mánudagur, nóvember 19, 2007

Svíkea-dagur

Vaknaði kl. 9 og ætlaði í skólann. En það er einhver starfsdagur svo ég fór ekki í skólann. Kuffti kaffi í Sunnubúð. Verð að taka það fram hvar ég verslaði í morgun. Nú er Sunnubúð svo fræg. Sys kíkti í stutta heimsókn. Svo fórum við Dagur í endurvinnsluna. Honum fannst það allt voðalega merkilegt. Hann fékk að rétta konunni í búrinu miðann með flöskutalningunni og fannst feikilega gaman að fá pening til baka. Kallaði bless á alla inni í endurvinnslunni. Allir kvöddu hann. Sjáumst á eftir, sagði Dagur þá. Við fengum einn seðil og klink. Dagur leit ekki við seðlinum heldur tók bara klinkið. Veit ekkert um gildi seðilsins. Svo fórum við í Svíkea. Ég var búin að lofa honum einhverri grímu. Þar gátum við dólað okkur talsvert. Mikið að skoða. Prufa rúmin og príla á kössum, pota í dótið og svo fundum við piparkökur sem við hámuðum í okkur. Síðan ætlaði ég að plata hann í sund. Reyna að halda honum vakandi en það mistókst. Best að slappa af í smá stund fyrir kvöldið.

Kuffti ekki jóladót í Svíkea.

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Að ganga heill til skógar.

Í íþróttafréttum Rúf í kveld kom það fram að Birgir (golf-kylfingur) hefði ekki gengið heill til skógar í morgun vegna slæmsku í hálsi!

Við skulum rétt vona að hann fái vitið til baka vegna bötnsku í hálsinum.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Bib

Aldrei þessu vant er ég bara ein í myrkrinu. Dagur sofnaður og næturvakt. Svei mér þá ætli ég verði ekki bara að fara í tölvuleik. Hmm...kannski bara ég geri það. Svo er fullt af spennandi hlutum á netinu...sörfa soldið. Það er gaman.