miðvikudagur, október 26, 2011

Skyldu-fjallið

Nöldraði heil ósköp í morgun yfir mikilvægi stundvísi við hálf-sofandi barnið. Uppskar það eitt að finnast ég leiðinlegasta kéllíng í heimi.

Klemman sem ég er í þessa dagana er samfélagslegur þrýstingur um hitt og þetta og hvað maður á alltaf að vera að standa sig. Mér finnst bara heilmikið mál að standa mig þessa dagana. Ég er alltaf að gleyma hlutum út um allt og er að verða geðveik á að finna aldrei neitt.

Og þar liggur sjálfsagt hundurinn grafinn...ég á bara erfitt með alla hluti og finnst þeir vera eins og fjall sem öngvan vegin er hægt að saxa niður. Verður maður þá ekki bara að slaka á og taka því sem höndum ber í stað þess að vera með svipuna á fullu með heimskulegum skömmum?