fimmtudagur, nóvember 13, 2008

1.000.000

Tími til komin að láta hárugan nára hverfa. Ekki að ég hafi eitthvað (ukkað er í fríi) að segja en það er aldrei að vita hvað gerist þegar puttarnir manns hamast á lyklaborðinu. Alveg með ólíkindum hvað hugmyndir eiga til að streyma í gegnum kroppinn manns þegar pikkiríið hefst. En ég hef ekki mikið að segja um það sem er að gerast í þjóðfélaginu þar sem mér finnst allt vera svo gloppótt og upplýsingar af svo skornum skammti að maður er ekki í stöðu til þess að hafa neina skoðun!

Og þó, það væri svo sem gaman að vita hvað varð um peningana sem útlendingarnir lögðu inn í bankana. Eru auðkýfingar virkilega svo miklir sauðir að þeir notuðu þá til að fljúga í einkavélum sínum eða fjárfestu þeir í einhverju bullinu? Hvort ætli sé? Eru snekkjurnar keyptar fyrir þessa peninga eða eru þetta fáránlegu laun íslenskra bankamanna sem þeir skömmtuðu sér? Eru peningar þessa fólks starfslokasamningafé? Hver þarf 1.000.000 á mánuði á Íslandi?

Það er vel hægt að komast af með 200.000 þús. Ekkert gaman svo sem, engar leikhúsferðir, utanlandsferðir eða út að borða, bara heimabíó og örbylgjupopp. Ódýrara en að fara í bíó. Hver þarf að fara í bíó? Það er skítkalt í bíó. Flatskjá og græjur; alveg nóg. Ódýrara að kaupa sér bíómynd heldur en að leigja hana...tekur soldið pláss á endanum. Svo má fara á bókasafnið til að ná sér í lestrarefni fyrir 1300 árið og svo kostar 300 kr. að skreppa í sund vilji maður gera sér dagamun...svo má fara til ömmu að sníkja garn til að prjóna og hafa gaman af því...

Líklega er ég ekki með sömu áhugamál og fólkið með 1.000.000. Kemst að því þegar ég fæ ofurlaun hvort áhugamál mín breytast eitthvað. Kannski færi ég reglulega í klobbasnyrtingu, hver veit?

föstudagur, nóvember 07, 2008

Sundferð með kreppuklobbann


Ég kann bara vel við mig í dag. Veðrið er geggjað og ástæða til að fara með soninn í sund eftir leikskóla. Hvaða laug verður fyrir valinu veltur á systur minni ef hún skildi koma með. Annars förum við tvö út á Nes því hún er dásamlega fámenn alltaf. Svo er öðruvísi stemning út á Nesi heldur en í Errvíkinni. Yfirvegunin er með ólíkindum. Mar ætti kannski að flytja þangað...

Hversdags-vesenið er áhugavert og skemmtilegt þegar maður veit um alla sem eru úti að skíta fjárhagslega með manni. Ég veit ekki hvursu mikið ég er úti að skíta en ég á alla vega ekki í matinn. Ég er svo dugleg að borga skuldirnar. En það er til kaffi og barnið fær mat á leikskólanum. Það nægir. Prófamaturinn minn hefur alltaf verið kaffi, sígó og mandarínur. Öðruvísi get ég ekki lært. Enda nálgast mín 46 kílóin hratt á prófatímanum. En ég er með forðabumbu sem situr framan á mér og pressist upp úr buxunum.

Kreppuklobbinn kominn í tísku þannig að ég þarf ekki að skammast mín lengur fyrir að hafa ekki áhuga á að ráðast á dúninn inn í nærbuxunum. Mér skilst að rökunar-tískufyrirbærið sé einfaldlega til að gera karlmönnum þann greiða að vera ekki með hárflóka í munninum meðan verið er að framkvæma ákveðna athöfn. Ég bendi því konum á að í dag geta þær einfaldlega sagt þeim að þetta sé ókeypis tannþráður! Eina sem mér þykir leiðinlegt við kreppuklobbann er að hann skuli endlega þurfa að kíkja undan sundbolnum. Hef alltaf ætlað að kaupa mér sundbuxur svo ég fái að hafa minn í friði og losna við kantskeringar sem valda þvílíkum kláða að maður er eins og fáviti með hendurnar í klofinu í kassaröðum Bjánusbúða svo dæmi sé tekið.