miðvikudagur, október 31, 2007

Tíu litlir negrastrákar

Ég viðurkenni það að ég er ein af þeim sem varð ægilega hneyksluð á móðurinni sem er æf út af endurútkomu bókarinnar um negra strákana. Áðan las ég grein í blaði fátækra skuldara sem fjallaði um bakrunn bókarinnar sem er ógeðslegur, vægast sagt. Svo ógeðslegur að Íslendingar breyttu endinum.

Ég man vel eftir þessari bók þegar ég var lítil. Mér fannst hún rosalega skemmtileg. Mér fannst ekki skemmtilegt það sem kom fyrir drengina, mér fannst það frekar óhugnanlegt. En vísan og hvernig þeir töpuðu tölunni afturábak, það var svo spennandi, svona eins og tíu grænar flöskur. Það var einhver önnur bók sem lýsti einhverjum svona hrakförum þar sem fólk dó ekki en eitthvað annað kom fyrir þannig að talið var afturá bak en ég man ekki hvað sú bók hét. Aðalatriðið fyrir mér sem barni var hvernig tala fór úr 10 niður í 1. Svo var maður voðalega feginn þegar allir negrastrákarnir birtust aftur þrátt fyrir það sem kom fyrir. Ég leit ekki svo á að síðasti negrastrákurinn hefði hitt stelpu og búið til nýja. Ég leit svo á að hrakfallabálkarnir hefðu komið ferskir og heilir til baka. Þannig leit ég á málalok.

Hvort ég kaupi þessa bók fyrir minn son er svo annað mál. Ég sjálf væri alveg til í að eiga hana. Sérstaklega þegar ég veit núna, eftir að hafa lesið blað fátækra skuldara, þann viðbjóð sem býr að baki þessarar bókar.

Fyrir einhverjum árum síðan (og kannski enn ég veit að ekki) komst það í hámæli að ungt fólk í grennd við Ausvits, vildi losna við safnið, láta loka því. Ekki hefur slíkt verið gert. Í Ausvits má sjá gleraugnafjöll látinna gyðinga, tennur úr þeim, gasklefana sem þeir voru drepnir í og fleira. Eitthvað líkt safninu sem greinarhöfundur nefnir í blaði fátækra skuldara.

Með endurútgáfu þessarar bókar minnist ég æsku minnar en nú hefur sú vitneskja, sem greinarhöfundur segir frá, bæst við til að minna á að bak við þessa barnabók er harmleikur í sögu mannkynsins sem ætti ekki að gleyma frekar en harmleik seinni heimstyrjaldarinnar.

Börn líta allt öðru vísi á innihald bóka heldur en við hin fullorðnu, við skulum ekki gleyma því. Svart fólk klæðist ekki lendarskýlum á götum Reykjavíkurborgar. Hinn pólitíski áróður selsins Snorra skilaði sér ekki til mín og hefur enn ekki gert. En séu foreldrar að kaupa þessa bók fyrir börnin sín skulum við rétt vona að þegar börnin vaxa úr grasi og eru tilbúin til að vita harmleikinn á bak við þessa bók, að foreldrarnir upplýsi þau um fortíðina. Við verðum því að treysta á skynsemi foreldra fyrst bókaútgefendur hugsuðu ekki lengra en að heiðra Mugg með endurútgáfunni.

fimmtudagur, október 25, 2007

Anaximenes hét sá þriðji...


Ég er með kerfi sem er afskaplega sniðugt og dúkkar upp einmitt þegar maður þarfnast þess. Næsti heimspekinur heitir nebblilega Anaximenes. Og vitiði hvernig ég rugla þeim ekki saman Anaximandros og Anaximenes. Anaxima- og Anaxime-. Sá sem kom á undan er á undan í stafrófinu. Ég er svo sniðuuuug.

Anaximenes var ekki á sömu skoðun og Anaximandros, sem talið er að hafi verið lærifaðir -A-menes. Hann einmitt, tók eftir því veseni sem fylgir því að eitthvað sé óbreytanlegt. Svo hann sagði að allt væri úr lofti. Sem er snilld því loft er óendanlegt en breytanlegt. Hlutir breytast í kringum mann. Loft verður gufa þegar maður andar í köldu lofti, þéttist og verður að vatni og alls konar allskonar skemmtilegt sem gerist...ský ossona. Vatn til dæmis á það til að frjósa. Pælið í því. Þó nokkuð mikið varið í þessa loft-útgáfu við útskýringu á heiminum.

miðvikudagur, október 24, 2007

Næsti karl...hann Anaximandros!!!


