miðvikudagur, september 27, 2006

Hnjúkagöngublogg

Í gærkveldi eftir góða sturtu kom ég mér í náttgallann. Svo hringdi ég í símann til nöldra yfir ADSL sjónvarpinu sem virkar stundum ekkert. Í því er bankað. Þar er komin hún móðursystir mín og hún vill endilega draga mig og Dag með sér í göngu með Ómari Ragnarssyni. Ég var forviða og áhugalaus en ákvað að drífa mig. Hafði ekkert betra að gera svo sem.

Við röltum á Hlemm þar sem ég sé aragrúa af fólki og spyr frænku hvort ég sé að fara að mótmæla Kárahnjúkavirkjun? Hún kvað já við. Ég sem hef engin rök með eða á móti.

Í göngunni hittum við Birgi.com. Hann færði okkur barmmerki og Dagur sagði halllooóúúh við hann með nokkra mínútna millibili. Ég var duldið hrædd um að sálræna Dags færi forgörðum út af öllum rössunum og löppunum í kringum hann en þegar gangan tók að klappa færðist fjör í drenginn og hann bað um meira. Klappaði svo með.

Fréttaflutningurinn í 10 fréttum rúf af göngunni fannst mér til skammar. Það var gert eins lítið úr henni og mögulegt var. Eins og það voru nú margir sem tóku þátt í henni. Það er vond lykt af þessu máli. Það er ekki oft sem svo stór hópur fólks á Íslandi safnast saman til þess að andmæla og algerlega fáránlegt að menn skuli ekki geta gert meira úr frétt án þess að vera hræddir við að taka afstöðu. Skortur á hæfileika segi ég.

Annars er þetta frábært framtak hjá Ómari. Það er gott að fá skoðanir manns sem þekkir betur til en maður sjálfur. Þá skána ég kannski málefnanlega.

mánudagur, september 18, 2006

Súper Píkan-heimilistæki framhald

Ojú mín var sko send út að versla. Þvottavélin, sem hefur staðið sig síðustu 15 ár, vildi láta henda sér...nú eða ég þyrfti að púúnga út 30 þnústum í viðgerð sem hefði dugað í ár. Svo sagði drengurinn sem kom til mín og fékk 7200 kr. fyrir að segja að hann mælti ekki með viðgerð.

Ég fór í þvottavélaleiðangur og dró upp vísu rað. Fékk þvottavél sem er svo rosaleg að ég get sent hana í prófin í des. Hún er að springa hún er svo vel gefin. Vonandi endist hún í 20 ár. Og vitiði hvað hún er rosaleg? Maður getur sett svitafýluföt á hraðprógramm sem er ekki nema 15 mínútur! Og vitiði hvað það hraðprógrammið heitir á finnsku? Super pika!!! Prógram til þess eins að losna við svitafýlu úr fötum á 15 mínútum!!! Ég er sko sannarlega að svita fötin mín núnahh! Alger súper píka. Súper píku má fá á 64 þnúst. En maður á hana eeendalaust.

Af uppþvottavélinni er það að frétta að það er ekkert að henni. Sjálfsagt lagaði ég hana með því að paufast með hana út í bíl. Fjúkkk. Ég nenni ekki að vaska upp. Tímasóun. Hægt að lesa góða bók í staðinn.

Heimilistækjablogg

>

Haldiði að ég hafi ekki massað uppþvottavélina loksins eftir að hafa horft á hana núna í nokkra mánuði full skelfingar. Ég drullaðist til að aftengja hana og svo bar ég helvítið út í bíl. Djöfuls þungt. Ég var reyndar búin að mikla það stórkostlega mikið fyrir mér að aftengja. Hélt að téðir hlutir væru miklu meira mál en urðu í raun. Það var hins vegar burðurinn sem fór með mig. Rúntaði með dolluna í viðgerð og bað manninn vinsamlegast um að halda á henni fyrir mig ég væri ekki með kropp sem þyldi meir (þyldi?!).

Þegar ég kom heim fór þvottavélin í fýlu og nú bíð ég eftir viðgerðarkalli og blogga um ósköpin á meðan. Hvernig er þetta hægt?

Ef allt er svo bara ónýtt þá þarf ég að kaupa og kaupa. Mér finnst svo leiðinlegt að kaupa. Nema penna og skrifblokkir. Það er ótrúlega gaman að kaupa slíkt.