föstudagur, júní 29, 2007

Af gullhömrum með smá hégómlegu ívafi

Ég á 2 susstkin...eftir af 4...og þau eru 12 og 13 árum eldri en ég. Ég er sum sé litlan þeirra en ég er líka stóran því ég á ekki sama pabba og þau. Ég er stóran hans pabba. Ég get því bæði verið stóran systkina minna sem þeim finnst ágætt en ég get líka verið litlan þeirra sem þeim finnst stundum betra að ég sé þegar þeim finnst ég vera orðin einum of stór með mig.

Á laugardaginn hringdi bró í mig frá Kuhhpmannahöbn og spjallaði smá við mig. Svo þegar ég var hætt að tala við hann vildi systurdóttir mín endilega að ég spilaði fyrir sig lag af því að við vorum að skála fyrir engu. Ég vissi ekki hvort ég ætti þetta tiltekna lag svo ég hringdi í númerið sem bró hringdi úr og þá svaraði danskt skroll ...hótel eitthvað. Mér var gefið samband við bró og þegar hann svaraði spurði ég hann hvort ég ætti lagið til. Hann sagð nei og tók það fram að það væri líka bannað að spila þetta lag*. Svo sagði hann að ég væri djöfulli góð að hringja sí svona bara til baka og mér finnst gaman að bróinn minn skuli segja að litlan hans væri"djöfulli góð".

Í gærmorgun var ég að lesa þessa bók sem ég bloggaði um í gær og fékk þessa þvílíku hugmynd. Mig langaði svo að gera eitthvað fyrir hana systur mína af því að hún hefur hjálpað mér svo mikið (lét mig fá bílinn sinn og ég má borga þegar ég get!) og er massa klettur. Ég ákvað að fara og kaupa handa henni þessa bók, hvað svo sem hún kostaði, og senda henni í pósti í gamni og koma henni reglulega á óvart. Fólk er ekki beint að senda í pósti lengur. Ég var beggja blands með þessa hugdettu. Þetta væri nú kannski bara vitleysa og svo eru bækur svo dýrar. Kannski kæmi þetta illa við hana. En bókabúðin opnar kl. 10 og ég ákvað að fylgja instínktinu mínu og rauk af stað í bæjinn svo ég gæti gert þetta áður en ég færi að vinna. Ég fann bókina og tilheyrandi til að setja utan um og þegar ég kom að afgreiðslunni græddi ég amk 3000 krónur því bókin kostaði ekki eins mikið og ég hélt.

Svo hljóp ég yfir á pósthúsið, krotaði með ókunnugri skrift utan á pakkann og fór í afgreiðsluna. Þar voru stúlkurnar með ægilega neon-bleik frímerki að klína á bréf. Og ég spurði: Ó má ég fá svona á pakkann?! Jú það héldu þær nú. En ég sá aldrei frímerkin fara á heldur rauk í vinnuna og nú var bara að bíða spennt eftir að sys hringdi.

Ég hélt að ég þyrfti að bíða þangað til í dag en sys hringdi í gærkvöld og sagði mér þessa dásamlegu sögu:

Hún kom heim af næturvakt og það var einhver miði um það að pakki biði hennar á pósthúsinu. Hún hugsaði mér sér hvaða djöfulsins gjaldfallna rusl þetta gæti nú verið en ákvað að drulla sér á pósthúsið áður en hún færi í bankann til að redda þessu. En henni fannst afskaplega undarlegt að það stóð pakki en ekki bréf eins og er með ábyrgðarbréf með haturstilkynningum. Hún fer á pósthúsið og fær þennan þvílíka böggul. Hún varð alveg gapandi og spurði konuna hvort þetta væri virkilega til hennar. Jú svo var og auk þess frímerki með blómum á og frímerki sem voru svo bleik að hálfa væri nóg, og merkt Kvennréttindafélagi Íslands. Hvað skildu þær vera að senda mér?! Spurði hún sjálfa sig og opnaði pakkann og sá að í honum var bók. Hún var viss um að þetta væri einhver kvennréttindabók þegar hér er komið en þegar betur var að gáð var þetta ekkert kvennréttinda-tengt. "Mikið ógeðslega ertu sniðug", sagð'ún svo við mig og ég varð svo glöð því það er svo gaman að vera "ógeðslega sniðug". Þannig að ég fékk eiginlega meiri og stærri pakka heldur en hún. En henni datt aldrei í hug að svona hlutum gæti ég tekið upp á. Eiginlega ekki ég heldur því ég hef aldrei þorað að akta á instínktinu því ég hef slæma reynslu af því. Oftast nær hefur það mislukkast. Það gat gerst núna þó svo að þetta væri mín eigin systir.
En pakkinn kom víst samdægurs! Hún var bara sofandi þegar póstmaðurinn kom heim til hennar því hún átti næturvaktina framundan.

