mánudagur, júlí 17, 2006

Demó- óskir frá tónlistardeild Borgarbókasafns

Mætt mjög sveitt og glöð -mjög gveitt og svöð.
Minni enn og aftur á söfnun Aðalsafns Borgarbókasafns. Fólk sem er að skálda tónlist er hvatt til að koma með demóin sín til Tónlistardeildar Aðalsafns Borgarbókarsafns. Koma svohh!
Ég er alla vega að hugsa um að búa til tónlist bara til þess að vera með. Vantar smá hjálp en kannski að ég fái hana bara ha. Ég er nebblilega búin að semja fullt en það er í hausnum á mér. Vantar græjurnar. Kannski er ég ekki ritskáld. Það eru til skúffu-skáld...fólk sem skrifar og skrifar en setur allt oní skúffu. Kannski er ég hausa-skúffu-tónskáld.
Eru skúffur í hausnum? skáld er jafn skrítið orð og bara.

laugardagur, júlí 15, 2006

Skapar þú mússík?

Tónlistardeild Borgarbókasafns Aðalsafns ætlar að setja upp demó-rekka. Þannig að þeir sem eiga demó eiga endilega að fara með eintak í borgóbókósafnó með viðeigandi upplýsingum til skrásetningar.

Nú er bara að setjast niður og setja saman demó.

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Bloggþreyta

Það er nokkuð ljóst að bloggþreyta er víða í bloggheimum. Ég er ein af þeim sem nenni þessu varla lengur. Kannski ætti maður bara að taka sér pásu og hugsa ekki um þetta meir.

Ég er bara vinnandi, dugleg að fara upp á Akranes að hitta fjölskylduna. Svo vinn ég. Þarf að fara í próf í ágúst og kem mér ekki í gang við það að lesa fyrir það. Helvítis bögg. Nenni ekki að læra í sumar. Döhh...á ég ekki bara að borga bankanum til baka og slappa bara af ha?

Veit ekki. Alla vega blogga ég ekki á næstunni nema mikið liggi við. Verð eiginlega að ná þessu prófi.

Bæ á meðan...já og svo þarf að finna nýtt template. Ég er alveg komin með ulluna fyrir þessu sem er nú.