laugardagur, desember 16, 2006

William James er að gera mig vitlausa

Ég er alveg glötuð í blogginu. Hef engan tíma til að sinna því. En nú á ég að vera að lesa fyrir próf og af því að hausinn á mér hefur takmarkað þol fyrir heimspekilegum pælingum og mér dettur ekkert í hug til þess að hvíla mig á þeim þá bara blogga.

Ég er til dæmis að lesa William James og mér finnst svo erfitt að lesa hann af því að hann hefur skoðanir sem ég get ekki skilið. Ég á samt ekkert að vera að spekúlera í skoðun hans eingöngu heldur aðferðinni á bak við skoðunina. Það er alveg fín pæling út af fyrir sig en ég get ekki trúarbrögðum. James er voðalega hlyntur því að fólk fái að trúa því sem fólk vill. Hann segir að í þeim málum þar sem skynsemin geti ekki skorið úr um hlutin þ.e. hin vísindalega hugsun, eigi tilfinningarnar að ráða. Við getum ekki fært sönnur á að guð sé til og því megum við bara ráða hvort hans sé til eða ekki og höfum engu að tapa í þeim efnum hvort sem við veljum. Og hann er voðalega skynsamur í skrifum sínum um þetta allt saman. Ætlast auðvitað til að trúuð manneskja sé skynsöm vera. En ji hvað hann er leiðinlegur penni maðurinn...ekki sammála kennara mínum um skemmtileg heit í skrifum. Kemur með heilu ljóðabálkana frá 1800 og eitthvað sem tilvitnanir. Djísús boooring kræst! (Er enginn ljóðaunnandi, finnst þau öll undarleg með meiru og stórskrítið tjáningarform.)

Ég er rosalega spennt að vita hvort ég verði búin að skipta um skoðun þegar ég fæ botn í kallinn og fyrirgef honum trúarviljann sinn.