föstudagur, janúar 26, 2007

Heimspekinöldur

Það var svo frábært gærkvöldið að ég má til með að blogga um það. Móðursystir mín hringdi og ég bauð henni í mat, lambalæri takk fyrir. Hún mætti með 3 litlar rauðvínsflöskur og svo sátum við fjögur við kertaljós og góðan mat. Svo fannst mér að við ættum að fara út og skjóta upp rakettum þetta var svo frábært.

Núna er ég að rugla fram og til baka með hvað ég eigi að gera um helgina. Á ég að skreppa á Skaganesið eða á ég að hanga í Reykjavíkinni? Ég er þó búin að ákveða lærdóm frá kl. 11 til 16. Mér finnst ég búin að vera svo dugleg að læra að ég er að springa og á erfitt með að leggja frá mér bækurnar. Algerlega nýtt fyrir mér þessi lærdómsþrá. Þetta á sérstaklega við um aðferðafræðina og sætir mikilli undrun yfir því hjá mér. Ég er ekkert sérlega spennt fyrir Siðfræði Nikómakkusar hans Aristótelesar þó svo að ritið sé stórmerkilegt og innihaldið lærdómsríkt. Ég bara legg ekki í það að hjóla í þær flækjur sem þar eru. Það tók kennarann 160 mínútur að útskýra fyrir okkur hvað orð eins og dyggð, farsæld og ánægja þýddu hjá Aristótelesi og hann er ekki búinn enn. Er að lesa Birtíng mér til skemmtunar fyrir svefninn og sú lesning er svo létt að ég er hrædd við heimspekingana eins og er.

Siðfræði kúrsinn er bara þræl erfiður. Ekki er Aristóteles bara flókinn heldur situr maður troðfullur af eymd og volæði = samviskubiti yfir því að að vera ekki farsæl og dyggðug. Hvurskonar kúrs er það? Svo sagði samnemandi minn við mig: Bíddu bara því svo kemur Kant með fullt af sektarkennd handa þér.

Ég hlýt að verða þroskaðri og betri manneskja eftir þessi óðððsköp.
Takk o ble

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Getum við trúað því...

...að barnakynlífsglæpamaður sem svindlar á geðprófi svo hann sjálfur fái betri meðferð meðal samfanga sinna en hlífir ekki öðrum við sjálfum sér, sé breyttur og betri maður?
Getum við trúað því að sami einstaklingur sé breyttur og betri maður vegna trúar sinnar og þunglyndislyfjanna?

Getur hann sannfært okkur með þessum orðum sínum, manneskja sem trúir því sjálf að 13 ára gamall einstaklingur geti hugsað sér að blinda sig og fylla eyrun af tónlist, skríða upp í rúm nakinn og bíða þess að einhver út í bæ komi og geri við sig hluti fyrir skrifaðan klámdisk á meðan mamma og pabbi eru í bíó?

Er eitthvað sem gæti sannfært mann um að kynferðisglæpamenn séu breyttir og betri menn? Hversu margir þurfa að fara 4 sinnum á Vog? Eða 100 sinnum?
Ég bara spyr.

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Ó mæ gat


Ef ég gúggla mínu eiginnafni fæ ég t.d. þessa mynd upp!
Ætti ég að setja hana í prófílinn í Blogger prófíl?!

No connection blogger to

Þori ekki að skrifa langar færslur

Núna

Núna er núna búið

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Hvað er eiginlega að þessu ruslans forriti? Ég er búin að skrifa heilu færslurnar sem hafa farið í ruslið út af connection bulli einhverju?

Helvítis skíta!!!

sunnudagur, janúar 14, 2007

Þetta er tilraun 1000000000 til þess að koma með færslu hér inn en blogger virkar bara eftir því hvað eitthvað

mánudagur, janúar 01, 2007

1. janúar

Er á Skaganesi og hér eyddi ég áramótunum. Fórum á brennu í gær og horfðum á flugeldasýningu í boði einhverrar stórverksmiðju. Dagur var svakalega hress með sprengjurnar, sprengja sprengja, sagði hann. Síðan flúði unga fólkið út að vitja einhverrar gleði sem haldin var í gamla íþróttahúsinu en við mæðgurnar horfðum á As goood as it gets í 4 eða 5 sinn. Svo fleygðum við okkur í bælið.

Ég fæ enn furðutilfinningu þess eðlis að ég skuli ekki vera tvítug á leiðini á eitthvað jamm upp úr miðnætti á gaml-ný-ári. Sit heima eins og eldgömul kelling fyrir framan sjónvarpið og það sem meira er þreytt gömul kerling. En ég velti því líka stundum fyrir mér hvort ég eigi eftir að taka trylling nr. tvö þegar sonurinn verður eldri. Mér sýnist það svona í kringum mig að þegar börnin eru orðin duldið eldri að þá taki slíkt við. Sjáum til.

Ekki enn búin að fá niðurstöður úr prófum. Rosalega er það nú pirrandi. Mér finnst ég ekki hafa lokið neinu og vera í lausu lofti. Engu að síður er ég farin að læra fyrir næstu önn. Fer í inngang að siðfræði og er feikilega spennt yfir einhverri skruddu sem stiklar á stóru um þau efni.

Annað var það nú ekki. Mig langaði eiginlega bara að hafa 1. janúar færslu af því að ég hef sofið svo marga 1. jan af mér í ungdómnum. Man ekki eftir því að hafa verið vakandi svona snemma á þessum degi.

Svo ætla ég að fara að rúlla heim fljótlega.

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Knús
Sunni