laugardagur, október 21, 2006

miðvikudagur, október 18, 2006

Kontrabassi óskast


Hef ég einhver sambönd hérna í bloggheimum? Berti er nebblilega búinn að skrá sig í Tónskóla Sigursveins og vantar hljóðfærið og franskan boga. Það væri líka gaman að vita hver væri munurinn á frönskum boga og öðrum bogum.
Jú og meira. Eru til ódýrir góðir kontrabassar yfirleitt? Kannski þurfum við að ræða málin við Vísu Rað.
Annars er ég glöð og les Hume. Ætla að skrifa ritgerð um fullyrðingu hans að kraftaverk séu brot á náttúrulögmálum. Ég er á báðum áttum með hvort ég eigi að vera sammála honum eða ekki. Það er eitthvað loðið við rökfærsluna hans þó svo að maður hallist alltaf á sveif með honum einhvern vegin. Engu að síður er eitthvað ekki nógu sannfærandi. Get ekki puttað á hvað það er. Vonandi tekst mér eitthvað kúl. Kíkti í formálann hjá Atla frænda (já ég er að monta mig af því og hvað með það ;)) og þar er eitt og annað sem útskýrir af hverju maður er eitthvað óöruggur með Humes. Verð að massa 8. Annars finnst mér ég ekkert kúl.

Hugsaði Hume með hökunni?

þriðjudagur, október 17, 2006

Hvalir

Þarf bráðnauðsynlega að fara að veiða hvali? Vantar okkur eitthvað að borða?
Hver er ástæðan fyrir því að hefja hvalveiðar? Getur einhver svarað þessu fyrir mig á mannamáli? Ég vil endilega vita það.

fimmtudagur, október 12, 2006

hégómi

Mig langar til þess að verða heimspekikennari. Er það hégómi?

Léttara hjal-Miles Davis

Sonur minn spurði í gær þegar við gengum niður stigann "ha detta"? Ég sagði honum að myndin sem hann væri að spyrja um væri Miles.
Sonur minn sagði ha detta, Miles?

Sonur minn kann að segja Miles.

þriðjudagur, október 10, 2006

Baráttan við eðlishyggjuna

Ég er að reyna allt hvað ég get að aðhyllast ekki eðlishyggju. Fyrir þá sem eru ekki fróðir um hvað í henni fellst útskýri ég hana stuttlega. Eðlishyggja segir að við séum karlar og konur og þarf af leiðandi erum við ólík á öllum sviðum. S.s. skiptir okkur í kyn og dæmir okkur út frá því. Ég vil hins vegar ekki gera slíkt. Auðvitað erum við öðruvísi líffræðilega og svoleiðis en ég lít á sjálfa mig sem einstakling fyrst og fremst og vil vaxa og dafna á þeim forsendum. Ekki að ég sé kona og nota naglalakk og dafna á þeim forsendum. Hvort sem við hugsum öðruvísi eða ekki þá erum við fyrst og fremst einstaklingar og svo getum við verið kyn ef við viljum að það skipti máli. Fyrir mér vil ég ekki og finnst að það eigi ekki að skipta máli. Af hverju er ég að æpa þetta í dag? Nú vegna þess að ég átti samræður við tvo karlmenn. Það er í tísku hjá ákveðnum hópi karlmanna að ræða um ábyrgð, konur og Flórens Nætingeil syndrómið í sömu andrá. Þeir segja að konur taki alltaf af karlmönnum ábyrgðina þ.e. massa hlutina sjálfar ef ekki dugar að biðja þá um að gera þá. Einu sinni las ég viðtal við formann jafnréttisráðs karla þar sem hann sagði eitthvað á þá leið að karlar vilja ekki að konur segji sér hvenær eigi að fara út með hundinn eða skipta á barninu. Og nú kemur bomban: Í fyrsta lagi á ekki að þurfa að segja þeim að fara út með hundinn og eða skipta á barninu. En einhverra hluta vegna þarf að benda þeim á það alltaf hreint hvað þurfi að gera. Ef við gerðum það ekki væri hundurinn búinn að pissa og skíta út um allt. Meiraðsegja þó svo að barnið gangi um með skítalyktina og drulluna upp á bak hreyfa þeir sig ekki. Rassinn væri brunninn af barninu ef þeim er ekki sagðir hlutirnir. En nóta bene þetta gerist bara ef konan er heima!!! Ef konan er ekki heima að þá drullast þeir af stað! En ef hún er heima þá er ekki lyft litla fingri fyrr en hún byrjar að "tuða". Í öðru lagi að ef að við (konu-einstaklingarnir) tökum ekki þessa svokölluðu ábyrgð af ykkur (karla-einstaklingarnir) með því að taka af skarið og rjúka í verkin sjálfar þá gætum við lent í djúpum skít. Þess vegna mössum við þetta bara sjálfar. Svo verðum við drullu gramar út í karlkynið og velltum því fyrir okkur hvort okkur liði ekki bara betur einum því það er óþægilegt að finnast maður eiga að geta stólað á að fullorðið fólk vinni saman og svo gengur það ekki upp. Og þið dirfist að kalla þetta Flórens Nætingeil syndróm! Við erum að reyna að láta hlutina ganga upp og þið horfið á okkur gera það með aðdáun í notalegheitum þangað til að tuð-hljóðið kemur. Komm on! Hvað er að ykkur strákar?! Taka þátt í lífinu með ykkur svo okkur finnist þið ekki óþarfir og förum alvarlega að hvetja til klónunar. SAMVINNU TAKK! Ein fúl og reið í dag.