Það skemmtilegasta við þetta allt er að hún sagði mér söguna af pakkanum eins og ég hefði ekki komið þar nærri og það var rosalega flott og skemmtileg saga hjá henni. Svo við gátum deilt saman sitthvorri sögunni í kringum þennan pakka minn og var orðin algert aukaatriði.

En mikið er rosalega gaman og gefandi að fá svona hrós frá susstkinum sínum. Það er bara allt öðruvísi einhvern vegin. Maður er ekkert sínkt og heilagt að hrósa þeim sem standa manni nær. Það fólk er einhvern vegin svo sjálfsagt og í raun hið mesta klúður að gera það ekki.

*Lagið sem um var rætt er Stairway to Heaven og það er rétt hjá bró að það er STRANGLEGA BANNAÐ að spila það.

miðvikudagur, júní 27, 2007

Furðulegt háttarlag hunds um nóttMæli með henni. Mjög holl lesning, fyndin og skemmtileg.

þriðjudagur, júní 26, 2007

Bara eitthvað..


Bara rólegt held ég. Væri til í að liggja í sólbaði í einhverri laug en ég vinn fyrir mér í staðinn. Held að ég sé að vinna um helgina. Þá vinn ég mér inn nokkra klst. í fríi.

Svo er ég að lesa Furðulegt háttarlag hunds um nótt, Menón, Öxina og Jörðina...ég held að ég sé ekki með fleiri bækur í gangi. Jú ég er með eina enn. Uss...ætla ekki að nefna hana búin að vera svo fjandi lengi með hana. Væri svo til í að fá að vera einhversstaðar að lesa bækur. Vonandi fær sonurinn tilboð um að vera í viku hjá frænku sinni...

In mæ dríms.

mánudagur, júní 25, 2007

föstudagur, júní 22, 2007

Subb á moggabloggi

Þetta er spúkí ógeð

fimmtudagur, júní 21, 2007

Nottlega


Fjölskyldan fór í frábæran hjólarúnt í fyrra dag sem endaði með því að mamma datt af hjólinu og barnið grét af hræðslu fast í stólnum og á hliðinni. Fyrst héldum við að hann hefði skemmilagt á sér hend en sem betur fer þá er hún í lagi.

Hjóluðum í Fossvogskirkjugarði sem er hreint frábærasti garður til að vera í á sumrin í Errvíkinni. Fullt af fuglum, dauðu kyrrlátu fólki og risastórum trjám. Alveg eins og í útlöndum.

Við komum við í Nauthólsvíkinni áður en slysið varð og litli fékk að busla í litlu lauginni sem þar er.

Ég er farin að lengja eftir því að fá frí alein með sjálfri mér og bók. Er að reyna að njóta þess nú áður en ég fer í vinnu um hádegi. En svo nottlega er ferlega gaman að kíkja á önnur blögg fyrst maður kveikir á græjunni.

Engin er fluttur í gamla bústaðinn minn. Keyrði framhjá í gær. Ég sakna þess ekki að búa þarna en ég sakna innviðarins stundum. Það var gott að koma heim. En það er líka gott að koma í stóra plássið og sitja inn í eldhúsi með tölvu og kaffibolla. Það er eitthvað alveg nýtt fyrir mér.

Ætla að halda áfram að lesa Menón.

fimmtudagur, júní 14, 2007

Brandari

Verð að segja frá krúttlegasta brandara sem mér og vinnufélögum mínum var sagt frá í gær.

