föstudagur, ágúst 31, 2007

Latibær, lati bíll, lati bloggari.

Jæja, þá er ég hætt að vinna og skólinn byrjar í næstu viku. Þessa einu viku sem ég ákvað að taka mér frí fór í veikindi sem enn standa yfir. Ég má ekki lyfta litla fingri og þá er ég orðin slöpp. Við mæðginin hjóluðum nú samt á bókasafnið í dag. Ég sótti mér efni fyrir veturinn og Dagur hvarf upp á 5. hæð þegar ég var að ljósrita á fullu á fyrstu hæð. Svo þegar ég fann hann var hann hinn hressasti hlaupandi um allt. Ekki óttasleginn þó hann týni mömmu sinni enda vanur drengur í þessari risa byggingu. En ósköp var ég þreytt og blaut þegar ég kom heim. Sofnaði í sófanum og vaknaði við diskaglamur. Hélt að sumir litlir væru farnir að hugsa sér til sulls í vaskinum en svo kom á daginn að hann var bara að finna sér flottan bolla til þess að drekka úr.

Nú langar mig bara að það komi hvítur stormsveipur eins og í auglýsingunni forðum daga og þrýfi hér allt hátt og lágt. Ekki það að mig langi ekki til að gera það sjálf en þar sem ég er svona slöpp að þá væri ég alveg til í Ajax-stromsveip. Það er líklega ekki gott að vera heima á meðan. Það er svo svakaleg fýla sem fylgir Ajax.

Svo vantar mig ýmislegt skemmtilegt dót sem fæst í Svíkea en bíllinn er bilaður enn og aftur og ég er að missa vitið yfir þessum bíl. Hvað er eiginlega að fjandans bílnum ef hann lætur alltaf svona?! Alltaf það sama með startarann. Ætli ég þurfi nýjan? Svei mér þá.
Það er ekkert að þessum bíl. Hann bara fer ekki í gang. Soldið tilgangslaus setning a tarna. Það er lítið...nei það er ekkert lítið. Það er ekkert gagn í þessum bilaða bíl.

Farðu kvef úr enninu og kinnunum mínum og augunum mínum! Ég þarf á hreinum haus að halda í allri helvítis vitleysunni í kringum mig. Pirrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr.

föstudagur, ágúst 24, 2007

PÉningar

Það kom ótrúlega frægur rithöfundur í safnið í dag er kenndur er við bláu höndina og skírteinið hans var útrunnið.

Er ekki fáránlegt að rukka fólk sem býr til safnkostinn um 1200 krónur þó svo þa sé ekki mikið pén?

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Kringlusafn og bókabíll

Nú er mín að prufa Kringlusafn. Þar fann ég einn frænda úr móðurætt sem er nú bara mjög merkilegt því að móðurættin er tætt út um allar trissur og enginn veit neitt hvar fólk er eða hvort að það sé skilt manni yfirleitt. Annars heimsóttum við Bjarna Harðar í sumar og okkur var mjög vel tekið. Hann er einmitt skyldur okkur í blessuðu móðurættina, og frænda sem kom í safnið til mín. Bjarni sýndi okkur myndir og þar á meðal mynd af móðursystur minni þegar hún var pínu pons og gat staðið í lappirnar. Skrítið að sjá fullorðið fólk pínu pons.

Kringlusafn er skrítið safn. Skrítið að vera bara á einni hæð. Soldið óþægilegt reyndar. Ég er vön svo ægilegu flæmi. Svo eru ægileg læti þegar fólk gengur fyrir ofan safnið með innkaupakerrurnar sínar. Stundum er eins og það sé lest sem er að fara af stað og þá líður mér eins og ég sé í Danmörku. En síðan er líka krakka-æp og gól og það er fáránlegt að það skuli vera hægt að henda drasli og rusli niður í safnið! Arkitektinn bannar það algerlega að það sé gert eitthvað í því. Hann ætti að borga skaðann sem þetta getur valdið. Hugsið ykkur ef einhver myndi henda sjeik þaddna niður sem myndi splundrast yfir safnkostinn? Sem ég held að sé alveg gert. Íslendingar eru svo tillitsamir, bæði hvað varðar rusl og umferðamenningu. Við getum verið stolt af okkur! Svo er geðveik pizzulykt allan daginn í safninu! Það er eins og maður sé ekki í bókasafni heldur einhverstaðar allt annarsstaðar.

Ég fæ hins vegar að prufukeyra bókabílinn og það í tvo daga! Ég er ógurlega spennt en líka duldið hrædd um að verða óglatt af að hanga í rútubíl. En ji hann er svo flottur!

Hætt að tala, þarf að fara að koma mér af stað í vennuna.

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Kynþáttadrömu og lífsreynsla...

...eru merkingar á dvd myndum hérna í safninu og þar sem sjón mín á það til að blekkja mig sá ég nottlega Kynlífsreynslu út úr þessu tvennu. Og varð duldið sjokkeruð á þeirri flokkun. Sem er alltaf svo gaman. En það eru ótrúlegir hlutir sem finnast í safninu svo þetta kom mér ekki mikið á óvart.

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Balthusarmær Philips Roth


Google-myndaleit er stórkostleg fyrirbæri og nauðsynlegt að hafa við hönd jafnvel þó maður sé bara að garfa í skáldskap.

Ég hef nebblilega oft velt því fyrir mér hvursu upplýst ég myndi verða ef ég fengi að sjá myndir sem höfundar nefna í bókum sínum sér til stuðnings þegar þeir lýsa t.d. manneskjum og bera saman við einhver málverk eftir málara sem ég hef ekki hugmynd um hver er.

