mánudagur, apríl 30, 2007

eitt...

Úff, eitt próf búið.
Tvú tú gó.
Fór í þekkjó próf í dag og eitt svar minna var 3 korter að lengd.

Á frí í dag og veit ekkert hvað ég á að gera af mér. Taka til? Fer kannski í kassaleiðangur.

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Prófalestur og bloggpása

Nú fer að líða að prófum, flutningum og látum þannig að þetta blogg er farið að sofa í nokkra daga.

zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzz

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Tóta tætubuska

Svo agalega ánægð með soninn en hann kann eftirfarandi vísu:

Tóta góa, tættu ehhkki
Tóta behtta, enga hrekki
Ærahh mamma óhhgöp hreytt
Aldei deppa neitt!!!

Eða, Tóta góða, tættu ekki
Tóta besta enga hrekki
Æðrast mamma ósköp þreytt
Aldrei lagast telpan neitt.

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Átta níuÁ föstudaginn skrifuðum við undir allt sem þarf að skrifa undir þegar maður kaupir íbúð. Formlega mín eign ásamt íbúðalánasjóði og barnsföður. Síðan kíkti ég í Skaufu-markaðinn og kuffti mér einn PJ Harvey.

Skrapp síðan á Skaganesið sem er ekki frásögufærandi en hitti mömmu mína ferska. Hún bíður spennt eftir að fá að koma í heimsókn í nýju íbúðina sem er miklu þægilegri fyrir hana að koma í heldur en sú sem ég á núna fullborgaða í nokkrar vikur.

Svo var leiðindapróf í morgun í aðferðafræði, siðfræði Kants tók við eftir það og svo er bara páskafríið hafið. Og ég væri alveg til í að sofa í svona 8 klst. samfellt. Afskaplega þreytt eitthvað.

Það þýðir lítið, þegar lítill prakkari er í kringum mann, að vola yfir þreytu. Drengurinn talar svo mikið að bráðum fer hann að froðufella. Ótrúlegur orðaforði hjá barninu: Einn, tveir, frír, fimm, sjö, átta níu tíjhjuu. Minn er farinn að telja! Út í loftið að vísu en ja hérna. Hann byrjaði fyrst að koma heim frá leikskólanum með átta níu. Hann sum sé byrjaði ekki á einum þegar hann lærði að telja.