Herdís Egilsdóttir sér um ritsmiðju fyrir börn í Borgó og áður en hún fór niður að sinna sínu kom hún upp á kaffistofu og sagði okkur brandara:

Það voru þrjár systur. Ein var 98 ára, önnur var 96 ára og sú þriðja var 92 ára.

Sú sem var 92 ára ákvað að fara í bað. Hún gekk upp stiga sem var á heimili þeirra og lét renna í baðið. Eftir smá stund brá henni heldur betur. Hún vissi ekki hvort hún væri að fara ofan í baðið eða koma úr baði. Svo hún kallaði á þá systur sem var 96 ára. - Ji minn, kallaði sú 96 ára, -ertu orðin svona kölkuð, sagði hún, og lagði af stað upp stigann. Allt í einu stöðvaðist sú 96 ára upp í miðjum stiga. Hún vissi ekki hvort hún væri á leiðinni upp eða niður. Svo hún kallaði á 98 ára gömlu systur sína. -Ég veit ekki hvort ég er á leiðinni upp eða niður! Kallaði hún. Sú 98 ára sló í borðið og kallaði: Uss eru þið orðnar svona kalkaðar, en bíðiði aðeins, það er einhver að banka.

Ég að syrgja gamla húsið mittÉg í gamlus hjá gula litnum og svarta ofninum og furugólfborðinu og hlöðnum skorsteini...sniff.

14. júní hæ hó jibbíjeijj

Viðburðalítill dagur og kemur á óvart. Afskaplega rólegt allt. Kom heim og greinilega búið að gera fínt. Veit ekki nákvæmlega hvað en það hefur eitthvað með gólfin að gera.

Ég er að reyna að trappa mig niður en er svo æst í að klára að taka upp úr kössum henda og svo framvegis að ég kann mig ekki. Auk þessa þykist ég ætla að lesa bækur sem ég lauma með mér heim og bæti í staflann. En ég get ekki lesið bækurnar fyrr en ég er búin að klára verkefni sem tekur alla ævi. Tiltekt og skipulag. Sum sé ég er ekkert að fara að lesa þessar bækur. Nema að ég hætti að horfa á kassana. En ég hef alla ævi til að plana hvuddnin ég vil hafa hlutina hérna.

Eitt sem er verulega farið að bögga mig og það er hvað þessi íbúð er ferlega hvít öll. Hvítt út um allt. Ekkert sérlega hómí fyrir minn smekk. Mála þegar buddan hressist og höndin vill pennsla út um allt. Ef ég væri rík kelling þá myndi ég fá kalla til að gera þetta bara. Og eiga bjór. Málarar drekka bjór á meðan þeir mála. Veit það. Vann í glundurbúð þar sem málarar komu og kufftu sér einn og einn öllara í einu.


Dagur er að horfa á Bangsímon og bryðja gúrku. Hann þarf sko að fara í klippingu. Og fá nýja skó. Og samfellur. Og mig vantar föt. Og klippingu. Og sund og brúnku.

Sendi bestu kveðjur til afmælisbarns dagsins sem er æskuvinkona mín og leikfélagi til margra ára. Til hamingju með daginn! Ekki Tsjé Gevara samt.

miðvikudagur, júní 13, 2007

8 ára og ábyrgðarlaus

Nú er ég ægilega fín ófrúuð með þráðlaust internet. En að sjálfsögðu gat það ekki reddast án þess að búa til nokkrar svitaperlur.

Ég sum sé gat reddað því að afsalsfundurinn myndi ekki byrja kl. 1 svo ég þyrfti ekki að fara úr vinnunni en þá hringdi símamaðurinn og vildi endilega koma og laga internetið hjá mér hálftíma fyrir afsal. Svo ég gat verið í svitabaði út af tímasetningum. En það massaðist.