Og nú er ég að skoða persónu sem er kennari og er voðalega æstur í skólastelpurnar sem hann kennir og hann segir eina vera eins og Balthusarmeyjarnar. Og ég veit ekkert um þennan Balthus en fékk nokkuð öfluga lýsingu með því að kíkja á eina slíka mey með því að Gúggla. Það er nokkuð ljóst að maður verður að vera soldið vel að sér nú eða gúggla ef maður ætlar að lesa skáldskap! Meiri upplýsingarvesenið þessi heimur.

Viðurkenni að myndin gefur mér miklu meiri hugmyndir um þessa hressu stúlku sem vill endlega sofa hjá kennaranum sínum. Hreint ekki neikvætt heldur. En ég var ekki alveg viss fyrst þegar ég sá myndirnar hvað mér ætti að finnast. Kannski er ég tepra eða vil ekki að kvenfólk láti svona eins og Balthusarmeyjarnar.

föstudagur, ágúst 03, 2007

Lífið og tilviljanir

Alveg merkilegt hvað lífið getur verið skrítið.
Það kom lánþegi í dag og var að leita að Hugleiks-bókum. Hún pantaði eina.
Fyrir nokkrum mín. hringdi lánþegi til þess að framlengja bókum og þar á meðal pantaða Hugleiksbókin. Furðulegt alveg hreint. Eins og þekkingarfræðin.

Rólegt yfir versló helgó vegna bíló

Þar sem bíllinn fór í fýlu þegar ég eyddi aurunum mínum sem ég var búin að safna mér í píanóið góða hef ég hjólað svo mikið að augun eru að springa út úr höfðinu á mér. Í morgun hjólaði ég með drenginn í rokinu og rigningunni sem var allt í lagi en það var bakaleiðin sem ætlaði að drepa mig. Ég er nebblilega á kvöldvakt í kvöld og ég ætlaði svoleiðis að hjóla hress heim og æfa mig á píanóið en í staðinn skreið ég upp í rúm og svaf til 11. Rauk síðan á fætur og þvoði hárið og tók strætó í vinnuna! Ég eeelska strætó fyrir að stoppa fyrir utan heima og koma mér áleiðis. Vildi að hann færi fyrst út á Eggertsgötu og síðan á lækjó.

Ef Dagur fer ekki að fá pláss á leikskólanum þá verð ég að fara að hugsa út strætóleið fyrir okkur. Ég er ekki bjartsýn á að geta borgað viðgerð á startara. Það er óhemjuverk að gera við þá ef þeir eru á leiðinlegum stað. Eins og startarinn á mínum bíl.

Úúooohh. Mig langar að hafa bílinn! Nú kemst ég ekki með góðu móti á Skaganes. Og ég er búin að prufa að fara með dreng og kerru í slíka ferð og hún var fullævintýraleg og endaði næstum því með að við yrðum strandaglópar í Mosó í marga klukkutíma!

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Lati Bær er hættulegur bær ungu fólki

Sonurinn er ekki nema 2 ára og er að reyna að snúa sér eins og mr. Íþróttaálfur. Eins og ég er búin að vera dugleg með Múmínálfana, þá er nokkuð ljóst að þeir eru ekki eins hressir og fara ekki í kollhnísa!

Í gær horfðum við á Múmínsnáðann í sjálfheldu á skíðum...ekki hermdi minn eftir því!
Í dag sjáum við klikkaða snúninga sem eru tölvustýrðir og sonurinn er að reyna að herma eftir...með skrámur á lærunum og skælandi yfir meiddi!

Hvernig útskýrir maður fyrir 2 ára að þetta sé ekki hægt í raunveruleikanum?! Það er ekki hægt. Hann verður bara að reka sig á. En það er allt í lagi. Mamma er vön 112!!!
Þakka Jung fyrir flæðiskenningu sína...ef lesendur eru upplýstir um hana. Nenni ekki að segja frá henni núna. Löööööt.

Spurning um að banna Íþróttaálfshorf! Reyndar...eitt fyndið. Frændi minn sem er 5 ára gisti um daginn. Þegar hann vaknaði sagði hann við mig: Ju Sunna, veistu hvað?! Ég svaf í öllum fötunum...alveg eins og Íþróttaálfurinn. Hehehhehehhe...góð skilaboð til barna að sofa í fötunum sínum en ekki náttfötunum sínum. Svo syngur sá sami frændi: Ég er íþróttaálfurinn og aldrei geri ég neitt. Það er það sem börnin heyra þegar þau horfa á leikritið. Sæææætt.

Hæ Sigga. Kem þegar ég kemst en þú ert ofarlega í huga. Það er bara viss forgangsröð þegar maður eignast barn. Og nú ertu komin í þann pakka...vertu velkomin! Og svo áttu fallegasta dreng í heimi!

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Hér er ég go dag go dag go dag


Það er mikið af ekkerti gera í vinnunni og þegar ég kem heim er ég þreytt út af ekkertinu.
Mig langar í langt frí svo ég er að fara að hugsa um hvenær ég eigi að hætta. Ég nefnilega hef ekki fengið frí síðan einhverntíma.
Ég man það ekki. Kannski síðustu jól.
Man ekki eftir að hafa fengið neina hvíld.
Og nú hjóla ég eins og mófó og er meira þreytt en vanalega.

Bíllinn er nefnilega bilaður svo ég
hjóla út á Eggertsgötu á morgnanna og síðan þaðan
í Tryggvagötu þar sem vinnan tekur við og það er einn staður í vinnunni
sem er talsvert meira þreytandi en nokkur annar staður í húsinu.

Fann rosalega skemmtilega bók og skellti texta upp úr henni inn á bókmenntavefinn.