fimmtudagur, júlí 19, 2007

Silfurtónar

Er með lag á heilanum og heimta kommbakk!

http://www.myspace.com/silfurtonar og Tælandi fögur. Alveg ótrúlega töfft raddanir og læti.

miðvikudagur, júlí 18, 2007

...jæja búnnað selja trommusettið mitt


Sumir kaupa sér föt, aðrir kaupa sér einkaþotur og kampavín, enn aðrir fara í heimreisur og svo eru það þeir sem hugsa í mörg mörg ár um að láta draum sinn rætast.

Hérna er til dæmis minn draumur frá því að ég var 14 ára. Hann lítur svona út og vonandi fer hann að rætast. Ég er alla vega búin að massa einkatíma handa mér og útvega mér þessa feikilega góðu kennslubók og ligg þvílíkt spennt yfir henni. Þykist vera að leika við Dag en er að stúdera hljóma á fullu: do mí so so mí do, einund, tvíund þríund, ferund, fimmund, sexund sjöund áttund hækkanir lækkanir stækkanir og minnkanir...mér líður eins og ég sé orðin smiður.

Allt að gerast. Aldrei of seint að læra neitt í heiminum. Það er of seint þegar maður er dauður hins vegar. En ég nenni ekki að vera fúlt gamalmenni yfir því á Grund.

Gerfið sem ég ætlaði að vera í ammælinu hennar Beddu en svo hélt hún ekki upp á það. Hva fæ ég annars linsur eins og hann á?

mánudagur, júlí 16, 2007

voff


Ég er þreytt og mér er illt í bakinu. Gömul Hofstaða- og Hafralækja-Húsavíkur eymsl að taka sig upp aftur. Ég nebblilega skemmilagði á mér bakið þegar ég gerðist kokkur fyrir 40 manns fyrir mörgum árum því ég var alltaf svo helvíti klifjuð þegar ég verslaði í matinn fyrir allt þetta fólk. Var yfirleitt ein á ferð í matarinnkaupum.

sunnudagur, júlí 15, 2007

Blóm


Fjölskyldan sameinuð á ný.

Kisa er brjáluð af því að hún fær ekkert að eta. Búðin opnar ekki fyrr en klukkan ellefu og það eru ægilegir stælar í henni. Sem er bara fyndið því að um leið og fyllt er í skálina hjá henni borðar hún þrjú korn. Hún er sú alfrekasta kisa sem ég hef hitt. Rétt í þessu sló hún mig og klóraði í tærnar. Stórhættulegt kvikindi. Það er eins gott að hún bíti mig ekki eins og hún gerði forðum daga svo ég þurfti fúkkalyf og stífkrampasprautu. Ég veit ekki hvort hún falli undir flokkin "gæludýr". Enda erum við farin að hafa ansi blendnar tilfinningar gagnvart henni.

Annars hefur verið brjálað að gera og ég má ekki vera að neinu. Ég skil ekki hvernig hægt er að hafa brjálað að gera þegar maður er ekki í skóla. En það eru alltaf einhver verkefni sem þarf að ganga í. Orðin soldið leið á verkefnum.

Eitt verkefni sem ég held að ég geti staðið mig svo ægilega vel í er að eiga blóm sem eru orðin eitthvað lúin í glugganum. Ég kenni mér um að vera ekki nógu dugleg við þau og tel mig ekkert kunna á blóm. Sem er reyndar rétt því þau eru í kolvitlausum glugga. Þau eru í "vökva 5 sinnum á dag" glugganum.
En ég get átt blóm ef ég set þau í réttan glugga.

Var á tímabili að gefast upp því mér fannst ég vera að bæta við mig heimskulegu en fallegu verkefni. En ég gefst ekki upp strax. Það má alltaf fá sér kaktusa og þykkblöðunga sem þurfa ekki vökvun mörgum sinnum á dag.

laugardagur, júlí 14, 2007

Kominn tími á einn Gary

Með þeim betri þessi og er í tilefni af því að Depill sem heitir ekki Depill fékk að kíkja í andyri safnsins.
Annars þurfti ég að hlaupa stjörf úr vinnunni til þess að ná í bassapetal. Alger sauður. Gleymdi honum heima í morgun og Biggi að fara að spila eftir 30 mín. Brunaði af stað og er að jafna mig. Þá er gott að kíkja á einn Gary.

föstudagur, júlí 13, 2007

fimmtudagur, júlí 12, 2007

jibbíjjjjj ein kell

Og svo kom sonurinn heim og nýja húsið breyttist í sóðabæli

Kall og baddnlaus og farin í siglingu með vinnufélugunununum.

föstudagur, júlí 06, 2007

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Ég er hýr og ég er rjóð krílið kemur heim

Ég er aðeins farin að jafna mig á barnleysinu enda fer krílið að koma heim bráðum. Mikið óskaplega hlakka ég til og er að hugsa um að búa til skemmtidagskrá því að ég á að passa frænda hans um helgina. Við verðum því þrjú þar sem næturvaktin næturvaktast og ég vonast eftir að hjá okkur verði mikið fjör. Þarf að leggja haus í bleyti...sund og eitthvað soleiðis. Ætli maður verði ekki að fara á Makkdónalds og ná í srekk dót.

Allar tillögur vel þegnar í kommó kerfó en hafið í huga að ég kæri mig ekki um að tæma pyngjuna.

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Kramið móðurhjartað

Barnlaus og mér líður eins og það vanti eitthvað á mig og í mig. Loksins þegar maður fær að anda í rólegheitunum án þess að vera á nálum um að krílið manns fari sér að voða þá hætti ég bara anda yfirleitt. Ég sakna hans svo mikið að ég er að springa. Mig vantar svo mikið að knúsa litla krílíð mitt að mér er illt í mömmunni.

Sonurinn er hins vegar í góðu yfirlæti. Búinn að fara á Langasand og hitta krossfisk sem hann reyndi að gefa Svala-súp. Sagði að krossfiskurinn væri með ljótar tennur og ljótan munn. Ég hefði viljað heyra hann segja það.

Ég vona að hann vilji koma heim...sniff.

sunnudagur, júlí 01, 2007

skrítið fólk



Er ekki eitthvað skrítið við það að sitja inni á bókasafni og lesa á þessum sólríka degi?
Ég sver þa!

Ég ætti kannski að spyrja lánþegana hvort einhver vilji skipta svo ég geti farið í sund að sprella.