miðvikudagur, júlí 30, 2008

Samskiptatilraun

Kæra samstarfsfólk sem les bloggið mitt. Tobba á hráskinku upp í ískáp sem við eigum endilega að leggja okkur til munns svo hún skemmist ekki. Viljið þið koma þessu til skila fyrir hana?

Það er' að koma skilaboð...

- Hvaða skilaboð?
- Að setja hægra heilahvel í gang...

Það er'að koma skilaboð.
- Hvaða skilaboð
- Að setja vinstra heilahvel í gang...

Það er' að koma skilaboð!
-Hvaða skilaboð?
- Að setja bæði heilahvel í gang...

Nokkrar mögulegar leiðir til að lifa af sem hugsandi vera í þessu lífi eru að gera sér í hugalund að veruleikinn er eins og maður skynjar hann og svo er aftur á móti veruleikinn eins og hann er í sjálfum sér. Hard core segja okkur aldrei skynja veruleikann eins og hann er í sjálfum sér. Svo eru hinir sem treysta því að maðurinn geti mögulega verið svo skynsamur að hugsa út fyrir sjálfan sig og sjá heiminn eins og hann er þrátt fyrir hvaða tilfinningu sjálfið hefur fyrir líðandi stund. Skynsamar tilfinningaverur myndi ég kalla þá sem falla undir seinni flokkinn.

Bara svona að gamni pæling. Gott að vita að stundum er það hugarástand sem lætur mann draga rangar ályktanir af hlutum og finnast eitt og annað vera vitleysa.

þriðjudagur, júlí 29, 2008

Gremja

Ég gæti grenjað yfir veðrinu. Mér finnst ég vera svikin og er sár í hjarta mínu. Hér sit ég INNI og veðrið er hreint ótrúlegt. Það er bömmer að búa hérna. Ég vil rigningu og rok strax!

Ég er kannski ósanngjörn en helvítis maður. Þetta er nú einum of. Ég er að tapa minni hégómlegu brúnku um allan kroppinn!

Ekki reyna segja mér frá brúnkukremunum; Bla bla bla brúnku klepra í túpu hvað!

Þungavigtin í kvikmyndatónlist- ég veit ég er algert geek!Ég hef alltaf verið veik fyrir sló mó þyrluspaða-tónlist enda langaði mig alltaf til læra fljúga þyrlu. Of fátæk svo ég finn þá bara þyrluspaðana í tónlist eins og þessari. Svo nottlega fokkíngs brassið! EEElllska horn út af lífinu. Amen.

mánudagur, júlí 28, 2008

En annars...

...hljóp sonur minn út um alla íbúð í gærkveldi, berrassaður með skikkju og hrópaði: ÉG Á ENGA FRAMTÍÐ og gerði mig hálf skelkaða. Svo ég varaði dömurnar í leikskólanum við í morgun til að þær færu nú ekki að draga einhverjar ályktanir. Leikskólafólk á það til. En nú s.s. vita þær að hann horfir dálítið á sjónvarp og þarf endilega að segja allt upphátt sama hversu pínlegt það er fyrir mig!

Mætti mér í morgun einn maður...


Mætti þessum fræga manni á leið í vinnu í morgun. Horfði djúpt í augun á honum til þess að sannfæra mig um að þau væru örugglega brún. Annars væri kauði ekki sjálfur Anthony Edwards. Brosti til hans yfir gleraugun. Hans augnaráð var meira svona vandræðalegt: veistu hver ég er?!

föstudagur, júlí 25, 2008

Óskalög sem nokkrir fá að heyra. Tækifæri til að ala upp múginn!

Jæja...nú er ég í tónó...ekki með kantötu. Einhverjar tillögur? Verður að vera safnvænt og til í safninu að sjálfsögðu.

Annars er Air (Bach sjálfur hvað annað?!) yfirleitt lokalagið hjá mér þegar ég tek kvöldvaktir upp á 5. hæð. Smá tilvitnun í 7even og á vel við tón-ogmyndó. Enginn yfirmaður að böggast yfir því. Löngu farinn heim þegar ég trylli græjurnar. Enda stykki til að spila hátt og kröftulega.

