fimmtudagur, maí 31, 2007

Jasuss

Ég held að ég eigi nafn en það er spurning hvort ég muni það.

Allla veeena þá mössuðum við rusl dauðans af háaloftinu, ég, Birgir Baldursson og Engilbertus Maximus. Svo bauð Bix okkur út að borða á Á næstu grösum og við dóum úr hamingju við borðið með lífrænt ræktað engiferöl við hönd. Jususs hvað það var gott.

Hentum nokkrum kössum út í bíl, kufftum bjór og við erum að drekka hann núna.

Ég er með augu...ætli þau sjái eitthvað?

miðvikudagur, maí 30, 2007

Duuuuhhhh

meira af lífi og klst.

...ekki ætlar því að linna, veseninu. Haldiði að leikskólastjóri hafi ekki dáið og það á að jarða hana á morgun. Ég þarf að sækja drenginn í fríinu mínu 12 á hádegi.


FRÁBÆÆÆÆRT!!!!

Ég verð bara að skilja ruslið eftir í húsinu. Það er nokkuð ljóst.

En ef einhver sem les þetta þekkir téða konu þá samhryggist ég.

Alltaf leiðinlegt þegar fólk deyr þó svo að svona sé lífinu háttað.

Lífið og klukkustundirnar fara ekki alltaf saman

Það er alltaf gaman að vera til. Fullt af skemmtilegum verkefnum sem reka á fjörur manns. Hér er dæmi um eitt slíkt:

Í síðustu viku var móðir mín, sem er ferlega veik, búin að ákveða að heimsækja mig á þriðjudegi. Ég var því búin að plana notalega stund með henni í nokkra daga og slá því þar með á frest að ganga frá íbúðinni á Hverfisgötu. Mamma treysti sér ekki til að koma þegar ég tala við hana á mánudagskveldi. Á þriðjudegi býðst mér að byrja að vinna fyrr en ég ætlaði og ég þáði það. Fyrst mamma ætlaði ekki að koma þá myndi ég ganga frá íbúðarmálum í vikunni og mæta síðan fersk til vinnu.

Mamma hætti við að hætta við. Ég er sum sé komin í klípu því mamma var hjá mér í marga daga og ég er bara í vandræðum með að púsla saman þeim 3 dögum sem ég hef til þess að skila af mér auk þess sem ég hef nú ekki marga klukkutíma aflögu á þessum 3 dögum. Svona elska ég hana móður mína. Ég get ekki sagt nei við sjúklinginn.

Í gær átti ég að mæta í vinnu kl. 9 en svaf yfir mig. Vaknaði klukkan 9 og reyndi að hringja í síma vinnustaðarins sem aldrei er svarað í. Svo ég rýk í drenginn og þríf af honum bleyjuna. Það er kúkur! Og hann klínist út um allt. Degi tókst að pota stóru tánni í kúkinn upp í rassinum. Ég pússa bossann og ætla að skella bleyju á rassinn á honum en þá er allt í einu kominn kúkur á hnéð og sköflunginn. Ég leita að þessum kúk og finn hann upp í sófa í laki sem ég tek af í skyndi og pakka saman. Klæði drenginn og út. Þegar ég var búin að skila honum lenti ég í dæmigerðum framkvæmdar veseni miðbæjarins og bílastæðarugli.

Ég sagði yfirmanni mínum frá vandræðunum í kringum mig (ekki þó þetta með kúkinn heldur íbúðina) og hún var svo ótrúlega almennileg að hún gaf mér frí á fimmtudaginn.

Á fimmtudaginn verð ég að:

Henda fullt af rusli í risastórann bíl og senda hann í sorpu
þrýfa allt hátt og lágt.

Setjast niður með geðveikisglampa í augunum og stara út í loftið.

Góðar stundir

sunnudagur, maí 27, 2007

Frekkles

Je je jeah

Var í sólbaði úti á hlaði.

Je je jeahh

föstudagur, maí 25, 2007

Gleði!

Ég vil þakka móður hans Berta fyrir að vera ávalt til staðar þegar ég þarf á henni að halda.
Takk tengdó! Náði öllu heila helv... klabbinu.

AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA

éG ER GLÖÖÖÖÖÖÖÖÖÐ Í DAG Á NÝJU HJÓLI OG BÚIN AÐ DREPA Á MÉR LAPPIRNAR.

farin í heitt heeiiittt bað.

fimmtudagur, maí 24, 2007

Svo bregðast plön sem önnur

Mér er óhætt að fara að vera dulítið stressuð. Ég fæ hvergi kassa neins staðar. Hringdi í gamlan yfirmann minn síðan úr Holtagörðum þ.e. glundurbúðin og hún ætlar að safna fyrir mig. Ég þarf hins vegar að fara til Garðabæjar í glundurbúðina þar og sækja þá. Það er nuffninlega búið að rótera verslunarstjórum glundurbúðanna og henni var úthlutað útibúið í Garðabæ.