Ég var búin og blogga heil ósköp um næsta kall! En það PÓSTAÐIST EKKI! Sést hvað ég er reið yfir því?
Maður hefur heil ósköp fyrir að skapa þetta bla bla á bloggi og svo fer allt í fýlu út af kerfisvitleysu.
Kemur allt í einu eitthvað riiisastórt error kjaftæði og skemmir fyrir manni fullt af skrifum! Jiminn hvað ég er hneyskluð

Taka tvö. Ég verð að ná þessu fjandans prófi!

Anaximandros
Hann var nú ekki sammála Þalesi um vatnið og kom með undarlegt orð, to apeiron, til að útskýra heiminn. To apeiron þýðir óendanlegt og óbreytanlegt...mjög dularfull veröld það. Til er sum sé eitt efni sem allt er úr. Vandamál Anaximandrosar var eiginlega að ef hlutir eru óendanlegir og óbreytanlegir þá er manneskjan soldið mikið meira en manneskja. Hún er líka stóll og allskonar drasl. Líkist sandskrímslinu í Spiderman 3 sem er með fullt af drasli í sér en aðaluppistaða skrímslisins er sandur. Þetta er alveg gáfulegt svona miðað við tímatal þessarar hugmyndar. Svona amöbu-hugmynd. Soldið erfitt að átta sig á hvernig hlutirnir verða það sem þeir eru. Sjálfsagt hefur to apeiron einhverja eiginleika.

En ef það er eitt og óbreytanlegt og óendanlegt...þá hjótum við að vera ein risastór klessa öll sömul ásamt húsgögnum tækjum og þvílíku. Ég er pillan sem ég gleypti í dag. Hvernig hefði Anaximandros útskýrt það að mér liði illa af því að drekka ónýta mjólk ef við erum báðar to apeiron? Það er varla hægt að tala um hlutföll efnis ef allt er í einni kássu eða hvað? Kannski er ég á villigötum hérna. Hvað um það. Það er holt að pæla. Maður fær síður alzheimer ef maður lætur hugann rembast. Sjuddúkú ossona.

Koma sohhh Blogger! Publish ðis shitt!

miðvikudagur, október 17, 2007

Þetta er hann Þales...hann var fyrsti heimspekikallinn segir Aristóteles.


Ég er að hugsa um að fara að blogga bara um forverana svo ég læri nú eitthvað og bloggi eitthvað. Missti soldið áhugann vegna þess að ég er að gera rannsókn á bloggi og datt algerlega úr blogggír. Til að hressa samt upp á bloggus ætla ég að skella inn myndum svona fyrir mig, til að minna mig á hvað ég á líka að vera að gera fyrir utan bloggrannsóknina og talsvert erfiðara að átta sig á...held ég...amk öðru vísi en eigindleg rannsóknaraðferð. Og það er fornaldarheimspekin. Ó mæ gad hvað þetta eru óráðin dýr.

En uppruni alls er vatn samkvæmt Þalesi og seglar hafa sál. Mjög skynsöm ályktun svo ég geri smá grín að honum. Þá kannski man ég frekar af hverju þetta þykir vera alger snilld í dag, samt sem áður.

Sumir tala um krabbamein, aðrir um sprautufíklasyni sína, ég væli öðru hvoru um hvað ég sé geðveik...best að væla hvað mér gegnur illa að skilja forvera Sókratesar. Ég græði kannski á því sjálf. Svo er aldrei að vita nema að það slæðist inn kennari á bloggið mitt og geri betur grein fyrir hlutunum heldur en gerist og gengur í tímum...hehehehheheh...
Mér gengur allavega ekki vel í skólanum þessa önn enda að fara að líða að lokum námsins...það er einmitt þá sem ég fer að klikka...þegar ég er alveg að fara að klára.

P.s. ég er orðin duldið góð með minuettinn hans Bach!