Air er simplun (góð! ég er alveg að gera mig í slettusöfnununni!) á svítu nr. 3 í Dé dúr BWV 1068.
Er að æfa mig að muna romsur. Uppáhalds píanósónatan mín eftir Mozart er KV 331 A-dúr. Alveg einstaklega falleg.
Yfirburða gáfulegt að geta skellt svona tölum um sónötur á bloggið hjá sér...en í raun er þetta bara skráning einhverra karla sem flokkuðu og tímasettu verk löngu dauðra manna til þess að fá einhverja röð á nótnastaflann á skrifborðunum þeirra...eða svona næstum því soleiðis. Pjúra bókasafnsfræði! Hana nú.
Óskalög? Hmm...eníboddí?

Á náttgólfinu...er ekki með náttborð. Þarf að skófla bókum undir rúm og gleraugun ofan á svo litlir puttar glenni ekki gleraugun í tætlur

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Mozart kemur til bjargar á ögurstundu

a bé sér dé ef e er gé eftir kemur hájoð ká, ellimenn og einnig pé ætli kú þar standi hjá...

Einföldustu hlutir eins og stafrófið getur algerlega keyrt mann um koll. Stundum getur maður ekki raðað af því að skyndilega er maður ekki fær um að muna hvar hver stafur á heima. Oft hef ég lent í vandræðum með kú og veit ekki hvort kú sé á undan pé eða á eftir. Þá þarf maður að fara að syngja Mozart í huganum...stundum...upphátt... lánþegum til mikillar skelfingar. En svo er annað ótrúlega merkilegt. Þegar kemur e,f,g,h,i,jogk nenni ég ekki að raða lengur og fer aftast í stafrófið. Q og p fara líka í taugarnar á mér. Hvernig í ósköpunum má það vera að ákveðin röð fari í taugarnar á manni? Sérstaklega i,j og k. En mér finnst ég líka hafa unnið persónulegan sigur þegar ég hef farið í gengum allt stafrófið. Þá á ég skilið góðan kaffibolla.

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Endurtekningin

Burt séð frá spekinni að þá sit ég í tónlistardeildinni. Skellti á "fóninn" eftir mikla leit og miklar pælingar og valkvíða innan um allt hér, kantötu eftir Bach númer einhver ósköp. Voða fín stemning í safninu ossona...eftir 30 mínútur var mér farið að leiðast stefið og sömu hrópin og köllin í kórnum trekk ofan í hvað...hugsaði með mér að tónskáldum sé trúandi til alls og lengd lagsins (komið upp í 40 mínútur alltaf sami rúnturinn) sjálfsagt eitt af þeim þrekraunum sem tónskáld eiga til að leggja á flytjendur. Ég veit varla hvað kantata er og þekki Bach svipað og hluti sem ég varla sé (eins og t.d. óæðra gat líkama míns) dags daglega.

Að sjálfsögðu, lesandi góður, hefurðu rétt fyrir þér með hvernig málunum var háttað. Þetta var bara svo snilldarleg skipting að ég tók ekki eftir því. Lúpp lúpp lúpp lúpp.

Speki dagsins

Konur kunna að meta hreinskilni;
Segðu henni að þú sért blankur á fyrsta deiti.

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Svauung

Mig langar í eitthvað rosalega gott að borða. Ég er að deyja hérna í vinnunni og huxa og huxa um hvað í ósköpunum ég eigi að bjóða mér upp á. Miðbærinn býður upp á ýmislegt:

  • Grillhús Gumma
  • Hlölli
  • amk 3 pizzusneiða-staðir
  • Nonni bátus
  • 10 fokkíng 11
  • Shalimar
  • Tai ukkað
  • Bæjarins bestu

Man ekki meira. En hvað á ég að velja? Mig langar doldið í fiss end tjihhps. Þá þarf ég að fara að panta. Ég ötla nefnilega að töka þa me mé. Varð að prófa táningamál. Varla að ég skilji þetta sjálf.

Ohh ég er að krumpast niður úr húúngri!

miðvikudagur, júlí 16, 2008

"Klukkan er 8.08! Ég verð að fá nægan svefn!"