Ætli ég verði ekki að væla út kvöldpassanir fyrir Dag fyrst ég fékk vinnuna svona fljótt. Ætlaði svoleiðis að dúlla mér við restina af draslinu og henda og henda. Furðulegt hvað plönin manns splundrast fljótt.

Mamma treysti sér ekki til að koma í heimsókn eins og við vorum búnnar að ákveða. Síðan var óskað eftir mér fyrr í vinnu. Þá vildi mamma koma og er hjá mér núna. Þá fór flutningplanið í vitleysu. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta eilítið spennandi uppákoma þessi lífsþrengsli.

Iss ég verð þá bara geðveik. Það er nú ekkert nýtt fyrir mér. Er alltaf í geðveiklum. Fæ mér bara hjól og hjóla þetta úr mér.

miðvikudagur, maí 23, 2007

Trommusett til sölu

Trommusettið mitt er til sölu. Mér vill fá 30 þnús fyrir.
Man ekki tommur ossona í augnablikinu en það eru fín skinn á því og það lítur stórkostlega út vegna vannotkunar.

1 flortomm
2vær tomm tomm
sner
pedall
hæjatt
basstromm
glataðir diskar
rætstatíf
snerstatíf
stólgarmur
Heitir sónor og kufft í tónastöðinni 2004 vor

Vinna

Byrja vinna fyrr en ég gerði ráð fyrir svo ég þarf að taka trylling á hverfisgötunni. Vona að ég verði búin 1. júní en ég byrja að vinna á þriðjudaginn næstkomandi. Eiginlega rosalega glöð með það. Hlakka svo til að fara að vinna.

Hef ekki fengið fleiri einkunnir svo ég get verið róleg. Ægilega hjartsláttatruflandi þessar einkunnir.

mánudagur, maí 21, 2007

Spurning til foreldra með eitt barn

Hvenær fæ ég að gera eitthvað annað en að ná í barn upp á borðum? Maður getur ekki endalaust verið í eltingarleik og keyra bíla! Klukkan hvaða ár fæ ég að lesa 5 bls í bók í friði?

Svaka fínt hóm

Íbúðin er að taka á sig mynd....ég trúi því varla að ég eigi heima hérna. Mitt dót, mínar druslur líta svo vel út hérna að ég gef skít í innlit útlit. Kaupa og kaupa hvað?! Bara gömlu góðu Ívar-Svíkeurnar. Ekkert rugl.

föstudagur, maí 18, 2007

Evil Mr. Diabeticus


Evil mr. Sykursýki hefur tekið völdin á þessu heimili. Einn sjúkrabíll á þriðjudaginn, einn í gær og svo næstum því sá þriðji í dag. Kannski er það rétt að flytji maður á mánudegi inn í nýtt hús sé það til mæðu. En við reyndum að vígja húsið á laugardegi. Þetta er lygi þessi vísa þarna!

Mér var vorkent svo mikið að vera að standa í þessu að ég fékk að senda Dag til systur minnar og dóttur hennar. Þær ætla að massa eitthvað skemmtilegt meðan ég rek út illa anda.

Sit með bjór í danska herberginu mínu og ískápurinn er afar danskur að innan. Fullt af mat og svo er smá bjór inni í honum. Ég elska þetta.

Er alein því næturvaktin sefur úr sér. Stór dagur á morgun hjá herranum og mig langar til að taka þátt í því með honum. Eina sem ég veit er að það eru mikilvægir tónleikar fyrir Ask the Slave sem þeir eiga að spila á. Veit ekki einu sinni hvar, fyrir sykursýki, ekki tími til að ræða þetta, bara það að svo á að frumsýna einhverja mynd. Sjáiði hvað ég er upptekin?!

Á milli þess sem næturvaktin var skammaður, fyrir að vera þreyttur og borða ekki og mæla ekki í sér blóðsykurinn, af mér og konunni sem ól hann, gat ég óað og æjað yfir símtali í miðju ruglinu á heimilinu. Hes-klíku-vinur minn hann Grétar hringdi til þess að óska mér til hamingju með að hafa náð þekkingarfræðinni. Og vitiði hvað? Hann hafði rétt fyrir sér. Ég gat þekkingarfræðina! AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAhhhh- ég er rosalega stolt af mér fyrir það. Djísús. Enn og aftur velti ég því fyrir mér hvað ég sé að gera í bókasafnsfræði sem aðalgrein. En ekkert svona. Praktískt er praktískt og vinnan er skemmtileg þó námið sé STUPIIIIID nánast alla leið.
heimspeki heimspeki heimspeki rúlí lúlí.

Það er svo gaman að vera til í augnablikinu að ég er að hugsa um að halda í þetta augnablik í augnablik. Vonandi er ég laus við sjúkara bíla í bili. Allir í nágreninu fóru út að gera voða mikið í görðunum sínum og labba framhjá íbúðinni okkar. Ég sagði við næturvaktina að nú værum við Systa hverfisins. Alltaf einhverjir geimkallar fyrir utan hjá okkur.

