þriðjudagur, desember 30, 2008

Ert'ekk'jað grínast?!

Ég er búin að vera alveg vekk undanfarið eins og gefur að skilja. Hef setið og barið saman minningargrein í tvo daga, grátið, staðið upp frá tölvunni og sest niður aftur. Eftir allan grátin og orðin kemur í ljós að ég þarf að stytta greinina mína um 2577 slög! Eins og ég er búin að hafa fyrir því að vera hnitmiðuð. Ekki sátt. Ég held að það sé erfiðara heldur en að gráta og skrifa að setjast niður og meta hvað má missa sig. Það er fáránlegt einhvern veginn að glíma við slíkt í sorginni þegar manneskjan stendur manni svona nærri.

Svo við vinkona mín fórum með tvo litla drengi í sund. Þar fékk ég slatta af súrefni og fersku lofti og líður eins og hreinsuð. Kannski tekst mér að klippa þetta niður í frískleikanum.

Vá hvað ég er geðveik! Ég er að blogga.

föstudagur, desember 26, 2008Er syrtir af nótt, til sængur er mál
að ganga,
– sæt mun hvíldin eftir vegferð
stranga, –
þá vildi ég, móðir mín,
að mildin þín
svæfði mig svefninum langa.
(Örn Arnarson)

fimmtudagur, desember 11, 2008

Lifandi

Það er ég. En fjölskyldu-áföll og drömu ásamt prófum hafa ekki hvatt mig til bloggunar. Frekar leiðinlegt eða erfitt skulum við segja. En ég ætla mér ekki að hætta þessari bulluholu í bráð. Mér þykir hún frekar nauðsynleg svona til að minna mig á tilvist mína og minna fingra. Spontant hugmyndir detta hérna inn mér til mikillar skemmtunar, mér finnst ég meiraðsegja stundum soldið fyndin og það er gaman að finnast maður sjálfur eitthvað skemmtilegur. Hvort sem öðrum finnst það eða ekki þá er sjálfskátína hin mesta skemmtun og mikið hrós fyrir manns einkasjálf að koma sjálfri sér á óvart. Svona eins og að fá 9 á prófi og finnast maður ekki hafa skrifað nokkuð af viti.

Ég hef takmarkað þol fyrir málefnum líðandi stundar og er orðin þreytt á klifinu um breytt þjóðfélag og aðgerðir. Menn tala bara og tala, vara við og svo framvegis. Mig langar meira að vita hvað er að gerast, hvernig menn gera það og hvað er í stöðunni. En allt er á huldu eins og ætíð. Feluleikur.

Síðan eru það nornaveiðarnar: "Áttu ekki að segja af þér af því að þú vissir ekki þetta eða hitt, getur þú setið áfram þrátt fyrir bla bla bla, menn verða að sæta ábyrgð, hver ber ábyrgðina, ætlar enginn að axla ábyrgð, ber þér ekki skylda til að vita allt, ætlar enginn að segja þetta var mér að kenna sorrí ég er hættur farinn?!"

Kreppan leysist örugglega ef menn segja af sér.

Ég heyrði viðtal við viðskiptaráðherra um daginn þar sem einmitt slíkar spurningar voru bornar á borð um einhver tengsl í einhverju máli. Einhverjir Baugskallar og tengls sem voru ekki æskileg og mikið húllum hæ yfir hvort hann hefði vitað af þessum tengslum og svo framvegis. Ég spyr:
Hvað með þá sjálfa? Af hverju sögðu þeir ekki sjálfir frá tengslunum? Vissu þeir það ekki heldur? Þetta er bara frábært. Viðskiptaráðherra að segja af sér/vanhæfur eða ukkað, vegna þess að hann vissi ekki af tengslun sem tengslin vissu væntanlega um sjálf en sögðu ekkert við?
Ég næ þessu ekki alveg. Eru menn algerlega án nokkurs siðvits?