mánudagur, júní 26, 2006

Gáfuleg upplifning-trúleysi og sjálfshjálparmunkar

Ohh svo gaman að nafnorðun :) En ég upplifði tvö gáfulega hluti (að mínu mati nottlega) í dag. Það var Kastljós (í gær reyndar) og svo pistill sem ég rak augun í eftir Davíð Þór Jónsson um munkinn sem seldi sjálfshjálparbókina sína. Mikið var ég hrifin! Ég klappaði saman lófunum og skríkti af samþykki pistlanna tveggja. Þ.e. Kastljós var pistlalegur í formi viðtals skohf. En sjálfshjálparbækur er nokkuð sem ég hef afskaplega mikinn áhuga á. Þræl-merkilegt fyrirbæri því það er borin von að fara eftir þeim. Ég hugsa að það sé auðveldara að kenna fólki að diffra og deila með margliðum heldur en að fara eftir því sem stendur í slíkum bókum frá A til Ö (var að skoða gömul stærðfræði dæmi í dag...já ég er klikkuð og það er geðveikt gaman). Einu sinni fékk ég mér slíka bók í hendur og hún var með magnaðasta móti. Mér leið eins og ég væri í geggjaðri líkamsrækt þar sem væri hávær tónlist og æft og skækt. Ástæðan er einföld. Höfundur spurði spurninga til lesandans og síðan voru notaðir hástafir til þess að hvetja lesandann áfram. Smá tilraun til að sýna dæmi um æsingu bókarinnar og tengslin við líkamsræktarhávaðalæti: Ertu orðin leið/ur á að það sé nýðst á þér og að þér líði eins og tapara? HAFÐU EKKI ÁHYGGJUR ÞVÍ NÚ ER TÍMI BREYTINGA! ÞÚ MUNT ALDREI VERÐA SAMUR FRAMAR! Í dag myndi þessi bók þykja móðgun því hástafir þýða öskur samkv. einhverjum sem ákváðu hluti út af veraldarvebbnum. Einu sinni skoðaði ég bókina "Á morgun segir sá lati". Mjög vond þýðing á bók því hún fjallar ekki um fólk sem getur ekki tekið til í kringum sig eða skipulagt vegna leti heldur vegna allt annarra hluta. Venjulegra hluta. Mannlegra hluta. En eftir að hafa farið í gegnum hálfa bók sem átti að hjálpa manni við skipulag var ég komin með svo öran hjartslátt þar sem ég lá með bók í hönd því það var orðið svo helvíti mikið að gera hjá mér bara með þessa fjandans bók. Sama upplifði ég þegar ég las bókina Húsmóðir í hjáverkum. Skáldsögu um konu sem á bara bágt með að forgangsraða miðað við hvað hún vill. Ég las og las og lá og lá og fannst ég massa heilan helling án þess að gera neitt. Mjög fínt en slapp við öra hjartsláttinn. Fullt af fleiru skemmtilegu til í sjálfshjálparbókum. Enda bauðst mér starf við að gagnrýna slíkar bækur. Ég er enn að hugsa um að taka djobbinu.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Eitthvað gáfulegt

Mig langar svo að segja eitthvað gáfulegt en ég veit ekki hvað svo ég segji bara:

"Eitthvað gáfulegt".

Mig langar til að vera duglegri að blogga en það situr allt fast þegar ég sest niður. Engu að síður fæ ég hugmyndir daglega sem gleymast þegar lyklaborðið fer undir puttana.

laugardagur, júní 10, 2006

Hátíð hafsins

Sit í hugguleg heitunum innan um barnabækur og má tölvast. Fékk mér nokkra bjóra í gær og er hálf tussuleg. Hélt að ég yrði í afgreiðslunni í dag. Fullt fullt af bókum og ég með timburrugluna. Betra að vera með timburruglu og hafa massa að gera. Það finnst mér alla vega. En ég geri þá engin mistök á meðan.

Það vantar barnatónlist hérna inn...það væri soldið notalegt að vera með krakkamússík. Póstinn Pál og svona.

Úff það er soldið þungt loft hérna. Best að opna glugga.

föstudagur, júní 09, 2006

Nágrannar

Gafst upp á sjónvarpinu og kuffti nýtt í gær. Sæki það á eftir. Það var ekki pláss fyrir sjónvarp og barn. Ákvað að skilja barnið ekki eftir inni á lager og taka sjónvarpið.

Nágrannarnir í Serol eru að fara einn af öðrum. Sviti kemur stundum aftur. Held að hann sé sjómaður.

Sama má segja um nágranna fjölskyldunnar sem hefur verið svo erfiður. Hann er búinn að setja á sölu. Óska eftir góðu fólki á neðrihæðina. Við erum hálf lost yfir því að vera ekki taugatrekt kvöld eftir kvöld yfir ástandi neðri hæðarinnar. Mikið tómarúm sem fylgir þessum sviplegu breytingum.

föstudagur, júní 02, 2006

Vinnan

Byrjaði að vinna í gær. Sit og bíð eftir að gera eitthvað. Fullt af bókum út um allt og svo er gamall péningakassi hér svo ég er dugleg að rukka sektir bara svo ég fái að pikka á hann. Varið ykkur á mér ef þið skuldið í bókó.

Ætla ekki að blogga í vinnunni. Bannað

Bæjó