Eitt alveg ótrúelga fyndið. Í gær fór næturvaktin út í sjoppu og ég hringdi í Indókína til að panta mat. Svo kom næturvaktin heim í tómu tjóni og vissi ekki neitt og slasaði sig á höfðinu og það kom fullt af blóði, ég hringi í sjúkarabílinn og svo þegar þeir sáu að þeim var óhætt að fara aftur kom Indókína-sendillinn með fullt af mat og spurði hvort við hefðum pantað'ann. Við hlógum bara að þessu. Sjúkara-kallar og matarsendill í einum graut fyrir utan hjá okkur. Mjög kómískt eftir alveg ótrúlega dramatík á undan. Stundum kemur hlátur eftir skelli-grátur.

miðvikudagur, maí 16, 2007

Dauf í dálkinn

Hana, þá erum við flutt. Aðeins háaloftið og smádrasl eftir. Ég ætla að vera löt fram að hádegi en svo ætla ég að taka smá skúrk.

Allir fluttir. Steinunn frænka flutti til mömmu sinnar, mamma flutt, ég er flutt og elsku bróðir minn er fluttur og er bara farinn til Seyðisfjarðar þar sem Norræna tekur á móti honum og flytur hann út í heim. Mikið óskaplega eigum við eftir að sakna hans. Hann ætlar að búa í Svíþjóð. Mér finnst eins og það sé búið að taka af mér hendurnar. En einhvern vegin koma stafir hérna á.

Miklar breytingar sum sé í fjölskyldunni. Það er rosalega skrítið að mamma manns skuli vera komin á vistheimili fyrir aldraða. Svo seljum við ábyggilega húsið hennar í haust. Ji minn hvað allt er skrítið. Maður vill helst hafa móður sína ferska og spræka en það er ekki allt fengins í þessum heimi. Þá tapa ég sum sé æskuheimilinu mínu. Ég er alveg ferlega viðkvæm fyrir þessum timburkofum sem ég hef alið manninn í. Hvað ætli þetta sé með timbrið? Eins og það brakar í þessu.

Ég ætla aðeins að loka augunum mínum í sófanum með bók á bringunni.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Eitt próf tú gó

Síðasta prófið á morgun og ég á eftir að lesa fuuulllt. Mill og Kant. Mill er lítið mál en Kant er bara ruglaður þó frábær sé. Enda þurfti hann að gefa sömu bókina út tvisvar á sínum tíma því enginn skildi baun í fyrri útgáfunni. Ótrúlega fyndið. Það er gott að vita að ég er ekki ein um að botna ekkert í karlinum. Skil glósurnar úr tímum.

Við erum með rosalega mikla heimþrá. Vanafestan er alger. Í gær sagði Dagur að við ættum að fara heim. Mikið erum við sammála honum. Samt er rosalega gott að sofa hérna. Ég sef mikið betur. Engin vindlalykt sem kemur upp um gólfið í svefnherberginu frá nágrannanum. Svo eru fuglar syngjandi úti núna. Mér finnst eins og ég sé flutt til Danmerkur. Ég held að ef ég mála gula litinn minn sem er inni í stofunni á Hverfó á veggi hér komi allt til með að lagast. Og þegar ég hugsa til þess hvað það er erfitt að þrífa lítinn mannaskít sem á það til að detta niður úr litlum rassi og milli raufanna á furugólfborðinu, þá hressist ég ögn.

Enn eigum við eftir að ná í sófann og rúmið. En við höfum það fínt á vindsæng og Dagur á svo gott ferðarúm að það væsir ekki um okkur hér. Nægjusemin er alger.

Best að klára Mill snöggvast og kíkja í Kant.
Hmmm er svo ekki undankeppni í Júró í kveld? Spennandi!

þriðjudagur, maí 08, 2007

Sólskin í Hlíðum

Í gær fór ég yfir á sumardekkin. Í morgun þegar ég var búin að tækla soninn svo ég kæmist á réttum tíma í próf var ekkert loft í einu af glænýju dekkjunum sem ég þurfti að splæsa á mig. Ég var rosalega hress með það. Brosti alveg út að eyrum. Þetta er einmitt sem maður þarf á leiðinni í lokapróf í aðferðafræði. Hringdi í leigubíl með barnapúða. Bíllinn kom og drengurinn trylltist þegar ég setti hann á púðann. Hélt ábyggilega að hann væri að fara einn í bíltúr.

Komst í prófið en féll á tíma. Þurfti að sleppa 20%. Ussssssss.

Er að fara að sækja drenginn litla. Kuffti handa honum innflutningsgjöf. Hann fékk púsl og einn pleimó-grillkall. Svo er ég búin að fara í sólbað út í garðinum mínum fína nýja.

Við erum flutt sum sé en eigum eftir að sækja fuuuullt af dóti: Rúmið, sófann, sjónvarpið og köttinn. Ég á eitt próf eftir og svo mössum við rest.

Jibbí kóla. Bjór og kjöt á ettir handa mér.

fimmtudagur, maí 03, 2007

Íbúð

Fáum íbúðina í kvöld!!!

Jibbíkólaaaaaa