mánudagur, september 28, 2009

Tæpur er tunguputtinn

Stuldur er orðin svo hrikalegur að maður þorir ekki að láta neitt hér niður. Og nú þegar fésbók er búin að gleypa allt og alla er alveg kominn tími til að putta soldið bloggið sitt.

Nú þegar ég er komin með nóg af henni fésbók, og allir sem blogga, blogga um pólitík, svind, svínarí og plott...er þá ekki bara kominn tími á endurreisn hugleiðinga í dagsins önn? Kannski bara.

Sjáum hvað setur, hvort tjáningarþörfin fari ekki að gera vart við sig með haustinu...sköpun æpandi og óandi inn í manni, ólgandi æst að fá að blaðra með puttunum um allt og ekkert...sjáum til.