Ég er ennþá að lesa Buddha 3 en hef eytt síðustu tveimur kvöldum í Næturvakta-syrpuna. Hvílík snild! Ég er svo hrifin að ég ætla að fjárfesta í eintaki hið snarasta. Ég er að reyna að bæta mér upp myndbanda- og bókasvelti síðustu þjú ár sem hafa farið í að reyna að læra að vera foreldri og þakklát fyrir að fá fimm klukkustunda svefn samfellt. Hamingjan sem fellst í því að spara peninginn sem fer í bleyjukaup gleymist fljótt þegar ég er vakin með orðunum: ég þarf að pissa, kl. 03.15 á næturna. Og ég er mest undrandi á því að ekki þarf að ýta við mér heldur sprett ég upp eins og stálfjöður af værum svefni og dríf drenginn inn á tóalettið. Svo reynir hann að plata mig fram að horfa á Latabæ þar sem býr álfur kenndur við íþróttir og klifar á því að hann verði að fá nægan svefn. Ég sármóðguð út í soninn fyrir að átta sig ekki á að mæður þurfi líka nægan svefn segi: Ekkert bull! Nóttin-sofa! Og skríð uppí og vona að ég viti ekki af mér eftir smá stund. Yfirleitt tekst það en alltaf með smá hnút í maga um hvort maður fái að hvíla sig og hvort drengurinn eigi eftir að vaka aleinn og leiðast upp í rúmi í þögninni. Helv...meðvirkni!

Annars er ég fúl yfir að vera ekki úti í sólbaði heldur innilokuð hjá öllum vinkonum mínum sem heita ýmsum nöfnum en eiga sameiginlegt að vera aðföng. Ég væri líka til í að leggja mig eða fara upp í sveit og eyða nokkrum dögum ein í sumarbústað með bækur, blöð og penna. Kannski tölvu og leita að efni í BA-ritgerðina. Og vera ekki vakin af litlu tippi sem getur ekki beðið fram á morgun!!!

þriðjudagur, júlí 15, 2008

Atvinnutilboð

Fékk atvinnutilboð í dag. En vegna þess að ég á eina önn eftir þá bara verð ég að bíða róleg. Held samt að ég megi hafa samband klári ég ukkurntíma.

föstudagur, júlí 11, 2008

Harpa

Það eru hörputónleikar í vinnunni. Mér líður eins og það sé árið 1578 eða ukkað!
Geggjað
Buddah 3 kominn á náttborðið

miðvikudagur, júlí 09, 2008

Meira meira

+
Og svo hóf ég lestur á númer tvö...og þá eru eftir sjö...
Ji hvað ég á eftir að vera stolt þegar ég lít yfir þetta lestrarár! Margar margar bækur. Ég hef ekki lesið svona rosalega í fjölda ára. Mikið er ég fegin að vera laus við get- ekki- klárað- bækur-safna-þeim-bara-á-náttborðið-syndromið.
Er grasekkja næstu daga. Það verður skrítið. Ég kvíði aðeins fyrir því. Ukkað óvön slíku. Annars er bróðir minn hjá mér þessa dagana svo við Dagur erum ekki ein í kotinu.

mánudagur, júlí 07, 2008

Lítið ferðalag


Fórum í svakalegan bíltúr í gær með systur minni, ég og Dagur. Ég mundi eftir myndavélinni og ákvað að vera túristi. Hér erum við fallegust í heimi saman...

föstudagur, júlí 04, 2008

Buddha- nýjasta æðið


Ég er sokkin í teiknimyndasögurnar. Þessi er nr. 1 af ég veit ekki hvað mörgum og er dásamleg.

Ræningjar á ferð um Hlíðar á næturna

Einhver reyndi að taka bílinn minn frá mér í nótt. SKAMM SKAMM!
Hann er ljótasti bíllinn í götunni.
Ribbaldinn skemmdi plastið utan af stýrinu og ætlaði sér að tengja ukkurneigin fram hjá. Tók í sundur rúðuþurrkurnar. Nú get ég bara valið hröðustu stillinguna þegar rignir.
Ekkert var fjarlægt úr bílnum...því miður. Ég hefði svo gjarnan viljað að hann hefði tekið aðeins til...

miðvikudagur, júlí 02, 2008

Innri flæðisgleði

Ég er búin að vera einstaklega hamingjusöm undanfarnar 24 stundirnar og ég held að það sé tölvuleikjaæðið. Mér finnst ég eiga mig sjálfa með húð og hári og enginn truflar mig og mitt barnslega flæði í höfðinu. Ji hvað þetta er gott. Alveg eins og þegar ég var barnlaus og mátti allt. Mér finnst ég ennþá ríkari með að fá bæði flæðið og eiga barn. Miklu betri mamma fyrir vikið og drengurinn finnur það svo sannarlega og ég fæ trilljón knús á dag.

Ég fer sum sé í tölvuleik þegar lítil augu lokast í kveld. Ætla að halda þessu við þangað til ég fæ leið á tölvuleiknum.