Kannski er ekki hægt að búa í þessari borg. Hún er rugluð af æsingi. Allir þurfa að gera allt núna núna núna. Það væri kannski ráð að flytja upp í sveit. Það er ekkert lát á veseni. Hvaða vesen bíður mín næst? Úff hvað ég þarf að komast í burtu þar sem þarf ekki að hugsa. Einu sinni gat ég farið til mömmu og hætt að hugsa en það er liðin tíð. Nú þarf ég að hugsa fyrir hana líka. En ég er ekki ein um það. Samt...ég sakna þess alveg rosalega að fleygja mér upp í sófa og góna á fréttirnar með henni og spjalla og hneykslast út í loftið og tala um bækur og heyra sögur úr fortíðinni.

Skíta breytingar alltaf hreint. Ef ég mætti ráða þá væri ég 8 ára.

föstudagur, júní 08, 2007

Mr. Evil Diabeticus strikes again

Fékk ekki leyfi til að birta myndir af ferlíkinu sem mætti mér í gær eftir vinnu en kannski get ég gúgglað góðri eftirlíkingu. Ég sum sé mætti Braveheart í allri sinni mynd nema hann var hærri en Mel. Næturvaktin leit út eins og hann hefði slátrað nokkrum Englendingum árið 1200 og eitthvað.

Fésið var eitt blóð og eins og í myndinni glóðu augun vegna þess að hvítan er svo hvít þegar andlitið er þakið blóði. Ég var mest hrædd um að hann þyrfti að mæta í vinnu vegna þess að klukkan var orðin svo margt og maður hringir ekki á ómögulegum tímum til að redda næturvakt.

Ég held að næturvaktin ætti að fara að segja upp starfi sínu. Þetta er ekki að ganga.

Díabetikus er diabollic father mocker og krefst miklu meiri reglu en ruglsins sem næturvaktir bjóða fólki. Næturvaktir eru ekki sæmandi lífsklukkum fólks að ég tel. Óhollt fyrirbæri eins og að fljúga á milli tímabelta.

Það er skítalykt af hendinni minni því Kisa var að rassgatast í henni með skítugan rass.

OOOOjjjj.

P.s.
fann ekki Breifheeaart mynd sem lýsti fyrirbærinu. Censored að öllum líkindum (melindum).

Hressandi viðburðir í lífi bogs

Ef ég má þá ætla ég að birta mynd af afleiðingum atburðar sem átti sér stað í gær þegar ég var ekki heima.

sei nó mor!

fimmtudagur, júní 07, 2007

Taka til

Þetta er leikur sem Dagur kallar "taka til" og ég festist stundum í.

Hverfur hús við Hverfisgötu?

Kyssti gamla kofann minn bless í dag og tók myndir af honum tómum með tár í augum og hvörmum og kinnum og neimitt.

Bless eeeelsku falleginn minn.

...sniff...

Fiskabúrus tilbúus til notkunus

Nýbúin að massa fiskabúrið. Og klukkan er orðin ansi margt en...ég massaði fiskabúrið. Nú þarf bara að ná upp réttu hitastigi fyrir fiskus litlu og skella þeim í búres. Ætla að kynda herbergið í botn og loka öllum hurðum (3 hurÐAR og einstaklega undarleg beygjing).

miðvikudagur, júní 06, 2007

Nauðsyn þess að hafa skítadjobbareynslu.

Þó svo að ég hafi stundað mörg skítadjobbin á minni stuttu ævi nýtast þau öll hér á bókasafninu. Þannig að af skítadjobbum má græða.

Fiskvinnsla:

Þar lærir maður hröð handtök til að plasta bækur

Glundurverslun:

Þar lærir maður að höndla kúnna sem eru svo erfiðir að lánþegar allir með tölu eru með geislabaug miðað við glundurkúnnana og ég brosi sætt og sýni ómælda þolinmæði og þjónustulund. Fer næstum heim með kúnnunum til þess að kenna þeim að senda tölvupóst.

Leikskólar:

Elsku krúttin sem koma á barnadeildina og fá bækur og klæða sig upp í sæta búninga og ég kann að tala við þau á mannamáli sem ekki er á færi margra fullorðina.

mánudagur, júní 04, 2007

Nýtt kerfi í borgarbókasafni aðalsafni

Hæ allir.

Það er komið sjálfsafgreiðslukerfi í bókósafnó. Allir þurfa ný kort og læra á tækið.
Gjössövel að mæta.