laugardagur, desember 27, 2014

Lygi

Ég hef fundið fyrir því að puttapúkann dauðlangar til að vakna til lífsins aftur til þess að þvaðra og blaðra. Ég er að spá í að blogga helling á næsta ári og helst ljúga sem mest. Það sem efnahagshrunið hefur kennt okkur skattborgurum er að hér hefur verið elíta í mörg ár og komist upp með eitt og annað. Nú er hún hætt að geta falið ruslið sitt og finnst almenningurinn bara vondur við sig. Sem við erum...með réttu.
Þar sem ég lifi ekki á vöxtum landsmanna og í góðu yfirlæti get ég logið með puttunum einum saman. Hlakka til.

Skrudda