heimilshaldi.

Þessi vinkona mín er voðalega sniðug þegar kemur að nasli á milli mála. Hún kenndi mér t.d. að Taco-pönsum mætti breyta í samlokur. Smyrja þær, skella osti, hvítlauk, kryddi, skinku, pepperoni og alls konar mat inní, pakka þessu síðan inn og skella í fjandans samlokugrillið. Ef vel er að staðið þá skítnar grillið ekki út!

Mér mistókst áðan...allt út af ostagræðgi.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Da Vinci Code- Ðe Mövei not in cinemas in Faroe Islands

Nú loksins gefst þeim kristnu færi á að bilast yfir gvuðlasti! Hinn kristni heimur er stórkostlega móðgaður yfir því að skáldsaga hafi verið kvikmynduð. Kvikmynd er sem sagt verra en bók. Og leikstjórinn er ekki einu sinni Múhameð spámaður í hefndarhug.

Af hverju í ósköpunum færeyskum bíófrömuðum datt það í hug að neita að sýna myndina get ég ekki ímyndað mér nema að vekja á sér heimsathygli; ferðamannastraum og helst kvikmyndagerðamenn í leit að nýrri sviðsmynd.

Ef ekki þá er bara eitthvað að. Sömu reglur hljóta að gilda um menn sem reka kvikmyndahús og þá sem reka bókasöfn hvað varðar ritskoðun og taka það upp á sitt eins dæmi hvað almenningur má sjá er brot á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tjáningarfrelsi, skoðanafrelsi, skáldskapur...halló Færeyjar, vakna.

Einu sinni mátti hvergi dansa nema í Færeyjum. Nú fara Færeyingar unnvörpum upp í bát til Íslands að sjá Da Vinci Code í bíó.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Messun, mössun, messa, massa

Ætli messa sé messa? Ætli það sé ekki að massa? Massa guðdóm ofan í lýðinn. Svo varð ruglingur...djöfull massaði ég marga í dag!

Massa = trú-ítroðsla.

Á að vera að spekúlera í ritskoðun á bókasöfnum en það er einmitt efni ritgerðar okkar hópiddí hóps, (hippiddí hæ og hippidí hí uns birtir á ný). Mjög áhugavert viðfangsefni en ég kem mér ekki í það. Elska siðfræði og klípur.

Klípur.....snípur! (íhhíhíhhhí (píkuskrækur)) .
Klípur snípar...sný par...

Ohh það er svo gott að vera ekki alveg með öllum mjalla.
Gott að blogga.

Aþþí að ég er bókasafnsfræ-(korn) þá held ég að leitarvélar á netinu eins og t.d. Google ættu að sniðganga blogg við leit. Búa til sér leitarvél fyrir blogg sem heitir Bloogle. Þá fáum við ekki óþarfa upplýsingar þegar við sláum inn gáfulegum leitarorðum.
Sel hugmyndina hér með og fæ nokkrar millur. Kaupi mér einbýlishús í vesturbænum og er úti í sólinni með bjór, bók og bora í bnefið.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Já og svo fór ég í próf.
Þá er eftir lyklunarverkefni og heil ritgerð sem þarf að vinna í hóp þ.e. ritgerðin. Hvað annað?
Ekki það að ég sé á móti hópnum mínum. Ég bara nenni þessu ekki lengur, hópiddí hóp! Vil fara að lesa eitthvað skemmtilegt og bora í nefið.

Svo er ég búin að vera geðveik meira og minna alla önnina og er að gefast upp á því. Held að ég þurfi að fara að kaupa mér serótónín eins og mér er illa við aukaverkanir. Furðulegt að gera sér grein fyrir hlutum en geta ekkert gert í þeim. En þegar maður er að skipta um líðan eins og dæmigert íslenskt veðurfar var hér í denntíð (?!) þá er bara spurning um að let gó.
Ég held nú samt að ef ég hefði orku aukreitis þá myndi ég reyna að vinna úr þessu sjálf. En ég hef bara ekki tíma handa mér aflögu. Enda held ég stundum að ég sé vél sem massar það sem massa þarf og svo slekkur hún á sér...nei reyndar fer ég bara á stand by þangað til ég þarf að véla næsta dag.

Hvenær fæ ég að sofa eins og fólk sefur? Ég má ekki heyra skrjáf í sænginni hans gullmola míns þá opna ég augun og ef hann talar upp úr svefni fer adrenalínið í gang og ég bíð eftir að hann vakni alveg svo ég geti svæft hann aftur! Verður maður ekki geðveikur á því að sofa ekki?

Hana, ég þarf að fara að liggja í sófanum mínum. Ég þarf að æfa mig í því að hafa það huggulegt.
Kannski sef ég bara þar...ekkert skrjáf í sænginni þar.

laugardagur, maí 06, 2006

Nýjir tímar kalla á nýtt stílsnið

Nýtt template?

Það fer sko að koma að því. Ég er orðin leið á þessu græna dóti og dílum. Svo þarf ég að fara að koma mér í blogg haminn aftur og helst í “nýjum fötum”. Bráðum, bráðum gerist þetta allt saman. En fyrst ætla ég að falla í nokkrum prófum áður. Þetta er ekki bölsýni heldur rökvísi. Ég veit hvar ég stend eftir þessa önn og það er bara nokkuð gott að vita hlutina fyrir fram. Sumarpróf framundan og svona t.d. í aðferðafræðinni blessaðri.

Annars hef ég það bara skítt. Illt í mömmu sem liggur á spítala.

Er komin með vinnu í sumar og leikskólapláss. Sumir hlutir ganga upp á meðan aðrir gera það ekki. S.s. ég fæ eitthvað fyrir minn snúð þrátt fyrir allt.

Glöð á yfirborðinu (nýji sófinn sem gerði heimilið mitt að heimili á ný).