sunnudagur, desember 28, 2014

Fyrsti í lygi

Drakk 14 bjóra í gær. Krakkarnir hlupu um eins og enginn væri morgundagurinn. Þurftu að sýna mér eitt og annað eins og krakkar eru og ég setti upp tilgerðarsvip og sagði vá flott og æði. Fannst ég vera amerísk í smá stund með rúllur í hárinu og óhamingjusama mamman í tölvunni...á Fésbók komm on!

Man ekki hvort það var sígarettan sem skildi eftir svöðusár á handleggnum á mér eða hvort það var ég sjálf sem rak hann upp í elementið í bakarofninum þegar ég var að baka ótímabærar piparkökur. Ég er amk með ör. Kannski er það gróið. Ég tékka á morgun þegar ég fæ mér vatnsglas til að viðhalda hringrásinni. Systir mín gaf mér fullt af kremum í jólagjöf og í fávisku minni las ég pistilinn sem fylgdi kremunum. Leyndarmál fegurðarinnar virðist fólgið í því að drekka einn og hálfan lítra af vatni á dag og dúmpa rétt kremi frá nefi og upp að gagnauga. Mér líður samt eins og ég sé fersk eftir gott bað og kremin frá systur minni. Ný manneskja.

Veit ekki hvað ég á að segja meir. Bíð eftir draumaprinsinum. Mig langar svo mikið til að hitta hinn eina sanna. Þann sem lætur mér líða eins og ég sé drottning. Að ég ráði yfir öllu. Af því að ég er svo klár og svo stórkostleg....ó bara ég væri fallegri en ég er, bara að ég þyrfti ekki að opna munninn til þess eins að vekja athygli á því hversu frábær og vel gefin ég er...helvítis gen!

Missti mig smá...biðst forláts á tilhæfulausum hégómanum.

Ætli ég verði ekki að drekka smá vatn og leggja mig smá...helvítis krakkarnir! Geta þeir ekki drullað sér til þess að sjá um sig sjálfir! Hvaða helv...ég á ekki að þurfa að standa í þessu!
Ég er svooo þreyttt....